Morgunblaðið - 21.04.1998, Page 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
Meistarabarátta síðustu ára
Gangur úrslitaviðureignanna síðan keppnin um meistaratitilinn
fékk núverandi form árið 1992 HEIMA ÚTI
'C
Isiands-
meistari
1992: FH - Selfoss
1993: Valur-FH
1994: Valur - Haukar
1995: Valur-KA
1996: Valur-KA
HiIlEiö]
mm
1:1 [3rTl
13:1 irrm
mmm
mni2i
mm
1:1 2:2
rnöiizíii
1997: KA - Afturelding [37T] Q7T|
1998: Valur - Fram Í3:11 27ói
■1=0.lÍ2dJ
M FH
1992
|ÍJ/alurS
’ Valur
1995
' Valur-.
1996
Wjj) | ka :•
2lSl997
mm
■ BRESKI hnefaleikakappinn Prince
Naseem Hamed varði heimsmeist-
ai’atitil sinn í fjaðurvigt er hann sigr-
aði Wilfredo Vazquez á laugardaginn
og er þetta í tíunda sinn sem hann ver
titilinn. Naseem virtist hikandi fram-
an af bardaganum en Vazquez var
sprækur og náði góðu höggi á Na-
seem í upphafi annan-ar lotu.
■ PRINSINN náði sér á strik í þriðju
lotu og sló þá mótherja sinn í gólfið
með góðu vinstri handar höggi.
Vazquez var ekki lengi á fætur og
hafði yfirhöndina í fimmtu lotu en í
þeirri næstu var hann aftur laminn í
gólfið. Kaðlar slitnuðu í hringnum og
átta mínútna hlé varð á bardaganum
á meðan gert var við þá.
■ TÖFIN sló Prinsinn ekki útaf lag-
inu því í sjöundu lotu sló hann
Vazquez aftur í gólfið, en hann stóð
enn á fætur þannig að Prinsinn lét til
sín taka á ný og nú dugði það til sig-
urs. Prins Naseem er sagður hafa
meitt sig í hendinni og talið er að
hún geti verið brotin. Reynist
meiðsli hans alvarleg er óvíst hvort
hann verði tilbúinn í enn eina titil-
vörnina í júlí.
■ ÞÓREY Edda Elísdóttir stangar-
stökkvari úr FH sigraði í stangar-
stökki á alþjóðlegu móti á Spáni á á
laugardaginn, stökk 3,90 m og náði
þar með lágmarki fyrir Evrópu-
meistaramótið í Búdapest í ágúst.
■ JON Arnar Magnússon úr Tinda-
stóli sigraði í langstökki á sama
móti, stökk 7,59 í nokkrum meðvindi.
Þá hljóp hann 110 m grindahlaup á
14,50 sek. í mótvindi.
■ MAGNÚS Aron Hallgrímsson
kringlukastari frá Selfossi varð í
fjórða sæti í kringlukasti á mótinu á
Spáni, kastaði 57,40 m. Hann á best
58,12 m.
■ JÓHANNES Már Marteinsson
spretthlaupari úr ÍR hljóp 100 m á
11,00 sekúndum í mótvindi sem var
3,7 m/sek.
■ GUÐNÝ Eyþórsdóttir einnig úr
ÍR varð í fjórða sæti í 100 m hlaupi á
12,97 sek. í mótvindi upp á 4,1 m
/sek.
■ SIGMAR Vilhjálmsson spjótkast-
ari úr ÍR kastaði spjóti 64,15 m og
náði fjórða sæti.
■ ÓÐINN Björn Þorsteinsson 16 ára
gamall kringlukastari úr ÍR kastaði
fullorðinskringlu 39,06 m og bætti
sinn fyrri árangur um 3 metra. Þá
stökk Ágústa Tryggvadóttir sem er
aðeins 15 ára 5,23 m í langstökki og
bætti sig verulega. Ágústa er frá
Selfossi.
■ TEGLA Loroupe maraþonhlaup-
ari frá Kenýa náði á sunnudaginn
besta tíma sem náðst hefur í kvenna-
flokki í maraþonhlaupi er hún sigraði
í Rotterdam-maraþoninu. Loroupe
hljóp á 2:20.47 klst. en besti tíma
sem áður hafði náðst var 2.21.06 er
norska stúlkan Ingrid Kristiansen
sigraði London-maraþoninu árið
1995. Þetta var síðasta metið í eigu
Kristiansen sem fellur.
■ FRANSKI júdómaðurinn Djamel
Bouras hefur verið settur í eins árs
bann þar sem hann hefur notað
nandrolone, sem er ólöglegt lyf.
Bouras varð Ólympíumeistari í 78
kílóa flokki á Ó1 í Átlanta og hlaut
silfurverðlaun í sama flokki á heims-
meistaramótinu í París. Lyfið virðist
vera í tísku í Frakklandi því Bouras
er áttundi íþróttamaðurinn sem sett-
ur er í bann vegna neyslu þess á síð-
ustu mánuðum. Pimm knattspyrnu-
menn hafa verið settir í bann, hand-
boltamaður og skautamaður.
GARDRÆKT
kátttaka í keppnisíþróttum
'snýst um að standa upp úr,
lygssyni og Kiistni Einarssyni,
svo dæmi séu tekin. En garðyrkju-
vera fremstur á meðal jafningja,
fá gullverðlaun. Enginn minnist
þeirra sem á eftir koma. Misjafnar
era leiðir manna að þessu marki
en flestir ná því aldrei. Stundum
er haft á orði að félög reyni að
kaupa sér titla með þvi
lá til sín úrvals leik-
menn úr ýmsum áttum,
greiða þeim laun og búa
þannig til stjörnu-
prýdda sveit sem á að
lánga allar vegtyllur
sem í boði eru. Þannig
lið skortir oft hjartað því þeir sem
það skipa koma hver úr sinní átt>
inni og með ólíkan bakgrunn.
Þetta er vel þekkt staðreynd um
allan heim. Aðrir kjósa leið þolin-
mæðinnar, rækta sinn reit af alúð
og natni, vissir um að það skili
ríkulegri uppskeru er fram liða
stundir - hollri og næringargóðri
sem sé grunnur að ötlugu starfi,
heilbrigðu félagi með sterkt
hjarta.
Síðasttöldu leiðina hafa sigur-
vegarai' helgarinnar, handknatt-
leiksdeild Vals og körfuknattleiks-
deild Njai-ðvíkur kosið að fai-a og
niðurstaðan er öllum ljós. Vals-
menn unnu fimmta íslandsmeist-
ai'atitil sinn á sex árum i karla-
flokki og Njarðvfldngar stóðu á
efsta þrepi eftir þriggja ára bið.
Bæði lið eiga það sammerkt að
þau eru skipuð leikmönnum sem
hafa vaxið úr aldingörðum félaga
sinna. Þeir fáu sem koma annai's-
staðar að, td. tíl Vals, kusu það
vegna þessarar stefnu.
Njai'ðvíkingar ætluðu að nota
veturinn tíl að hlúa að þeim sem
skipa liðið og gera þá sterkaii fyr-
ir átök næstu ár. Heimamaðurinn
Friðrik Ingi Rúnarsson vai- kallað-
ur heim til þess að fylgja ungu
leikmönnunum fyrstu skrefin út
lífið vandlega styrktur af harðger-
um ávöxtum liðinna uppskeruára -
Friðriki Ragnarssyni, Teiti Ör-
maðunnn fekk strax uppskeru -
íslandsmeistaratitil og safaríka
uppskera í ungum leikmönnum
sem hafa alið sinn aldur hjá félag-
inu og fylgt því gegnum súrt og
sætt.
Valsmenn hafa eins og Njai-ð-
víkingai' lagt mikla alúð í starf
yngri flokka og ráðið þeim þjálf-
ara sem hafa markmið og metnað.
Boris Bjarni Akbashev hefur verið
„yfirgarðyrkjumaður“ Vals I mörg
ár og komið þeirri hugsun inn hjá
félaginu að það skuli hugsa til
framtíðar. Fjárhagui- Vais hefur
e.t.v. gert það að verkum að mönn-
um hefur verið þröngur stakkur
skorinn, en þær krónur sem til
hafa verið vel nýttar. Þetta hefur
skilað þeim ái'angii að yngri flokk-
ar hafa síðustu ár verið á sigur-
braut og eru enn um leið og ung-
mennin horfa til sigurvegara í
keppni þeirra bestu, staðráðin í
feta í fótsporin, stolt af félagi sínu,
þess albúin að halda merki félags-
ins áfram hátt á lofti.
Þegar Valsmenn urðu íslands-
meistarar fyrir tveimur áram fóru
lykilmenn til útlanda í atvinnu-
mennsku. Þá hófst uppbygging að
nýju meistaraliði sem skyldi vera
tilbúið eftir tvö ár. Þetta gátu
menn sagt vegna þess að þeir
vissu að efniviðurinn var fyrir
hendi, niðurstaðan liggm- nú fvrir.
Á meðan sitja sumii' eftir með sáit
ennið og leggja á ráðin iyiii' næsta
tímabil. Megi stefna Vals vera
þeim til eftirbreytni.
ívar
Benediktsson
Aðrír kjósa leið þolin-
mæðinnar, rækta sinn
rett af alúð og natni
Kostaði Valsmaðurínn DANÍEL SNÆR RAGNARSSON ekki of fjár?
Félagsskiptin
greidd í mynt
DANÍEL Snær Ragnarsson heitir ung og örvhent skytta í
herbúðum fslandsmeistara Vals sem vakið hefur mikla at-
hygli á síðustu vikum. Hann hefur sífellt verið að leika
stærra og stærra hlutverk í liðinu. Hann er orðin ein helsta
skytta liðsins og lék vel í úrslitaleikjunum við Fram og var
markahæstur Valsmanna ásamt Jóni Kristjánssyni í fjórða
og síðasta leiknum á laugardaginn með 6 mörk. Daníel hef-
ur verið í herbúðum Vals sl. þrjú þangað sem hann kom frá
Aftureldingu fyrir 5.000 krónur. Þótti verð hans vera það
lágt að Valsmenn tóku sig saman og greiddu Mosfellingum
upphæðina í myntpeningum sem þeir settu í sparibauk.
Aftureldingarmönnum þótti upphæðin vera svo út f hött að
þeir hafa ekki hirt um að sækja baukinn sem enn er á
skrifstofu HSÍ.
Daníel er fæddur 27. september
1978 og verður því tvítugur í
haust. Hann býr í foreldrahúsum í
ilHHM Breiðholti og er nemi
ívar við Menntaskólann
Benediktsson yið Sund þaðan sem
sknfar hann lýkur í vor
stúdentsprófi frá
náttúrufræðibraut. Handknatt-
leiksiðkun hóf hann 11 ára gamall
hjá Aftureldingu í Mosfellsbæ og
var hjá félaginu til ársins 1995 að
hann fór til Vals, en hver var
ástæðan fyrir því að hann skipti?
„Það var enginn 2. flokkur hjá
Aftureldingu á þessum tíma og
mig langaði til þess að leika meira
með jafnöldrum mínum, en ég
hafði verið í meistai'aflokkshópn-
um en skiljanlega fengið fá tæki-
færi til þess að spreyta mig enda
enn í 3. flokki.“
Hvers vegna varð Valur fyrir
valinu?
,Ástæðan var einfóld. Ég hafði
heyrt það hjá mörgum jafnöldrum
mínum að Boris Bjarni þjálfari hjá
Val væri góður leiðbeinandi. Þá
skipti það einnig máli að hjá Val er
lögð mikil áhersla á uppbyggingu
yngri flokkana."
Eftir eitt ár á lánssamningi hjá
Val ákvaðst þú að stíga skrefið til
fulls og segja skilið við UMFA
sumarið 1996.
„Eftir góða reynslu af Val í eitt
ár leist mér ekkert á að fara upp í
Mosfellsbæ á ný. Auðvitað var það
leiðinlegt að þurfa að taka þess
ákvörðun, en ég taldi það vera
mér fyrir bestu að vera áfram hjá
Val.“
Hefur Boris kennt þér mikið?
„Segja má að hann hafi kennt
mér nær allt sem ég kann í hand-
knattleik og ég tel að ég hefði
aldrei fengið þá kennslu hjá Aftur-
eldingu sem ég hef fengið hjá hon-
um. Boris er góður leiðbeinandi og
ráðgjafi."
Hverjar eru fyrirmyndir þínar?
„Ég hef alla tíð litið upp til Sig-
urðar Sveinssonar og Kristjáns
Arasonar, en fyrst og fremst er
það Ólafur Stefánsson. Til hans
hef ég lengi horft og reynt að læra
af honum.“
Ykkur hefur verið líkt saman?
„Það kann að vera, enda höfum
við notið leiðsagnar sama manns;
Borisar Bjarna. En auðvitað eru
engir tveir eins en ég mun gera
mitt besta til þess að verða eins
góður og Ólafur.“
Hver eru framtíðaráformin?
„Halda áfram hjá Val, styrkjast
þai' og þroskast sem leikmaður.
Draumurinn er að komast út í at-
vinnumennsku og vonandi verður
af því einhverntímann í framtíð-
inni. Sigurinn um helgina er góð
reynsla sem kemur mér til góða
þegar fram líða stundir."
Eru engin áform uppi um að yf-
irgefa Val?
„Síður en svo, þar ætla ég að
vera áfram. Þar er ég í góðum fé-
lagsskap sem hefur reynst mér
vel.“