Morgunblaðið - 12.05.1998, Page 8

Morgunblaðið - 12.05.1998, Page 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 12. .MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA Kaflaskipti í Skotlandi eftir níu ára einokun! WIM Jansen, hollenski þjálfarinn sem stýrði Celtic að fyrsta skoska meistaratitlinum í knattspymu í tíu ár, sagði í gær upp starfi sínu. Hann er nú með liði sínu í Portú- gal en hópurinn kemur aftur til Skotlands á fimmtudag. Fyrir sex vikum sagði Jansen að hann væri óánægður hjá Celtic og myndi taka ákvörðun um fram- haldið eftir tímabilið. Hann tók við knattspymustjórastöðunni í júlí í fyrra en í samningnum var ákvæði þess efnis að hann gæti hætt núna. Ástæða óánægjunnar eru samstarfsörðugleikar við fram- kvæmdastjórann Jock Brown og ósamþykki við kaup á nauðsynleg- um leikmönnum að hans mati en engu að síður hefur Jansen keypt leikmenn fyrir 12 milljónir punda, tæplega 1,5 milljarða ísl. kr. „Ég vildi fá ákveðna leikmenn en fékk ekki að kaupa þá,“ sagði Hollend- ingurinn. „Eg vildi fá meiri pen- inga til að kaupa menn því það er nauðsynlegt til að ná árangri." Hollendingurinn Dick Advocaat tekur við Rangers á næstunni og Jansen telur sig vita hvað hann fær af peningum til að styrkja lið- ið. Brown sagðist ekki hafa rætt málið við Jansen sem fór frá Feyenoord vegna ámóta mála. „Ég hef ekki rætt við Wim um málið að undanfömu vegna þess að það var best fyrir félagið að allir einbeittu sér eingöngu að því að ná titlin- um.“ Hann bætti við að félagið hefði ekki rætt samninginn við Jansen opinberlega og ætlaði ekki að gera það. „Hann hefur talað op- inskátt um málið en við geram það ekki.“ Félagið sendi aðeins stutta tilkynningu til hlutabréfamarkað- arins í London þar sem greint var frá ákvörðun Hollendingsins. Tommy Burns, sem var látinn fara þar sem liðið náði ekki að velta Rangers af stalli undir hans stjóm þó það hafi fengið fleiri stig undanfarin tvö ár, hvatti Celtic um helgina til að gera allt sem félagið gæti til að halda Jansen. „Ég dáist að honum og vona að hann verði áfram,“ sagði Bums sem er nú knattspymustjóri hjá Reading. „Fái Wim nauðsynlegan stuðning er hann maðurinn til að koma fé- laginu á toppinn í Evrópu," bætti hann við en honum varð ekki að ósk sinni - Jansen er hættur. Sam- kvæmt fréttum í Skotlandi era Gordon Strachan, stjóri Coventry, og Mick McCarthy, landsliðsþjálf- ari írlands, líklegastir eftirmenn Hollendingsins. Reuters Fagnaöi titlinum en sagði svo upp WIM Jansen, hollenskl þjálfar- Inn sem kom Celtic aftur á topplnn, tll vlnstri, eftlr afl Skotlandsmelstaratltillinn var f hðfn um helglna. Til hægrl er aðstoðarmaður hans, Murdo McLeod. Celtic kom í veg fyrir að Ran- gers yrði Skotlandsmeistari í 10. sinn í röð þegar liðið vann St. Johnstone um helgina og tryggði sér þar með meistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 1988. Svíinn Henrik Larsson skoraði eftir þrjár mínútur og Norðmaðurinn Harald Brattback, sem hafði að- eins verið inni á í 13 mínútur, bætti öðra marki við 18 mínútum fyrir leikslok. Tímamót í deildinni og kaflaskipti þar sem ríkjandi fyrirkomulag í skosku deildinni verður aflagt og nýtt tekið upp í haust. Mikil gleði braust út á Celtic Park þegar titillinn var loks í höfn. „Þetta er stórkostlegt og getur ekki verið betra,“ sagði Hollendingurinn Wim Jansen, knattspyrnustjóri Celtic. „Ég er yfír mig ánægður með að við skyldum ná titlinum eftir eins langa bið og raun ber vitni.“ Mikið taugastríð hefur ríkt á toppnum að undanfömu en HoUendingurinn sagði að liðið hefði aldrei misst tökin á titlinum. „Við trúðum alltaf að við gætum orðið meistarar og ekkert slær það út að tryggja sér titilinn í síð- asta leik á heimavelli. Stuðnings- mennimir hafa verið frábærir og þeir hafa hjálpað okkur.“ Celtic fékk 74 stig, tveimur meira en Rangers, sem vann Dundee United 2:1 í lokaumferð- inni með mörkum frá Brian Laudrap eftir hálftíma leik og Jörg Albertz úr vítaspyrnu snemma í seinni hálfleik. Lars Zetterlund gerði mark heima- manna um miðjan seinni hálfleik. Rangers hefur oftast orðið Skotlandsmeistari, 46 sinnum, en Celtic fagnaði nú titlinum í 36. sinn. Félagið varð meistari níu ár í röð, 1966 til 1974, afrek sem Ran- gers náði að jafna, en Celtic tapaði tveimur fyrstu leikjum sínum á þessu tímabili og er eina félagið á öldinni sem hefur orðið Skotlands- meistari í kjölfar slíkrar byrjunar. Félagið varð einnig deildabikar- meistari fyrr á tímabilinu. Bikarinn var fluttur í lögreglu- vernd úr geymslu í miðbænum á Celtic Park þar sem fyrirliðinn Tom Boyd tók við honum skömmu eftir leik. Hefði Rangers orðið meistari hefði verið farið með bikarinn á Ibrox Park í hin- um enda Glasgowborgar þar sem 32.000 áhangendur Rangers fylgdust með leiknum í Dundee á Stór stund á Celtic Park TOM Boyd, fyrirliðl Glasgow Celtlc, með Skotlandsbikar- Inn á laugardaglnn. Þetta er f fyrsta sklpti f tfu ár sem fyrirllfll Celtlc kemur vlð þennan eftlrsótta blkar; erkifjendumlr hinum megln f borglnni - Rangers - hðfflu orðlfl melstarar nlu ár ( rðð. Reuters risastóram skjá en lið Rangers hefði verið flutt í þyrlu frá Dundee. Hearts var með í baráttunni á toppnum fram á síðustu stundu en varð að sætta sig við þriðja sætið. Liðið vann Dunfermine 2:0 um helgina en neðsta liðið, Hibemian, gerði jafntefli, 1:1, við Kilmarnock. Martinez og Rivaldo bestir á Spáni LUIS Enrique Martinez og Ri- valdo hjá Barcelona voru kjörnir bestu leikmennirnir f spænsku deildinni en þjálfarar liðanna kusu fyrir biaðið E1 Pa- ís. Martinez var kjörinn besti Spánverjinn en Rivaldo besti erlendi leikmaðurinn en félag- arnir eru næst markahæstir í deildinni með sín 18 mörkin hvor. ítalski miðherjinn Alessandro Del Piero var kjör- inn besti leikmaður heims og lið hans, Juventus, besta liðið. Jose Antonio Camacho, þjálfari Espanyol, setti Real Madrid í efsta sæti liða en Espanyol vann Real Madrid 1:0 um helg- ina. Juan Manuel Lillo, þjáifari Tenerife, sagði að Diego Mara- dona væri besti leikmaður heims. Jupp Heynckes, þjálfari Real, neitaði að taka þátt f kjörinu. Berger fer frá Liverpool TÉKKNESKI miðjumaðurinn Patrik Berger mætti ekki í leik hjá varaliði Liverpool í liðinni viku og var sagt í kjölfarið að hann yrði ekki lengur hjá fé- laginu auk þess sem honum var gert að greiða 30.000 pund, um 3,6 miiy. kr., í sekt. Roy Evans, knattspyrnu- syóri Liverpool, sagði f mars að hann ætlaði að sejja Berger ef einhver vildi greiða fjórar milljónir punda fyrir hann. Berger hefur verið óánægður vegna þess hvað hann hefur spilað lítið en Liverpool keypti hann frá Dortmund fyrir 3,5 miiy. punda eftir Evrópu- keppnina á Englandi fyrir tveimur árum. Hann hefur leikið 31 leik fyrir Liverpool og gert 10 mörk en aðeius verið átta sinnum í byijunarliðinu á tfmabilinu. Graeme Souness, þjálfari Benfica, vildi fá Berger f vetur en var ekki tilbúiun að greiða uppsett verð. sagði upp Wim Jansen

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.