Morgunblaðið - 05.07.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.07.1998, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Comedian Harmonists COMEDIAN Harmonists. Talið frá vinstri: Robert Biberti, Erich Abraham-Collin, Erwin Bootz, Roman Cycowski, Harry Frommermann og Ari Leschnikoff. Þriðji áratugurinn -u gekk undb' nafninu á ■■ gullni áratugurinn ■ H H j 1 i I 1 H H ||j| en það ekki við H H að öllu levti því að þá ■ "íl H J I " J ysk 9 9 Mff voru miklir óróa- og upplausnartímar i W Pýskalandi. Á fyrri hluta hans geisaði óðaverðbólga og allan áratuginn var mikið atvinnu- leysi og öfgaflokkar sóttu í sig veðr- ið. Á menningarsviðinu var hins veg- ar annað upp á teningnum. Berlín var miðstöð þeúrar miklu gerjunar og grósku, sem átti sér stað í þýsku menningar- og listalífi og vísindum á seinni hluta þriðja áratugarins. Þá voru í Berlín um 35 leikhús, rúmlega 20 hljómleikasalir og óteljandi skemmtistaðir á borð við kabaretta, fjölskemmtihús, kvikmyndahús, bari og danshús. Á þriðja áratugnum komu einnig fram á sjónarsviðið stóru danshljómsveitirnar, sem nutu mikilla vinsælda. Síðast, en ekki síst, náðu hljómplötur og plötuspilarar mikilli útbreiðslu meðal almennings á seinni hluta áratugarins, sérstak- lega eftir að farið var að taka upp hljómplötur með rafrænum hætti. Bandaríski kvartettinn The Revel- ers naut mikillar hylli í Pýskalandi á seinni hluta þriðja áratugarins, og seldust hljómplötur með söng hans í risaupplögum. Kvartett þessi var stofnaður árið 1917 og söng fyrstu árin í hefðbundnum stíl slíkra söng- flokka, en árið 1925 fór hann að syngja dægurlög í djassútsetning- um, og féll fólki það vel í geð. Söngstfll The Revelers var mjög ólíkur því sem tíðkaðist þá. Þeir svinguðu, djössuðu, rauluðu og sungu með þokka, nákvæmni og hugmyndaauðgi, sem hafði aldrei áð- ur heyrst í Þýskalandi. Það byrjaði með auglýsingn Meðal þeirra, sem hrifust af söng The Revelers, var ungur, atvinnu- laus leiklistarnemi í Berlín, Harry Frommermann að nafni. Honum hugkvæmdist að stofna áþekkan söngflokk og hófst handa um að út- setja dægurlög í anda The Revelers. Þegar það verk var vel á veg komið, þurfti að fá söngvara til að unnt væri að koma söngflokknum á laggimar, en þeir lágu ekki á lausu. Þá datt Frommermann í hug að auglýsa eftir söngvumm, og birtist auglýsingin í dagblaðinu Berliner-Lokal Anzeiger 18. desember 1927. Þeim, sem höfðu áhuga, var stefnt í kytm þá, sem Frommermann hafði á leigu í út- hverfi Berlínar hinn 29. desember. Viðbrögð við auglýsingunni urðu miklu meiri en Frommermann hafði þorað að vona, því að allan liðlangan daginn stóð fólk í biðröð, sem náði út IGEGN A undanförnum mánuðum hefur þess verið minnst með margvíslegum hætti í Þýskalandi að 70 ár eru liðin frá þvi að söngflokkurinn Comedian Harmonists var stofnaður í Berlín um áramótin 1927-28. Enginn söngfiokkur hefur notið jafnmikilla vinsælda á þessari öld og Comedian Harmonists og er ekkert lát á þeim. Asgeir Guðmundsson stiklar hér á stóru í sögu þessa merkilega söngflokks í þremur greinum. leið þeir áttu fyrir höndum til að komast með tærnar þar sem The Revelers höfðu hælana. Að nokkrum vikum liðnum gerðu þeir félagar sér grein fyrir að þeir kæmust vart lengra að óbreyttu. Frommermann hafði samið útsetn- ingar fyrir fimm raddir en hann hafði ekki gert ráð fyrir píanóundir- leik. Þá félaga vantaði píanóleikara, sem gæti leikið undir söng þeirra, þannig að píanóið væri eins konar sjötta rödd og sem annaðist einnig tónlistarstjórn fyrir söngflokkinn. I byrjun mars 1928 kom Ari Leschnikoff með ungan píanóleikara. Þeim félögum varð strax Ijóst að Hverjir voru þeir? hvort söngflokkurinn fengi náð fyrir augum tónleikahaldara. Þeir fóru í reynslusöng í fjölskemmtihúsinu Scala, sem var hið stærsta og fræg- asta sinnar tegundar í Þýskalandi. Skemmst er frá því að segja að þessi tilraun fór gersamlega út um þúfur. Þrátt fyrir þessar hrakfarir létu þeir félagar ekki deigan síga. Þeir þjöpp- uðu sér saman og voru staðráðnir í að gefast ekki upp, heldur æfðu af enn meira kappi en áður. Það stóð þeim fyrir þrifum að þurfa að æfa við þær aðstæður, sem voru í kytru Frommermanns, og því æfðu þeir um skamma hríð í íbúð Bootz við lít- inn fögnuð leigusalans sem á endan- um fleygði Bootz út. Þá lagðist þeim félögum það til að Frommermann var í þingum við dóttur hinnar frægu dönsku leikkkonu Asta Nielsen, og fengu þeir inni í stórri íbúð hennar með æfingamar. Þar höfðu þeir m.a. afnot af góðum flygli. í ágúst sama ár fékk Frommermann umboðsmann skemmtikrafta, sem var fjarskyldur honum, til að hlusta á söng þeirra fé- laga. Umboðsmaðurinn hlustaði á lögin 11, sem þeir félagar höfðu á efnisskránni, og lét ekki uppi hvort honum líkaði betur eða verr. Þegar söngnum var lokið réðst umboðs- maðurinn ekki á garðinn þar sem hann var lægstur því að hann fór með þá á fund revíukóngsins Eriks Charell, forstjóra Stóra leikhússins. Þegar Charell hafði hlustað á söng Melody Makers, bauð hann þeim að koma fram í revíu sem átti að sýna þá um haustið. Umboðsmanninum þótti þóknun sú, sem Charell bauð, of Jág og fór því með þá félaga til helsta keppinautar hans. Þetta varð til þess að Charell bauð þeim félög- um tvöfalt hærri þóknun, og gengu þeir að þvi. Charell var ekki ánægð- m- með nafnið Melody Makers og stakk upp á því að söngflokkurinn yrði kallaður Comedian Harmonists. Féllust þeir félagar á það. Revían, sem Comedian Harmon- ists áttu að koma fram í, hét „Casa- nova“, og vai- hún byggð á tónlist eft- ir Johann StrauB sem Ralph Benatzky hafði útsett. Þar sem æf- ingar á henni voru vel á veg komnar, þegar Comedian Harmonists komu til sögunnar, brá Chareli á það ráð að láta þá félaga koma fram á milli þátta, en þeir voru fjórir, og þess vegna kom í hlut Comedian Harmon- ists að syngja þrjú lög. Frumsýning- in var 1. september 1928, og var revíunni feiknavel tekið bæði hjá Harry Frommermann Robert Biberti Ari Leschnikoff á götu. Var það fyrst og fremst til marks um það, hve mikið atvinnu- leysi og neyð var í Berlín um þessar mundir. Frommermann og félagi hans, barítonsöngvarinn Theodor Steiner, prófuðu umsækjendurna. Frommer- mann skýrði þeim frá hugmynd sinni um söngflokkinn og gat þess, að hann hefði ekki efni á að borga vænt- anlegum félögum laun, meðan æfing- ar stæðu yfir. Steiner lék á píanó- skrifli undir söng umsækjendanna og er skemmst frá því að segja að þeir reyndust allsendis óhæfir til að starfa í hinum væntanlega söng- flokki. Þegar leið að kvöldi var ekld laust við að Frommermann væri far- inn að örvænta en þá snaraðist ung- ur og hávaxinn maður inn í herberg- ið og reyndist hann uppfylla þau skilyrði sem Frommermann setti. Þetta var Robert Biberti sem var, eins og Frommermann, sjálfmennt- aður tónlistarmaður en hafði ágætis bassarödd. Biberti var mikill aðdá- andi The Revelers, og hann hafði aldrei áður heyrt neitt í líkingu við útsetningar Frommermanns og taldi að hinn fyrirhugaði söngflokkur gæti átt mikla framtíð fyi-ir sér. Biberti söng í kór Stóra leikhússins í Berlín (Grofies Schauspielhaus), og hann fékk tvo félaga sína í kórnum, þá Ari Leschnikoff og Walter Nufibaum, sem voru tenórar, til liðs við hinn nýja söngflokk. Æfingar hófust um miðjan janúar 1928 og fóru þær fyrstu mánuðina fram í herbergiskytru Frommer- manns. Æfingamar sóttust erfiðlega og kom þar ýmislegt til. Aðstaðan í kytru Frommermanns var afar léleg svo að þeir félagamir urðu að gera sér að góðu að æfa þar í nístings- kulda. Þá gekk mjög erfiðlega í fyrstu að samhæfa söng þeirra fé- laga því að þeir hylltust til að syngja með fullum raddstyrk, eins og þeir höfðu tamið sér í kór Stóra leikhúss- ins en það fór þvert á það sem Harry Frommermann hafði í huga. Hann lagði áherslu á að þeir héldu aftur af sér við sönginn, þannig að ein rödd yfirgnæfði eldd aðrar, heldur fengju þær allar að njóta sín. Þá var ekki laust við að félagamir fylltust von- leysi þegar þeir hlustuðu á hljóm- plötur með söng The Revelers og gerðu sér grein fyrir því hve langa Bootz var maðurinn, sem þá vantaði, því að hann var jafnvígur á ldassíska tónlist og allar tegundir léttrar tón- listar. Bootz varð steinhissa, þegar hann sá, að útsetningar Frommer- manns voru allt að 12 mínútur að lengd. Hann stytti þær því í hefð- bundna lengd, u.þ.b. þrjár mínútur. Nú komst aftur skriður á æfing- arnar og þeir félagar tóku nokkrum framfórum. Æfingamar vora langar og strangar og stóðu yfirleitt í fjóra tíma alla daga vikunnar og hófust oftast um miðnætti því að nokkrir fé- laganna sungu í kór Stóra leikhúss- ins á kvöldin og kóræfingarnai- fóru fram á daginn. Um miðjan maí 1928 hætti Theodor Steiner í söngflokkn- um, því að hann þótti ekld standa sig nógu vel, og í stað hans kom pólskur söngvari, Roman Cycowsky, sem hafði sungið í óperahúsum víðsvegar um Þýskaland en söng í kór Stóra leikhússins um þetta leyti. Þeir fé- lagar vora orðnir nokkuð vissir um að þeim myndi takast að koma söng- flokknum á laggimar og því gáfu þeir honum nafnið Melody Makers. Á þessum áram var það í tísku í Þýskalandi og þótti mjög fínt að listamenn og hljómsveitir væra nefndar enskum nöfnum. I júní 1928 töldu þeir félagar tíma vera kominn til að láta reyna á það áheyrendum og gagnrýnendum. Fyrstu tveimur lögunum, sem Comedian Harmonists sungu, var tekið frekar fálega, en áhorfendur tóku því þriðja feiknavel. Þar með hafði söngflokkurinn Comedian Har- monists fest sig í sessi, og var þetta upphafið að velgengni hans. Revían var sýnd á hverju kvöldi samfleytt í sex mánuði, og einnig voru síðdegis- sýningar tvisvar í viku. Stóra leik- húsið tók 3.500 manns í sæti, og því mun tæplega ein milljón áhorfenda hafa séð revíuna. Fljótlega eftir að þeir félagar fóru að koma fram í Stóra leikhúsinu, var farið að falast eftir því, að þeir kæmu fram í næturklúbbum að lolcnum sýningum á revíunni, og létu þeir ekki segja sér það tvisvar. Meðan Comedian Harmonists vora að festa sig í sessi, vora þeir kynntir sem Hinir þýsku Revelers, svo að fólk gæti betur áttað sig á því, hvers kon- ar tónlist þeir fluttu. Úm svipað leyti fóru þeir að syngja inn á hljómplötur hjá hljómplötuútgáfunni Odeon. Þegar þeir félagar hlustuðu á plöt- urnar, varð þeim ljóst, að enn skorti töluvert á, að söngur þeirra væri orðinn hnökralaus, og gerðu þeir ráðstafanir til að bæta úr því. Comedian Harmonists slökuðu ekld á ldónni, þó að þeir ættu velgengni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.