Morgunblaðið - 15.04.1998, Side 12

Morgunblaðið - 15.04.1998, Side 12
Ronaldo Bröndby vill Þorbjörn Atla ÞORBJÖRN Atli Sveinsson, miðlierji í Frara, er ineð tilboð frá danska úrvalsdeildarfélag- inu Brondby sem vill gera samning við hann tii þriggja ára. Miðlierjinn æfði með danska liðinu í tíu daga f liðn- um mánuði og leist Döuum greinilega vel á pilt. Þýska fé- lagið Duisburg hefur líka boðið Þorbirui Atla til sfn, en lianu er samningsbundinn Fram til haustsins. með tvö í Moskvu ÞAÐ verða tvö ítölsk lið sem mætast í úrslitaleiknum í Evr- ópukeppni félagsliða á Parc des Princes leikvanginum í Frakklandi miðvikudaginn 6. maí. Lazio og Atletico Madrid gerðu markalaust jafntefli í gær og 1:0 sigur Lazio fyrir hálfum mánuði dugði liðinu til að komast fyrsta sinni í úrslit keppninnar. Þá sigraði Inter lið Spartak í Moskvu, 2:1, þökk sé tveimur mörkum Brasilíu- mannsins Ronaldos. Lazio mun mæta Inter í úrslitum og er þetta í fjórða sinn á níu ár- um sem tvö ítölsk lið leika til úrslita í Evrópukeppni félagsliða. Juve vann Fiorentina samanlagt 3:1 árið 1990, Inter vann Roma samanlagt 2:1 ári síðar og 1995 vann Parma lið Juventus með sömu markatölu. í ár verður aðeins einn úrslitaleikur, ekki verður leikið heima og að heim- an eins og verið hefur. Keppninni í ár getur því lokið með því að Inter sigri þriðja sinni á þessum áratug eða þá með því að Lazio sigri í fyrsta sinn og það yrði þá í fyrsta sinn síð- an 1974 að leikmenn félagsins lyftu bikar, en þá varð liðið Ítalíumeistari. Lazio og Inter hafa mæst tvívegis á þessu keppnistímabili, liðin gerðu -1:1 jafntefli í Mílanó en Lazio vann 3:0 í Róm. Hvað gerist 6. maí þegar leikið verður á hlutlausum velli verður að koma í ljós. Leikurinn í gær þótti ekki merki- legur. Leikmenn Atletico fengu hættulegri færi, en hægar og kerfís- bundnar sóknartilraunir þeirra brotnuðu flestar á traustri vörn Lazio. Leikmenn Lazio hafa aðeins gert eitt mark í síðustu fjórum leikj- um, en þeir voru nærri því að skora í upphafi leiks í gær, en Jose Molina markvörður varði gott langskot frá Giuseppe Favalli og Christian Diaz bjargaði í kjölfarið á marklínu. Spánverjar fengu nokkur ágæt marktækifæri, það besta í fyrri hálf- .leik kom á 13. mínútu en Radek Bejbl skaut framhjá fyrir opnu marki. Spánverjai- bættu í sóknina í upphafí síðari hálfleiks og Romero Jose Mari, sem kom inná sem vara- maður, fékk gullið tækifæri strax eftir hlé, komst einn inn fyrir vörn Lazio en skaut í hliðarnetið. „Ronaldo hefur sýnt og sannað að hann er besti leikmaður heims,“ sagði Luigi Simoni, þjálfari Inter, eftir leikinn gegn Spartak í Moslmi í gær og varpaði öndinni léttar. Út- litið var ekki gott í Moskvu því níst- ingskuldi var og kom það leikmönn- um ítalska liðsins ekki til góða. And- rei Tikhonov kom heimamönnum yf- ir með glæsilegu marki á 12. mínútu og hefðu þau orðið úrslit leiksins hefði Spartak komist áfram á marki skoruðu á útivelli. Ronaldo var greinilega kalt því hann var með eyrnaband svipað því sem skíðamenn nota, enda þurfti að ryðja völlinn fyrir leikinn en á hon- um var um 30 sentimetra jafnfallinn snjór. Landsliðsmaðurinn Dmitry Khlestov fékk það hlutverk að gæta Ronaldos og fórst það ágætlega úr hendi - í fyrstu. Inter fékk hornspymu á síðustu mínútu fyrri hálfleiks og varnar- manni Rússa mistókst að spyrna frá marki þannig að boltinn barst til Ronaldos sem lúrði á vitapunktinum og var snöggur að senda knöttinn í netið, enda tíminn stuttur og dómar- inn flautaði til leikhlés í sama mund. „Þetta var líklega markið sem fór með okkur,“ sagði Oleg Romantsev, þjálfari Spartak eftir leikinn. Heimamenn réðu miðjunni í fyrri hálfleik og héldu uppteknum hætti eftir hlé. Þeir fengu fjölmargar hornspymur, vom á stundum níu í sókninni en tókst þrátt fyrir það ekki að fínna smugu á þéttri vörn Itala. A 76. mínútu komust gestirnir í sókn, en það var ekki algengt í gær, og Ronaldo skoraði annað mark sitt, nánast uppúr engu. Hann lék skemmtilega á þrjá varnarmenn og sendi knöttinn í netið. „Spartak byrjaði vel, en við enduðum vel,“ sagði Simoni alsæll með sigurinn. Romantsev kenndi reynsluleysi leikmanna um að ekki skyldi takast að skora mark þrátt fyrir stans- lausa sókn. „Inter átti skilið að komast áfram í keppninni, en við áttum ekki skilið að tapa í dag. Eftir að við komumst yfir var eins og sumir leikmenn liðsins fylltust skelfingu yfir því að vera að vinna jafnt gott og frægt lið og Inter,“ sagði þjálfarinn. HANDKNATTLEIKUR Reuters PAOLO Negri, leikmaður Lazio, heldur á félaga sínum Alessandro Nesta, eftir jafnteflið við Atletico Madrid í Róm. FOLK ■ RIKHARÐUR Daðason skoraði þriðja og síðasta mark Vikings frá Stavangri á 69. mínútu er liðið lagði Válerenga í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu sem hófst um páskahelgina. Rík- harður lék allan tímann eins og fé- lagi og landi hjá sama liði, Auðun Helgason. ■ BRYNJAR Björn Gunnarsson lék fyrri hálfleikinn með nýliðum Váler- enga. ■ ÓSKAR Hrafn Þorvaldsson lék allan tímann í vörn Strömsgodset sem tapaði á heimavelli fyrir meist- urum Rosenborg, 2:0. Árni Gautur Arason lék ekki í marki meistaranna að þessu sinni. ■ BJARKI Gunnlaugsson kom inn á sem varamaður á 22. mínútu fyrir Molde er liðið lagði liðsmenn Hauga- sunds 3:2 í Haugasundi. Bjarki skor- aði ekki að þessu sinni. ■ TRYGGVI Guðmundsson komst ekki á blað þó hann væri í fremstu víglínu Tromsö gegn Sogndal er lið- in skildu við skiptan hlut, 0:0. ■ HEIÐAR Helgason varð að fara af leikvelli á 15. mínútu í fyrsta heima- leik sínum með Lilleström, sem tap- aði 3:0 fyrir Kongsvinger. Rúnar Kristinsson er enn á sjúkralista hjá Lilleström og kom því ekki við sögu í fyrsta leiknum á leiktíðinni. ■ HELGI Sigurðsson lék fyrstu 60 mínúturnar fyrir Stabæk í 3:2 sigri á Bodö/Glimt. Helgi var ekki á meðal markaskorara Stabæk. ■ ÁGÚST Gylfason var ekki á meðal leikmanna Brann sem fengu Moss í heimsókn. Gestirnh' sigruðu 1:0 að viðstöddum 11.500 áhorfendum. ■ SVERRIR Sverrisson var ekkert að hika er Malmö tók á móti Hammarby á heimavelli í sænsku deildinni á mánudaginn. Sverrir kom Malmö á bragðið eftir hálfa þriðju mínútu en það dugði ekki til því leiknum lyktaði með jafntefli, 2:2. Wuppertal lagði Lemgo WUPPERTAL setti strik í reikn- inginn hjá meisturum Lemgo um páskahelgina með því að leggja þá 26:22 að viðstöddum 3.100 áhorf- endum á heimavelli sínum. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Wuppertal leggur stórlið á heima- velli því á dögunum hlaut efsta liðið, Kiel, sömu örlög. Dagur Sigurðsson og Olafur Stefánsson gerðu 3 mörk hvor fyrir Wuppertal sem er undir stjórn Viggós Sigurðssonar. Þessi ósigur setur verulegt strik í reikn- ing Lemgo sem er í öðru sæti deild- arinnar með 36 stig, einu stigi minna en Kiel sem hefur leikið ein- um leik minna. Wuppertal er í 8. sæti með 24 stig. Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik og í leikhlé var staðan 13:13. Wuppertal náði frumkvæðinu í síðari hálfleik og hélt því til loka vel stutt af fullri höll áhorfenda. Julian Róbert Duranona var rek- inn af leikvelli undir leikslok í viður- eign Eisenach og Wallau-Massen- heim sem lyktaði með jafntefli 23:23 á heimavelli Massenheim í leik sem þótti fast leikinn. Rússinn Dímítrí Torgovanov hafði haft gætur á Duranona allan leikinn og átt í mesta basli með að ráða við hann og ekki beitt vönduðum meðulum við gæsluna. Undir lokin sauð upp úr og Duranona sló Togovanov í andlit- ið með þeim afleiðingum að dómar- ar leiksins áttu einskis annars úr- kosta en að sýna Duranona rauða spjaldið. Duranona var markahæst- ur leikmanna Eisenach með 8 mörk. Frederic Volle var atkvæðamestur heimamanna með 11 mörk. Patrekur Jóhannesson skoraði 2 mörk fyrir Essen í 23:23 jafntefli við Niederwiirzbach á útivelli, eftir að hafa verið marki undir í hálfleik, 15:14. Konráð Olavson gerði tvö mörk fyrir heimamenn. Enn tapaði Bayer Dormagen með þá Róbert Sighvatsson og Héðin Gilsson innanborðs. Að þessu sinni sótti liðið Magdeborg heim og unnu heimamenn, 25:21, en jafnt var í hálfleik, 12:12. Róbert skoraði 3 mörk fyrir Dormagen og Héðinn 2. Situr liðið nú sem fyrr i neðsta sæti með 13 stig og á þrjá leiki eftir. Næsta lið fyrir ofan Dormagen er Hameln sem Alfreð Gíslason þjálf- ar, en Hameln tapaði 24:22 á heima- velli fyrir Flensborg og hefur nú 14 stig. „Þetta var jafnt fram í síðari hálfleik er landsliðsmarkvörðurinn Jan Holpert lokaði markinu hjá þeim,“ sagði Alfreð í samtali við Morgunblaðið í gær. „Annars var þetta verðskuldað hjá þeim.“ St. Otmar steinlá Júlíus Jónasson skoraði tvö mörk fyrir St. Otmar er félagið tapaði 30:20 fyrir Pafdi Winterthur í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum um svissneska meistararatitilinn á heimavelli Winterthur. Annai- leik- ur liðanna fer fram í kvöld á heima- velli Júlíusar og félaga og verða þeir að vinna til þess að ná fram oddaleik. KNATTSPYRNA / UEFA-KEPPNIN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.