Morgunblaðið - 05.07.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.07.1998, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 1998 MORGUNB LAÐIÐ ORSTEINN Sigmundsson, bóndi í Elliðahvammi við Elliðavatn, er fæddur á I H Bergstaðastræti 28 í B^PReykjavík árið 1943, sonur Aðalheiðar Guðgeirsdóttui- húsmóður og Sigmundar Eyvindssonar togarasjó- manns. Þau eignuðust sjö börn, sem öll eru á lífi, og er Þorsteinn í miðið. Þegar Þorsteinn var sjö ára gamall flutti fjölskyldan í Kópavog, sem þá var að byrja að byggjast upp. „Þau voru landnemar í Kópavogi," segir Þorsteinn. „Um 1950 bjuggu örfáir, kannski 100 til 200 manns, í Kópavogi. Við settumst að við Borg- arholtsbraut, úti á nesinu. Þegar ég kom í Kópavog var ekki neitt til neins, hvorki rafmagn né vatnsveita, enginn sími, engar götur, engin verslun. Þetta var algjörlega ónumið land. Vatnið var flutt heim í trétunn- um undan léttvíni, sem pabbi fékk úr ÁTVR, og maður fann alltaf smá vín- keim af drykkjarvatninu." Ungur í atvinnurekstur Þorsteinn stofnaði fyrsta hænsna- búið níu ára gamall og gerði það í fé- lagi við Pétur Blöndal, sem nú er al- þingismaður. „Við fundum spýtur á víðavangi og hænsnanet og smíðuð- um kofa. Það voru þama hænur á vappi sem maður að nafni Ingólfur Hannesson átti. Við tókum fimm hænur og settum í kofann. Þetta bú stóð stutt, en þetta er fyrsti atvinnu- reksturinn sem ég fór útí!“ Þor- steinn segir að hænumar hafi ekki orpið mikið, svo afraksturinn varð lítill. Þegar komst upp um framtakið vora strákarnir húðskammaðir og látnir skila hænunum til eigandans. „Ingólfur var afskaplega óhress með þetta og skildi ekki hvers konar uppeldi væri á okkur - að geta ekki látið hænumar í friði. Undir niðri held ég þó að hann hafi haft gaman af tiltækinu," segir Þorsteinn og hlær að minningunni. Þorsteini er minnisstætt að Pétur var alltaf að segja honum sögur úr Biblíunni. „Mamma hans las fyrir hann úr Biblíunni og einnig las hann sjálfur og var ansi sleipur í biblíu- sögum. Mér fannst það mikið undur að hann skyldi kunna allar þessar sögur. Það eina sem ég kunni úr Biblíunni var Faðir vorið, sem mamma hafði kennt mér.“ Foreldrar Þorsteins voru með um 60 varphænur og áttu danska olíu- kynta útungunarvél. Þorsteinn fékk snemma það hlutverk að gefa hænsnunum. „Ég gaf þeim amerískt fóður sem merkt var Marshall-hjálp- inni, rosalega gott fóður. Þetta blandaði ég með mygluðu brauði sem pabbi kom með af sjónum.“ Hænsnunum þurfti að sinna kvölds og morgna. Ef eitthvað brá útaf og þær urðu matarlausar eða vatnsþurfi, þá fékk Þorsteinn að finna fyrir því. „Verst þótti mér á veturna að passa hjá þeim ljósið. Það var ekkert rafmagn svo við notuð- umst við olíuluktir. Það þurfti að þrífa glerin og passa að kveikurinn væri í réttri hæð svo ekki ósaði. Maður þurfti að fara sparlega með steinolíuna, því það var ekki mikið til af henni.“ Þetta var um miðjan sjötta ára- tuginn og Islendingar orðnir svo fá- tækir að þeir þurftu á alþjóðlegri að- stoð að halda. Pabbi Þorsteins var alltaf á sjó og móðir hans annaðist heimilið að mestu ein, líkt og verið hefur hlutverk sjómannskvenna. „Mamma seldi alltaf mikið af eggj- um, en þau voru afskaplega dýr á þessum tíma. Hænumar vora mikil búbót.“ Auk hænsnanna ræktuðu þau kartöflur, enda mörg heimili í Kópavogi á þessum áram nokkurs konar smábýli. Ellefu ára matsveínn „Ég fór fyrst á sjó ellefu ára gam- all, og þá sem annar kokkur með pabba á togaranum Helgafelli," segir Þorsteinn. „Það kom fyrir að ég var aleinn að elda ofan í 28 karla.“ Helgafellið var á síld og kom einu sinni sem oftar til Hjalteyrar með afla. Áhöfnin fékk frí til að fara inn á Akureyri að láta klippa sig, allir nema Þorsteinn sem skilinn var eftir um borð. „Þeir komu til baka um sexleytið, allir blindaugafullir," segir Þor- steinn. „Ég var þá búinn að elda kartöflur, saltfisk, kæsta skötu, hita feiti og bera allt á borð. Flestir fóru beint í koju en einhverjir komu í mat. Mér er minnisstætt hvað var erfitt að gera þetta allt aleinn, vaska upp og ganga frá.“ Það þótti ekkert tiltökumál á þess- um árum að láta krakkana vinna. Þorsteinn segist hafa alist upp þegar vinnan var í fyrsta, öðru og þriðja sæti hjá öllum Islendingum. Leik- araskapurinn var í síðasta sæti. „Þetta hefur gjörbreyst. Núna er vinnan að verða aukaatriði en leik- araskapurinn aðalatriði. Áður voru menn þrælar vinnunnai- en nú eru þeir orðnir þrælar leikaraskaparins og mæta dauðuppgefnir til vinnu á mánudögum," segir Þorsteinn Þorsteinn fór einnig í sveit að Dalsmynni vestur á Snæfellsnesi þar sem vora átján börn, fjórtán börn hjónanna á bænum og fjögur til við- bótar. Hann fékk síðan vinnu hjá Sápugerðinni Frigg fimmtán ára gamall en sagðist vera sextán til að komast í hærri launaflokk. „Við þurftum að búa til sápu, ast borgað hann út í hönd. Þá giftum við okkur og ég þurfti að sækja um leyfi til forseta Islands, því aldurs- mörkin voru tuttugu og eins árs.“ Elliðahvammur var á þessum ár- um langt uppi í sveit. Eitt hús stóð í Breiðholti, þar sem Alaska er nú, vegarslóði lá að sendistöðinni á Vatnsenda og annar niður að Elliða- vatni. Gamli bærinn að Elliðahvammi var byggður 1931 af Félagi íslenskra símamanna. Telur Þorsteinn að hús- ið sé eitt það allra elsta í Kópavogi. Þarna voru símamenn með félags- heimili og ráku hressingarhælið Vog. Félagið seldi síðar húsið og komst það í eigu ríkissjóðs. Ríkisspítalar fóru að reka þar upptökuheimili fyrir börn og unglinga sem þurftu sér- staka umönnun og gæslu. Um tíma vora þarna ungar stúlkur og til að forða þeim frá glapstigum gættu lög- reglumenn hússins. „Þegar ég tók við vora stálrimlar fyrir öllum gluggum og stórir hengilásar fyrir öllum dyram. Það var mitt fyrsta verk að rífa þetta í þvottaefni og handsápur, úr eigin- lega engum hráefnum. Það vai’ ekk- ert til í landinu, allt skammtað," seg- ir Þorsteinn. „Við notuðum mikið tólg og fengum að flytja inn vítissóta, sem var grunnurinn að sápugerðinni. Grænsápa, sem til var á öllum heim- ilum, var búin til úr úrgangs steik- ingarfeiti af hótelunum. Feitin var síuð, soðið upp á henni og búin til grænsápa. Þetta var endurvinnslu- iðnaður eins og hann gerist bestur. Þegar 1313 handsápan kom varð bylting í þrifnaði Islendinga. Fram að því var handsápa ekki til nema á betri heimilum." Nafn dró sápan af símanúmerinu hjá Sápugerðinni Frigg, en það var 1313. í Frigg var einnig búinn til varalitur úr hvalfeiti og snyrtivörar á borð við andlit- skrem og fleira, allt undir erlendum vörumerkjum. Stálrimlar og hengilásar Kona Þorsteins er Guðrún Alisa Hansen og eiga þau saman þrjú upp- komin börn og átta barnabörn. Þor- steinn átti eina dóttur fyrir og á hún tvö börn, svo hann á tíu barnabörn. „Við Alisa trúlofuðum okkur þegar ég var átján ára gamall,“ segir Þor- steinn. Til að afla fjár keypti hann lóðir í Garðabæ og Kópavogi, hóf byggingarframkvæmdir og seldi eignirnar á ýmsum byggingarstig- um. „Það var hægt að græða á þessu, mikil verðbólga og ef maður keypti eitthvað þá hækkaði það óð- fluga. Skuklirnar brunnu hins vegar upp. Ég var rétt um tvítugt þegar ég keypti Elliðahvamminn og gat nán- burtu,“ segir Þorsteinn. Húsinu hef- ur verið vel við haldið og er nú notað fyrir bændagistingu en í kjallaranum er skrifstofa búsins að Elliða- hvammi. Gæsirnar komu aftur „Ég byrjaði mjög fljótlega með gæsir, aliendur og hænur,“ segir Þorsteinn. Hann var bæði með aligæsir og tamdar heiðargæsir. Á vorin var farið í Þjórsárver, sóttir heiðargæsarangar og egg sem sett voru í útungunarvél. Þorsteinn var með allt að 120 heiðargæsir í einu. Einu sinni sluppu þrjár sem Þor- steinn hafði ekki náð að vængstífa. Þrjú næstu ár komu gæsimar aftur á túnið og voru greinilega komnar á heimaslóð. Hann telur þetta sýna að gæsir leiti aftur á uppeldisstöðvarn- ar. Aliendumar vora um þrjátíu tals- ins og urpu mikið, allt að 200 eggj- um. Eggin voru seld í fískbúð föður Þorsteins. „Það voru uppgripstímar hjá mönnum sem voru með hænsn á þessum árum,“ segir Þorsteinn. „Ég hætti með gæsir og endur og ein- beitti mér að hænsnum." Búið var komið í góðan rekstur haustið 1973 og varphænurnar orðnar um tvö þúsund þegar fellibylurinn Ellen gekk yfir höfuðborgarsvæðið og olli miklum skemmdum. Þakið fauk af hænsnahúsinu að Elliðahvammi og drapst um helmingurinn af hænun- um úr kulda eða þær krömdust und- ir brakinu. Um veturinn fékk Þor- steinn að geyma hænurnar sem eftir lifðu í fjósinu á Vífilsstöðum. Engar HITAMUNUR sumars og veturs er meiri í Elliðahvammi við Ell- iðavatn en niðri í Reykjavík, að sögn Þorsteins. Sumrin heitari og vetur kaidari við vatnið en nær sjónum. Hænsnahúsið lengst til vinstri hýsir varphæn- ur og holdakjúklinga, pökkun- araðstöðu og kæligeymslu. Til hægri við hænsnahúsið er gamli bærinn, sem eitt sinn var félagsheimili símamanna en er nú bændagistihús og fremst til hægri er lítið hús sem einnig er notað fyrir bændagistingu. Aft- ar fyrir miðju er nýja íbúðarhús- ið og lengst til hægri er hús fyr- ir ungaeldi, kjúklinga og fleira viðkomandi búinu. tryggingar bættu tjónið, en hag- kvæmt lán fékkst úr Bjargráðasjóði, sem bætti skaðann að hluta. Vorið eftir byggði Þorsteinn nýtt hænsna- hús og byrjaði að tæknivæða búið. Hanaeldi og kjötframleiðsla Þegar kom fram á áttunda áratug- inn fór eftirspurn vaxandi eftir fuglakjöti. Þorsteinn fór þá út í að ala hana á sumrin, ásamt nágrönnum á Vatnsenda og Sólbakka. „Þetta var haft í skúram hér á bæjunum og svo var slátrað á haustin, við ákaflega frumstæðar aðstæður. Við útbjugg- um sláturhús og fórum eftir vinnu á kvöldin að slátra hönunum. Fljótlega fóru viðskiptavinir að koma og sækja sér fuglakjöt og þetta seldist allt.“ Eggja- og kjúklingabúið Hvamm- ur hf. að Elliðahvammi er það eina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.