Morgunblaðið - 29.07.1998, Side 2

Morgunblaðið - 29.07.1998, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Hitti Michael Owen á knattspyrnuæfíngu í Liverpool „H^ukur og Owen eru í uppáhaldi hjá méru Eldur um borð í Atlanta-vél í Alicante Snarræði farþega kom í veg fvrir slvs HÆTTA skapaðist þegar eldur kom upp í handfarangi-i í Lockheed Tristar-flugvél Atlanta-flugfélags- ins rétt fyrir flugtak frá Alicante á Spáni í fyrradag. Um borð voru 329 farþegar og 14 manna áhöfn. Það var farþegi sem fyrst tók eft- ir að reyk lagði frá farangurshólfi í farþegarýminu og brá hann skjótt við, opnaði hólfið og tók út töskur, sem eldur hafði læst sig í. Brennd- ist maðurinn lítillega en flugfreyjur komu skömmu síðar með hand- slökkvitæki og kæfðu eldinn. Ekki olli eldurinn neinu tjóni utan að þær þrjár töskur sem kviknaði í eyðilögðust. Hálftíma töf varð á brottfór vélarinnar meðan hún var reykræst og hólfið hreinsað. Glóð frá kveikjara Eldurinn mun hafa átt upptök sín í glóð frá kveikjara sem mynd- Bjargað úr fljótandi fískikari Morgunblaðið/Árni Sæberg KVEIKJARAR sem þessi eru vinsælir meðal sólarlandafara en glóð myndast þegar ýtt er á loftnetið. aðist þegar tösku, sem hann var í, var þrýst inn í farangurshólfið. Kveikjarinn er eins og farsími í lag- inu og þegar ýtt er á loftnetið á honum myndast glóð. Slíkir kveikjarar eru vinsælir meðal sól- arlandafara en ekki er vitað til þess að þeir hafi áður skapað slíka hættu. Einhver órói varð meðal far- þega í kjölfar atburðarins en eng- um þeirra varð þó meint af. Lítil hætta á ferðum Að sögn Davíðs Mássonar, yfir- stöðvarstjóra hjá Atlanta, var lítil hætta á ferðum þótt svona atvik séu litin mjög alvarlegum augum. „Við komum til með að benda á þessa hættu og höfum þegar komið boðum til íslenskra loftferðayfir- valda. Það er hins vegar erfitt fyrir okkur að gera beinar ráðstafanir þar sem flugvallaryfirvöld á hverj- um stað sjá um að auglýsa hvað beri að varast og hvað farþegar mega taka með sér um borð,“ sagði Davíð. MEÐ greininni, „Þeir klífa vegg- inn vegna Michaels Owens“ í dag- blaðinu Liverpool Echo, sem gef- ið er út í Liverpool á Englandi, er um síðustu helgi birt mynd af Keflvíkingnum Margréti Guðna- dóttur, 11 ára, ásamt knatt- spymumanninum Michael Owen, en hann er eins og kunnugt er ein skærasta stjaman í ensku knatt- spymunni um þessar myndir. Greinin fjallar um það hvað ungir knattspyrnuaðdáendur leggja á sig til að berja knatt- spyrnugoðið augum á æfingum og hvernig ung stúlka frá Islandi naut þeirra forréttinda að fá að hitta goðið inni á vellinum á með- an hinir þurftu að klífa ramm- gerða girðingu í þeirri von að sjá hann. Skýringin á þessu er sú að Margrét fékk að koma í heim- sókn á æfingu hjá Liverpool þar sem bróðir hennar, Haukur Ingi Guðnason, er einn af leikmönn- um liðsins. „Ég var í heimsókn á æfing- unni og þegar hún var að byija spurði mamma mann þarna hvort hún mætti taka mynd af Michael Owen með mér. Þá kom hann hlaupandi til okkar og stillti sér upp við hliðina á mér,“ sagði Margrét í samtali við Morg- unblaðið. Hún sagði að Owen hefði verið mjög vinalegur. „Þegar mynda- takan var búin sagði hann bara ókey, sjáumst," sagði Margrét aðspurð hvað þeim hefði farið á milli. Margrét sagðist fylgjast mikið með fótbolta og væri Michael Owen í miklu uppáhaldi. „Uppá- haldsleikmaðurinn minn er samt bróðir minn en næst á eftir hon- um kemur Owen,“ sagði Margrét sem sjálf Ieikur knattspymu með 5. flokki Keflavíkur. Ríkisstjórnin stefnir að 3-4 milljarða afgangi á f]árlögum ársins 1999 Rætt um sölu á eigmim rikisins fyrir milljarða SPORTVEIÐIBÁTUR bjargaði tólf ára gömlum dreng úr fiskikari sem rekið hafði um þrjátíu metra frá landi við höfnina í Keflavík um klukkan 22 í gærkvöldi. Drengurinn hafði ásamt félaga sínum verið að veiða í flæðarmálinu og fóru þeir saman út í karið. Fé- laginn stökk í land þegar fiskikarið fór að reka út á sjó en hinn varð eftir. Lögreglan fékk skjótt fréttir af atburðinum, kallaði út björgunar- sveitarmenn á hraðbát og sendi menn út á bryggju. Þar kom að sportveiðibáturinn Hnoss 97 og báðu lögreglumenn skipverja að halda aftur út til að bjarga drengn- um. Fáeinum mínútum síðar var drengurinn kominn á þurrt land og varð ekki meint af siglingunni. ----------.*-*_*.-- Kerlingarfjöll Slasaðist á trampólíni ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti unga stúlku í Kerlingarfjöll í gær- kvöld. Að sögn starfsmanns Land- helgisgæslunnar slasaðist hún er hún var að leik á trampólíni. Vakthafandi læknir á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur segir stúlkuna hafa hlotið bakmeiðsli en þó ekki alvarleg. ÞINGMENN ríkisstjórnarflokk- anna ræddu hugsanlegar breyting- ar á eignarhaldi Fjárfestingar- banka atvinnulífsins, Landsbank- ans og Búnaðarbankans og umtals- verða sölu á eignum ríkisins í tengslum við gerð fjárlaga fyrir næsta ár á löngum þingflokksfund- um í gær. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins stefnir ríkisstjórn- in að því að fjárlög næsta árs verði afgreidd með 3-4 milljarða kr. af- gangi. Valgerður Sverrisdóttir, þing- flokksformaður Framsóknarflokks- ins, segir augljóst að ef leggja eigi fram trúverðugt fjárlagaframvarp þurfi rekstur ríkissjóðs að skila hagnaði á næsta ári. „Það verður mjög erfitt nema um verði að ræða þónokkra sölu á eignum ríkisins,“ sagði hún. Aðspurð sagði Valgerður að eignasalan þyrfti að skila nokkrum milljörðum króna. Alþingi hefur veitt heimild til sölu á 49% hlut ríkisins í Fjárfest- ingarbanka atvinnulifsins og einnig liggur fyrir heimild til að auka hlutafé Landsbanka og Búnaðar- banka um 35%. Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra segir að ákvörð- un um hvernig staðið skuli að söl- unni og hlutafjáraukningunni verði tekin innan skamms og ekki síðar en í næsta mánuði. Hann segir að engar ákvarðanir hafi hins vegar verið teknar um sölu á hlut ríkisins í viðskiptabönkunum. „Ef á að selja eignarhluti ríkisins í Búnaðarbanka og Landsbanka þarf að koma tO ný ákvörðun Alþingis í þeim efnum. Það hefur engin ákvörðun verið tekin um að fara með frumvarp um það inn í þingið," segir Finnur. Valgerður Sverrisdóttir segir að viðskiptaráðherra hafi fullan stuðning þingflokks framsóknar- manna tO að vinna áfram að þessu máli á þeim nótum sem hann hafi kynnt opinberlega. Hún segir að talsverð vinna sé enn eftir í þessum málum. Geir H. Haarde fjármálaráð- herra segist gera sér vonir um að í fjárlagafrumvarpinu verði auk hlutafjáraukningarinnar gert ráð fyrir sölu á hlut í Landsbanka og Búnaðarbanka og einnig sölu á stærri hlut í Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins heldur en hingað tO hefur verið gert ráð fyrir. „Því meira því betra,“ sagði Geir að- spurður hvort stefnt væri að því að selja enn fleiri ríkisfyrirtæki. Einstök ráðuneyti vinna nú að fjárlagatOlögum innan þeirra út- gjaldaramma sem þeim hafa verið settir. Skv. upplýsingum blaðsins þarf að taka ýmsar erfiðar ákvarð- anir á næstunni til að ná endum saman ef leggja á frumvarpið fram með afgangi 1. október nk. Sigríður Anna Þórðardóttir, for- maður þingflokks Sjálfstæðis- flokksins, segir að umfjöllun þing- flokkanna um fjárlagafrumvarpið verði væntanlega lokið í byijun næsta mánaðar. Hún segir að eftir I um það bil mánuð verði orðið ljóst | hvaða ríkisfyrirtæki eigi að selja og i með hvaða hætti það fari fram. Reynt að ná samkomulagi um tillögur í kjördæmamálinu Á þingflokksfundunum í gær var einnig farið yfir nýjustu hugmyndir sem uppi eru varðandi breytingar á kjördæmaskipaninni en nefnd und- ir forystu Friðriks Sophussonar á að skila tillögum til forsætisráð- herra í september. Er stöðugt unn- | ið að því að finna viðunandi tillögur | í málinu. „Þetta er mjög viðkvæmt mál vegna þess að við erum að tala um stækkun kjördæma og það er ekkert einfalt,“ segir Valgerður. 3 sjh) U; i ►Ágæt verkefnastaða er hjá stærstu sjávarút- vegsfyrirtækjunum, Vestfirðingar eru hæstá- nægðir með fiskgengdina, verðlækkana hefur gætt á rækjumörkuðum og talið er að minnk- andi fiskframboð tryggi hátt afurðaverð. 4 8ÍÖW1 Eyjamenn og; Valur með Skagamenn \ fullt hús í eldlínunni : stiga C4 i C1 T£Af?k rnilljón á mbl.is í I >

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.