Morgunblaðið - 05.07.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.07.1998, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Aftur til seinni heimsstyrj- aldarinnar J Tvær myndir hafa nýlega verið gerðar sem gerast í seinni heimsstyrjöldinni, að sögn Arnaldar Indriðasonar. Onnur er eftir Steven Spielberg en hin er eftir Terrence Malick og er framhald sögunnar Héðan til eilífðar. HERMENNIRNIR hópa sig saman í stríðsmynd Steven Spielbergs, Björgun Ryans. John Cusack horfir á upptökur á tökustað suður í Ástralíu þar sem Rauða línan var filmuð. SEINNI heimsstyrjöldin hefur ekki verið vinsælt kvikmyndaefni hin síðari ár en nú ber svo við að tvær stórmyndir og jafnvel sú þriðja eru í framleiðslu sem gerast í stríðinu. Steven Spielberg frumsýnir í sum- ar myndina Björgun Ryans eða „Saving Private Ryan“ með Tom Hanks í aðalhlutverki. Sá merki- legi en fáséði leikstjóri Terrence Malick frumsýnir Rauðu línuna eða „The Thin Red Line“ næstkomandi haust sem er með Sean Penn og fleiri stórstjörnum og einhvem- tímann í framtíðinni er von á „Combat“, sem líklega er gerð eftir ^ samnefndum sjónvarpsþáttum sem sýndir voru í Kananum í gamla daga. Hvaðan hinn nýfengni áhugi á styrjöldinni kemur er óvíst en ef þessar myndir verða vinsælar má búast við þeim nokkrum fleirum úr stríðinu. Spielberg og huldumaðurinn Víetnamstríðið hefur sem kunn- ugt er uppfyllt mjög þörf kvik- myndahöfunda og áhorfenda á stríðsmyndum núna í tvo áratugi. Það hefur verið brotið til mergjar af mönnum eins og Oliver Stone, sem tók þátt í því, en það hefur ekki boðið uppá miklar hetjudáðir. Andstaðan gegn því var mikil og hermennirnir sem sneru til baka voru ekki álitnar neinar hetjur. Oðru máli gegnir auðvitað um seinni heimsstyrjöldina. Mynd Spielbergs fjallar um lítinn her- flokk undir stjórn Hanks sem fer inn fyrir víglínur Þjóðverjanna að bjarga einum af sínum mönnum. Mynd Terrence byggir á einskonar framhaldi metsölubókarinnar Héð- an til eilífðar eftir rithöfundinn James Jones, sem fræg bíómynd var gerð eftir, og gerist í bardag- anum við Japani um Guadalcanal. Terrence Malik er huldumaður í bandarískri kvikmyndagerð. Eftir að hafa gert tvær mikils metnar myndir á áttunda áratugnum, -*■ „Badlands" og „Days of Heaven“, hvarf hann sjónum manna. Hann kom lítið nálægt kvikmyndagerð í tvo áratugi og er Rauða línan aðeins þriðja myndin sem hann gerir á ferlinum. Hann hóf að skrifa handritið fyrir um níu árum og var ekki í vandræðum með að fá 50 milljónir dollara til verksins þegar kom að tökum. Hann fór með fríðan flokk manna suður til Astralíu og dvaldi þar í 123 daga á meðan á upptökum stóð. Þeir sem leika í myndinni hans - * fyrir utan Penn eru John Cusack, Nick Nolte, John Travolta og Woody Harrelson en aðrir minna þekktir eru breski leikarinn Ben Chaplin, Jim Caviezel og Adrien Brody, sem mun fara með eitt stærsta hlutverkið. Kvikmynda- tökumaður er John Toll, óskarsverðlaunahafi fyrir „Legend tf of the Falls“ og „Braveheart". SPIELBERG segir Tom Hanks til þegar kvikmynduð var inn- rásin í Normandí. Mynd Spielbergs var tekin á ír- landi og við bæinn Thame skammt utan við London. Hún hefst á inn- rásinni í Normandí. Hanks leikur John Miller kaptein sem verið hef- ur lengi í stríðinu og ber þess menjar. Hann fær það verkefni eft- ir Normandí að safna þeim sem eftir lifa af flokki hans og fara með þá inn fyrir víglínur óvinarins og bjarga þaðan hermanninum James Ryan, sem misst hefur þrjá eldri bræður sína í stríðinu. Því hefur verið lofað að þetta sé ekki enn ein „Hollywoodstríðsmyndin" heldur raunsæ lýsing á stríðinu og hermönnunum sem það háðu. Spielberg segir í þvi sambandi að John Wayne yrði sjálfsagt ekki glaður með myndina. „Engin mynd hefur gefið mér eins mikið og þessi ef frá er talin Listi Schindlers vegna þess að þetta er raunveru- leikinn," er haft eftir leikstjóran- um. Tom Hanks Leikararnir í myndinni eru flestir ungir og upprennandi sem er ein ástæða þess að Spielberg segir að myndin sé mjög dýr „óháð kvikmynd", eins og þær myndir eru kallaðar sem gerðar eru utan stóru kvikmyndaveranna í Hollywood. Mótleikarar Hanks eru m.a. Edward Burns, sem gert hefur nokkrar óháðar bíómyndir, Vin Diesel, Barry Pepper, Jeremy Davies, Matt Damon, Tom Sizemore og Adam Goldberg svo nokkrir séu nefndir. Þeir voru allir sendir í mjög óvægna herþjálfun áður en kvikmyndatakan hófst og var meðferðin á þeim slík að sumir hugleiddu að hætta við myndina. Spielberg kippir sér ekki upp við það. „Kvikmyndaleikarar era hryllilega ofdekraðir," er haft eftir honum. „Þeir fá nuddara, þjálfara, húsbíla, matarsendingar og hvað eina sem nöfnum tjáir að nefna. Þessi mynd er ekki fyrir dekurróf- urnar. Eg er reyndar ekki á þeirri skoðun að menn eigi að þjást sér- staklega fyrir listina en í þessu til- viki fannst mér tilheyra að menn fyndu til svolítils sársauka.“ Hanks var mjög ánægður með þjálfunina. „Þetta var frábært," er haft eftir honum.“Það er sama hvað horft er á margar heimildar- myndir þú getur aldrei skilið hversu þreyttir og kaldir þessir menn voru.“ „Eg hitti Spielberg fyrst fyrir mörgum árum þegar ég lék í mynd sem fyrirtæki hans fram- leiddi og hét „The Money Pit,“ segir Hanks um kunningsskap sinn við Spielberg. „Mér tókst aldrei að mynda neitt samband við hann því ég var hálfhræddur við hann. Það var þó engin ástæða til þess því hann var mjög viðkunnanlegur en vinátta tók ekki að myndast á milli okkar fyrr en fyrir eins og fjórum eða fimm árum.“ Líklega hefur ekki skemmt fyrir að Hanks hefur frá því hann gerði „The Money Pit“ orðið einn af vinsælustu leikurum heims. Hann hreppti Oskarinn tvö ár í röð fyrir myndirnar Fíladelfíu og Forrest Gump. Hann hefur ekki leikið mikið að undanförnu því hann hefur verið upptekinn við að framleiða leikna þáttaröð um Apollóáætlunina fyrir kapalfyrirtækið HBO, sem heitir „From the Earth to the Moon“. Þegar hann hafði leik- ið í Fíladelfíu, Forrest Gump og Apolló 13 að auki fannst honum tími til að slaka aðeins á og leyfa öðrum að komast að en Hanks er tilbúinn að leika á ný og nokkrar myndir eru vænt- anlegar með honum á næstu miss- erum. Ein þeirra er „You’ve Got Mail“ þar sem hann leikur á móti Meg Ryan en Nora Ephron leikstýrir (þetta er sami hópur og gerði Svefnvana í Seattle). Hann hefur samþykkt að leika aðalhlut- verkið í bíómynd sem gerð verður eftir seríusögu Stephen Kings og heitir Græna mílan. Leikstjóri verður Frank Darabount sem gerði aðra fangelsissögu Kings næstum því að meistaraverki með Shawshankfangelsinu. Einnig hef- ur Hanks staðið í viðræðum við Martin Scorsese um aðalhlut- verkið í ævisögulegri mynd sem Scorsese langar að gera um Dean Martin. Biðu í níu ár Eftir því sem Spielberg segir voru þeir Hanks ekkert alltof áfjáðir í að starfa saman. Þeir voru báðir hræddir um að það mundi spilla vináttunni. En þeir höfðu mjög svipaðar hugmyndir um gerð myndarinnar. „Tom segir mér oft álit sitt,“ segir Spielberg, „og mitt starf er að vera sífellt að segja álit mitt á hlutunum." Hugmynd leik- stjórans var að reyna að ná þeirri óreiðu sem fylgir styijaldai'átökum. Það setti mjög mark sitt á það sem á eftir kom að hann byrjaði að kvik- mynda innrásina í Normandí. Þegar hann hafði kvikmyndað blóðbaðið á Omahaströnd fuku allar klisjm-nar sem finna má í myndum úr seinni heimsstyijöldinni úr handritinu. Ef innrásin hefði verið kvikmynduð síðust hefði kannski allt önnur mynd orðið til. En aftur að Terrence Malik. Hann hefur ekki veitt viðtöl síðan árið 1974 og neitar að tala opinberlega um Rauðu línuna. Framleiðend- umir Bobby Geisler og John Roberdeau höfðu uppi á honum í París fyrir níu árum og báðu hann að vinna fyrir sig að ákveðnu verk- efni en hann hafnaði því. Hann vildi hins vegar gera fyrir þá Rauðu línuna og spurði hvað þeir væru tilbúnir að bíða lengi eftir því að hann lyki handritinu. Við bíðum eins lengi og með þarf, sögðu þeir við hann. Níu árum síðar var Malick tilbúinn í tökur. Malickaðdáendur hafa beðið enn lengur eftir nýrri bíómynd frá hon- um en nú mun hún loks væntanleg. Með henni verður tuttugu ára þögn rofin. „Kvikmynda- leikarar eru hryllilega of- dekraðir." „Þeir fá nudd- ara, þjálfara, húsbíla, mat- arsendingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.