Morgunblaðið - 05.07.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.07.1998, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Rykmökkurinn á þjóðveginum segir til um að Mánár- bakki áTjörnesi sé ekki jafn af- skekktur bær Morgunblaöið/Bjöm Gíslason MÁNI Snær og Sunna Mjöll með Gælu við Þórshamar. Húsið var byggt af Baldvini Friðfinnssyni á Húsavík árið 1930. r og Islandskortið gefur til kynna. Hver bílinn á fætur öðrum þýtur framhjá og sumir hægja jafnvel á sér og renna í hlað. Anna G. Ólafsdóttir og Björn Gíslason Ijósmyndari komust að því að erindið er oftast fólgið í því að skoða minjasafn hjónanna á Mánárbakka. Samhent hafa hjónin ekki aðeins byggt upp minjasafnið því að á Mánárbakka fara fram veðurathuganir og athuganir Japana á norðurljósunum. AÐALGEIR virðir fyrir sér veggspjöld með sígarettuauglýsingum frá því um og eftir stríð. hönd í hönd á Mánárbakka. tHLAÐINU á Mánárbakka á Tjörnesi er iðandi líf þeg- ar við rennum í hlað. Ferða- langar hafa lagt tveimur fólksbflum með aftanívögn- um fyrir framan eldri bæj- arhúsin og spyrja húsfreyj- una, Elísabetu Önnu Bjarnadóttur, spjörunum úr um hvar helst sé að finna lunda í björg- unum í kring. Elísabetu verður ekki skotaskuld úr því að greiða úr spumingum ferðalanganna og fyrr en varir verður rykstrókurinn á af- leggjaranum einu ummerkin um heimsóknina. Við stöndum eftir á hlaðinu og látum ekki segja okkur tvisvar að kíkja inn í eldhús. Með aðra hönd- ina í fatla eftir að hafa lamast vinstra megin í líkamanum við blóð- tappa tekur Elísabet ekki í mál að gestimir hjálpi til við að bera á borð kaffi og meðlæti. Elísabet segir til skýringar að þótt verkin gangi hæg- ir japana a nordurljosunum. í>nin fara því fortíð og nútíð id á ar en áður hafíst þau að lokum með góðri hjálp. Barnabörnin Máni Snær, níu ára, og Sunna Mjöll, fímm ára, vita við hverja er átt og eru ekki lengi að hlaupa eftir afa, Aðalgeiri Egilssyni, út á tún. Aðal- geir er á sífelldu stjái því fyrir utan hefðbundinn búskap em bæði veð- urathugunarstöð og minjasafn á Mánárbakka. Minjasafnið stendur hjarta hjónanna næst enda hafa þau með samstilltu átaki komið því á fót nánast upp á eigin spýtur. Meðfædd söfnunarárátta Spurnarsvipur blaðamanns ýtir viðtalinu úr vör. „Ég held bara að við séum fædd með söfnunar- áráttu," segir Aðalgeir og sýpur á kaffínu og Elísabet skýtur inn í að þar fari Aðalgeir örugglega með rétt mál. „Við byrjuðum eins og aðrir á því að viða að okkur frí- merkjum og eldspýtnastokkum. Munurinn á okkur og hinum fólst í því að við gátum ekki hætt að safna alls kyns dóti. Smám saman varð til vísir að safni og því komum við fyrir hérna í kjallaranum. Með tímanum varð safnið svo stórt að hlutirnir hættu að geta notið sín vegna þrengsla. Eina leiðin til að hægt yrði að halda áfram fólst í því að hafa uppi á húsi til að flytja hingað. Þórshamar á Húsavík virtist kjörið enda stóð til að rífa húsið. Við sett- um Þórshamar niður hér við bæjar- húsin árið 1994. Eftir smá viðgerðir er húsið hið reisulegasta og á ef- laust eftir að duga okkur lengi enn,“ segir Aðalgeir. Aðalgeir stendur upp og sækir fornfálegan myndakíki, merktan 11. júní 1901, til að sýna ljósmyndaran- um. Með aðstoð myndakíkisins öðl- ast þrívíddar póstkort sjálfstætt líf. Eftir að hafa skoðað nokkur póst- kort vill blaðamaður fá að vita hvort hjónin eigi sér eftirlætis muni á safninu. Aðalgeiri vefst tunga um tönn og kveður loks uppúr um að sörvisperlan hljóti að eiga vinning- inn. Nafnið á perlunni er talið dreg- ið af því að glerperlan hafi verið sorfin til. „Ég kom sjálfur niður á perluna þegar ég var að grafa fyrir stækkun hússins. Eftir ítarlega rannsókn telja fræðimenn að gler- perlan hafí verið gerð í Vestur-Túr- kestan um 840. Hingað er talið að perlan hafí borist á landnámsöld. Landnámsmaðurinn hér hét Máni, eins og nöfn bæjanna segja til um. Ofan við veginn er fæðingarbær minn, Máná, og nýbýlið nefndum við Elísabet Mánárbakka. Enn er ekki allt upp talið því að sonarsonur okkar Máni heitir eftir landnáms- manninum. Annars var Máni ekki lengi búsettur hér. Landnámsmað- urinn Böðólfur flæmdi Mána í burtu og reisti sér bæ að Böðólfsstöðum í Ytri-Tungu. Máni ku hafa sest að í Aðaldal," segir Aðalgeir. Hann brosir í kampinn þegar ýj- að er að því hvort að stærri söfn hafí ásælst dýrgripinn. „Þjóðminja- safnið bað svona lauslega um perluna. Ég svaraði því til að við ættum aðeins eina en þeir margar. Þar með var málið útrætt. Við feng- um svo aðra sörvisperlu senda í pósti frá Sauðárkróki. Perlan hafði fundist í kartöflugarði og sams kon- ar perlur fundust í hellinum Víð- gemli fyrir nokkrum árum.“ Eins og áður segir er Aðalgeir úr sveitinni. Egill Sigurðsson, faðir hans, var frá Máná og Dýrfinna Gunnarsdóttir, móðir hans, aðflutt frá Keflavík í Hegranesi. Elísabet er fædd að Syðri-Tungu í sveitinni en alin upp af Sigurbjörgu Jóns- dóttur, vinkonu móður sinnar, á Húsavík. Elísabet á, eins og Aðal- geir, erfitt með að nefna einn hlut umfram annan úr safninu en lætur að lokum undan og segist hafa sér- stakt dálæti á öllum súkkulaðikönn- unum. „Við erum alltaf að fá fleiri og fleiri súkkulaðikönnur og nú er svo komið að hillan allan hringinn efst á eldhúsveggnum í Þórshamri dugar ekld lengur og sumar eru komnar hérna inn,“ segir hún og bendir upp á eldhússkáp og mikið rétt, þarna standa nokkrar virðu- legar postulínssúkkulaðikönnur hátt uppi á eldhússkáp og gjóa aug- um niður á gestina. Elísabet segir að könnurnar séu ekki eina dæmið um að ekki komist allir hlutir lengur fyrir úti í Þórs- hamri. Safnið eigi talsvert af hlutum með sama tilgangi en af mismun- andi gerð. Ef ekki sé pláss í sjálfu safninu séu hlutirnir geymdir á há- loftinu þar til tími sé talinn kominn til að dusta af þeim rykið og skipta um hluti í safninu. Enginn „bisness" Hjónin hafa fengið sáralitla að- stoð við uppbyggingu safnsins. „Við fáum í skiptum ánægjuna af því að safna og njóta munanna með öðr- um, enda er ekkert gaman af því að njóta einn. Hingað kemur talsverð- ur fjölda gesta, oft um 1.500 til 1.600, á hverju ári. Gestirnir eru af- ar áhugasamir og vilja eyða tals- verðum tíma í að skoða og rabba um hlutina á safninu í hverri heimsókn. Flestir vilja leiðsögn og stundum þurfum við að vera bæði í húsinu í einu. Annars erum við með unga stúlku til að hjálpa okkur yfír há- annatímann í júlí og ágúst. Hérna er oft margt um manninn og við höfum kynnst fullt af góðu fólki í € f: l ( í f L ! I i L L i +

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.