Morgunblaðið - 12.05.1998, Síða 9
\
a
MORGUNBLAÐIÐ
PRIÐJUDAGUR12. MAÍ 1998 B 9
KNATTSPYRNA
Áhorfenda- Þrenna fra Inzaghi
met sett í tryggði Juve titilinn
Þýskalandi
394.024 áhorfendur mættu á leiki
síðustu umferðar í þýsku 1. deildinni
í knattspyrnu um helgina og þar
með var slegið met í deildinni en
fjöldi áhorfenda fór í fyrsta sinn yfir
10 milljónir. Alls voru 10.009.529
áhorfendur á leikjunum á tímabil-
inu, 32.275 að meðaltali en voru
30.267 í fyrra. Bayem Munchen
fékk 54.529 áhorfendur að meðaltali
en Borussia Dortmund 52.893
manns.
FILIPPO Inzaghi var með
þrennu þegar Juventus vann
Bologna, 3:2, í ítölsku deildinni
um helgina og tryggði sér meist-
aratitilinn 1 25. sinn.
Rússinn Igor Kolyvanov skor-
aði fyrir Bologna eftir 11 mínút-
ur og skömmu síðar var tilkynnt
að Ronaldo hefði skorað fyrir
Inter á móti Bari en fyrir leiki
helgarinnar var Juve með fjög-
urra stiga forystu á Inter.
Inzaghi jafnaði 10 mínútum fyr-
ir hlé, skoraði með skalla eftir
sendingu frá leikstjórnandanum
Zinedine Zidane. Inzaghi bætti
öðru marki við þegar fjórar
mínútur voru liðnar af seinni
hálfleik en skömmu síðar jafnaði
Roberto Baggio. Juve sótti stíft
til sigurs og 10 minútum fyrir
leikslok kom markið mikilvæga.
Hvort sem það hafði áhrif eða
ekki jafnaði miðherjinn Nicola
Ventola fyrir Bari skömmu síðar
og Phil Masinga gerði sigur-
mark liðsins rétt áður en flautað
var til leiksloka.
„Þetta hefur verið frábær
keppni,“ sagði Massimo Moratti,
forseti Inter. „Þegar 10 mínútur
voru eftir var allt opið.“ Juve er
með sjö stiga forystu fyrir síð-
ustu umferðina en þá sækir liðið
Atalanta heim en Inter fær
Empoli í heimsókn. „Bæði liðin
eru góð og ég óska Inter til
hamingju með titilinn í UEFA-
keppninni," sagði Vittorio Chi-
usano, forseti Juventus.
Fiorentina vann Lazio 4:1 og
tryggði sér sæti í UEFA-keppn-
inni í haust en þar verða líka
Roma, Udinese og Parma. Lazio
fer í Evrópukeppni bikarhafa og
Inter í Meistaradeildina með Ju-
ve.
Reuters
ZINEDINE Zidane, franski snillingurinn hjá Juventus, til vinstri, fagnar Ítalíumeistaratitlinum í knattspyrnu eftir sigur á Bologna á
heimavelli. Fyrir miðri mynd er landi Zidanes, Didier Deschamps og lengst til hægri varamarkvörðurinn, Michelangelo Rampulia.
Davids í
hópinn á ný
GUUS Hiddink, landsliðs-
þjálfari Hollands, hefur valið
22 manna landsliðshóp fyrir .
heimsmeistarakeppnina í '
Frakklandi í sumar. Mesta '
athygli vekur að miðvallar-
leikmaðurinn snjalli hjá Ju-
ventus, Edgard Davids, er í
hópnum á ný - í fyrsta skipti
síðan hann var rekinn heim
frá Evrópukeppninni í
Englandi vegna deilna við
þjálfarann.
Markverðir: Edwin van der
Sar (Ajax Amsterdam), Ruud
Hesp (Barcelona), Ed de
Goey (Clielsea).
Varnarmenn: Michael Reizi-
ger (Barcelona), Ferdi
Vierklau (Tenerife), Frank
de Boer (Ajax), Jaap Stam
(PSV Eindhoven), Arthur
Numan (PSV), Winston Bog-
arde (Barcelona).
Miðjumenn: Clarence Seedorf
(Real Madrid), Aron Winter
(Inter Milan), Ronald de Boer
(Ajax), Phillip Cocu (PSV),
Wim Jonk (PSV), Edgar Da-
vids (Juventus), Giovanni van
Bronckhorst (Feyenoord).
Framlieijar: Pien*e van Hooi- •
jdonk (Nottingham Forest),
Patrick Kluivert (AC Milan),
Marc Overmars (Arsenal),
Jimmy Floyd Hasselhaink
(Leeds United), Dennis Berg-
kamp (Arsenal), Boudewyn
Zenden (PSV).
Olympiakos
varði gríska
titilinn
OLYMPIAKOS Piraeus
tryggði sér gríska meistara-
titilinn annað árið í röð þegar
liðið vann Apollon, 5:3, á
heimavelli á sunnudag.
Olympiakos er með sex stiga
forystu á Panathinaikos þeg-
ar tvær umferðir eru eftir og
þó að liðin yrðu jöfn að stig-
um væri Olympiakos ofar
vegna sigra í innbyrðis leikj-
um þeirra.
Júgóslavneski þjálfarinn
Dusan Bajevic tók við liðinu í
fyrra og þá varð það meistari
í fyrsta sinn í 10 ár en áður
hafði liann stýrt AEK til sig-
urs í deildinni íjögur ár í röð.
Spenna til síðustu stundar
Guðni Bergsson og félagar í Bolton féllu úr úrvalsdeildinni en Everton slapp með skrekkinn
BOLTON tapaði 2:0 fyrir Chelsea í
London og féll í 1. deild ensku
knattspyrnunnar ásamt Crystal
Palace og Barnsley en Everton
gerði jafntefli, 1:1, við Coventry í
Liverpool og náði að bjarga sér á
síðustu stundu.
Everton hefur verið í efstu deild
síðan 1954 og utan hennar í fjögur
tímabil frá 1888. Liðið varð meistari
1987 en hefur verið í fallbaráttu
fjórum sinnum á liðnum fimm árum.
Gareth Farrelly skoraði af 20 metra
færi á áttundu mínútu, fyrsta mark
hans fyrir Everton, og 40.000 áhorf-
endur önduðu léttar. Sigurinn virt-
ist öruggur þegar Everton fékk
vítaspyrnu undir lokin en Magnus
Hedman varði frá Nick Barmby.
Nokkrum sekúndum síðar náði
norski markvörðurinn Thomas My-
hre ekki að verja eftir skalla frá
Dion Dublin, sem varð markakóng-
ur með Michael Owen hjá Liverpool
og Chris Sutton hjá Blackburn en
þeir gerðu 18 mörk hver. A sama
tíma var staðan 1:0 fyrir Chelsea á
Stamford Bridge eftir að Gianluca
Vialli hafði skorað á 73. mínútu, en
við tíðindin frá Goodison Park hróp-
uðu áhangendur Bolton „sækið,
sækið...“ Leikmennimir gerðu það
og minnstu munaði að varamaður-
inn Gaetano Giallanza jafnaði en
Jody Morris sendi liðið niður með
marki á lokamínútunni.
Howard Kendall, knattspyrnu-
stjóri Everton, fagnaði sætum sigr-
um og titli þegar hann var við
stjómvölinn á níunda áratugnum en
var í gjörólíkri stöðu að þessu sinni.
„Ég vil ekki upplifa annan svona
dag og þetta félag á ekki eftir að
kynnast þessu aftur meðan ég verð
við stjórn. Ég geri einhverjar breyt-
ingar á hópnum en ekki miklar því
ég er með sterkan hóp.“
Dave Watson er eini leikmaður
liðsins sem var líka í liðinu sem
slapp við fall í síðasta leik 1994.
„Þetta er ótrúlegt. Eftir 94 hélt ég
að við þyrftum ekki að ganga í gegn-
um þetta aftur, Þegar Nick tókst
ekki að skora úr vítinu og boltinn fór
á milli handa Thomas hélt ég að
þetta væri búið en hugarfarið var
rétt og frammistaðan frábær.“
Colin Todd, stjóri Bolton, varð að
sætta sig við tap eftir tvo sigurleiki í
röð. „Þetta er skemmandi,“ sagði
hann. „Við vomm mjög óheppnir að
skora ekki í fyrri hálfleik en þeir
björguðu tvisvar á línu. Ég hefði
ekki getað beðið leikmenn mína um
meira en þetta hefur verið hræði-
legur dagur fyrir okkur.“
Blackburn f UEFA-keppnina
Chris Sutton tryggði Blackburn
1:0 sigur á Newcastle og sæti í Evr-
ópukeppni félagsliða í haust. David
Batty hjá Newcastle var vikið af
velli en það breytir ekki því að hann
fær að spila bikarúrslitaleikinn við
Arsenal. Hins vegar stjakaði hann
við dómaranum David Elleray eftir
brottvikninguna og gæti fengið
þyngri refsingu fyrir vikið.
Meistarar Arsenal luku keppni
með tveimur tapleikjum i röð, fyrst
4:0 fyrir Liverpool og nú 1:0 fyrir
Aston Villa. Dwight Yorke skoraði og
Villa fer í UEFA-keppnina ef Chelsea
verður Evrópumeistari bikarhafa.
Crystal Palace kvaddi efstu deild
með 1:0 sigri á Sheffield Wednesday
en þetta var annar heimasigur liðs-
ins í deildinni á tímabilinu. Varamað-
urinn Clinton Morrison gerði eina
mark leiksins á síðustu mínútu. Her-
mann Hreiðarsson lék allan leikinn
með Palace og fékk að sjá gula
spjaldið.
Fyrsti sigurinn í 20 ár
Michael Owen var ekki fæddur
þegar Derby vann Liverpool 4:2 í
mars 1978 en síðan hafði Derby
ekki unnið í innbyrðis leikjum lið-
anna og tapað síðustu 10 leikjum
þar til kom að viðureign félaganna í
fyn*adag. Aldrei hafa verið fleiri
áhorfendur á Pride Park, 30.492, og
heimamenn fögnuðu langþráðum
sigri en Paulo Wanchope skoraði
eina mark leiksins á 63. mínútu, 17
mark hans á tímabilinu.
Haukur Ingi Guðnason var vara-
maður hjá Liverpool og kom ekki inn
á en Paul Ince, Steve McManaman,
Jason McAteer og Öyvind Leonhard-
sen meiddust í síðasta leik og voru
því ekki með en fyrir voru meiddir
Robbie Fowler, Jamie Redknapp,
Dominic Matteo, Rob Jones og Mark
Wright. Úrslitin breyttu engu, Liver-
pool er í þriðja sæti og fer í ÚEFA-
keppnina en Derby situr eftir.
Manchester United vann Bams-
ley 2:0 og lauk keppni einu stigi á
Eftir Arsenal. Andy Cole og Teddy
Sheringham skoruðu.
West Ham vann Leicester 4:3 en
varð í áttunda sæti og kemst ekki í
Evrópukeppni.
Júrgen Klinsmann kvaddi
Tottenham með glæsilegu marki og
tryggði Spurs jafntefli, 1:1, við
Southampton en Matt Le Tissier
skoraði fyrii* gestina.