Morgunblaðið - 15.04.1998, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 15.04.1998, Qupperneq 4
4 B MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ KÖRFUKNATTLEIKUR Mikilvægur áfangi Ösvald- ur beint í leikinn KR-INGURINN Ósvaldur Knudsen gat ekkert æft með liðinu um páskana. Hann er þjálfari 9. flokk félagsins og var með strákana síua á „Scania Cup“ í Svíþjóð um hátíðina, en það er óopinbert Norðurlandamót félagsliða. Strákarnir urðti í 6. sæti en lið KR sigraði hins vegar í 10. flokki, vaun Solna Vikiug nteð 29 stiga inun í úrslita- leik. Þessi Qarvera virtist ekki há Ósvaldi því hann var stiga- hæstur KR-inga í leiknum gegn Njarðvikingunt ásamt Keith Vassel og stóð sig vel eins og hann hefur reyndar gert í vetur. Það eru örugg- lega ekki ntargir varamenn sem eru liði sínu jafn mikil- vægir og hann, en Ósvaldur er ekki í byijunarliði KR og niá því segja að hann sé einn af sex bestu leikmönnum deildarinuar. Óskabyrjun Njarðvíkinga í baráttunni um (slandsmeistaratitilinn NJARÐVÍKINGAR gerðu sér lít- ið fyrir og sigruðu í fyrsta úr- slitaleiknum í úrvalsdeildinni, en Suðurnesjamenn brugðu sér á Seltjarnarnesið og léku þar við KR-inga. Njarðvík sigr- aði 88:75 og hefur þar með brotið ísinn því Ijóst var að ætlaði liðið sér að verða meistari yrði það að sigra í einum útileik. Þeim áfanga er náð, en langur vegur er enn fyrir Njarðvíkinga að íslands- meistaratitlinum því KR-ingar léku illa á annan dag páska og hugsa Njarðvíkingum örugg- lega þegjandi þörfina, en liðin mætast öðru sinni annað kvöld og þá í Njarðvík. Leikurinn á mánudaginn var kaflaskiptur og hálffurðulegur í alla staði. Mikill hraði einkenndi upphafsmínúturn- Skúli Unnar ar KR-Íngar Sveinsson gerðu fyrstu fjög- skrifar ur stigin, en Njarðvíkingar næstu átta og með því að keyra á fullum hraða tókst þeim að ná vænlegri stöðu, 16:7, þegar leikið hafði verið í tæpar sex mínútur. Þá tóku heimamenn leikhlé og komu vel vakandi til leiks á ný, léku gríðarlega sterka maður-á- mann-vörn og tókst að koma mun- inum í þrjú stig. Njarðvíkingar komust aftur í gang en KR-ingar hrukku í baklás og munurinn jókst á ný og varð mestur 14 stig er skammt var til leikhlés. Staðan 40:51 í leikhléi. Þegar síðari hálfleikur var hálfnaður hafði gestunum tekist að ná 20 stiga forystu, 72:52, og allt virtist stefna í öruggan sigur þeirra. Þá hófst besti leikkafli heimamanna. Baráttan í vöminni var gríðarleg og það leiddi til þess að KR fékk mikið af hraðaupp- hlaupum sem nýttust vel. Njarð- víkingar skoruðu ekki nema þrjú stig í tæpar fímm mínútur en á meðan gerðu KR-ingar 21 stig og staðan orðin 73:75 þegar þrjár mínútur voru eftir. Á þessum góða kafla KR átti Marei Guðlaugsson mjög góðan leik, gerði sex stig og vann boltann tvívegis. Njarðvíkingar tóku leik- hlé og það virtist fara illa í heima- menn því er liðin gengu til leiks á ný gerði Friðrik Ragnarsson ævin- týralega þriggja stiga körfu þegar skotklukkan var að renna út. Hann var ekki í nokkru jafnvægi, með mann í sér, en náði að setja boltann í spjaldið og niður. Njarðvík vann boltann og Teitur Orlygsson sendi eitt af sínum frægu langskotum niður og þar með var sigurinn í höfn. Eins og áður segir var leikurinn hálffurðulegur. Löngum stundum virtust KR-ingar ekki með á nótun- um, en síðan komu kaflar þar sem þeir léku af eðlilegri getu. Sama má raunar segja um Njarðvíkurlið- ið því það var nærri búið að klúðra unnum leik undir lokin, en tókst að bjarga sér fyrir horn. Bæði lið léku lengstum maður-á-mann-vörn en bæði prufuðu þó svæðisvöm um tíma og gekk það sérlega vel hjá Njarðvíkingum, sem beittu henni snemma í síðari hálfleiknum. Hjá KR var Ósvaldur Knudsen góður og trúlega er hann einn sterkasti sjötti maður í deildinni, en hann er venjulega ekki í byrjun- arliði KR. Keith Vassel var ekki eins og hann á að sér en gerði þó 21 stig. Sama má eiginlega segja um alla aðra KR-inga; þeir áttu flestir ágæta kafla en þeir voru bæði of fáir og stuttir. Fimm leikmenn UMFN gerðu 10 stig eða meira og þar fór fremstur Petey Sessoms sem gerði 29 stig og tók 15 fráköst auk þess sem hann varði ein fímm skot. Teitur, Friðrik, Örlygur Sturluson og Páll Kristinsson áttu allir góðan leik, en þessir skipa byrjunarlið Njarðvíkinga. Þess má geta að varamenn Njarðvíkinga gerðu að- eins fjögur stig en varamenn KR settu 27, þar af Ósvaldur 21. Morgunblaðið/Þorkell PETEY Sessoms skorar hér þrátt fyrir góða tilburði Baldurs Ólafssonar til að stöðva hann. Njarðvíkingar standa vel að vígi eftir sigur á útivelli í fyrstu viðureigninni. Fyrsta skrefið „VIÐ gerðum okkur grein fyrir því að til að verða íslandsmeistar- ar þyrftum við að sigra í þremur leikjum og þar sem við eigum að- eins tvo heimaleiki í úrslitarimm- unni segir það sig sjálft að við urðum að vinna að minnsta kosti einn leik hér á Seltjarnarnesi,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkinga, kampakát- ur eftir sigurinn. Það ríkti samt engin sigur- stemmning í búningsherbergi Njarðvíkinga enda sagði Friðrik að þetta væri aðeins eitt skref af mörgum sem stíga þyrfti til að verða meistari. „Það er góð stemmning í hópnum og menn gera sér grein fyrir að þetta var bara upphafíð. Þess vegna eru menn einbeittir, en ekki í sigur- vímu,“ sagði hann aðspurður um hvort leikmenn væru ekki ánægð- ir með sigurinn. „Við byrjuðum vel og ef til vili voru KR-ingar of uppteknir af því að gæta þess að tapa ekki heima. Við vorum staðráðnir í að sigra, en það munaði ekki miklu að værð yrði okkur að falli. Við vorum nærri búnir að henda frá okkur sigrinum og það hefði ver- ið skelfilegt hefði það gerst og ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda. Við féllum í þá gryfju að leika vörn á meðan við vorum með boltann og slíkt kann aldrei góðri lukku að stýra. Við grófum okkur holu með þessu og einhvern veg- inn náðum við ekki að koma okk- ur upp úr henni fyrr en rétt í lok- in,“ sagði Friðrik um kaflann þar sem KR-ingar minnkuðu muninn í tvö stig. Páska- eggin of mörg? „EINHVERRA hluta vegna komum við ekki nógu vel stemmdir tii leiks og okkur tókst alls ekki að hægja á Njarðvíkingunum í fyrri hálf- leik. Vörnin var ekki nógu vakandi í upphafi og því fór sem fór,“ sagði Jón Sigurðs- son, þjálfari KR, eftir tapið. „Leikmenn gerðu ekki það sem lagt var fyrir þá fyrir leik- inn og þetta var allt saman hálfeinkennilegt því eina stundina var vörnin fín hjá okkur en þá næstu var hún engin. Það sama má í rauninni segja um sóknina. Hún var ágæt á köflum en þess á milli engin,“ sagði Jón og bætti við: „Ætli fríið hafí ekki verið of langt og páskaeggin of mörg!“ Hann lagði þó áherslu á að stríðið væri langt frá því að vera búið þótt fyrsta orrustan hefði tapast. „Liðin eru það jöfn að hvort um sig getur unnið bæði heima og á útivelli og við förum til Njarðvíkur á fímmtudaginn til að sigra, ekkert annað. Þessu er alls ekki lokið,“ sagði Jón. ÞAÐ tekur mikið á að styðja lið sitt í úrslitakeppninni og þegar heitt er í kolunum og þungt loft í íþrótta- húsinu getur farið illa. Þetta fékk einn áhorfandi, stuðningsmaður Njarðvíkinga, að reyna á mánudag- inn en þá leið yfir hann í síðari hálf- leik. Hann var færður úr húsi og hlúð að honum og varð ekki meint af að því best er vitað. Úrslitakeppnin í körfuknattleik 1998 Fyrsti leikur liðanna í úrslitunum, leikinn á Seltjarnarnesi 13. april 1998 KR NJARÐVÍK 75 Skoruð stig 88 14/23 Vítahittni 17/24 9/25 3ja stiga skot 7/20 17/45 2ja stiga skot 25/47 18 Varnarfráköst 24 13 Sóknarfráköst 12 20 Bolta náð 13 19 Bolta tapað 24 19 Stoðsendingar 15 24 Villur 21 I Leið yfir á a

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.