Morgunblaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 1
B L A Ð A L L R A LANDSMANNA t BLAÐ HANDKNATTLEIKUR HANDKNATTLEIKUR: DAGUR í „LÍFI“ ÍSLANDSBIKARS / B11 SA varð meistari SKAUTAFÉLAG Akureyrar vaim Reykjavíkurúrval IBR 11:3 í gærkvöldi og tryggði sér þar með íslandsmeistara- titilinn í ísliokkí. Þetta var þriðji leikur liðanna í úrslitunum og sigraði SA 3-0. Pétur var bestur hjá Hammarby PÉTUR Marteinsson hefur staðið sig mjög vel í fyrstu leikjum sænsku deildarinnar í knattspyrnu. Um helgina skor- aði hann jöfnunarmarkið í 1:1- jafhtefli við Gautaborg. Þótti markið, sem gert var með þrumuskoti rétt utan vítateigs, sérlega glæsilegt og kóróna góðan leiks Pétur. Markið gerði Pétur með síðustu spyrnu leiksins að sögn Afton- bladet. Þetta er annað markið sem Pétur gerir á stuttum tíma því liann skoraði líka í 3:l-sigri Hammarby á Öster í bikar- keppniimi á dögunum. Vegna frammistöðu sinnar um helgina var Pétur m.a. val- iim í lið umferðarinnar í dag- blaðinu Dagens Nyheter. Hammarby-menu, sem eru ný- liðar í úrvalsdeildinni, eru í þriðja sæti deildarinnar eftir þrjár umferðir með 5 stig. Boldon nærri heimsmeti ATO Boldou, spretthlaupari frá Trínidad, jafnaði á sunnu- daginn þriðja besta tíma sem náðst hefur f 100 m hlaupi er hann sigraði á 9,86 sekúndum á móti í Kaliforniú. Betri tíma eiga heimsmethafinn Donovan Bailey frá Kanada, 9,84 sek., og Bandaríkjamaðurimi Leroy BurreU, 9,85. Carl Lewis frá Bandarfkjúttum hljöp 100 m á 9,86 sek. í sigurhlaupi sínu á HM í Tókýó fyrir sjö árum. Síðar hafa Frankie Fredericks frá Namibíu og æfingafélagi Boldons, Marice Green, hlaup- ið á sama tima. „Ég er fjarri því að hafa náð að útfæra hlaupið fullkom- lega,“ sagði Boldon, sem varð heimsmeistari í 200 m hlaupi sl. sumar. „Viðbragðið hefur batnað, en mig vantar enn meiri styrk í fæturna, sem fara að þreytast eftir 80 til 85 metra." Morgunblaðið/Golli OLEG Titov, rússneski línumaðurinn frábæri, í einum úrsiitaleikjanna við Val um íslandsmeistara- titilinn. Sigfús Sigurðsson og Ingi Rafn Jónsson horfa á eftir honum; töpuðu þessari tilteknu orr- ustu en þeir fögnuðu þegar upp var staðið; sigruðu í stríðinu um íslandsbikarinn. THov á óskalista hjá Wuppertal Viggó Sigurðsson, þjálfari þýska handknattleiksliðsins Wupper- tal, hefur áhuga á að fá rússneska línumanninn Oleg Titov, sem leikið hefur með Fram, til liðs við þýska félagið. Viggó staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að hann hefði rætt við Titov og sagði áhug- ann vera gagnkvæman. Hins vegar vantar Wuppertal skyttu í staðinn íyrir Ólaf Stefánsson sem er á för- um til Magdeburg og hefur Viggó verið í viðræðum við Króata. Þýsk lið mega aðeins vera með tvo er- lenda leikmenn frá löndum utan evrópska efnahagssvæðisins og þar sem Rússinn Dmitri Filippov, fyrr- verandi leikmaður Stjörnunnar, er fyrir getur Viggó aðeins fengið Titov eða Króatann til viðbótar. „Það er rétt, ég hef rætt við Titov og ég veit að hann hefur áhuga á að koma,“ sagði Viggó við Morgun- blaðið en undir hans stjórn hefur Wuppertal komið mjög á óvart í þýsku 1. deildinni í handknattleik á líðandi tímabili. „Ég vildi fá hann en náist samningar við króatísku skyttuna get ég ekki líka fengið Rússann. Málið með Króatann á að skýrast fyrir mánaðamót og ég hef sagt Titov það.“ Geir Sveinsson, sem fótbrotnaði í æfíngamóti landsliða í Reykjavík í liðnum mánuði, lék á ný með Wupp- ertal um helgina og gerði eitt mark í 30:26 sigri á Hameln. Geir gekk nýlega frá nýjum samningi við Wuppertal og verður hann með lið- inu næsta tímabil en getur líka framlengt um eitt ár kjósi hann það. Geir lék ekki í sjö vikur en stjórnaði liðinu í sigurleik á móti Kiel á dög- unum þegar Viggó var í banni en aðstoðarþjálfarinn tók stöðu Geirs í vöminni. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Hameln eru í neðsta sæti þegar tvær umferðir eru eftir í þýsku deildinni. Hameln á eftir að mæta TV Niederwúrzbach og Minden en til að halda sætinu verður liðið að fá fleiri stig en Dormagen sem á eftir að leika við Niederwúrzbach úti og Kiel heima. Valsmenn meistarar Valsmenn urðu íslandsmeistarar í handknattleik á laugardag, sigr- uðu þá Fram auðveldlega í fjórða úrslitaleik liðanna, 27:23. Þetta er 20. íslandsmeistaratitill Vals í handknattleik. ■ Valur / B2-B6 Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð Vinningar íslénsk* ^GeíspáJ VINNINGSTOLUR LAUGARDAGINN 18.04.1998 H Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð . 5 af 5 0 2.027.260 2. X5 G 152.150 3.4aI5 44 10.750 4. 3af5 1.587 690 Samtals: 1.633 3.899.590 HEILC IARVINNING 3.899.5 SUPPHÆÐ: 90 TVOFALDUR 1. VINNINGUR Á LAUGARDAGINN LtT,T«: | VINNINGSTOLUR MIÐVIKUDAGINN 15.04.1998 AÐALTOLUR BONUSTOLUR 38.621.000 2.763.764 3. 58,6 96.130 2.300 360 Samtals: 42.300.414 HEILDARVINNINGSUPPHÆÐ: 42.300.414 A ÍSLANDI: 3.679.414 TVÖFALDUR 1, VINNIKGUR k lMIUVIKU&AUINN | e Lottómiðarnir með bónus- vinningunum voru keyptir söluturninum í JL-húsinu við Hringbraut í Reykjavík og Við Voginn á Djúpavogi. 1 Athugið að nú er kominn nýr og glæsilegur bæklingur á sölustaði lottósins með öllum upplýsingum um leiki íslenskrar getspár, þar meðal nýjan leik sem hefst 27. apríl. Fylgist með! SÍMAR: UPPLÝSINGAR í SÍMA: 568-1511 GRÆNT NÚMER: 800-6511 TEXTAVARP: 451 OG 453 í I t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.