Morgunblaðið - 15.04.1998, Side 8

Morgunblaðið - 15.04.1998, Side 8
>8 B MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998 KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ Spennunni viðhaldið BESTI knattspyrnumaður heims, Brasilíumaðurinn Ronaldo, gerði bæði mörk Inter er liðið vann Roma 2:1 á útivelli og heldur þannig Juventus við efnið því Inter er aðeins einu stigi á eftir meisturunum, sem unnu Piacenza 2:0. Það er því Ijóst að barátt- an um ítalska meistaratitilinn verður hörð þegar fimm umferðir eru eftir, en Juve og Inter mætast í Tórínó 26. apríl. Brasilíumaðurinn snjalli gerði síðara mark sitt, sem reyndist sigurmarkið, á 75. mínútu. Ronaldo var ekki eini Brasilíumaðurinn sem _ kom við sögu í leiknum því eftir að hann hafði komið Inter í 1:0 á 50. mínútu jafnaði landi hans Cafu fyrir heimamenn. Þetta var fimmti sigur Inter í röð og í fyrsta sinn í sjö ár sem Inter tekst að sigra Roma á heimavelli síðarnefnda liðsins. Luigi Simoni, þjálfari Inter, var nokkuð ánægður og þvertók fyrir að lið hans byggði nær eingöngu á einum manni. „Inter er ekki bara Ronaldo. Það erum við sem komum honum í þá stöðu að hann geti skor- að,“ sagði þjálfarinn. Ronaldo var í strangri gæslu í fyrri hálfleik en snemma í þeim síðari slapp hann augnablik úr gæslunni og skoraði Ajax meistari í Hollandi AJAX er þegar orðið meistari í Hollandi þó fímm umferðir séu eftir. Liðið burstaði Heeren- veen á laugardag, 7:2, og eini keppinauturinn, PSV Eind- hoven tapaði á sunnudag, 1:3, fyrir Sparta. Ajax hefur 80 stig, 18 meira en PSV, og markatala meistaranna nýkrýndu er hag- stæð um 79 mörk. Shota Arveladze gerði þrennu fyrir Ajax á laugardag - og hefur þar með gert 19 mörk í deildinni í vetur, - Ronald de Boer gerði fyrsta markið og Sunday Oliseh skoraði einnig, áður en Arveladze komst á blað. Daninn Michaei Laudrup og fínnski miðherjinn .Jari Lit- manen gerði einnig sitt markið hvor. Grikkinn Nikos Machlas skoraði tvlvegis fyrir Vitesse j Arnhem í 4:1 sigri á Graafschap Doetinchem. Mörk Grikkjans eru nú orðin 31 í deildinni í vet- ur og hann hefur þar með bætt 29 ára gamalt met; hefur skorað flest mörk útlendinga í deildinni á einu keppnistímabili. Metið átti Svíinn Ove Kindval frá því keppnistímabilið 1968-69 en Brasilíumaðurinn Ronaldo jafn- aði það 1994-95. eftir fyrirgjöf Frakkans Benoit Cauet. Cafu jafnaði stundarfjórð- ungi síðar en Ronaldo gerði sigur- markið, stakk vörnina af og skaut að marki en Michael Konsel, mark- vörður Roma, varði en Ronaldo náði frákastinu og gerði sitt 21. mark í deildinni. Hann er nú markahæstur ásamt Oliver Bier- hoff, sem gerði tvö mörk fyrir Udi- nese. Líkt og Inter tókst meisturum Juventus ekki að sýna mátt sinn og megin í fyrri hálfleik gegn Piacenza, en í þeim síðari skoruðu Frakkinn Zinedine Zidane og Alessandro Del Piero hvor sitt markið. Það sem kom leikmönnum Juve í gang virtist vera þulur vallarins sem tilkynnti að Ronaldo hefði komið Inter yfír í Rómarborg. Zidane svaraði með marki og Del Piero skömmu síðar, hans 20. mark í deildinni í vetur. Marco Rossi, varnarmaður Pi- acenza, taldi Del Piero hafa notað höndina og mótmælti kröftuglega, en uppskar ekkert nema rautt spjald. Lazio, sem er í þriðja sæti deild- arinnar, lenti í vandræðum á útivelli er liðið mætti Brescia. Gestirnir komust yfir snemma leiks með marki Roberto Rambaudi og virtust komnir á sigurbraut eftir að Juve hafði stöðvað sigurgöngu þeirra helgina áður. Þrátt fyrir mýmörg marktækifæri tókst gestunum ekki að skora á ný en það gerðu heima- menn hins vegar og Lazio varð að sætta sig við að sjá af tveimur mik- ilvægum stigum og er nú sex stig- um á eftir Inter. Brescia komst af fallsvæðinu með stiginu. Argentínumaðurinn Hernan Crespo gerði tvö af þremur mörk- um Parma er liðið vann Napolí 3:1 og sendi hið fornfræga félag niður í aðra deild. Þetta er í fyrsta sinn í 33 ár sem Napolí fellur í aðra deild. Giuseppe Tagliatela, markvörður Napolí, gat ekki leynt tilfínningum sínum þegar flautað var til leiksloka og yfírgaf leikvanginn grátandi. Udinese hafði tapað tveimur leikjum í röð fyrir leiki helgarinnar og það líkaði Alberto Zaccheroni þjálfara illa og gerði miklar breyt- ingar á liðinu. Fimm leikmenn voru teknir úr byrjunarliðinu en þó ekki Þjóðverjinn Oliver Bierhoff, sem skoraði tvívegis sem fyrr segir og tryggði öll þrjú stigin. Líberíumaðurinn George Weah gerði öll þrjú mörk AC Milan er lið- ið vann Atalanta. Reuters FRANSKI landsliðsmaðurinn snjalli Didier Deschamps hjá Ju- ventus leikur á Giuseppe Scienza, leikmann Piacenza. Yfirburðir Porfo PORTO hefur sem fyrr mikla yfirburði í portúgölsku 1. deildinni. Liðið sigraði Chaves 3:1 á heimavelli og hefur tíu stiga forskot á Benfíca sem lagði Salgueiros 2:0 á útivelli. Fimm umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Brasilíski framherjinn Mario Jardel gerði síðasta mark Porto gegn Chaves á næstsíðustu mínútu og var það langþráð; hann hafði ekki skorað í sjö síð- ustu leikjum. Jardel er samt sem áður markahæsti leikmaður deildarinnar með 18 mörk. Joao Pinto og Englendingurinn Brian Deane gerðu mörk Benfica, sem er níu stigum á eftir liðinu í þriðja sæti. Rivaldo óvenju spenntur vegna afmælis síns Brasilíski miðherjinn Rivaldo verð- ur 26 ára á sunnudag og er óvenju spenntur. Það kemur kannski ekki á óvart þegar haft er í huga að Barcelona getur tryggt sér spænska meistaratitilinn í knatt- spymu á afmælisdaginn og hann á sér ekki heitari ósk en að halda upp á afmælið með því að fagna titlinum á Camp Nou með 120.000 áhan- - gendum. „Það yrði frábær afmælis- gjöf, sennilega sú besta á ævinni," sagði miðherjinn sem hefur gert 18 mörk í deildinni á tímabilinu. Barcelona hefur beðið í fjögur ár eftir titlinum en liðið varð áður spænskur meistari í fjögur ár í röð undir stjórn Johans Cruyffs. Þegar fímm umferðir eru eftir er liðið með • 14 stiga forystu á Real Madrid og sigur á Real Zaragoza á sunnudag fullkomnar verkið. „Við eigum möguleika á þremur titlum á fyrsta ári mínu hjá félaginu," sagði Ri- valdo. „Við höfum þegar sigrað í Meistarakeppni Evrópu, sigur í deildinni er 99% öruggur og við er- um í bikarúrslitum á móti Mall- orca.“ Rivaldo sagði að kaflaskipti hefðu orðið í liðnum mánuði þegar Barcelona vann Real Madrid 3:0. „Þá lékum við eins vel í einum leik eins og á öliu tímabilinu." Hollenski þjálfarinn Louis van Gaal hefur verið gagnrýndur allt tímabilið fyrir leikkerfí, kaup á mönnum og uppstillingu. Liðinu gekk illa í janúar og þá virtist þjálfarinn vera í mjög „heitu“ sæti en Rivaldo varði stjórann. „Hann er frábær þjálfari og ég sagði það þegar hann var gagnrýndur sem mest fyrir vinnubrögðin. Mest af því sem sagt var var ósanngjarnt. Hann er ótrúlega vinnusamur og smitar út frá sér. Hann hefur byggt upp mikið sjálfstraust hjá okkur og það eru ekki margir þjálf- arar sem hafa fagnað meistaratitli á fyrsta ári.“ Van Gaal hefur væntanlega unnið sér inn virðingu leikmannanna, jafnvel Sonnys Andersons, sem kvartaði í vetur, sagðist ekki vera notaður rétt, en hugarfar áhan- genda liðsins til þjálfarans er ekki eins og það á að vera. Van Gaal tal- ar ekki spænsku og allir frétta- mannafundir fara fram á ensku. Þótt titillinn sé nánast í höfn er stöðug rimma um gildi hollensku varnarmannanna Michaels Reizi- gers og Winstons Bogardes, sem van Gaal samdi við. Þjálfarinn hefur auk þess undirbúið komu tveggja Hollendinga til viðbótar en komi Philip Cocu og Frank de Boer til fé- lagsins má gera ráð fyrir að óá- nægjuraddirnar verði enn hávær- ari. En þrátt fyrir óánægjuna hefur ríkt sigurgleði í kringum Camp Nou síðan um helgina. Jafnvel varnar- maðurinn Miguel Angel Nadal, einn margra spænskra landsliðsmanna sem ekki hefur verið pláss fyrir í byrjunarliðinu eftir að Reiziger og Bogarde voru keyptir, brosti. „Nú erum við með báðar hendur á bik- anium.“ Sálfræði- stríð í Skotlandi GÍFURLEG spenna er í skosku úrvalsdeildinni eftir að Hibernian vann Hearts óvænt 2:1 og Rangers tók Celtic 2:0. Rangers er efst með betri markatölu en Celtic en Hearts er fjórum stigum á eftir. Celtic á eftir Motherwell, Hibs og St. Johnstone heima en Dunferm- line úti. Rangers á eftir Aber- deen, Hearts og Dundee United úti en Kilmamoek heima. Walter Smith, stjóri Ran- gers, sagði að þó Rangers væri í efsta sæti væri Celtic sigur- stranglegast. „Liðið á þrjá heimaleiki eftir og einn útileik og lið sem nær ekki árangri úr slíkri dagskrá á ekki skilið að verða meistari. Celtic er sigur- stranglegast en leikmennimir verða að horfast í augu við þá staðreynd að þeir hafa misst niður mikla forystu.“ Alan Stubbs og Paul Lam- bert, helstu stjörnur Celtic, sögðu að Smith væri í leik sem allir sæju í gegnum. „Við vitum hvað hann er að gera með þess- um orðum sínum,“ sagði Stubbs. „Hann er að reyna að varpa allri spennu yfir á okkur. Svo virðist sem við eigum auð- veldari leiki eftir en á þessu stigi eru allir leikir erfiðir.“ Hann bætti við að aðalatriðið væri að taka einn leik fyrir í einu og einbeita sér að sigri. Lambert tók í sama streng og gerði lítið úr orðum Smiths. „Þetta er hans skoðun og hún truflar mig ekki.“ Stubbs sagði að helstu hindr- anir væra úr vegi. „Ef við höld- um okkar stiáki í leikjunum sem eftir eru fáum við þau úr- slit sem við viljum." Lens og PSG í úrslit LENS og París St Germain leika til úrslita í frönsku bikar- keppninni á Stade de France 2. maí. Undanúrslitin vora á dag- skrá um helgina og fengu flestir franskir knattspymuunnendur ósk sína uppfyllta. Lens, sem hefur leikið frábærlega í vetur og er efst í deildinni og stefnir á tvöfaldan sigur - í deild og bik- ar - sigraði Lyon 2:0 með tveimur mörkum Stephanez Zi- anis á laugardag og á sunnudag sigraði PSG lið En Avant Guingamp 1:0. Florian Marice gerði eina mark þess leiks strax á 4. mín. Lens leikur nú til úrslita um franska bikarinn í fyrsta skipti síðan 1975. Sturm Graz meistari í fýrsta sinn STURM Graz fagnaði meist- aratitlinum í Austurríki í fyrsta sinn þegar liðið vann Austria Vín 5:0 í fyrradag. Sturm Graz, sem varð bikarmeistari í fyrra, er með 22 stigum meira en Graz AK, sem er í öðru sæti, en sjö umferðir eru eftir. Stui-m hefur sigrað í 21 af 29 leikjum, gert sjö jafntefli og að- eins tapað einum leik.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.