Morgunblaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Leikmenn óku sigur- hring á Camp Nou Barcelona Spánarmeistari í fimmta sinn á líðandi áratug Barcelona tryggði sér á laugar- daginn spænska meistaratitil- inn í knattspyrnu í fímmtánda sinn og í fimmta sinn á þessum áratug. Liðið lagði Real Zaragoza 1:0 með marki brasilíska miðjumannsins Giovanni. Barcelona hefði dugað jafntefli í leiknum og allt útlit var fyrir að heimamenn slyppu með það því gestirnir frá Zaragoza voru mun sterkari og eitthvert slen virtist á leikmönnum Börsunga. Gestunum tókst þó ekld að koma knettinum yf- ir marklínu heimamanna og á 77. mínútu leiksins tryggði Giovanni Barcelona sigur með ágætu marki með skalla eftir fyrirgjöf Alberts Celades. Góð marktækífærí Eftir markið hresstust meistar- arnir allir og fengu nokkur ágætis marktækifæri en tókst ekki að bæta við mörkum, Giovanni átti meðal annars þrumuskot í þverslána. Þrátt fyrir að gestimir væru sterk- ari fengu heimamenn nokkur þokkaleg færi og besta færi leiksins var er Rivaldo skaut í varnarmann og rétt yfír. Argentínumaðurinn „Toro“ Acuna, leikmaður Zaragoza, var Börsungum erfiður, sérstaklega í síðari hluta fyrri hálfleiks þegar hann gaf fyrir og Roger Garcia komst inn í sendinguna og setti boltann nærri því í eigið mark. Acuna fékk tvö þokkaleg færi strax í upphafi síðari hálfleiks og á 76. mínútu fengu gestimir sitt besta færi. Luis Enriques Martinez missti boltann á miðjunni og Jamelli náði honum, lék að marki og átti gott skot sem fór rétt framhjá. Heima- menn svömðu með sókn sem endaði með marki þannig að það var skammt stórra högga á milli á þess- um tíma. Þegar flautað var til leiksloka stukku leikmenn Barcelona uppí bílinn sem notaður er til að flytja slasaða menn af velli og óku heið- urshring um völlinn við mikinn fögnuð stuðningsmanna liðsins. Bikarinn eftir Louis van Gaal, þjálfari Barcelona, var rólegur og yfirveg- aður eftir sigurinn. „Menn hljóta að vera nokkuð ánægðir þegar þeir sigra og við erum mjög ánægðir," sagði Hollendingurinn. Hann ákvað að sleppa ekki hefðbundinni æfingu á sunnudaginn, daginn eftir sigur- inn, enda á Barcelona von um að verða einnig bikarmeistari. „Ég er íþróttamaður og mig langar til að vinna allt sem hægt er að vinna. Til þess þurfum við að æfa og það er æfing á morgun,“ sagði hann eftir sigurinn á laugardaginn. Reuters LEIKMENN Barcelona fögnuðu áfanganum með því að aka sigurhring á Camp Nou. Arsenal á fleygiferð en Man. Utd. að dala Allt bendir til þess að Arsenal og Manchester United verði í Meistaradeild Evrópu í haust en Li- verpool verði að sætta sig við UEFA-sæti. Arsenal er á fleygiferð í átt að enska meistaratitlinum en Manchester United virðist vera að missa flugið og Liverpool er of langt á eftir til að geta blandað sér í bar- áttuna. Arsenal vann Wimbledon 5:0 og er með eins stigs forystu á United sem gerði aðeins jafntefli, 1:1, á móti Newcastle á Old Trafford. Sömu úrslit urðu í leik Liverpool og Coventry en Liverpool er níu stig- um á eftir United og á fjóra leiki eftir. United á aðeins eftir að leika þrjá leiki en Arsenal fimm leiki. Michael Owen gerði gull af marki fyrir Liverpool skömmu fyrir hlé en Dion Dublin jafnaði úr vítaspymu snemma í seinni hálfleik. Reyndar var boltinn kominn út fyrir hliðarlínu áður en Darren Huckerby var felld- ur en línuvörðurinn, sem gat vart verið nær, lét leikinn halda áíram. Arsenal hefur verið á góðri sigl- ingu undanfama mánuði, ekki tapað síðan um miðjan desember og gert 12 mörk í síðustu þremur leikjum. Wimbledon átti enga möguleika eft- ir að fyrirliðinn Tony Adams skall- aði í net liðsins eftir 11 mínútur en mörk írá Marc Overmars, Dennis Bergkamp, Emmanuel Petit og Christopher Wreh fylgdu í kjölfarið. Sem fyrr var franski knatt- spymustjórinn Arsene Wenger, sem sagði um helgina að hann von- aðist til að vera hjá Arsenal til 1999, jarðbundinn. „Enn er langur vegur eftir," sagði hann. „Við verðum að fara varlega. Miklu skiptir að verða meistari en eina vandamál mitt er að við eigum mikið eftir.“ Arsenal gerði sjö mörk í tveimur leikjum um páskana og leikmenn- irnir mættu fullir sjálfstrausts í viðureignina á móti Wimbledon. „Páskamir gerðu okkur kleift að vera öraggir og ákveðnir,“ sagði Wenger um leikinn sem kom liðinu á toppinn. Staðan í veðbönkum er 7- 1 á að Arsenal verði meistari í fyrsta sinn síðan 1991. Manchester United hefur ekki al- mennilega náð sér á strik undan- farnar vikur og virðist hafa misst flugið við að falla úr Meistaradeild- inni. Möguleikar á meistaratitlinum þriðja árið í röð fara dvínandi með hverri umferð en að þessu sinni tryggði David Beckham stigið, skallaði í netið eftir hárnákvæma sendingu frá Ryan Giggs skömmu fyrir hlé. Nær hálftíma fyrr hafði Svíinn Andreas Andersson skorað fyrir Newcastle. Undir lokin sóttu heimamenn stíft, Newcastle náði gagnsókn og Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær felldi Robert Lee við vítateig United. Norðmanninum var vikið af velli en gestunum tókst ekki að skora og jafnteflið var stað- reynd. Stigið skipti Newcastle miklu í fallbaráttunni en töpuðu stigin felldu United af stalli. Alex Ferguson, stjóri United, hrósaði vamarleik Newcastle og sagði að menn sínir hefðu ekki get- að gert mikið meira í sókninni en þeir gerðu. Hann neitaði samt að gefast upp. „Það er of snemmt. Allt getur enn gerst því þetta er svo undarlegur leikur.“ Ekki bætti úr skák hjá meistur- unum að danski landsliðsmarkvörð- urinn Peter Schmeichel meiddist á lærvöðva og er talið að hann hafi leikið síðasta leik sinn með United á tímabihnu. Staða þriggja neðstu liðanna breyttist lítið. Reyndar hafði Bolton sætaskipti við Barnsley með því að tapa 3:2 fyrir Leeds en Barnsley gerði 1:1 jafntefli við Tottenham. Crystal Palace er áfram neðst en liðið vann Derby 3:1 og fagnaði fyrsta sigri í heimaleik á tímabilinu. Tímamót í augsýn hjá Lens LENS, sem hefur aldrei unnið til stærstu verðlauna í frönsku knattspymunni og slapp naumlega við fall í fyrra, á möguleika á að vera tvöfaldur meistari í ár. Að- eins Metz getur náð liðinu að stigum í deildinni þegar tvær umferðir eru eftir en PSG er hindrunin í bikarúrslitunum. Metz hefur ekki orðið Frakk- landsmeistari en varð bikar- meistari 1984 og 1988 og deildabikarmeistari fyrir tveimur árum. Lens vann Cannes 2:0 og er tveimur stigum á undan Metz sem vann Nantes 3:2 en þar sem Marseille og Mónakó töp- uðu hafa Lens og Metz tryggt sér sæti í meistaradeild Evr- ópu í liaust. Marseille tapaði 2:1 fyrir Auxerre og er sjö stigum á eftir Metz en Tou- louse vann meistara Mónakó 1:0. „Mikill áhugi er á að skrifa fyrsta meistaratitilinn í sögu félagsins,“ sagði miðjumaður- inn Frederic Dehu hjá Lens. „Við vonum að uppskeran 1998 verði góð.“ Enginn leikmaður Lens er í franska landsliðinu en engu að síður gerast þeir æ eftir- sóttari. „Ég hef beðið leik- mennina um að sýna bið- lund,“ sagði þjálfarinn Daniel Leclercq, sem hefur reynt að halda mönnum sínum við jörðina. „Ef Stephane Ziani getur sagt 10. maí að hann sé franskur meistari fær hann meira fyrir sinn snúð.“ Celtic nær titlinum CELTIC er með þriggja stiga forystu í skosku deildinni þeg- ar þijár umferðir eru eftir. Celtic vann Motherwell 4:1 en Rangers tapaði 1:0 fyrir Aber- deen. „Eftir sigurinn á Celtic sagði ég mikilvægt að sigra í öllum fjórum leikjunum sem eftir voru en nú erum við í erfiðri stöðu,“ sagði Walter Smith, þjálfari Rangers, sem hefur orðið Skotlandsmeistari und- anfarin níu ár. „Við gefumst samt ekki upp.“ Wim Jansen, þjálfari Celtic, sagði eftir sigur liðs síns að ekkert væri í höfn enn, staðan gæti snúist við um næstu helgi. „Allir leikir sem eftir eru skipta máli.“ Venables tekur við Palace TERRY Venables staðfesti um helgina að hann tæki við stjórn- inni hjá Hermanni Hreiðarssyni og samheijum í Crystal Palace f sumar, en þar hófst einmitt þjálfaraferill hans. Undanfama mánuði hefur ver- ið hávær orðrómur um að Vena- bles væri á leiðinni til Palace og ekki alls fyrir Iöngu sagði Mark Goldberg, verðandi stjórnarfor- maður, að hann og Venables hefðu gert áætlun til fimm ára sem á að koma félaginu í fremstu röð á Englandi. Venables sagðist hafa hafnað tilboðum frá Þýskalandi, Spáni og Grikklandi til að reyna að snúa blaðinu við hjá Palace, sem væri dæmt til að falla. Attillio Lombardo stjórnar liðinu út tímabilið og sagðist vona að hann yrði áfram leikmaður Palace. Ástralíumenn þökkuðu Ven- ables góð störf, en hann hefur verið landsliðsþjálfari Ástralíu í nær tvö ár og komið því á kortið eins og formaðurinn David Hill orðaði það, en gert er ráð fyrir að hann stjórni landsliðinu í síð- asta sinn þegar það mætir liði Króatíu í vináttuleik í júní.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.