Morgunblaðið - 21.04.1998, Qupperneq 12
Morgunblaðið/Kristinn
SIGRI hrósandi Njarðvíkingar eftir sannfærandí sigur á KR-ingum í þriðja úrslitaleiknum á sunnudag. Frá vinstri: Logi Gunnarsson,
Örlygur Sturluson - en þeir eru aðeins 16 ára - Páll Kristinsson og Petey Sessoms.
KORFUKNATTLEIKUR
„Stórkostlegt“
Frábær
vetur
„ÞETTA er meiriháttar; fyrsti tit-
illinn minn,“ sagði Örlygur St-
urluson, hinn 16 ára gamli leik-
stjórnandi Njarðvíkinga, eftir sig-
urinn og bætti því við að hann
ætlaði að krækja í annan á næst-
unni - í unglingaflokki.
„Þetta er búið að vera frábær
vetur. Ég fékk tækifæri til að
leika mikíð, eftir að ég tók mild-
um framfórum í haust, og það hef-
ur verið mjög gaman. Friðrik
[Ingi Rúnarsson] er ótrúlega góð-
ur þjálfari og hann hefur kennt
mér allt sem ég kann í sambandi
við að vera leikstjórnandi."
En kenndi pabbi þinn þér ekk-
ert?
„Jú, hann hefur kennt mér
mjög mikið af því sem ég kann í
körfubolta," sagði Örlygur bros-
andi en þess má geta að Sturla
Örlygsson, faðir hans, var lengi
með Njarðvík og hefur leikið 13
landsleiki.
Vaistu ekkert banginn t'yrir úr-
slitaleikina?
„Nei, nei. Taugarnar voru fínar.
Þetta er í ættinni, við höfum eng-
ar taugar."
„ÉG er alveg rosalega ánægður
með þennan sigur,“ sagði Friðrik
Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvík-
ur, eftir að lið hans varð Islands-
meistari í körfuknattleik á sunnu-
daginn - eftir sigur á KR í þriðja
úrslitaleiknum í röð - en þetta var í
þriðja sinn sem hann stýrði liði til
sigurs í úrvalsdeildinni á þeim sjö
árum sem hann hefur þjálfað lið í
meistaraflokki karla. Þetta er ann-
ar Islandsmeistaratitillinn sem
hann vinnur með Njarðvík en auk
þess stýrði hann Grindavík til sig-
urs fyrir tveimur árum. Þá hefur
hann einu sinni orðið bikarmeistari
sem þjálfari með hvoru liði, Njarð-
vík og Grindavík.
„Það er alveg stórkostlegt að
vinna 3-0, á því átti ég aldrei von.
Ég taldi okkur eiga möguleika á að
vinna en að tapa ekki leik var
nokkuð sem ég hafði ekki látið mér
detta í hug. Hins vegar sá ég eftir
fyrsta leikinn að við höfðum ýmis-
legt fram yflr þá eins og kom á
daginn."
Friðrik sagði að KR-ingar hefðu
farið að gera hluti í þessum þriðja
leik sem þeir hefðu e.t.v. átt að
byrja á fyrr, s.s. að skjóta fyrir ut-
an. „Við vorum undir það búnir og
ég var öruggur um það er Ingvar
Ormarsson byrjaði að það myndi
verða raunin því hann er maður
sem þorir, eins og kom í ljós. Við
FRIÐRIK Ingi Rúnarsson
með íslandsbikarinn.
vorum líka undir það búnir andlega
að halda í við þá. Þeir voru með
bakið uppi við vegg í byrjun, þetta
var þriðji leikurinn og ef við næð-
um að halda jöfnum leik fram undir
hálfleik þá vissi ég að við værum í
góðum málum. Þeirra von var sú
að taka okkur í bólinu eins og
Fram gerði við Valsara í þriðju
viðureigninni í handknattleiknum.
Þá voru einhverjir tveir eða þrír
leikmenn ekki á sömu blaðsíðu og
aðrir í liðinu og það er nóg til þess
að liðið finnur ekki taktinn. Hjá
okkur voru allir leikmenn á sömu
blaðsíðu frá upphafi. Við notuðum
þetta atriði úr Valsliðinu sem víti
til vamaðar."
Friðrik segir að ákveðin örvænt-
ing hafi gripið um sig hjá KR eftir
miðjan síðari hálfleik er í ljós kom
að þrátt fyrir að þeir væru að leika
vel og skora talsvert úr þriggja
stiga skotum hafi leikurinn verið í
jámum. „Þá náðum við fmmkvæði
sem við gáfum aldrei eftir.“
Petey Sessoms er frábær leik-
maður, að mati Friðriks, auk þess
að vera góður félagi og íþróttamað-
ur. „Ég held að það sé óhætt að
segja að hann sé okkur jafnmikil-
vægur og Rodney Robinsson var á
sínum tíma og eflaust einn allra
besti eriendi leikmaðurinn sem
leikið hefur hér á landi. A sínum
ferli hefur hann aldrei leikið með
bakið í körfuna, alltaf verið skot-
maður, en nú er jafnvel farið að tví-
og þrídekka hann undir körfunni.
Hann er fæddur sigurvegari og
hefur átt frábært tímabil eins og
allt liðið í heild. Friðrik Ragnars-
son hefur einnig verið að leika vel
og eflaust eitt sitt besta tímbil og
einnig hefur Teitur Örlygsson leik-
ið vel og staðið undir gífurlegri
pressu sem hefur verið á honum og
svo mætti lengi telja.“
■ Garðrækt / B2
■ Sígandi lukka / B6
FOLK
■ PATREKUR Jóhannesson skor-
aði 7 mörk í 28:22 sigri Essen á
Minden í þýsku 1. deildinni í hand-
knattleik um helgina. Var marka-
hæstur í liði sínu í þessum örugga
sigri, en Essen var yfir allan tím-
ann, m.a. 16:8 í leikhléi.
■ ÓLAFUR Stefánsson var með 4
mörk, Dagur Sigurðsson 2 og Geir
Sveinsson 1 mark er Wuppertal
undir stjórn Viggós Sigurðssonar
lagði Alfreð Gíslason og lærisveina
í Hameln 30:26 á heimavelli. Wupp-
ertal er í 8. sæti þegar það á einum
leik eftir ólokið, hefur 26 stig.
■ HAMELN er í neðsta sæti með 14
stig, eftir að Bayer Dormagen gerði
jafntefli við Gummersbach á heima-
velli, 24:24. Dormagen er með 14
stig en hefur betri markatölu en
Hameln.
■ RÓBERT Sighvatsson var með 6
mörk fyrir Dormagen í leiknum, en
leikmenn Dormagen voru klaufar
að missa leikinn niður í jafntefli þar
sem þeir voru 19:13 yfir þegar 20
mínútur voru eftir.
■ HÉÐINN Gilsson var með fjögur
mörk í leiknum fyrir Dormagen.
■ BJARKI Gunnlaugsson skoraði
fjórða og síðasta mark Molde í 4:0
sigri á Lilleström í norsku úrvals-
deildinni í knattspymu. Bjarki kom
inn á sem varamaður í síðari hálf-
leik.
■ HEIÐAR Helguson var með Lil-
leström í leiknum en Rúnar Krist-
insson er enn frá vegna meiðsla.
■ TRYGGVI Guðmundsson skóraði
fyrsta mark sitt í norsku úrvals-
deildinni er Tromsö gerði 2:2 jafn-
tefli við Strömgodset. Tryggvi
gerði fyrra mark Tromsö á 57. mín.
Óskar Hrafn Þorvaldsson var ekki
með Strömgodset í leiknum.
■ RÍKHARÐUR Daðason lagði upp
eina mark Vikings frá Stafangri í
1:3 tapi fyrir Rósenborg. Ríkharður
var sprækur í leiknum og átti a.m.k.
tvö marktækifæri að sögn dagblaðs-
ins Verdens Gang. Auðun Helgason
lék einnig með Viking allan leikinn í
vöminni.
■ ÁGÚST Gylfason var á meðal
leikmanna Brann sem gerði 2:2
jafntefli við Kongsvinger á útivelli.
■ BRYNJAR Björn Gunnarsson
var ekki í liði Váleringa sem lagði
Haugasund 3:2 á heimavelli í hörku-
leik þar sem Váleringa var 2:0 und-
ir eftir 28 mínútna leik.
■ HELGI Sigurðsson lék síðustu
mínútumar er Stabæk tapaði 1:0
fyrir Moss á heimavelli.
■ SVERRIR Sverrisson skoraði
annað mark sitt í jafnmörgum leikj-
um er Malmö tapaði 2:1 á útivelli
fyrir Norrköping. Mark Sverris
kom Malmö yfir á 6. mínútu en
dugði skammt.
■ PÉTUR Björn Jónsson lék með í
56 mínútur er Hammarby gerði 1:1
jafntefli við Gautaborg. Eins og
annars staðar kemur fram í blaðinu
skoraði Pétur Marteinsson mark
Hammarby í leiknum.
■ BIRKIR Kristinsson markvörður
hefur ekki náð að vinna sér fast sæti
í liði Norrköping sem er í efsta sæti
sænsku úrvalsdeildarinnar að lokn-
um þremur umferðum.
■ ARNÓR Guðjohnsen var að
vanda með Örebro sem gerði
markalaust jafntefli við Helsing-
borg á útivelli.
■ HARALDUR Ingólfsson kom inn
á sem varamaður á 70. mín fyrir
Elfsborg er liðið gerði 2:2 jafntefli
við Örgryte á útivelli.
■ STEFÁN Þórðarson lék í fram-
línu Öster í fyrri hálfleik er liðið
tapaði 3:0 fyrir Frölunda.
■ LÁRUS Orri Sigurðsson skoraði
fyrra mark Stoke í mikilvægum 2:0
sigri á Norwich. Þetta var annað
mark Lárusar með Stoke.
■ HERMANN Hreiðarsson var á
varamannabekk Crystal Palace er
liðið vann Derby 3:1 á heimavelli.