Morgunblaðið - 05.07.1998, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.07.1998, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 1998 B 9 m á Haiti. Á þessum stað voru menn ;fja söltun á fiski. „Ég reyni að hjálpa fátæku fólki í fátækum löndum að mynda samtök og skipuleggja sig líkt og við gerðum hér í Kópavogi þegar ég var krakki.“ Morgunblaðið/RAX Guðmundi G. Hagalín og Þórði á Sæ- bóli hreppstjóra. Það var góður skóli.“ Kópavogsreynslan flutt út Þorsteinn segist alltaf hafa verið svolítið afskiptasamm- og félagslega sinnaður. Hann hefur lítillega skipt sér af stjórnmálum og unnið að mannúðarmálum. Þorsteinn er einn af stofnendum Húmanistahreyfing- arinnar hér á landi og var í framboði fyrir Flokk mannsins. Hann kynntist því starfí í gegnum Pétur Guðjóns- son, en þeir hittust á námskeiði hjá Stjórnunarfélagi Islands. Fyi-ir nokkuð mörgum árum segist Þor- steinn hafa hætt að skipta sér af þessum málefnum á Islandi en farið að verja kröftum sínum meðal fá- tækra í þriðja heiminum. „Ég tek mér alltaf mánaðarfrí í janúar, það er mitt sumarfrí, og hef farið utan. Þar reyni ég að hjálpa fá- tæku fólki í fátækum löndum að mynda samtök og skipuleggja sig líkt og við gerðum hér í Kópavogi þegar ég var krakki. Hjálpa fólkinu að taka málin í sínar hendur í stað þess að bíða eftir því að aðrir komi og leysi vandamálin.“ Þorsteinn hefur farið víða um Suð- - ur-Ameríku ásamt Pétri Guðjóns- syni. Meðal annars hefur hann kom- / ið til Argentínu, Chile, Kólombíu, Kúbu og Dóminikanska lýðveldisins. Undanfarin þrjú ár hafa þeir unnið á Haiti í Karíbahafí og voru þar í tæp- an mánuð í vetur er leið. Þorsteinn segir að Haiti sé eitt fátækasta ríki heimsins í dag. Þar ríki allsherjar upplausn í stjórnkerfínu og mikil eymd meðal almennings. A Haiti hafa þeir Þorsteinn og Pétur unnið að skipulagningu lestrarkennslu en í Dóminikanska lýðveldinu er unnið að endurbótum í heilbrigðismálum eyj- arskeggja. „Við höfum komið okkur upp spænskumælandi tengiliðum, enda Pétur altalandi á spænsku, og það er búið að setja upp miðstöð sem við höfum verið að tölvuvæða og koma á símasambandi. Það er búið að mynda hópa bæði í höfuðborginni Port-au-Prince og úti á landi. Fólkið er farið að gera sér grein fyrir því að það þýðir ekki að bíða eftir hjálp að utan.“ ísland er Paradís á jörð Lestrarkennslan er hugsuð þannig að ef tíu manns er kennt að lesa þá kenni hver hinna nýlæsu fleirum. Þorsteinn segir að þegar sé farinn að sjást árangur af þessu starfi. „Þetta gengur ekki alveg eins vel og maður hefði óskað - en þetta tosast. Mér fínnst mikið ævintýri að gera þetta og þess vegna legg ég þetta á mig og fórna í það fjármun- um og tíma.“ Sýnilegi árangurinn er að fólk er farið að skipuleggja sig og komnir eru fastir fundarstaðir. Starfið teyg- ir s'ig út á landsbyggðina frá höfuð- borginni. Þorsteinn segir að tíminn eigi eftir að leiða í ljós hvort þetta tekst eða tekst ekki. Þetta sé gert tU reynslu. „Ég fæ góða útrás sem einn af frumbyggjum Kópavogs að fást við þetta í sumarfríinu mínu,“ segir Þor- stein og hlær. „Ég get ekki hugsað mér að liggja aðgerðarlaus á sólar- strönd. Það er ekki minn stíll. Þeir sem vilja gera eitthvað eftirminni- legt i fríinu sínu ættu að prófa eitt- hvað svona. Eins líður manni vel yfir að geta látið eitthvað gott af sér leiða. Við ís- lendingar höfum margt að færa þessu fólki og getum talað af reynslu. Við skipulögðum okkui- og unnum okkur út úr ofboðslegri fá- tækt sem ef til vill var verst hér á höfuðborgarsvæðinu. Þegar maður kemur til baka úr ferð af þessu tagi þá er maður svo þakklátur fyrir að hafa fæðst á ís- landi - þakklátm- fyrir hvað allt gengur vel hér. Manni finnst Island vera Paradís á jörð, þó að vísu megi margt gera betur svo það standi undir þeirri nafngift." tugum eða hundruðum sem búið er að bera á. Ekki er þörf á að sá, fræ- in berast með loftinu og í jörðinni er mikið gróðurmagn. Grasið er fyrst til að taka við sér en síðan koma upp villtar trjátegundir á borð við gulvíði og Vatnsendavíði, viðju, birki og reyni. „Árið 1992 gerðum við átak í trjá- rækt hér á lóðinni," segir Þorsteinn. „Við vorum búin að tapa tíma vegna þess hvað við byrjuðum seint. Þess vegna settum við aukaorku í átakið og það fór vel af stað. Það er erfítt að rækta hér vegna þess hvað er vinda- samt. Hér koma oft erfiðar austan- og suðaustanáttir, en þetta er allt hægt með þolinmæði." Þorsteinn hefur gert skjólgarða úr vörubrett- um og segir þau reynast vel. Uppi- staðan í ræktuninni er sitkagreni, stafafura, birki og nokkrar tegundir af tröllavíði. Þorsteinn segir vel koma til greina í framtíðinni að selja sitkagrenið og fjallaþin sem lifandi jólatré, það er jólatré með rót. Með réttri meðhöndlun geti fólk plantað trénu vorið eftir að það hefur skreytt híbýli um jólin. SKÓGARGANGA var nýlega um skógarreiti við Elliðavatn og kom margt áhugafólk um skógrækt að skoða árangur ræktunarinnar. Þor- steinn Sigmundsson, sem hér er fremst á myndinni, hefur grætt upp mikið land og plantað mörgum trjám. „Þetta er bókað frá því snemma á vorin og langt fram á haust,“ segir Þorsteinn. Yfii' sumarið eru_ lang- flestir gestimir útlendir en Islend- ingar koma frekar á vetuma. „Fólki utan af landi þykir þægilegt að vera hér í sveitarmenningunni og í næsta nágrenni við borgina. Þetta er mark- aðssett sem ‘sveit í borg, hjá Ferða- þjónustu bænda, sem sér um að selja gistinguna," segir Þorsteinn. Mannbætandi að rækta landið Elliðahvammi tilheyra rúmlega tveir hektarar lands. Þegar Þor- steinn flutti þangað var gróðurfarið umhverfis bæinn afskaplega rýrt. „Það var illa farið af langvarandi of- beit líkt og var hér á öllu höfuðborg- arsvæðinu. Sérstaklega fór þetta illa af vetrarbeitinni. Fljótlega gerðum við Magnús Hjaltested, bóndi á Vatnsenda, samkomulag um að rækta upp landið hér umhverfis. Ég hef notað úrganginn frá búinu til að bera á mela og örfoka svæði og stöðva gróðureyðinguna.“ Þor- steinn segir að það hafi tekist af- skaplega vel að græða landið. Hekt- ararnir eru farnir að skipta mörgum Ljósmynd/Þorsteinn Sigmundsson Þau Þorsteinn og Alisa segja það afskaplega gott að fást við skógrækt og að umgangast skógræktarfólk. „Það er ekki síst gott fyrir sálina, manni líður svo vel af þessu,“ sagði Alisa. Félagslega sinnaður Þorsteinn er í Félagi eggjabænda, Félagi kjúklingabænda og hefur ver- ið í stjórn ísfugls hf. og Mjólkurfé- lags Reykjavíkur. „Þegar ég var að alast upp var fólk í Kópavogi afskaplega félags- lega sinnað og ég hef aldrei jafnað mig á því að alast upp við þær að- stæður,“ segir Þorsteinn og hlær. „Ég ólst upp í umhverfi sem krafðist mikillar samstöðu fólksins. Það gerði enginn neitt fyrir Kópavogsbúa og andaði frekar köldu frá Reykjavík. Fólkið þurfti að standa afskaplega vel saman um að koma sér upp vatnsveitu, gatnakerfi og að byggja allt upp. Það þurfti að stofna ung- mennafélag, skátafélag, byggja upp stjórnkerfi bæjarins, stofna strætis- vagna, koma á fót verslun og hvað eina. A þessum árum kynntist maður perlum eins og Huldu Jakobsdóttur og Finnboga Rúti Valdimarssyni, Morgunblaðið/RAX HÓPUR sem þeir Þorsteinn Sig- mundsson og Pétur Guðjóns- son hafa komið á fót inni í frumskógi Haiti. Pétur er fyrir miðri mynd í rauðri skyrtu að hvetja fólkið til að vinna sjálft að úrbótum eigin mála. sinnar tegundar í Kópavogi, að sögn Þorsteins. Andabú er rekið að Lundi og á Vatnsenda eru kindur og hestar auk skógræktar. Þorsteini þykir ekkert að þvi að vera með búskap í kaupstað. Hann telur það mikinn kost að vera í nánd við markaðinn enda eru viðskiptavinir hans um allt höfuðborgarsvæðið. Aðaltekjur bús- ins koma frá eggjaframleiðslu, næst er kjúklingakjöt og í þriðja sæti ferðaþjónusta. Mikið bókað í bændagistingu Þorsteinn og Alisa byggðu nýtt íbúðarhús árið 1990. Alisa segir að það sé draumahús og byggt eftir þeirra höfði, enda þægilegasta hús sem hún hefur búið í og auðvelt að þrífa. Þegar flutt var í nýja húsið var gamli bærinn útbúinn fyrir bænda- gistingu líkt og annað minna hús á lóðinni. í stærra húsinu geta gist 10 manns og í því minna sex gestir. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.