Morgunblaðið - 05.07.1998, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.07.1998, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 1998 B 7 FRÁ Assad-vatni. Á MARKAÐINUM fæst allt sem nöfnum tjáir að nefna. GRÍÐARSTÓR stytta af Assad Sýrlandsforseta er á þorpstorginu skammt frá Assad-vatni. að sjá svo margar tilkomumiklar rústir í þessu ferðalagi að kvótinn hlyti að vera búinn. Palmyra gæti ekki komið mér á óvart og þaðan af síður hrifíð mig. En þegar við nálguðumst rústa- borgina og keyrðum síðan inn í hana, því hótelið okkar Zenobia er í útjaðr- inum, fóru að renna á mig tvær grímur ef ekki fleiri. Kvótinn endur- nýjaði sig og það án þess ég tæki eiginlega eftir því. Borg Zenobiu frá 2. öld fyrir Krist Palmyra er vin í miðju einskis- mannslandi - 150 km frá Orontos- ánni í vestri og 200 km frá Efrat í austri. Gríðarmikil vinna hefur verið lögð í að grafa upp þessa rústaborg og færa í það horf sem nú er, enda þekur hún 50 hektara. Palmyra er getið á töflum sem fundist hafa og eru frá 19. öld fyrir Krist. Því eru þetta í sjálfu sér korn- ungar rústir þegar það er haft í huga og má nærri geta að undir þessari borg eru aðrar langtum eldri. Palmyra varð snemma þýðingar- mikill áningarstaður úlfalda og vagn- lesta á leiðinni frá Miðjarðarhafinu til Flóans og hlekkur í Silkileiðinni til Kína og Indlands. Þessi borg sem nú stendur blómstraði með því að innheimta háa tolla af vagnlestunum og með innrás Rómverja á 1. öld fyr- ir Krist varð Palmyra eins konar stuðpúði milli Persa og Rómverja. Borgin hafði áður verið kölluð Tad- mor, sem þýðir Döðluborgin í Pal- myra, sem merkir Pálmaborg. Hadrian keisari sótti borgina heim árið 130 f. Kr. Og lýsti hana fríríki og dró hana jafnframt undir Rómverja. Á þessum árum og hinum næstu voru allar helstu byggingarnar reist- ar, hof, leikhús, súlnagöngin voru breikkuð til muna og enn jókst vel- megun í borginni. Hnignun Palmyra til forna hófst þegar hæstráðandinn Odenaþus var myrtur 266 e.Kr. Kona hans Zen- obia, sem var hálfgrísk og hálfarab- ísk, tók við stjórninni en margir grunuðu hana um að eiga þátt í dauða eiginmannsins. Zenobia þótti með afbrigðum fógur, enda kvaðst hún rekja ættir sínar til Kleópötru. Hún ríkti fyrir hönd ungs sonar síns og undir stjóm hennar þandist fríríkið út til Persíu í austri og Eg- yptalands í vestri. Hún lét slá mynt í Alexandríu með mynd af sér og þeir peningar hafa víða fundist. Það má ímynda sér að Árelíusi, keisara í Róm, hafi þótt konan ger- ast fullfrek til valda og hann sigraði hersveitir hennar við Antokkíu nokkrum árum síðar. Borgin gafst upp, Zenobia var flutt til Rómar og Árelíus keisari lét aka henni um göt- umar í gullnum hlekkjum. Um afdrif hennar fer tvennum sögum en hins vegar var það upp úr þessu sem veg- ur Palmyra fer að dofna. Og síðar lét Árelíus rústa borgina þegar íbúar réðust að og drápu hersveit sem hann hafði sent þangað. Næstu aldir var Palmyra í lægð og eyðilagðist síðan í jarðskjálfta 1089. Svo virðist sem gyðinganýlenda hafi verið þar á 12. öld en smám saman virðist borgin hafa fallið í gleymsku og sandurinn lagðist yfir hana. Það mun svo hafa verið síðari hluta 17. aldar að tveir enskir kaupmenn sem bjuggu í Aleppo fundu borgina í sandinum og sagan af Zenobiu heill- aði Evrópubúa upp úr skónum, ekki síst vegna þess að fæstir höfðu grænan grun um að þessi merkilega borg hefði verið til. Uppgröftur hófst ekki fyrr en 1924 Það eru samt ekki nema 74 ár síð- an uppgröftur hófst á skipulegan hátt og undravert hve mikið hefur verið grafið upp þótt vitað sé að þar em enn órannsökuð flæmi - svo ekki sé nú minnst á það sem enn neðar er í sandinum. Ég leyfi mér að fullyrða að það sé auðvelt að verja dögum í að reika um þessa rústaborg. Og það er lítil hætta á að maður geti ekki verið í friði með sitt ímyndunarafl á fullu. Þótt þetta sé helsti ferðamannastaðurinn í land- inu er flæmið svo mikið að mér fannst ég hafa svæðið út af fyrir mig. Hof guðsins Bal er ágætur staður til að byrja að skoða. Það er í geysi- miklum forgarði sem er áreiðanlega nokkur hundruð fermetrar. Um- hverfis voru múrar 15 metra háir en aðeins hluti þeirra sem nú standa er upprunalegu veggirnir. Síðan taka við breið og löng súlna- göng eftir allri borginni og út frá þeim sjást merki um íbúðarhúsin, verslanimar, baðhúsin, skepnuhús, fómarstalla og þarna er vitaskuld leikhús sem er í harla góðu ásig- komulagi, vatnstumar og fleiri hof. Mér fannst dálítið erfitt að skil- greina hvað það var sem hreif mig einna mest í Palmyra. Kannski þessi mikla tign yfir öllu, þessi virðuleiki og svo það makalausa hugvit sem birtist nánast í hverjum steini. Þá tvo daga sem ég var í Palmyra rölti ég hvað eftir annað um rústim- ar, sat í útileikhúsinu, tyllti mér við súlur. Það var fallegt að sjá hvernig birtan litaði rústirnar, hvítar á morgnana, bleikar í eftirmiðdags- skini, rauðar á kvöldin. Og við keyrð- um upp að kastalanum arabíska á hæðinni fyrir ofan Palmyra þegar sólin var sest var rústaborgin orðin gullbrún á litinn. Damaskus er borg spennandi andstæðna Palmyra var síðasti viðkomustað- urinn og ég var afskaplega kát yfir því að fá tækifæri til að vera þar þessa tvo daga. Og veit að ég fer þangað aftur. Inshallah eins og við segjum á arabísku. Eg gleymdi að mestu að skoða litla nýja þorpið sem er rétt hjá. Þegar ég var ekki á röltinu inni í rústaborginni sat ég á veröndinni á hótel Zenobiu og horfði þangað og velti fyrir mér lífinu sem þama hafði verið lifað. En víst var gott og gaman að koma aftur til Damaskus. Ég átti nokkra daga til viðbótar og þjóð- minjasafnið í borginni varð mér nú meira rannsóknarefni en ella hefði verið þar sem ég hafði verið á öllum þessum stöðum og þegar ég sá hluti merkta Ugarit, Mari eða Afamea var ég með allt á hreinu. Sennilega er skynsamlegt að skoða ekki að ráði þjóðminjasöfn fyrr en maður hefur fengið nasasjón af landinu. Á arabísku heitir Damaskus ash- Shams og þar eru íbúar um fimm milljónir, kannski fleiri á daginn, þar sem margir sækja vinnu úr ná- grannabæjum inn til borgarinnar. Damaskus er borg spennandi and- stæðna, þó ekki væri nema í því að þar má sjá konur í svörtum skikkj- um ganga við hlið kvenna í vestræn- um flíkum. Gamlir menn í gallabía spásséra hjá ungum strákum í Mich- ael Jackson-bolum og alit þar á milli. Damaskus er ein elsta borg sem enn er í byggð á sínum forna stað, eins og ég hef áður vikið að. Um hana rennur áin Barada í gegnum Ghouta-gai-ðana, en þeir eru einn af mörgum stöðum sem sagðir eru hafa verið viðkomustaðir Adams og Evu eftir að Guð almáttugur gerði þau brottræk úr aldingarðinum Eden. I kufli í Omyyad-moskuna Damaskus státar af frægum og merkum byggingum og mér fannst einna mest til um Omayyed-mosk- una. Hún er stór og glæst og ég gaf mér góðan tíma. Þrátt fyrir fjöldann allan af fólki var andrúmsloftið kyrrt og friðsælt. Það var engum vand- kvæðum bundið að fá að skoða hana, ég sveipaði mig kufli og gekk þar um lengi. Sums staðar var fólk við bæna- gjörð, annars staðar sátu menn að skrafi eða voru að fá sér að borða, enda þjóna moskur mun víðtækara hlutverki en kristnar kirkjur. I Omayyad-mosku hvílir að sögn höfuð Jóhannesar skírara. Saga þess svæðis þar sem moskan er nú nær að minnsta kosti til 9. aldar fyrir Krist þegar Ai-amear reistu þar hof til dýrðar guði sínum, Hadad, og minnst er á í konungabókinni í gamla testamentinu. Rómverjar reistu löngu síðar eða á 3. öld fyrir Krist Júpitershof á sama svæði, en þegar kristnin kom til sög- unnar var þessu hofi breytt í kii-kju og helgað Jóhannesi skírara. Þegar múslímar tóku Damaskus árið 636 breyttu þeu eystri hlutanum í mosku en leyfðu kristnum mönnum að halda vestari hlutanum til bænagjörðar. Það með mörgu öðru þykir mér sýna hversu umburðarlynd trúai’- brögð íslam eru í eðli sínu þótt breyskir menn hafi síðar kosið að túlka .þau á ýmsa lund og oft svo að kristnum virðist - að ósekju oftast - standa stuggur af þeim. Síðan lá leiðin í hús Ananíasar, in- dæliskirkju sem er byggð neðanjarð- ar, því á þeim tíma, þ.e. á fyrstu öld- unum eftir Krist, sættu kristnir menn ofsóknum m.a. af hendi gyð- inga. Loks skunduðum við Mo- hammed í kirkju Páls postula. Þegar hann átti hvað mest undir högg að sækja í baráttu við andstæðinga sína til forna var hann settur í stærðar- körfu og hífður yfir borgarmúrana og slapp undan fjendum sínum. Víða má sjá málverk af þeim atburði og lúnkinn svipur á postulanum, fullur ótta en þó upphafinn. Allt milli himins og jarðar á markaðinum Ég vona það eldist aldrei af mér að hafa gaman af því að sækja arabíska markaði. Og í Damaskus er allt að fá; dýrðlega dúka úr damasksilkinu fræga, klæði í fót, silfur, kopar, krydd og kjöt og allt þar á milli. Markaðurinn í Damaskus tekur líka fram þeim fræga markaði í Kairó, Khan Khalili, að sá fyrr- nefndi er ekta. Hann er fyrir Sýr- lendinga en gestir eru afskaplega velkomnir. Þar er auðvitað hægt að gera hin mestu kjarakaup en í silki- og bómullarvörum er ekki hægt að prútta niður úr öllu valdi. Kaupmað- urinn sem ég keypti af silkivesti, púða og lítið veski sagði mér að frekar léti hann kaupanda fara tóm- hentan en láta hann fá slíkar vörur fyrir slikk. Ef ég vildi gervidamask gæti ég fundið það á hálfvirði annars staðar. Og mikið rétt, auðvitað vai’ það að hafa. Mér hugnaðist það ekki og fór aftur til dýra kaupmannsins. Og auðvitað vai- þetta í sjálfu sér ódýrt á okkar mælikvarða. Verð- skynið var bara að verða dálítið sýr- lenskt. Síðasta kvöldið bauð dr. Maher Daadouche mér og Mohammed út á forkunnargóðan veitingastað. Hann var glaður yfir því að ég var glöð með ferðina. Eftir matinn keyrði hann upp á Kassioun-fjallið sem gnæfir yfir borgina og ég gleypti í mig borgar- ljósin. Hann keyrði mig til flugvall- arins og það var gott að fara til að geta byrjað strax að hlakka til að koma aftur. GÖTUMYND frá Damaskus. Elsta bygging háskólans í baksýn. INNGANGAN í gamla markaðinn í Damaskus.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.