Morgunblaðið - 15.04.1998, Side 1

Morgunblaðið - 15.04.1998, Side 1
 1998 m MIÐVIKUDAGUR 15. APRIL BLAÐ Ronaldo góður í snjónum Reuters HANDKNATTLEIKUR / ÞYSKALAND Vilja fjölga í deildinni ÍTÖLSKU félögin Inter og Lazio mætast í úrslitaleik UEFA-keppn- innar í knattspymu í vor. Síðari und- anúrslitaleikirnir fóru frarn í gær; Lazio gerði þá markalaust jafntefli við Atletico Madrid á heimavelli og Inter sigraði Spartak í Moskvu, 2:1. Brasilíumaðurinn Ronaldo, sem hér leikur á Sergei Gorlukovic, gerði bæði mörk Mílanóliðsins í Moskvu. Vallaraðstæður voru erfiðar í rúss- nesku höfuðborginni eftir mikla snjókomu og ekki var ákveðið fyrr um miðjan dag í gær að leikurinn færi fram. ■ Ronaldo / B12 Sjö lið í þýsku 1. deildinni í hand- knattleiknum hafa óskað eftir því við þýska handknattleikssambandið að fjölgað verði um tvö lið í 1. deild- inni frá og með næstu leiktíð. Yrðu þar með 18 lið í deildinni í stað 16 sem nú eru, en reyndar hafa þau að- eins verið 15 írá áramótum eftir að Rheinahausen varð gjaldþrota. Með- al þeirra liða sem óskað hafa eftir að þessi breyting verði gerð eru Bayer Dormagen, Hameln og Essen en með þessum liðum leika íslenskir hand- knattleiksmenn. Dormagen og Ha- meln eru í fallhættu, en miklir fjár- hagslegir hagsmunir eru í húfi fyrir þau að halda sæti sínu í deildinni. Að sögn Alfreðs Gíslasonar, þjálf- ara hjá Hameln, tengjast óskir félag- anna ekki stöðu þeirra í deildinni og hræðslu við að falla í 2. deild. Aðalá- stæðan væri sú að menn vildu lengja keppnistímabilið og ná betri nýtingu út úr þeim leikmönnum sem hjá fé- lögunum eru, en launagreiðslur hafa hækkað verulega til þeirra á síðustu árum. Til þess að hægt væri að leggja fram þessa beiðni til sambandsins þurftu a.m.k. fimm lið að standa að baki henni en nú eru félögin orðin sjö og var óskin lögð inn skömmu fyrir páska. Meðal annarra félaga sem standa að tillögunni er Gum- mersbach sem hefur mikil ítök innan þýska handknattleiksins enda verið besta lið landsins undanfarna ára- tugi þó skútan hafi örlítið látið á sjá í vetur. Alfreð sagði ennfremur að stjóm þýska handknattleikssambandsins hefði ekki enn komið saman til þess að ræða tillöguna og vildi hann ekk- ert segja hvort um þess væri vænst að hún fengi jákvæðar undirtektir. Verði hún að veruleika eru hugmynd- ir uppi um að hefja keppnistímabilið tveimur vikur fyrr en sl. haust, þ.e.a.s í kringum fyrsta september og síðasta umferðin færi fram upp úr 20. maí í stað byrjun maí eins nú verður. VALSMENN KOMNIR MEÐ AÐRA HÖND Á ÍSLANDSBIKARINN / B2 • Lottómiðinn með 1. vinningi sl. laugardag var keyptur f Happahúsinu í Kringlunni í Reykjavík, en miðinn með bónusvinningnum var keypt- ur í Gullnesti við Fjallkonuveg í Grafarvogi í Reykjavík. • Fyrsti vinningur í Víkinga- lottói sl. miðvikudag skipt- ist milli Dana og Finna. • 27. apríl hefst nýr leikur með Lottói 5/38. Fylgist með!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.