Morgunblaðið - 05.07.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.07.1998, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Á ferð um Sýrland - lokagrein ÞEGAR keyrt er í austur frá Aleppo líður ekki á löngu uns við nálgumst Assad-stífluna sem gerð var að megninu til fyrir sovéska fjármuni og með meiri eða minni aðstoð frá Sovétmönnum. Vinna við lónið hófst 1963 og tók tíu ár uns það var fullgert. Þegar ákveð- ið var að ráðast í verkið var það ekki síst af því að þegar Efrat - sem á upptök sín í Tyrklandi - rennur inn í Sýrland er það orðið gríðarlega mik- ið fljót og mönnum fannst einsýnt að gerð uppistöðulónsins mundi full- nægja raforkuþörf og einnig til áveitu á bómullarakrana sem þarna eru. Nokkur síðustu ár hafa Tyrkir hins vegar einnig gert gríðarlega stíflu ekki ýkja fjarri, svo þessi draumur Sýrlendinga hefur ekki ræst nema að hluta til. Lónið og stíflan eru óneitanlega stórbrotin mannvirki en þorpið er fullt af sovéskum blokkum sem þarf sérstakt skyn til að telja til prýði. Þegar lengra er haldið er gróður- inn á aðra hönd og eyðimörkin á hina. Þar eru hirðingjar fjölmennir og eru alls staðar á röltinu með hjarðir sínar. Hirðingjarnir eru aðal- lega á þessu svæði og suður af Pal- myra. Þeh- eru mikilvægir efnahags- lega séð, því kjötið af fénu þeirra er efth-sótt í hinum auðugu Flóaríkjum. A þessu svæði í austurhlutanum eru einnig verulegar olíulindir og fjölmörg sýrlensk fyrirtæki bora þar eftir olíu, iðulega í samvinnu við er- lend fyi-irtæki. Umferðin bar þess merki og þegar dimmir má sjá bjar- mann frá eldum olíulindanna við sjóndeildarhringinn. Rústaborgir á hverju strái Þegar nær dró landamærunum við Irak gat að líta hvem rústastaðinn af öðrum. Efrat er að baki og landið víð- ast hvar gróðursnautt og hér í auðn- inni er Rasafah, enn austar Doura Europos sem var byggð af Makedón- íumönnum og nefnd eftir þorpinu sem Alexander mikli var fæddur í. Þar var hópur sýrlenskra við upp- gröft í brennandi sólarhitanum undh- stjórn þýsks fomleifafræðings. Og loks er að geta Mari sem var mikils- háttar borg í Mesópótamíu og var byggð fyrir fimm þúsund árum. Þegar til Mari er komið eram við ekki nema örfáa kílómetra frá landa- mærunum við Irak. Þessi landamæri voru lokuð í mörg ár en hafa nú verið opnuð. Á leiðinni til og frá Mari mættum við mörgum íröskum bílum, því Irakar gera sér tíðförult til þorp- anna í grenndinni til að útvega sér matvæli og nauðsynjar. Við komum til Deir Ezzour, nota- legs vinjabæjar, undir kvöld. Hann stendur við Efrat og göngubrú mikil hefur verið gerð milli bakkanna. Þar og á árbökkunum vom fjölskyldur á gangi og ungir sem aldnir sátu á kaffíhúsunum við ána með kaffí og karlarnir með sínar ómissandi vatns- pípur. Yfír eyðimörkina og til Palmyra Þótt hér sé talað um eyðimörk er hún ekki sandauðn og það rignir nægjanlega til að kinda- og geita- hjarðir hirðingjanna þrífast ágæt- lega. Enda eru hirðingjar gætnir og ganga aldrei of nærri landinu. Þegar þeim finnst beitarland sitt vera farið að láta á sjá taka þeir sig upp og flytja sig um set. Hver fjölskylda á sér sín svæði og inn á það fara ekki aðrir hirðingjar. Áður hélt ég að hirð- ingjar væra á tilviljanakenndu flakki um eyðimörkina en þetta lýtur allt ákveðnum lögmálum. Á nokkurra ára íresti færir hver fjölskylda sig og veit upp á hár hvenær er óhætt að halda á næsta svæði. Það má kannski kalla hirðingja fyrstu umhverfissinnana. Þessi eyðimörk teygir sig inn í Jórdaníu og írak og vinjabæir hafa risið hér og hvar. Einn slíkra bæja er Palmyra, sem var mjög miðsvæðis á leiðinni milli Miðjarðarhafsins og Mesópótamíu. Palmyra er án efa sá staður í Sýr- landi sem hefur hvað mest aðdrátt- arafl fyrir ferðamenn. Þar er einn stærsti rústastaður í heimi. Og sum- ir hafa á orði að ætli maður að sjá að- eins einn stað í Sýrlandi eigi það að vera Palmyra. Um það leyti sem við renndum inn í þorpið var ég að hugleiða með sjálfrí mér að ég hlyti að vera búin KASTALINN fyrir ofan Palmyra. PALMYRA nær yfír fírnamikið flæmi. FRÁ Palmyra. Ljósmyndir/Jóhanna Kristjónsdóttir Galdraborgin Palmyra og dagar í Damaskus ÚTSÝNI er mikið frá kastalanum. Þótt manni fínnist maður hafa séð rústa- borgir fyrir lífstíð ætti enginn gestur í Sýr- landi að missa af því að sækja Palmyra heim, skrifar Jóhanna Kristjónsdóttir. Það er einhver galdur í loftinu og rústirnar skipta litum eftir birtunni. OMYYAD-MOSKAN í Damaskus. Þar er sagt að varðveitt sé höfuð Jóhannesar skirara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.