Morgunblaðið - 21.04.1998, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1998 B 5
AIHaf stefnt á toppinn
VALUR ISLANDSMEISTARI I HANDKNATTLEIK
Morgunblaðið/Kristinn
SIGFUS Sigurðsson sneri aftur að Hlíðarenda eftir ár með Selfyssingum og hefur verið mjög
sterkur í Valsliðinu í vetur. Hefur leikið vel á línunni og verið einn lykilmanna í varnarleiknum.
Reynir Þór og
Daði til Minden
TVEIR leikmenn silfurliðs
Fram, Reynir Þór Reynis-
son markvörður og Daði Haf-
þórsson, fara í dag til Þýska-
lands til þess að skoða aðstæður
hjá GWD Minden og æfa með fé-
laginu fram undir helgi. Minden
hefur verið að safna að sér liðs-
styrk fyrir næstu leiktíð og m.a.
fengið í sínar raðir Talant Duis-
hebaev úr röðum Nettelstedt og
Aleksandr Tutschkin frá Essen.
Reynir og Daði hafa ekki fengið
tilboð um að leika með liðunum,
aðeins boð um að æfa. Fram-
haldið verður síðan skoðað að
loknum þessum æfingum.
Daði ætlar síðan í framhaldinu
að fara til Bayer Dormagen í
sama tilgangi, en hjá Dormagen
eru fyrir tveir íslenskir leik-
menn, Héðinn Gilsson og Róbert
Sighvatsson.
Fram í fremstu röð á ný eftir fjöldamörg mögur ár, segir þjálfarinn. „Einn þeirra
þátta sem leikmenn þurfa að ganga í gegnum er að tapa en það er alltaf sárt“
99
Reynsluleysi
(c
„FYRST og fremst var það reynsluleysið sem varð okkur að
falli,“ sagði Guðmundur Þ. Guðmundsson, þjálfari Fram, að
leikslokum. „Fæstir leikmenn hafa áður farið í gegnum keppni
sem þessa á sama tíma og Valsmenn þekkja vart annað. Einn
þeirra þátta sem leikmenn þurfa að ganga í gegnum, er að tapa
en það er alltaf sárt. Á móti kemur að út úr svona slag koma
menn reynslunni ríkari. Framarar geta hins vegar verið stoltir
eftir veturinn, þrátt fyrir að þeim hafi ekki tekist að sigra voru
þeir í baráttunni á öllum vígstöðvum eftir að hafa verið í „kjall-
aranum" í tvo áratugi.“
Ahersla
á andlegu
hliðina
Við spiluðum mjög illa á mið-
vikudaginn og vorum stað-
ráðnir í að gera betur. Okkur
leið mjög illa eftir þann leik
enda urðum við okkur hálf-
partinn til skammar því við
börðumst ekki einu sinni,“
sagði Óskar Óskarsson, al-
sæll aðstoðarþjálfari Vals,
eftir sigurinn á sunnudaginn.
að virðist skipta miklu máli að
byrja vel og núna gerðum við
það. Það er mikið andlegt álag á
mönnum og því mikilvægt að ná að
yfirstíga það sem fyrst. Leikurinn
hefði getað þróast allt öðruvísi
hefðu Framarar náð að byrja bet-
ur. Það kom upp ómeðvitað kæru-
leysi undir lokin og slíkt gerist oft
þegar menn eru talsvert yfir. Eg
tók leikhlé þegar við vorum sjö
mörkum yfir til að reyna að fá
menn til að keyra á fullu út leiktím-
ann, en það gekk ekki. Svo finnst
mér oft þegar annað liðið er mikið
undir að dómamir breytist. Þetta
gerðist í bikarúrslitaleiknum og
þetta gerðist líka núna.“
Hér í Valsheimilinu hangir uppi
opna úr Morgunblaðinu frá því 10.
aprO 1996 þar sem segir að nýtt
Valslið verði fullmótað eftir tvö ár.
Er það fullmótað?
„Enn er eitthvað í það en ég held
að það sé að nálgast. Við erum með
rosalega marga efnilega leikmenn.
Daníel [Ragnarsson] er að koma
upp, 4. flokkurinn er íslandsmeist-
ari. 3. flokkurinn er góður og líka 2.
flokkurinn, þannig að þetta er allt
að mótast."
Varstu ekki ánægður með vörn-
ina hjá Val í dag?
„Jú, hún var mjög góð. Við erum
búinir að leika sex leiki við Fram í
vetur og síðan höfum við skoðað þá
vel af myndbandi þannig að við
kunnum leikkerfi þeirra og í raun
allar hreyfingar. Ef einhver einn
leikmaður hjá okkur tekur ekki
nægilega vel á þá er vörnin búin því
Framarar leika mjög vel saman og
hafa leikið frábærlega í allan vetur.
Eg er því mjög ánægður með að við
skyldum ná að vinna.“
FOLK
■ ÓSKAR B. Óskarsson aðstoðar-
þjálfari Vals og Boris Bjarni Ak-
bashev gátu ekki tekið þátt í gleði
félaga sinna í Valsheimilinu í leiks-
lok. „Komdu - þínu starfi er ekki
lokið,“ sagði Boris Bjarni við Óskar,
fljótlega eftir að flautað var til
leiksloka og síðan geystust þeir upp
í íþróttahúsið í Austurbergi til þess
að stýra 3. flokki Vals gegn FH í
undanúrslitum íslandsmótsins.
■ FYRR um daginn höfðu þeir verið
að stýra 4. flokki karla í úrslitum
sem lyktaði með því að Valsmenn
fögnuðu íslandsmeistaratitili.
■ FRAM vann Val í úrslitum Is-
landsmóts 3. flokks karla á sunnu-
daginn, 17:15, og var það örlítil
sárabót fyrir Safamýrarpilta.
■ DAVIÐ Ólafsson hornamaður
Vals varð 23 ára sl. sunnudag, dag-
inn eftir að hann varð Islandsmeist-
ari í handknattleik.
■ SIGURPÁLL Árni Aðalsteinsson
hornamaður Fram lék ekkert vegna
meiðsla sem hann hlaut undir loka
fyrri hálfleiks. Var jafnvel talið að
hann væri meiddur.
■ ALLIR fjórtán leikmenn Vals
sem voru á leikskýrslu fengu að
spreyta sig í úrslitaleiknum á laug-
ardaginn.
■ ÞRÍR af fjórtán leikmönnum
Fram komu ekkert við sögu í leikn-
um, Þór Björnsson, Vilhelm Sig-
urðsson og Halldór Magnússon.
Ykkur var spáð 7. sæti íhaust og
enduðuð í 5. sæti í deildinni, sem
raunar var mjög jöfn. Voruð þið
alltaf vissir um að verða Islands-
meistarar?
„Við héldum fund á Laugarvatni í
haust og þar sagði hver einn og ein-
asti leikmaður að markmiðið í vetur
væri að verða Reykjavíkur-, bikar-,
deildar- og íslandsmeistari. Reykja-
víkurmeistaratítillinn kom helgina á
eftir og hér hjá Val þekkja menn
ekki annað en stefna alltaf á hæsta
tind.
Við lékum ekki vel í deildinni í
vetur og ég gæti vel trúað að þar
spili inní að menn eins og Jón, Guð-
mundur og Ingi eru búnir að spila
svo oft í úrslitakeppninni að undir
lok deildarkeppninnar eru þeir
farnir að bíða eftir að komast í úr-
slit,“ sagði Oskar.
Guðmundur sagði um síðasta leik-
inn í einvíginu að alla grimmd
hafi skort í liðið, en hvers vegna svo
hafi verið vití hann
lvar ekki. „Við vorum að
Benediktsson gera hlutina á svipaðan
skrífar hátt og í þriðja leiknum
er allt gekk okkur í
hag, en því miður er líklegasta skýr-
ingin á þessu skortur á reynslu. Það
er alltaf sárt að tapa en það er nauð-
synlegur hlutí af þessu og leikmenn
Fram munu búa að þessari reynslu á
meðan þeir eru í handknattleik."
Hvers vegna stendur á þessum
mikiu sveiflum sem eru í leik ykkar?
„Ég hef enga haldbæra skýringu á
þeim, en þetta hefur fylgt liðinu í
vetur og í fyrra. Sem dæmi frá því í
fyrra þá töpuðum við fyrir Gróttu í í
bikarkeppninni, en unnum þá með
sautján mai-ka mun í deildinni í
næsta leik nokkrum dögum síðar.
Sama gerðist t.d. í vetur gegn HK.
Við töpuðum fyrir því í deildinni en
unnum stórsigur innan við viku síð-
ar. Sveiflurnar hafa fylgt okkur og
gerðu það einnig í úrslitakeppninni.“
Guðmundur segir að í raun hafi
fyrsti leikurinn verið lykilleikur og
því hafi það riðið baggamuninn að
hann vannst ekki. „í raun töpuðum
við frumkvæðinu í einvígi þá. Við
höfum undirstrikað að við erum
sterkir á heimavelli og með tapi þar í
fysta leik misstum við frumkvæðið.
Sigur í fyrsta leik hefði þýtt að við
hefðum verið í allt annarri stöðu í
leiknum sl. laugardag.
Annars var þessi ósigur e.t.v. ekki
eins sár og tapið í bikarúrslitaleikn-
um. Þetta einvígi gat farið á báða
vegu, en í bikarúrslitunum vorum við
með nær unninn leik sem við misst-
um niður. Ég hefði verið sáttari ef
við hefðum við a.m.k. náð þeim titli.“
Þrátt fyrir tapið segir Guðmundur
að Framarar megi ekki láta hugfall-
ast. Á undanfómum þremur árum
hafi verið mikill stígandi hjá félag-
inu. Það kom upp úr annarri deild og
hafi nú verið í eldlínunni á öllum víg-
stöðvum. Þetta sé í samræmi við
markmið sín og stjómarinnar. Mikill
áhugi sé nú fyrir leikjum og stuðn-
ingsmennirnir orðnir fjölmargir og
hafi unnið frábært starf. „Þegar ég
tók við vorum við í annarri deild að
leika fyrir örfáa áhorfendur, en nú
era við að leika fyrir fullu húsi og
eigum fjölda stuðningsmanna. Þama
hefur orðið gjörbreyting á. Það tek-
ur sinn tíma að byggja upp lið sem
ekki hefur verið í eldlínunni undan-
farna áratugi. Nú eram við komnir í
fremstu röð og verðum bara að halda
áfram að þróa okkur. Næsta skrefið
er að vinna titia, hvort sem það ger-
ist á næsta ári eða eitthvað síðar.
Það er engin ástæða til að örvænta
þótt engin titlar hafi unnist í ár.
Stærsta þáttinn í þessari auknu vel-
gengni á stjórn deildarinnar sem
hefur unnið frábært starf. Hún tók
við félaginu á slæmum tíma og hefur
lagt á sig gríðarlega vinnu og metn-
að í að reisa deildina við.“
Sterk vörn, góð markvarsla og
hraðaupphlaup hafa verið aðal Fram
í vetur og þegar þessi atriði hafa ver-
ið í lagi hefur liðið verið illviðráðan-
legt. „Við höfum lagt mikla áherslu á
að þjálfa þessi atriði í vetur og ég tel
að við getum verið stoltir af hvernig
til hefur tekist,“ sagði Guðmundur.
Þessi atriði hafa hins vegar ekki náð
að blómstra hjá Fram-liðinu í úr-
slitaleikjunum að undanskildum
þriðja leiknum við Val á heimavelli.
Guðmundur segir menn hafa ekki
verið nógu grimma t.d. í síðasta
leiknum tíl þess að þessi atriði væra
í lagi. Þá hafi agaleysi verið í sókn-
inni, sem hafi lýst sér þannnig að
menn voru að skjóta úr slæmum
færam og gera sig seka um ýmiss
konar mistök. „Ekki var það síðan til
þess að bæta úr skák að máttarstólp-
ar í sókninni eins og Guðmundur
Helgi og Sigurpáll Árni voru meidd-
ir, Sigurpáll alla leikina gegn Val og
Guðmundur meiddist í fyrsta leikn-
um og lék ekkert í öðram leik, tókst
að leika þann þriðja en var nánast
ekkert með í síðasta leiknum, en
gerði að vísu heiðarlega tilraun.
Þessi atriði koma nátturlega veru-
lega við okkur.
Það hefur hins vegar margt já-
kvætt verið hjá okkur í vetur og í
kringum liðið og því engin ástæða tíl
að hengja haus þótt ekki hafi tekist
að vinna titla í ár. Fram er á ný kom-
ið í fremstu röð eftir mörg mögur ár,
við færumst nær takmarkinu."