Morgunblaðið - 21.04.1998, Síða 7
6 B ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1998
NJARÐVÍK ÍSLANDSMEISTARI í KÖRFUKNATTLEIK NJARÐVI'K ÍSLANDSMEISTARI f KÖRFUKNATTLEIK
„Gengið framar vonum“
„Ég reiknaði aldrei með því að
vinna KR 3-0 í þessu einvígi,“ sagði
Friðrik Ragnarsson fyrirliði
Njarðvíkur og einn besti maður
liðsins í úrslitaleiknum. „Ég held
að okkur hafi bara langað meira í
sigurinn en KR-inga að þessu sinni
og við lékum mjög vel í öllum leikj-
unum. Fyrirfram var talað um að
við þyrftum að vinna einn leik á
útivelli til þess að vinna meistara-
titilinn, nú höfum við unnið tvo og
sýnt fram á að í liðinu býr mikill
persónuleiki.“
Friðrik sagði menn hafa verið
meðvitaða um að þeir yrðu að
koma af fullum ki’afti í þennan leik
til þess að sigra, en alltaf væri
hætta á að lið sem hefðu 2-0 for-
skot slökuðu á. Slíkt væri hættu-
legt auk þess sem KR-ingar
myndu eflaust selja sig dýrt til
þess að ná vinningi að þessu sinni.
„Þó lokatölurnar gefi til kynna að
sigurinn hafi verið öruggur skal
enginn halda að þetta hafi verið
auðveldur sigur, þvert á móti var
þetta erfitt og við vorum lengi að
hrista KR-inga af okkur. Einbeit-
ingin þurfti að vera í lagi og það
var hún.“
Friðrik sagði lið Njarðvíkur
ekki vera stjörnum prýtt heldur
væri það skipað jöfnum og góðum
leikmönnum þar sem og mismun-
andi væri hver væri mest áberandi
hverju sinni. „Það kom í minn hlut
að taka af skarið að þessu sinni. I
síðasta leik var það Örlygur [St-
urluson] sem gerði það. Svona hef-
ur þetta verið hjá okkur og er mjög
jákvætt."
Það að vinna titilinn nú er fyrr
en nokkur þorði að vona í haust
þegar keppnistímabilið hófst. „Við
erum með ungt lið og ætluðum að
byggja það upp. Þessi sigur kemur
fyrr en við héldum.“
4. sæti
10. sæti
KR-inga í deildinni í vetur og efsta lið eftir hverja umferð
l.sæti
umf.
1. sæti
2. sæti
2. sæti
3. sæti
3. sæti
5. sæti
6. sæti
8. sæti
5. sæti
6. sæti
7. sæti
8. sæti
9. sæti
Umferð
■ LEIKMENN beggja liða hittu vel
úr þriggja stiga skotum á upphaf-
smínútum leiksins. Af fyrstu 29
stigunum voru 18 gerð með þriggja
stiga skotum. Keith Wassel, Marel
Guðlaugsson og Ingvar Ormars-
son höfðu gert eina hver fyrir KR
og Petey Sessoms, Örlygur Sturlu-
son og Friðrik Ragnarsson eina
hver fyrir gestina.
■ FRIÐRIK Ragnarsson náði sér
vel á strik í leiknum og einkum tók
hann frumkvæðið í byrjun leiks er
KR-ingar voru sterkari. Friðrik
hafði gert 12 af fyrstu 25 stigum
Njarðvíkur er hálf níunda mínúta
var til leikhlés.
■ FRIÐRIK var fyrstur leikmanna
til þess að fá þrjár villur, en hana
fékk hann er 5,29 mín. voru til hálf-
leiks. Þremur sekúndum síðar fékk
Wassel sína þriðju villu, fyrstur
KR-inga.
■ TEITUR Örlygsson fór sér hægt
framan af og skoraði ekki sín
fyrstu stig fyrr en 7,43 mín., voru
til hálfleiks, staðan 28:27.
■ PETEY Sessoms og félagi hans,
Friðrik Ragnarsson, gerðu 35 af
51 stigi Njarðvíkur í fyrri hálfleik.
■ ÓSKAR Krístjánsson, leikmaður
KR, varð fyrstur til að fá fimm vill-
ur. Það gerðist þegar 7,51 mín., var
til leiksloka er hann _ braut á
Sessoms. Reyndar var Óskar afar
óánægður með þennan dóm og
fékk fyrir vikið á sig tæknivillu
sem féll á liðið í heild þar sem Ósk-
ar hafði fýllt sinn kvóta.
■ MAREL Guðlaugsson, félagi
Óskars, fékk sína fimmtu villu þeg-
ar 5,45 mín. voru eftir.
■ ÞEGAR 59 sekúndur voru eftir
af leiknum sendi Friðrik Ingi Rún-
arsson, þjálfari Njarðvíkur, þrjá
unga leikmenn inn á sem ekki
höfðu komið við sögu fyrr í leikn-
um. Þetta voru Örvar Krisljáns-
son, Ragnar Ragnarsson og Logi
Gunnarsson. Engum þeirra tókst
að gera stig á þeim stutta tíma sem
þeir léku.
■ VEIGUR Sveinsson, leikmaður
KR, var sendur inn á í fyrsta skipti
um leið og þremenningarnir úr
Njarðvík komu til leiks.
■ ELLERT Eiríksson, bæjarstjóri
í Reykjanesbæ, lét sig ekki vanta á
leikinn. Er íslandsbikarinn hafði
verið afhentur tilkynnti Ellert að
íþróttaráð Reykjanesbæjar hefði
samþykkt að veita Njarðvíkingum
200.000 styrk í tilefni af sigrinum.
Afhenti hann Friðriki Ragnars-
syni, fyrirliða Njarðvíkur, skjal
styrknum til staðfestingar.
Morgunblaðið/Kristinn
ORLYGUR Sturluson, leikstjórnandinn stórefnilegi, hampar íslandsbikarnum á sunnudag. Þetta var
í fyrsta skipti sem Örlygur verður íslandsmeistari, þeim áfanga náði hann aldrei í yngri fiokkum en
fagnaði nú sigri í meistaraflokki í fyrstu tilraun. Ekki slæmur árangur það!
' Morgunblaðið/Kristinn
Islandsmeistarar Njarðvíkur 1998
KAMPAKÁTIR Njarðvíkingar eftir sigurinn á KR-ingum, í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi á sunnudaginn. Aftari röð frá vinstri: Brynjar Guðmundsson vatnsberi, Gunnar Þorvarðarson,
formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, Einar Jóhannsson aðstoðarþjálfari, Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari, Örvar Kristjánsson, Kristinn Einarsson, Páll Kristinsson, Petey
Sessoms, Ægir Gunnarsson, Einar Jóhannsson, Sara Guðmundsdóttir sjúkraþjálfari og Bjarni Bragason vatnsberi. Fremri röð frá vinstri: Teitur Örlygsson ásamt Ernu Lind dóttur
sinni, Guðjón Gylfason, Ragnar Ragnarsson, Friðrik Ragnarsson fyrirliði, Logi Gunnarsson og Örlygur Sturluson.
Sígandi lukka er besl
Njarðvíkingar fögnuðu
10. Islandsmeistaratitlinum
NJARDVÍKINGAR eru íslands-
meistarar í körfuknattleik karla,
sigruðu KR-inga 106:94 á sunnu-
daginn í þriðja úrslitaleiknum.
Sigur Njarðvíkinga var sanngjarn
og greinilegt að liðið er á hárréttu
róli því eftir að hafa lengstum
verið í fimmta sæti í deildinni, og
um tíma dottið niður í það átt-
unda, tókst því að leggja alla
mótherja sína að velli í úrslitum
og sigra. Sígandi lukka er því
best, að mati Njarðvíkinga. Þetta
var áttundi titill Njarðvíkinga síð-
an úrslítakeppninni var komið á
1984 og sá tíundi í efstu deild
karla frá upphafi.
Leikurinn á sunnudaginn var besti leik-
ur úrslitarimmunnar enda veittu KR-
ingar nú verulegt viðnám, hófu leikinn af
miklum krafti og keyrðu upp hraðann
sem mest þeir máttu,
nokkuð sem heldur hefur
verið vörumerki Njarðvík-
inga. Þetta gekk vel. KR
var yfír lengstum fyrri
hálfleiks en þegar fjórar mínútur voru til
leikhlés var dæmd vafasöm villa á Ósvald
Skúli Unnar
Sveinsson
skrífar
Knudsen þar sem hann var að kljást við
Friðrik Ragnarsson. I sömu mund skor-
aði Petey Sessoms þriggja stiga körfu og
Friðrik úr tveimur vítaskotum. Þetta
virtist fara illa í KR-inga og síðustu fjór-
ar mínútur hans gerðu Njarðvíkingar 17
stig gegn fimm stigum heimamanna og
staðan því 41:51 í leikhléi.
Það virtist allt stefna í hálfgerða skot-
keppni á upphafsmínútum leiksins. Hrað-
inn var mjög mikill, leikmenn hittu vel og
áhorfendur skemmtu sér hið besta og
sjálfsagt hafa allir í húsinu vonast eftir
KR-sigri til að fá annan leik - nema
Njarðvíkingar sem reyndar voru fjöl-
mennir á áhorfendapöllunum.
Friðrik Ragnarsson, fyrirliði Njarðvík-
inga, fór á kostum og þegar hann minnk-
aði muninn í 26:25 hafði hann.gert 12 af
stigum liðsins og hann ásamt hinum frá-
bæra Petey Sessoms gerði 35 af 41 stigi
Njarðvíkinga í fyrri hálfleiknum og alls
63 stig í leiknum. Liðin gerðu 12 þriggja
stiga körfur í fyrri hálfleik, Njarðvíking-
ar átta en KR-ingar fjórar.
Njarðvíkingar voru yfir allan síðari hálf-
leikinn. Minnstur varð munurinn þrjú stig,
56:59 er 16 mínútur voru til leiksloka. KR-
ingar reyndu allt hvað þeir gátu að
minnka muninn enn frekar en Njarðvík-
ingar voru einfaldlega of sterkir fyrir
Vesturbæinga. Heimamenn breyttu um
varnaraðferð, léku nokkuð stífa pressu-
vöm og féOu síðan í svæðisvöm, en allt
kom fyrir ekki. Njarðvíkingar áttu svar
við öllu sem þeir reyndu. Þegar Njarðvík
komst í 96:76 er hálf sjötta mínúta var eft-
ir, urðu KR-ingar að játa sig sigraða. Titill
til KR verður að bíða enn um sinn.
KR-ingar léku mun betur á sunnudag-
inn en þeir hafa gert í úrslitarimmunni,
en það dugði ekki til. Keith Vassell átti
fínan leik og barðist mjög vel í vörninni.
Ingvar Ormarsson var í byrjunarliðinu að
þessu sinni og hann gerði það sem vænt-
anlega hefur verið fyrir hann lagt, að
halda uppi hraðanum og reyna að skjóta
utan af velli. Ósvaldur Rnudsen var
einnig drjúgur en hann hékk of mikið á
boltanum og reyndi talsvert mikið á eigin
spýtur. Baldur Ólafsson, sem hefur leikið
vel í vetur, átti ágætan leik en hann lang-
aði greinilega mikið til að troða og mis-
fórast þrjár tilraunir hans til þess og um
leið sex dýrmæt stig.
Sessoms og Friðrik voru í sérflokki
hjá Njarðvíkingum og áttu hnökralítinn
leik. Teitur var sterkur og Örlygur St-
urluson átti fína spretti en lenti snemma
í villuvandræðum. Annars var liðsheildin
sterk hjá Njarðvíkingum og hún er aðal
liðsins þó svo mest mæði á sex til sjö
leikmönnum.
+
Úrslitakeppnin
í körfuknattleik 1998
Þriðji úrslitaleikur liöanna,
leikinn á Seltjarnarnesi 19. apríl 1998
KR NJARÐVÍK
94 Skoruðstig 106
16/23 Vítahittni 26/34
8/25 3ja stiga skot 12/27
27/44 2ja stiga skot 22/42
21 Varnarfráköst 22
10 Sóknarfráköst 8
8 Bolta náð 12
9 Boltatapað 14
12 Stoðsendingar 19
27 Villur 20
Morgunblaðið/Kristinn
KRISTINN Einarsson hefur
verið lengi í eldlínunni og
fagnaði enn einum titlinum.
„Erum fylli-
lega sáttir"
Aðalvopn okkar hefur verið að
koma boltanum inní teiginn en
nú breyttum við aðeins útaf og ætl-
uðum að reyna að skjóta meira fyr-
ir utan. Við eram greinilega ekki
með eins góðar skyttur og Njarð-
víkingar og kannski ekki sama
hraðann heldur og það munar auð-
vitað um það. Einhverra hluta
vegna gengu þessar sóknaraðgerðir
okkar ekki nógu vel upp. Okkur
gekk ágætlega á köflum að koma
þoltanum inní teiginn, en það var
bara of gloppótt. Vörnin hjá okkur
er alltaf til staðar en það er ekki
nóg þegar þeir skora endalaust úr
þriggja stiga skotum," sagði Jón
Sigurðsson, þjálfari KR-inga, eftir
að Njarðvík hafði tryggt sér Is-
landsmeistaratitilinn.
„Við breyttum sóknarleik okkar í
dag þannig að við reyndum að opna
leikinn og gefa þar með aukin færi
á að keyra að körfunni. Þetta
heppnaðist mjög vel í fyrri hálfleik
en í síðari hálfleik komu kaflar þar
sem við voram of uppteknir af því
að koma okkur fram í sóknina og
gleymdum hreinlega að spila vörn.
Það munar auðvitað miklu að hafa
ekld Nökkva [Má Jónsson]."
Nú reynduð þið að halda uppi
hraðanum í fyrri hálfleik og ef eitt-
hvað var þá voru það Njarðvíkingar
sem reyndu að halda hraðanum
niðri. Varþetta dagsskipunin?
„Já, við vorum ákveðnir í að selja
okkur dýrt og reyndum að keyra
eins mikið fram og við gátum í stað
þess að bíða alltaf og stilla upp í
sókninni. Þetta tókst nokkram
sinnum en síðan datt þetta niður
hjá okkur og þar sem okkur tókst
ekki að nýta okkur aðalstyrkinn, að
koma boltanum inní teiginn, fór
sem fór. Njarðvíkingar era með
mjög gott lið og sigur þeirra var
sanngjarn, þetta eru tvö bestu liðin,
á því er enginn vafi.
Við unnum okkur upp í annað
sætið í deildinni og erum fyllilega
sáttir við veturinn. Auðvitað hefð-
um við viljað gera betur í úrslita-
leikjunum og það era vonbrigði að
tapa þrjú núll í úrslitunum. Njarð-
víkingar eru búnir að spila vel og
eiga heiður skilinn og ef til vill má
segja að reynsla þeirra hafi vegið
þungt því þeir era með miklu fleiri
leikmenn sem vita hvað það er að
sigra,“ sagði Jón.
Hann bætti því við að sér væri til
efs að önnur eins skytta og Petey
Sessoms hefði komið til landsins.
„Ég hef fylgst lengi með
körfuknattleik og Sessoms er ótrú-
lega góður leikmaður. Hann hittir
mjög vel og tekur alltaf mikið af
fráköstum og það var alveg sama
hvern við settum til að gæta hans,
hann náði alltaf að skora. Annað
sem er athyglisvert í sambandi við
úrslitaleikina er hittnin hjá Njarð-
víkingum, hún hefur verið mjög góð
og þegar svo er er erfitt að eiga við
þá,“ sagði Jón.
KR-ingar
með sorg-
arbönd
KR-INGAR léku með sorgar-
bönd á sunnudaginn til minn-
ingar um Guðmund Jóhanns-
son sem varð bráðkvaddur á
föstudaginn. Fyrir leikinn
var einnar mínútu þögn til
minningar um hann. Guð-
mundur lék 83 leiki með
meistaraflokki KR á árunum
1985 til 1988.
Mættu
ákveðnir
til leiks
NJARÐVÍKINGAR mættu
ákveðnir til leiksins á sunnu-
daginn. Þegar leikmenn voru
kynntir komu þeir fram á
gólfið eins og öskrandi Ijón
og var greinilega mikill hug-
ur í þeim. KR-ingar fóru sér
hins vegai’ Iiægar við kynn-
inguna og virtust ekki vera
til stórræðanna, en annað
kom á daginn í upphafi leiks
því KR-ingar léku betur en
þeir hafa gert síðustu vik-
urnar.
Njarðvík-
ingar góðir
á línunni
VITANÝTING Njarðvíkinga
hefur verið mjög góð í úr-
slitaleikjunum og sem dæmi
má nefha að í leiknum á
sunnudaginn hittu þeir úr 11
af 12 vítaskotum í fyrri hálf-
ieik. Eftir hlé dró heldur úr
örygginu þvf þá hittu þeir
„aðeins" úr 15 skotum af 22
en vel fór á því að Teitur Ör-
lygsson skoraði 100. stigið úr
vítaskoti. KR-ingar hittu hins
vegar úr 7 af ellefu í fyrri
hálfleik og 9 af 12 í þeim síð-
ari.
Sessoms
skoraði
98stig
PETEY Sessoms vai’ð stiga-
hæsti maður úrslitarimm-
unnar, gerði 98 stig í leikjun-
um þremur sem gerir 32,6
stig að meðaltali í ieik. Næst-
ur honum í liði Njarðvíkur er
Öriygur Sturluson með 45
stig, Friðrik Ragnarsson
gerði 43, Teitur Örlygsson
41 og Páll Kristinsson 23.
Þeir Ieikraenn sem ekki voru
í byijunarliði félagsins gerðu
alls 14 stig í leikjunum þrem-
ur. Hjá KR var Keith Vassell
stigahæstur með 58 stig.
Ellefu mín-
útna töf
ÞEGAR 1,08 mín., voru liðn-
ar af síðari hálfleik varð að
gera hlé á leiknum þar sem
skotklukkurnar beggja
vegna á vellinum urðu óvirk-
ar. Illa gekk að koma þeim í
gang á ný og varð endirinn
sá að menn gáfust upp við
það. Alls varð 11 mínútna töf
á leiknum á meðan menn
freistuðu þess að koma
klukkunum í lag.