Morgunblaðið - 29.03.1998, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ
KOPAVOGSBÆR
Félagsmálastofnun Kópavogs auglýsir
lausa til umsóknar stöðu
forstöðumanns í
Dalshúsi
Dalshús er sérstakt úrræði fjölskyldudeildar
og sinnir margháttuðu hlutverki, m.a. hópastarfi
fyrir unglinga og fjölskyldur þeirra, fræðslu-
og forvarnarstarfi og fjölskylduráðgjöf.
Einnig er Dalshús mikið notað af öðrum
starfsmönnum fjölskyldudeildar m.a. til viðtala
við börn og fjölskyldur og áætlað er að sál-
fræðingur hafi starfsaðstöðu sína að hluta til
í húsinu.
Starfsemi Dalshúss er í stöðugri þróun og
reynt er að mæta þeim þörfum sem fyrir hendi
eru hverju sinni. Starfið krefst því frumkvæðis,
hugmyndaauðgi og sjálfstæðra vinnubragða.
Um er að ræða 70% stöðugildi. Krafist er
félagsráðgjafamenntunar eða sambærilegs
náms. Einnig er krafist reynslu af vinnu með
börn, unglinga og fjölskyldur.
Frekari upplýsingar gefur yfirmaður fjölskyldu-
deildar í síma 554 5700.
Umsóknarfrestur er til 18. apríl nk.
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ
A AKUREVRI
Sérfræðingur
í barnalækningum
80% staða sérfræðings í barnalækningum við
barnadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri
er laus til umsóknar. Starfinu fylgirvinna við
ungbarnavernd, 3 tíma í viku. Æskilegt er að
umsækjandi hafi menntun í undirsérgrein. Til
greina kemur að skipta stöðunni milli tveggja
sérfræðinga. Við ráðningu verður lögð áhersla
á faglega þekkingu ásamt hæfileikum á sviði
samskipta, samvinnu og sjálfstæðra vinnu-
bragða.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningum
sjúkrahússlækna.
Umsóknarfrestur ertil 15. maí 1998. Nánari
upplýsingar um starfið veitir yfirlæknir deildar-
innar, Magnús Stefánsson, sími 463 0100.
Umsóknir, á þar til gerðum eyðublöðum,
ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, þar
með talin vísindastörf og reynsla af kennslu,
sendist framkvæmdastjóra sjúkrahússins
Halldóri Jónssyni.
Öllum umsóknum um starfið verður svarað.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
—reyklaus vinnustaður—
Skólastjóri við
Hrafnagilsskóla
Staða skólastjóra við Hrafnagilsskóla í Eyja-
fjarðarsveit er laustil umsóknar. Staðan verður
veittfrá 1. ágúst 1998, en nýr skólastjóri þyrfti
að geta hafið störf að hluta í byrjun júní nk.
Leitað er a metnaðarfullum og dugmiklum ein-
staklingi með kennaramenntun, ásamt
þekkingu og reynslu í rekstri. Umsækjandi þarf
að vera fær í mannlegum samskiptum og æski-
legt er að hann hafi menntun og/eða reynslu
á sviði stjórnunar.
I Eyjafjarðarsveit eru 935 íbúar. Nemendur í Hrafnagilsskóla eru um
170 í 1. — 10. bekk og er skólinn einsetinn. Skólinn er í 12 km fjarlægð
frá Akureyri. Næsta sumar hefjast miklar framkvæmdir við endur-
skipu-lagningu og endurbótum á húsnæði grunn- og leikskóla.
Áformaðar breytingar gera ráð fyrir endurskipulagningu og endurbæt-
ur á húsnæði grunn- og leikskóla. Áformaðar breytingar gera ráð
fyrir nábýli og samstarf leikskóla og yngstu bekkja grunnskólans.
IVIikilvægt er að nýr skólastióri geti unnið að undirbúningi og skipu-
lagningu þessa samstarfs. Iþróttahús og sundlaug eru i tengslum
við skólann og við hann er skólamötuneyti. Náið samstarf er við
Tónlistarskóla Eyjafjarðar.
Frekari upplýsingar um starfið veita sveita-
stjóri, Pétur Þór Jónasson, í síma 463 1335 og
formaður skólanefndar, Jón Jónsson, í síma
463 1282.
Umsóknarfresturertil 20. apríl og skulu um-
sóknirberasttil skrifstofu Eyjafjarðarsveitar,
Syðra- Laugalandi.
Sveitarstjórinn í Eyjafjarðarsveit
SUNNUDAGUR 29. MARZ 1998 E 13
„ Viltu slást í hópinn“
Spennandi tækifæri hjá Coopers & Lybrand - Hagvangi hf.
Coopers
&Lybrand
Coopers & Lybrand - Hagvangur hf.
er aðili að stærstu samsteypu
ráðgjafa- og endurskoðunarfyrirtækja
í heimi með um 135.000 starfsmenn.
Starfefólk okkar hefur beinan aðgang
að aðilum samsteypunnar og
öflugasta upplysingabanka heims á
sviði endurskoðunar, skattalaga,
stjómunar, upplýsingatækni,1jármála,
markaðsmála og starfemannamála.
Starfefólki veitast tækifæri til þess að
vinna fyrir áhugaverðustu fyrirtæki
landsins sem gera miklar kröfur. Starfe-
fólk nýtirsérgagnagrunna og starfe-
aðferðir samsteypu Coopeis & Lybrand
- Price Waterhouse og starfar með
ráðgjöfum þeirra hér á landi og erfendis.
Rétt þekking á réttum tíma
-fyrir rétt fyrirtæki
Upplýsingar veita Kartín S. Óladóttir
og Þórir Þorvarðarson.
Vinsamlega sendið skriflegar
umsóknirtil Ráðningarþjónustu
Hagvangs hf. merktar „Viltu slást
í hópinn" fyrir7. apríl n.k.
Stjórnsysluráðgjafi
Við leitum að starfsmanni til þess að annast ráðgjöf á sviði stjórnsýslu
fyrir opinber fyrirtæki og sveitarfélög.
Fjármálarádgjafi
Fjármálasvið annast ráðgjöf við, kostnaðarstjórnun, rekstrar- og
fjárhagsáætlanir, arðsemismat, fjármögnun, eignamat, verkefna-
fjármögnun, einkavæðingu og fjárhags- og rekstrarlega endurskipu-
lagningu.
Starfsmannaráðgjafi
Starfsmannaþróun annast ráðgjöf sem tengist starfsmannamálum
s.s. starfsmannastefnu, starfsmati, frammistöðumati og framkvæmd
ýmissa kannana meðal starfsmanna.
Markadsráðgjafi
Markaðssvið annast m.a. markaðsrannsóknir og markaðsráðgjöf. í
starfi markaðsráðgjafa fellst m.a. þátttaka í sölu og úrvinnslu markaðs-,
viðhorfs- og þjónustukannana. Jafnframt tekur markaðsráðgjafi
þátt í margvíslegum markaðstengdum verkefnum.
Viðskiptafræðingur - endurskoðunarsvið
Endurskoðunarsvið annast endurskoðun, reikningsskil og skattskil.
Ráðgjafar þurfa að hafa háskólamermtun og góða starfsreynslu.
Menntun eða starfsreynsla erlendis er mjög æskileg.
Einnig þurfa þeir að geta unnið sjálfstætt, hafa frumkvæði og
atorkusemi, örugga og ábyrga framkomu og létta lund.
HAGVANGUR RADNINGARMÚNUSIA
Coopers & Lybrand
Hagvangur hf.
Skeifan 19
108Reykjavík
Sími 581 3666
Bréfsími 568 8618
Netfang
radningar@coopers.is
Veffang
http://www.coopers.is
VERKEFNASIlðRI
HUGRÚNADARÞRÚUN
Öflugt og traust fyrirtæki í krefjandi forritaþróun óskar eftir að ráða verkefnastjóra í nýtt og spennandi
stjórnunarstarf.
Starfssvið
• Áætlanagerð, gæðastjórnun, eftirfylgni verkefna o.fl.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Leitað er að tölvunarfræðingi eða einstaklingi með aðra háskólamenntun á sviði
kerfishönnunar og forritunar.
• Sjálfstæð og öguð vinnubrögð ásamt reynslu við krefjandi forritun.
/ Topp laun í boði.
V Ekki missa af bessu tækifæri!
Með umsóknir og fyrirspurnir verður farið með sem trúnaðarmál.
Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon frá kl. 9-12 síma 533 1800.
Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs fyrir 6. apríl n.k. merktar:
„Verkefnastjóri - hugbúnaðarþróun".
RÁÐGARÐUR hf
STJÓRNUNAR- OG REKSTRARRÁÐGJÖF
Furugerði5 108Reykjavík Sími 5331800
Fax: 5331808 Netfang: rgmidlun@radgard.is
Heimasíða: httpý/www.radgard.is