Morgunblaðið - 21.04.1998, Page 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
VALUR ÍSLANDSMEISTARI í HANDKNATTLEIK
Ifpp - ■ i' ■' ' - wœgga
yjjÉHpF-/' WfsáQMBBjpJsGjB
r Morgunblaðið/Kristinn
Islandsmeistarar Vals 1998
VALSMENN fögnuðu að vonum vel eftir að íslandsmeistaratitillinn var í höfn. Aftari röð frá vinstri: Guðni Haraldsson, formaður hand-
knattleiksdeildar, Jóhann Birgisson, liðsstjóri, Svanur Baldursson, Ingi Rafn Jónsson, Theodór Valsson, Júlíus Gunnarsson, Daníel
Snær Ragnarsson, Jón Kristjánsson, þjálfari, Ari Allansson og Reynir Vignir, formaður Vals. Fremri röð frá vinstri: Davíð Ólafsson, Ein-
ar Öm Jónsson, Freyr Brynjarsson, Guðmundur Hrafnkelsson, fyrirliði, Sigfús Sigurðsson, Kári Guðmundsson og Valgarð Thoroddsen.
Aldrei vafi
Yfirburðir Vals miklir í
síðasta úrslitaleiknum
VALSMENN eru svo sannarlega vel að íslandsmeistaratitlinum
komnir, það undirstrikuðu þeir rækilega með yfirburða sigri á
Fram I fjórða leik liðanna. Reyndar segja lokatölurnar, 27:23,
ekki nema litla sögu því lengst af voru yfirburðir Valsmanna
allt að því ótrúlegir miðað við að þarna var á ferðinni úrslita-
leikur. Segja má að þeir hafi verið búnir að gera út um leikinn
eftir um 20 mínútur þegar forystan var orðin sex mörk, 10:4.
Ihálfleik munaði sjö mörkum, 13:6,
og áfram hélt Valsvagninn ein-
stefnu sinni í síðari hálfleik. Var að
jafnaði með sjö til
átta marka forystu
og náði mest níu
mörkum, 23:14, þeg-
ar liðlega tíu mínút-
ur voru eftir. Gífurleg einbeiting
leikmanna sem endurspeglaðist í frá-
bærri vöm frá upphafi og yfirveguð-
um sóknarleik, að ógleymdri mark-
vörslu Guðmundar Hrafnkelssonar
Ivar
Benediktsson
skrifar
markvarðar, vann að þessum sigri
sem innsiglaði 20. meistaratitil fé-
lagsins í karlaflokki og um leið þann
fimmta á síðustu sex árum.
Enginn einn leikmaður skaraði
fram úr í liði meistaranna, allir voru
jafningjar í þessum ójafna leik þar
sem leikmönnum Fram var hrein-
lega rúllað upp og þeir vissu aldrei
sitt rjúkandi ráð.
Islandsbikarinn er sannarlega vel
geymdur að Hlíðarenda næsta árið
eftir þessa orrustu um hann. A leið
sinni að honum lögðu Valsmenn Aft-
ureldingu örugglega og KA eftir
oddaleik á heimavelli meistara síð-
asta árs. Því næst tóku við leikirnir
fjórir við Fram þar sem Valsmenn
voru mun sterkari aðilinn í þremur
leikjum af fjórum. Markviss upp-
bygging íþróttarinnar hjá félaginu
hefur svo sannarlega skilað sér og
fátt bendir til annars en áframhald
verði á næstu árum því félagið
stendur svo sannariega vel að vígi
þegar litið er til þeirra flokka sem
skipaðir eru yngri leikmönnum.
Þarna er e.t.v. einn grandavallar-
munur á liðunum. Valsmenn leika
nær eingöngu með leikmenn sem eru
aldir upp hjá Val og hafa ekki kynnst
öðru en sigri og vilja halda því áfram
og halda merki félagsins hátt á lofti.
Leikmenn Fram koma hver úr sinni
áttinni og telja má þá leikmenn á
fingrum annarrar handar sem upp-
aldir eru hjá félaginu og voru í eld-
línu þessarar orrustu sem nú er lok-
ið.
Leikmenn Fram vora einfaldlega
ekki reiðubúnir að taka þátt í þeim
slag sem úrslitaleikjum af þessu tagi
fylgir. Þeir náðu góðum leik í þriðja
leiknum en í fjórða leiknum að Hlíð-
arenda komust þeir aldrei í takt við
leikinn. Þeir reyndu að brjóta hefð-
bundinn leik sinn upp með því að
leika framliggjandi 3-3 vöm en Vals-
menn létu það ekki slá sig út af lag-
inu. Vörn Fram var slök og allt að
því eins og stórt gatasigti í fyrri hálf-
leik. Sóknarleikurinn var staður og
öflugri Valsvörn reyndist ekki skota-
skuid úr því að verjast honum. Þá
bætti það ekki úr skák hjá Safamýr-
arpiltum að leikstjórnandinn Guð-
mundur Helgi Pálsson var þjakaður
af meiðslum og lék aðeins með fyrstu
mínúturnar og Sigurpáll Árni Aðal-
steinsson, sem ekki hefur gengið
heill til skógar í úrslitaleikjunum,
meiddist á ökkla undir lok síðari
hálfleiks.
Hvað sem því líður voru Valsmenn
yfirburða lið að þessu sinni, þeir léku
af einurð og festu að leiknum í
Framheimilinu undanskildum. Af
mistökunum í þeim leik lærðu þeir
lexíu, lexíu sem notuð vai’ til þess að
innsigla íslandsmeistaratitilinn á
heimavelli.
Morgunblaðið/Kristinn
DANIEL Snær Ragnarsson, sem slegið hefur í gegn með Vals^
mönnum í vetur, undirbýr skot að marki Fram i síðasta leiknum
að Hlíðarenda á laugardag. Daníel gerði sex mörk að þessu sinni
og var markahæstur Valsmanna.
SÓKNARNÝTING
Fjórði úrslitaleikur karlaliðanna,
leikinn að Hlíöarenda 18. apríl 1998
Valur Fram
Mörk Sóknir % é Mörk Sóknir %
13 24 54 F.h 6 23 26
14 29 48 S.h 17 30 57
27 53 51 Alls 23 53 43
9 Langskot 9
6 Gegnumbrot 2
2 Hraðaupphlaup 4
3 Horn 2
5 Lína 2
2 Víti 4
Þannig
vörðu
þeir
I sviga era skot sem fóru
aftur til mótherja.
Guðmundur Hrafnkelsson,
Val 17/1 (5). 12 (2) eftir lang-
skot, 2 (1) eftir gegnumbrot, 1
(1) af línu, 1 (1) eftir hraða-
upphlaup og 1 vítakast.
Reynir Þór Reynisson,
Fram 16 (1). 11 langskot, 2 af
línu, 1 (1) eftir gegnumbrot, 1
úr horni og 1 hraðaupphlaup.
Þétt set-
inn bekk-
urinn
HANN var þétt setinn bekk-
urinn í Valsheimilinu á laug-
ardaginn er Valur og Fram
mættust. Þeir áhorfendur sem
sátu á fremsta bekk voru með
fæturna á hliðarhnunui og
slíkt býður alltaf hættunni
heim, en áhorfendur voni til
mikils sóma og aldrei þurfti
að stöðva leikinn vegna þess
að þeir trufluðu leikmenn eða
dómara.
Kynnirinn
góður
KYNNIRINN á leiknum stóð
sig mjög vel og það er
skemmtileg tilbreyting að
vera laus við að hátalarakerf-
ið sé notað til að hvetja annað
liðið. Að þessu sinni voru
áhorfendur aðeins hvattir til
að skemmta sér og styðja við
bakið á sínu liði.
Sigur-
söngvar
kyrjaðir
STUÐNINGSMENN Vals
voru sigurvissir enda munur-
inn á liðunum það mikill að
þeir gátu leyft sér að syngja
sigursöngva þegar um tíu
mínútur voru liðnar af síðari
hálfleik og staðan 18:10 fyrir
þá rauðklæddu.
Sannkall-
aður Vals-
dagur
ÞAÐ má segja að laugardag-
urinn 18. apríl hafl verið
sannkallaður Valsdagur.
Meistaraflokkur félagsins
varð Islandsmeistari í hand-
knattleik kai'la og fyrr þann
sama dag varð 4. flokkur fé-
lagsins einnig íslandsmeistari
auk þess sem 3. flokkur lék í
undanúrslitum íslandsmótsins.