Morgunblaðið - 05.07.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.07.1998, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ DÆGURTÓNLIST ÞAÐ ER ektó hlaupið að því að hafa ofan af fyrir sé sem trúbadúr á íslandi en með mikilli vinnu er það hægt. Trúbadúrinn verður að hafa á takteinum mikið safn laga eftir aðra, en flesta dreymir um að setja á plast eigin verk. Á plötunni Svona er lífið! lætur Sigurður Guðfinnsson, Siggi Guðfinns, sinn draum rætast. igurður segist hafa starfað sem trú- ’badúr undanfarin átta ár eða svo, leik- ið víða um land og haft að aðalstarfi. Samhliða því sem hann hefur spilað lög eftir aðra segist hann hafa samið lög og lengi langað til að gefa eitthvað út. Þetta er mikið hark, rosalega erfiður bransi, en ef maður er heiðarlegur í því sem maður er að gera þá fer allt vel. Skemmtileg- ast er að flytja eigin lög á pöbb- um, en ég hef ekki gert mikið af því, enda verður maður helst að vera með þessa venjulegu pöbbadagskrá. Ég hef þó smám saman bætt mínum eigin lögum inn og eftir að platan kom út spila ég nánast bara eigið efni.“ Sigurður á öll lög á plötunni, en ekki nema einn texta. Hann segist þó eiga safn af textum sem bíði betri tíma, „ég hef altaf haft gaman af að semja lög við texta ann- arra og nefni sem dæmi texta Sigurjóns Ara Sigurjónssonar sem á þrjá texta á plöt- unni.“ Þeim sem heyrir plötuna dylst ekki að yf- ir henni er tregablær og angurværð og Sig- urður segir að það sé í samræmi við titilinn Lífið er svona! „Líf mitt hefur ekki verið neinn dans á rósum og ég hef þurft að mæta ýmsu mótlæti. Mig langaði til að koma þessu frá mér og er með því að gera upp ákveðinn tíma, að hreinsa út, og get þá snúið mér að öðru. Ég er mjög feginn að vera búinn að koma þessu frá mér og næsta plata verður í léttari kantinum, glaumur og gleði án þess þó að það sé einhver fífla- gangur. Það eru reyndar glaðvær lög á Líf- ið er svona!, til dæmis er Englarnir jákvæð- ur texti og létt yfir laginu.“ Sigurður fær ýmsa valinkunna tónlistar- menn til liðs við sig á plötunni; Orri Harð- arson sá um upptökumar og leikur einnig í nokkmm lögum en meðal annarra eru As- geir Óskarsson, Tryggvi Hubner og Rúnar Júlíusson sem Sigurður segist hafa átt ein- staklega gott samstarf við, aukinheldur sem hann nefnir söng Magrétar Kristínar Fabúlu í einu lagi. JIMI Hendrix er allur fyrir mörgum árum en enn eru að koma út plötur með verkum hans, enda maðurinn með eindæmum afkastamikill og nánast allt sem hann hljóðritaði er þess virði að það komist á plast. Um daginn kom út á vegum breska ríkisútvarpsins BBC safn af upptökum sem hann tók upp í lok sjöunda áratugarins. Þó Jimi Hendrix hafi verið Bandaríkja- maður og byrjað sinn tónlistarferil þar í landi vakti hann ekki ýkja mikla athygli fyn- en hann flutti sig um set til Bretlands haustið 1966 og setti saman hljómsveitina The Ex- perienee. Það varð hon- um stökkpallur í frægð- ina og segja má að hann hafi lagt Bandaríkin að fótum sér þegar hann lék þar á Monterey tónlist- arhátíðinni ári síðar. Breska ríkisútvarpið á gríðarlegt hljóðritasafti með helstu popptónlistarmönnum sögunnar, senni- lega eitt merkasta safn sem um getur. Þar í er mik- ið af upptökum með Jimi Hendrix og reyndar kom út safndiskur með BBC-upptökum fyrir nokkrum árum. Mikið var þó eftir í safninu og þannig er safndiskur- inn nýi tvöfaldi, The Jimi Hendrix Ex- perience BBC Sessions, til kominn. Á honum eru þijátíu lög, 26 tekin upp 1967 og fjögur tekin upp fyrir breska sjón- varpið tveimur árum síðar. Með fylgja síð- an nokkrir stuttir bútar úr kynningum eða viðtölum við Hendrix. Á meðal laganna 30 eru öll helstu lög Hendrix frá þessum tíma, en einnig gefur að heyra gamla blúsa og popplög sem hann tók ekki annars upp, aukinheldur sem heyra má tónleikaupptökur af lögum sem hann annars lék ekki átónleikum. Útvarpsupptökur Jimi Hendrix, Noel Redding og Mitch Mitchell, sem kölluðu sig The Jimi Hendrix Experience. m. Einfaldleiki Liðsmenn Boards of Canada, Michael Sandison og Marcus Eoin. ■ - %v.. Gróska Rafn Jónsson í heimahljóðveri sínu 1 Hafnarfirði, vöggu rokksins. UNDANFARIN ár hefur hvergi verið meiri gróska í rokkinu en í Hafnarfirði. Þaðan hafa komið marg- ar sveitir sem staðið hafa framarlega í Músíktilraunum Tónabæjar, þar á meðal fremsta rokksveit landsins nú um stundir, Botnleðja, og síðasta sig- ursveit tilraunanna var einmitt hafn- firska sveitin Stæner. í Hafnarfirði starfar plötuútgáfa Rafns Jónssonar, Error Músík, og sú sendi í vikunni frá sér safnskífu sem hefur að geyma margt það ferskasta í íslensku rokki. Rafn Jónsson segir að á safnskíf- unni, sem heitir Flugan, sé að finna safn sveita sem hann hefur unnið með undanfarið, Botnleðju, Stolíu og Woofer og hinar sveitinar nýjar af nálinni: Ampop, Panorama, Rennireið, PRJ Grace, og Stæner. Þórunn Magnús- dóttir syngur og eitt lag og Ragnar Rafnsson annað. Rafn segist sann- eftir Áma færðum að slík Matthíasson skífa sem Þessi “S1 vissulega rétt á sér og hann hafi trú að þeir krakkar sem kunni að meta rokkið eigi eftir að festa sér plötuna. „Það hefur verið svo góður andi í kringum allt á plöt- unni að ég er sannfærðum um að hann á eftir að haldast áfram. Þetta er skemmtileg blanda af nýjum hljómsveitum sem þó hafa náð að hasla sér völl líkt og Botnleðja í bland við hljómsveitir sem eru að láta til sín heyra á plasti í fyrsta sinn. Hljómsveitimar eru allar í þróun, þetta er mikil gerjunarplata. Þau eru öll að skapa eitthvað nýtt og ég er sannfærður um að margir þessir tón- listarmenn eiga eftir að gera mjög góða hluti í framtíðinni. Það á eftir að koma í ljós hvort þau nái að þróa sig áfram upp á við en möguleikinn er til staðar. Þessi safnplata á líka eftir að verða verðmætari eftir því sem líður frá útgáfunni,“ segir Rafn og hlær við. „Þegar sveitinar eru allar orðnar frægar og vinsælar." Rafn segir að ekki sé búið að ákveða nema eina breiðsldfu á árinu með þeim sveitum sem koma við sögu; þannig komi úr breiðskífa með Botnleðju fyrir jól. „Ég ætla líka að gefa út sjö laga plötu með honum Ragnari, en ég er líka að velta því fyr- ir mér að gefa út aðra safnplötu líka þessari í haust; Það kemur í ljós.“ „Rafn segist hafa stefnt að því að halda útgáfutónleika með sveitunum, en Botnleðja sé á ferð um Bandarík- in og Stolía á leið til Hollands, þannig að tónleikahald liggi niðri um hríð. „Ég er þó ekki búinn að gefa það frá mér að halda tónleika, en það á eftir að skýrast betur þegar platan er komin á markað.“ Rafn segist ekki hafa leitað sér- statóega eftir hljómsveitum á plöt- una, hann hafi verið að vinna með sumum sveitanna fyrir og því sjálf- gefið að þær væru með, aðrar hefði komið til hans og leitað eftir útgáfu og þannig hafi lögin eiginlega dottið í kjöltu hans. „Flestir tónlistarmenn- imir eru úr Hafnarfirði, enda er gríðarlega mikið að gerast hér, fimm til sex öflug rokkbönd og mikið af danssveitum. Hafnarfjörður hefur verið vagga rokksins undanfarin ár og þannig er það bara.“ Hljomar a hljóma ALSIÐA er að danssveitir stefni í átt að hinu flókna og frumlega, en félagarnir í sveitinni sérkenni- legu Boards of Canada hafa átt- að sig á því að einfaldleikinn er bestur. Áð minnsta kosti er ein- faldleikinn aðal fyrstu breiðskífu þeirra, sem fengið hefúr frábær- ar viðtökur. Liðsmenn Boards of Canada eru skoskir, Michael Sandi- son og Marcus Eoin. Þeir hafa fengist við tónlist saman undan- farin ár en ekki vakið ýkja mikla athygli, meðal annars með tólftommu og sjötommu sem gefnar voru út af skosku smáfyr- irtæki. Þótt þær smáskífur hafi ekki selst ýkja vel dugðu þær þó til þess að ■e _ --------- sveitin komst á út- gáfusamn- ing og send- ir frá sér fyrstu breið- skífuna, Music Has the Right to Children, fyrir skemmstu. Michael Sandison segir þá fé- laga hrífast af einfaldleikanum enda sé hægast að ná til fólks með einfóldum hlutum. „Vissu- lega er mikið af stórkostlegri flókinni tónlist til, en við leggjum höfuðáherslu á að fólk geti flaut- að lögin okkar.“ Félagi hans, Marcus Eoin, tek- ur í sama streng og bætir við að hrífí tónlist hann ekki tilfinninga- lega sé hún ekki áhugaverð að hans mati: „Við erum að reyna að draga fram minningar með að- stoð hljóða og hljóma.“ Gagnrýnendur hafa halt á því orð að tónlistinni á Music Has the Right to Children svipi á köflum til stefja sem notuð eru í náttúru- lífsmyndir og þeir félagar bæta um betur: „... við leitum gjaman að innblæstri í tónlist í auglýsing- um, fræðslu- og bamaþáttum. Mörg þeirra stefja sem þar bregður fyrir, hljómar á milli hljóma, era ekki nema nokkrar sekúndur, en á sinn hátt skipta þær almenning meira máli en popptónlist."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.