Morgunblaðið - 29.03.1998, Page 15

Morgunblaðið - 29.03.1998, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARZ 1998 E 15 Héraðsráðunautur Búnaðarsamband Austur-Skaftfellinga auglýsir eftir héraðsráðunaut í fullt starf með háskóla- menntun í búvísindum eða sambærilega menntun. Starfið felst m.a. í alhliða leiðbeiningum til bænda, búfjárdómum, útgáfu fréttabréfa auk bókhaldsstarfa. Gerð er krafa um frumkvæði í starfi, öguð vinnubrögð og lipurð í samskipt- um og félagslegu starfi. Um er að ræða krefj- andi og fjölbreytt starf. Viðkomandi verður eini starfsmaður Búnaðarsambandsins. Síarfinu fylgir húsnæði og jörð til ábúðar. Umsóknir sendist til Búnaðarsambands Aust- ur-Skaftfellinga, Rauðabergi 2,781 HORNA- FIRÐI, fyrir 1. maí nk. Nánari upplýsingar veita Örn Bergsson, form., í síma 478 1674 eða Guðmundur Jóhannesson/ Halla Eygló Sveinsdóttir, ráðunautar, í síma 478 1012. Reyndir bóksölu- menn óskast Óskum eftir að ráða tvo reynda sölumenn til starfa í símasöludeild okkar. Vinnutími er frá 17—22 og e.t.v. á daginn líka. Mörg spennandi verkefni framundan og mjög góð sölulaun í boði fyrir rétta aðila. Við rekum öflugustu bókasímasöludeild lands- ins og bjóðum upp á nýuppgerða fyrsta flokks vinnuaðstöðu. Frekari upplýsingar veittar í síma 510 2522 á mánudag og þriðjudag frá 9—12. „.fll.,™— <> FORLAGIÐ Miðstöð háskólanáms og símenntunar á Austurlandi Laust starf Samband sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi (SSA) og háskólanefnd SSA auglýsa eftir starfs- manni til að undirbúa stofnun miðstöðvar há- skólanáms og símenntunar á Austurlandi. Starfsmaðurinn mun vinna undirstjórn háskóla- nefndar SSA og þarf að geta hafið störf sem fyrst. Miðað er við fullt starf í sex mánuði. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af stjórnunarstörfum og þekkingu á skólastarfi. Umsóknarfrestur ertil 15. apríl 1998. Upplýsingar gefur form. háskólanefndar SSA, Emil B. Björnsson, s.: 471 2500 / 471 1533. SSA. IBROADVm^-A Hótel íslandi Ritarastarf Óskum að ráða í sérhæft ritarastarf í sölu- og markaðsdeild okkar. 50% starf. Krafist er: • Góðrar tölvukunnáttu. • Skipulagningar. • Frumkvæðis í starfi. • Reglusemi og stundvísi. • 30 ára lágmarksaldurs. • Reykleysins. Upplýsingar gefur Ólafur Laufdal mánu- dag og næstu daga á skrifstofutíma. BROADWAY, Ármúla 9. Leiðbeinandi óskast Uppeldismenntaður leiðbeinandi óskast á áfangastað Geðverndarfélags íslands. í starfinu felst heimilishald og félagslegur stuðningur við íbúa. Um hlutastarf er að ræða. Skriflegar umsóknir, ertilgreini menntun og fyrri störf, sendist skrifstofu G.í. í Hátúni 10, fyrir 8. apríl nk. VINNUMÁLA STOFNUN Eftirfarandi störf hjáVinnumálastofnun eru laus til umsóknar: ■ Náms- og starfsráðgjafí hjá Vinnumálastofnun, Reykjavík. Hlutverk ráðgjafans verður m.a. að samræma störf náms-og starfsráðgjafa á svæðisvinnumiðlunum og vinna að stefnu- mótun með yfirstjórn Vinnumálastofnunar og leggja fram tillögur og meta úrræði gegn atvinnuleysi. * Náms- og starfsráðgjafi hjá Svæðisvinnumiðlun Norðurlands vestra, Blönduósi. Hlutverk ráðgjafans verður m.a. að vinna að starfsleitaráætl- unum með atvinnuleitendum í samræmi við lög nr.13/1997 um vinnumarkaðsaðgerðir og þjónusta atvinnufyrirtækin í umdæminu með vinnumiðlun. ■ Menntun og hæfniskröfur: Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi lokið háskólanámi í náms- og starfsráðgjöf, vinnusálfræði, hafi kennaramennt- un eða annað sambærilegt nám. Þá er einnig nauðsynlegt að umsækjandi hafi víðtæka þekkingu á vinnumarkaðnum og menntakerfinu, hafi góða hæfni til mannlegra samskipta ásamt góðum skipulagshæfileikum. Laun samkvœmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Upplýsingar veita Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofn- unar í síma 511 2500 og Gunnar Richarðsson forstöðumaður Svæðisvinnumiðlunar Norðurlands vestra í síma 455 4200. Umsóknarfrestur er til 6. apríl. Vinnumálastofnun er þjónustustofnun sem starfar samkvæmt lögum nr. 13/1997 um vinnumarkaðs- aðgerðir og fer með yfirstjórn vinnumiðlunar í landinu. Þá annast Vinnumálastofnun m.a. sjóðsvörslu og daglega afgreiðslu fyrir Atvinnuleysistryggingasjóð, Tryggingasjóð sjálfstætt starfandi einstaklinga, Ábyrgðasjóð launa og Starfsmenntaráð félagsmála- ráðuneytisins. Á vegum stofnunarinnar starfa átta svæðisvinnumiðlunarskrifstofur. VINNUMÁLASTOFNUN • HAFNARHÚSINU VIÐ TRYGGVAGÖTU 150 REYKJAVlK • SlMI 511 2500 • MYNDSENDIR 511 2520 Blómstrandi mannlíf og batnandi kjör bíða þín nú í Skagafirði. Ef efla vilt andann, visku og fjör, þá umsókn um starf er mikils virði. Hafið þið hugleitt störf á næsta skólaári? Fyrirsjáanlegt er að við Fjölbrautaskóla Norð- urlands vestra á Sauðárkróki vantar kennara í eftirtalin störf: íslenska, um er að ræða fullt starf. Danska, heil staða í boði. Líffræði, hálf staða. Sérkennsla fyrir starfsbraut, fullt starf. Fresturtil að skila umsóknum ertil 1. maí nk. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skól- ans í síma 453 6400. Skólameistari. £ $ ISLANDSFLUG gerir fleirum fært að fljúga Flugstjórar íslandsflug hf. óskar eftir að ráða flugstjóra nú þegar. Lágmarksreynsla eru 3.000 flugtím- ar. Umsóknir sendist til skrifstofu félagsins í síð- asta lagi 1. apríl nk. íslandsflug hf„ Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík. Arkitektar — landslagsrkitektar Arkitektastofa í miðbæ Reykjavíkur óskar eftir starfsfólki til þess að vinna að áhugaverðum og krefjandi verkefnum. Leitað er að arkitekt, landslagsarkitekt, verk- fræðingi, byggingatæknifræðingi eða einstakl- ingi með reynslu á sviði byggingarfræði. Kröfur eru gerðar um skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð, atorkusemi, örugga og ábyrga framkomu. Tölvukunnátta er nauðsynleg. Góð laun í boði. Með allar umsóknir verðurfarið með sem trúnaðarmál. Skriflegar umsóknir með upplýs- ingum um viðkomandi sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 5. apríl nk„ merktar: „A — 4031". MENNTASKÓLINN VIÐ SUND^^ Frá Menntaskólanum við Sund Framhaldsskólakennarar Laus er heil staða í stærðfræði. Næsta skólaár er jafnframt laus heil staða í eðlisfræði. Leitað er eftir áhugasömum kennurum með góða menntun. Ráðið er í heilar stöðurfrá 1. ágúst nk. Starfskjör eru skv. kjarasamningum ríkisins við stéttarfélög kennara. Umsóknarfresturertil 17. apríl nk. í umsókn skal greina frá menntun og fyrri störfum. Ekki þarf að nota sérstök umsóknareyðublöð. Umsóknir sendist í Menntaskólann við Sund, Gnoðarvogi 49,104 Reykjavík. Öllum umsóknum verður svarað. Nánari upplýsingar veita rektorog konrektor í síma 553 7300. BBr.UI,l.l.1:UULy Starfsfólk óskast Kjötiðnaðarstöð KEA óskar að ráða starfsmenn í kjötskurð sem allra fyrst. Óskað er eftir dug- legum, jákvæðum og reglusömum einstakling- um til framtíðarstarfa. Sóst er eftir reyklausum einstaklingum eldri en 20 ára. Upplýsingar gefur verksmiðjustjóri í síma 463 0360 eða á staðnum. Hjá kjötiðnaði KEA, sem er hluti KEA samstæðunnar, starfa um 90 manns. Um er að ræða eina af stærstu kjötvinnslum landsins ásamt stórgripa- og sauðfjársláturhúsi. Grund íþróttaleiðbeinandi Óskað er eftir íþróttaleiðbeinanda í 100% starf eða eftir samkomulagi. Umsækjandi þarf að hafa áhuga á íþróttastarfi aldraðra og geta stjórnað t.d. gönguhóp, boccia og hópleikfimi. Áhugasamir hafi sambandi við yfirsjúkra- þjálfara á Grund í síma 552 6222. Laus störf Starfsfólk óskast í býtibúr og ræstingar í afleysingar, yngri en 20 ára koma ekki til greina. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 568 8500.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.