Morgunblaðið - 12.07.1998, Side 12

Morgunblaðið - 12.07.1998, Side 12
MORGUNBLAÐIÐ .12 E SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1998 Samskip Starfsmaður í mötuneyti Um er að ræða starf frá kl. 12.30 til kl. 16.00. Starfið felur í sér að aðstoða við framreiðslu á hádegismat og sjá um kaffi og meðlæti í kaffitíma. í mötuneytinu borða um 25 til 40 manns. Viðkomandi þarf að geta leyst af í veikindum og sumarfríum. Umsóknir sendist til skrifstofu Samskipa fyrir 18. júlí. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofunni. Upplýsingar veitir Birna Matt- híasdóttir, sími 569 8300. Framkvæmdastjóri Sniðill hf. í Mývatnssveit, sem ergamalgróið verktakafyrirtæki á sviði bygginga og flutnings og rekur auk þess bifreiðaverkstæði, óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra frá og með 1. sept- ember nk. Þarf að hafa víðtæka reynslu af rekstri slíks fyrirtækis. Húsnæði í boði. Allar nánari upplýsingar gefur Kristján í síma 464 4117 alla virka daga frá kl. 8—17. Umsóknum skal skila skriflega fyrir 25. júlí merkt: Sniðill hf„ b.t. Jóhannes, Múlavegi 1, 660 Reykjahlíð. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Förðunardeild Starfsmaður óskast í förðunar- og hárkollu- deild Þjóðleikhússins. Umsækjendur þurfa að hafa menntun og/eða reynslu í leikhúsförðun. Um er að ræða vaktavinnu. Laun fara eftir kjarasamningi SFR við ríkissjóð. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf þurfa að berast skrifstofu Þjóðleik- hússins, Lindargötu 7, fyrir 27. júlí nk. Skólastjóri óskast að Laugagerðisskóla Staða skólastjóra við Laugagerðisskóla á Snæ- fellsnesi er laustil umsóknar. Umsóknarfrestur er til 17. júlí nk. Skólinn er um 120 km frá Reykjavík. Nemendur eru um40, allir í heimanakstri. Kennsluaðstaða góð. Vel búnar og rúmgóðar kennslustofur. Iþróttahús og sundlaug eru á staðnum. Skólastjórabústaður er einbýlishús með frírri hitaveitu. Upplýsingar veita Daníel Hansen, sími 435 6858 og Guðbjartur Alexandersson, sími 435 6685. Leikskólakennarar Leikskólakennarar óskast til starfa við leikskól- ann í Bjarnahúsi á Húsavík. Umsóknarfresturertil 1. ágúst 1998. Húsavík- urkaupstaðuraðstoðarvið útvegun húsnæðis og flutning búslóðar. Upplýsingar veitir leikskólastjóri, Jóna Björg Freysdóttir, í síma 464 2420. Verslunarstjóri — tölvur Ört vaxandi tölvuverslun í Reykjavík óskar að ráða verslunarstjóra. Ábyrgðarsvið: Daglegur rekstur, innkaup erlendis frá og innanlands, tilboðsgerð og starfsmannastjórn. Upplýsingar um menntun og fyrri störf sendist afgreiðslu Mbl. merkt: „V — 5346" fyrir kl. 16, föstudaginn 17. júlí nk. Farið verður með allar uppl. sem trúnaðarmál. IHeilsugæslustöðin Sólvangi ___Hafnarfirði Afleysingalæknar Tvær stöður afleysingalækna við Heilsugæslu- stöðina Sólvangi í Hafnarfirði eru lausartil um- sóknarf.o.m. 1. ágúst nk. Önnur staðan er til 6 mán., möguleg framleng- ing um aðra 6 mán. Hin staðan er til 3 mán., möguleg framlenging um aðra 3 mán. Umsóknargögn sendisttil yfirlæknis Heilsu- gæslustöðvarinnar Sólvangi, sem jafnframt veitir nánari upplýsingar í síma 550 2600. Leikskólastjóri Borgarfjörður, nýtt sveitarfélag í Borgarfjarðar- sýslu norðan Skarðsheiðar, auglýsir eftir leik- skólastjóra við leikskólann Hnoðraból í Reyk- holtsdal. Leikskólinn er lokaður mánuðina júní-ágúst og þarf leikskólastjóri að hefja starf 1. septem- ber. Launakjör samkvæmt kjarasamningum. Upplýsingar um leikskólann og starf hans veitir oddviti, Ríkharð Brynjólfsson, Hvanneyri, sími 437 0124 og Steinunn Garðarsdóttir, Gríms- stöðum, sími 435 1191. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst. Heilsugæslulæknir Staða heilsugæslulæknis (100% staða) við heilsugæslustöð Selfoss er laus til umsóknar. Umsækjendurskulu hafa viðurkenningu sem sérfræðingar í heimilislækningum. Allar nánari upplýsingar veitirÁsmundur Jón- asson yfirlæknir í síma 482 1300. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu sendarÁsmundi Jónassyni yfirlækni heilsugæslustöðvarinnar v/Árveg, 800 Selfoss, fyrir 20. júlí nk. Framkvæmdastjóri. Gatfche CAFE * RESTAURANT * CAFE Starfsfólk til þjónustustarfa óskast í fullt starf á kaffihús og bar í hjarta Kópavogs. Aðeins fólk með reynslu kemur til greina. Rive Gauche • Hamraborg 10 • Sími 554-1350 Sunnuhlíð Hjúkrunarheimili aldraðra í Kópavogi Hjúkrunarfræðingar — sjúkraliðar óskast nú þegartil sumarafleysinga í ágúst og september. Upplýsingar veitirÁslaug Björnsdóttir í síma 560 4163. Sjúntækja fræáingur Ég-C óskar eftir að ráða sjóntækjafræðing í fullt starf. Eg C • 554 3200 • 564 3200 Kennarar athugið! Enn vantar kennara næsta skólaár við Grunn- skóla Austur-Landeyja. Skólinn er einsetinn, fámennur grunnskóli, staðsettur um 120 km suðausturfrá Reykjavík. Nemendur eru 34 í 3 deildum og þeir eru einstaklega áhugasamir og skemmtilegir starfsfélagar. Hvernig væri nú að skella sér í sveitina og kenna þar, þið sjáið ekki eftir því. Frekari upplýsingar gefur skólastjóri, Svanhild- ur Ólafsdóttir, í síma 487 8503 eða 487 8582. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Miðasala Starfsmaður óskast í miðasölu Þjóðleikhúss- ins. Umsækjendur þurfa að vera vanir að vinna við tölvuskráningu. Um er að ræða vaktavinnu. Laun fara eftir kjarasamningi SFR við ríkissjóð. Umsóknir þurfa að berast skrifstofu Þjóðleik- hússins, Lindargötu 7, fyrir 20. júlí nk. Hafnarfjarðarbær Afgreiðslufulltrúi Afgreiðslufulltrúa vantar í hálft starf frá og með 1. ágúst nk. Viðkomandi þarf helst að vera eldri en þrjátíu ára og hafa örugga og skilningsríka framkomu. Þá þarf viðkomandi að hafa góða íslensku- kunnáttu og geta starfað á Windows ritvinnslu- kerfi. Umsóknirskulu berast Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar eigi síðar en mánudag 20. júlí. Laun eru skv. kjarasamningi STH og Hafnar- fjarðarbæjar. Upplýsingar veita Birna Þórhalls- dóttir rekstrarfulltrúi og Marta Bergmann fé- lagsmálastjóri í síma 565 5710. Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði. Framreiðslunemi Óskum eftir að ráða framreiðslunema sem fyrst. Upplýsingar verða veittar á staðnum hjá veitingastjórum, þriðjudaginn 14. júlí milli kl. 17 og 19. Loftræsti- og hitakerfi Óskum eftir starfskrafti til að kynna og selja loftræstikerfi og hitakerfi, stjórn og stýribúnað. Hæfniskröfur: Þarf að vera skipulagður, geta unnið sjálfstætt og eiga auðvelt með mannleg samskipti. Tæknifræði eða önnur sambærileg menntun æskileg. Vinsamlegast skilið inn umsóknum fyrir 20. júlí 1998, merktum: „6211". Ritari — fasteignasala Umsvifamikil fasteignasala óskar að ráða rit- ara. Við leitum að duglegri manneskju með létta lund sem hefur áhuga á að vinna við fjöl- breytt og krefjandi verkefni. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. merktar: „Fasteign — 777".

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.