Morgunblaðið - 29.07.1998, Side 28

Morgunblaðið - 29.07.1998, Side 28
98 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Svíar til fyrirmyndar Aukið framboð á sérstöku barnaefni í sjónvarpi virðist hafa þau ákrif að börn horfa almennt ekki á aðra dagskrárliði. Eftir Hávar Sigurjónsson AÐUR hefur verið minnst á hversu til- tölulega lítið hafa verið rannsökuð óttaviðbrögð barna og unglinga við sjónvarpsefni, kvikmyndum og myndböndum. Meginþungi rannsókna á áhrif- um myndmiðlanna hefur um áratuga skeið beinst að því hvort greina megi samband or- saka og afleiðinga á milli of- beldisefnis og ofbeldishegðunar barna og unglinga. Sé öllum málalengingum og fyrirvörum sleppt eru niðurstöðurnar ein- faldlega þær að ofbeldisefni í myndmiðlum VIÐHORF er skaðlegt andlegri heilsu barna og ung- linga, því meira sem horft er því verra, og ef aðrar forsendur eru fyrir hendi í um- hverfí barnsins eða unglingsins getur sjónvarpsefni valdið því að hann/hún beiti ofbeldi. Úm þetta er ekki lengur deilt enda hefur athygli almennings og stjórnmálamanna í síauknum mæli beinst að þessum þætti í uppeldi og þroska barna. í hverju landinu á fætur öðru eru settar reglur um sýningartíma og innihald sjónvarpsefnis og foreldrar fylgjast betur en áður með því á hvað bömin horfa. Sænski fjölmiðlafræðingur- inn Inga Sonesen stýrði tveim- ur merkum rannsóknum á áhrifum sjónvarps á börn í Málmey og komst að athyglis- verðum niðurstöðum við saman- burð rannsóknanna. Fyrri hóp- urinn, 250 börn, var fæddur ár- ið 1969 og honum fylgt í 10 ár (1975-85) með viðtölum á tveggja ára fresti. Seinni hóp- urinn jafnstór, var fæddur 1986-89 og tekin viðtöl við alla á árunum 1989/90 og 1991. For- eldrar barnanna tóku einnig þátt í rannsókninni. Meginniðurstöður rannsókn- arinnar eru þessar: Yngstu börnin skýrðu oftar frá því en þau eldri að þau hefðu orðið hrædd við eitthvað í sjónvarpinu. Fleiri telpur en drengir sögð- ust hafa orðið hræddar við sjónvarpsefni. Því meira sem horft er á sjónvarp og myndbönd þess meiri svörun er um ótta vegna sjónvarpsefnis. Greinilega er misjafnt eftir aldurshópum hvers konar efni vekur mestan ótta hjá börnum. Yngstu börnin verða hræddust við mjög raunveruleg ofbeldis- atriði, s.s. í fréttum og leiknum myndum. Eldri börnin verða hræddust við hryllingsmyndir af ýmsum toga. Unglingar verða oftar hræddir vegna efnis af mynd- böndum en úr dagskrá sjón- varpsstöðvanna. Ein ályktun sem foreldrar geta dregið af þessum niður- stöðum er að aldur barnsins skiptir höfuðmáli þegar velja á viðeigandi sjónvarpsefni fyrir það. Stjórnendur rannsóknar- ^ innar segja fullum fetum að for- I : _____________________________ eldrar skyldu aldrei láta lítil börn horfa á sjónvarpsefni sem þeir eru ekki annaðhvort gagn- kunnugir eða á annan hátt sannfærðir um ágæti þess. „Lítil börn ættu aldrei að horfa á ofbeldi í sjónvarpi. Þau þurfa áður að læra að treysta um- hverfínu og byggja upp per- sónulegan styrk sinn til að standast þá eymd sem ríkir í veröldinni," segir Inga Sones- son, prófessor við Háskólann í Lundi. Hún bendir á að besta leiðin til að draga úr óttavið- brögðum barna og unglinga sé að ræða við þau um upplifun þeirra; það dragi ekki einungis úr neikvæðum áhrifum reynsl- unnar heldur eykur jákvæð áhrif af áhorfi á sjónvarpið al- mennt. Kynjamunurinn sem kemur fram í niðurstöðunum getur stafað af þvi að í menningar- samfélagi okkar er stúlkum gert auðveldara að tjá óttatil- finningar sínar en drengjum. Þetta er hugsanlega ein skýring þess að drengir eru almennt of- beldishneigðari en stúlkur, þar sem það er þekkt staðreynd að innibyrgður ótti og kvíði getur brotist út 1 ofbeldishegðun. Rannsókn Svíanna gaf einnig ánægjulegar og sumpart óvæntar niðurstöður. Fram kemur að þrátt fyrir gríðarlega aukningp á framboði á sjón- varpsefni á þeim tíma sem rannsóknin náði yfír, hefur meðaláhorf 6 ára barna á sjón- varp minnkað. Rannsóknirnar leiða í ljós að árið 1990 eyddu 6 ára börn minni tíma fyrir fram- an sjónvarpið á degi hverjum en jafnaldrar þeirra árið 1975. Rannsóknarhöfundar koma með þá tilgátu að foreldrar séu nú talsvert meðvitaðri um áhrif sjónvarpsgláps en kynslóðin á undan þeim. Þá kemur einnig fram að 1975 nefndu 16% af börnum undir skólaaldri full- orðinsþætti sem uppáhaldsefnið sitt í sjónvarpinu. Fimmtán ár- um síðar nefndi ekkert barn á sama aldri slíkt dagskrárefni sem uppáhaldsefni. Aukið fram- boð á sérstöku barnaefni í sjón- varpi virðist hafa þau áhrif að börnin horfa almennt ekki á aðra dagskrárliði. Hér er líka fólgin sú jákvæða niðurstaða að þrátt fyrir margfalt meira framboð á efni og gríðarlega fjölgun rása og stöðva, mældist ekki aukning á hlutfalli þeirra barna sem sögðust hafa orðið hrædd vegna efnis í sjónvarp- inu. Hér verður tvennt til um- hugsunar. Eitt er það að for- eldrar virðast takmarka sjón- varpsgláp barna sinna meira en áður var og vafalaust er það af hinu góða. Einnig er glápið tak- markað við sérhæft efni fyrir börn, barnaefnið svokallaða. Þá verður enn brýnna en áður að fylgjast með gæðum þess efnis því dagskrá barnatíma sem standa klukkustundum saman getur verið - og er - blandin rusli ekki síður en önnur dag- skrá sjónvarpsstöðvanna. Athugasemdir í ANNARS ágætri grein Egils Ólafssonar „Hver á að byggja virkjanir og hvar?“ í Morgunblað- inu 21. júlí s.l. eru missagnir og villur sem að mínu mati er nauðsynlegt að leiðrétta. Þær eru þessar: 1. Ruglað er saman hugtökunum „raforkugeiri“ og „orkugeiri“ Undir iyrirsögninni „Raforkugeirinn stefn- ir í átt að aukinni sam- keppni“ segir Egill: „Lengst af var það við- tekin skoðun að hið op- inbera ætti að gegna lykilhlutveri á öllum sviðum orkugeirans og markaðslausnir ættu þar ekki við.“ Þetta er rétt um raforkugeirann en beinlínis rangt um „öll svið orkugeirans", sem auk raforku nær til heits vatns, kola, olíu og jarðgass og fleiri orkutegunda. Þannig hefur t.d. innflutningur, dreifing og sala á eldsneyti hér á landi lengi verið í höndum einka- fyrirtækja. Svo er einnig í flestum öðrum vestrænum löndum. Af allri þeirri orku sem notendur hér á landi fá í hendur eru aðeins um 20% raforka. I flestum öðrum lönd- um er þetta hlutfall enn lægra. Það er því verulegur munur á „raforku- geira“ og „orkugeira“. Talað er í greininni um „skipu- lagsbreytingar í orkugeiranum“ þegar einungis er átt við breyting- ar á skipulagi raforkumála. Það er villandi og ruglar almenna lesend- ur. 2. „Margir vilja virkja" Það sem Egill segir undir þess- ari íyrirsögn getur almennur les- andi auðveldlega misskilið á þann veg að til þessa hafi Landsvirkjun haft einkaleyfí á raforkuvirkjunum á íslandi. Slíkt einkaleyfí hefur hún aldrei haft. Það er Al- þingi sem ákveður hverju sinni hverjir fá heimild til að reisa raforkuver til almenn- ingsþarfa stærri en 2 MW. Ekkert í lögum takmarkar slíka heim- ild við opinber fyrir- tæki; hvað þá við Landsvirkjun eina. 3. Virkjun Jökulsár á Fjöllum Undir fyrirsögninni „Aform um þrjár stór- ar virkjanir norðan Vatnajökuls“ segir Egill: „Það er ekki hægt að virkja Jökulsá á Fjöllum fyrr en búið er að virkja við Kára- hnjúka . ■.. „. Þetta er ekki rétt. Allt annað mál er hitt, að af ýms- um ástæðum er líklegt að Lands- virkjun vilji virkja við Kárahnjúka á undan virkjun í Jökulsá á Fjöll- um. 4. Lagaheimild fyrir Fljótsdalsvirkjun Undir sömu fyrirsögn og síðast var nefnd segir Egill um Fljóts- dalsvirkjun: „Heimildarákvæði um virkjunina voru sett í orkulögum árið 1981 og Landsvirkjun var veitt virkjunarleyfi 1991.“ Þetta er ekki rétt. Engar heimildir um einstakar virkjanir er að finna í Orkulögum og hefur aldrei verið. Lög þau sem hér um ræðir eru ekki Orkulög heldur Lög um raforkuver nr. 60 frá 1981. I lok greinar sinnar, sem er at- hyglisverð, spyr Egill: „Sú spurn- ing hlýtur þá að vakna hver á að bera 2-3 milljarða kostnað við virkjunina sem Landsvirkjun hefur þegar stofnað til.“ Þetta er spuming sem ekki hef- ur borið á góma í þeim blaðaum- ræðum um þetta mál sem ég hefí séð. Annað, sem Egill bendir rétti- lega á, hefur heldur ekki komið fram í þeim. Það er að fram- kvæmdir við Fljótsdalsvirkjun hófust 1991 en var frestað þegar Alþingi getur að sjálf- sögðu afturkallað virkj- unarleyfíð fyrir Fljóts- dalsvirkjun, segir Jak- ob Björnsson, en kynni það ekki að baka ríkis- sjóði skaðabótaskyldu gagnvart Landsvirkj- un, er næmi a.m.k. verulegum hluta 2-3 milljarða? áformum um álver á Keilisnesi var frestað (en áfonnin voru ekki „lögð á hilluna“ eins og segir í greininni). Alþingi getur að sjálfsögðu aftur- kallað virkjunarleyfið fyrir Fljóts- dalsvirkjun en kynni það ekki að baka ríkissjóði skaðabótaskyldu gagnvart Landsvirkjun er næmi a.m.k. verulegum hluta þessara 2-3 milljarða, eða jafnvel enn hærri fjárhæðum? Og myndi Landsvirkj- un ekki afsala sér réttinum til þeirra skaðabóta með því að gefa virkjunarleyfið eftir af fúsum og frjálsum vilja og fallast á að eiga nýtt leyfi undir umhverfismati samkvæmt lögum sem sett voru eftir að framkvæmdir við virkjun- ina hófust eins og sumir virðast ætlast til að hún geri? Er í rauninni hægt að ætlast til þess með sann- girni að fyrirtæki geri slíkt? Höfundur er fyrrverandi orkumála- stjóri. Jakob Björnsson Sjálfskipaðir nútíma- menn sameinast um orð ÞEGAR forstjóri ATVR gagnrýndi á dögunum þær reglur um innflutning á áfengi sem nú gilda sögðu Samtök verslun- arinnar málflutning forstjórans fomeskju- legan. Þetta er mjög venjulegt. Þeir sem gagnrýna einkavæð- ingu, markaðsvæð- ingu, sívaxandi brask og völd fjármagnseig- enda, það sem í einu orði kallast nýfrjáls- hyggja, eru einfald- lega afgreiddir sem fomeskjulegir, þeir fylgjast ekki með, em andvígir framfómm, þeir em ekki nútímalegir. Þessi notkun Samtaka verslun- arinnar á orðinu fomeskjulegur minnti á orðanotkun í annarri deilu, deilunni um framtíð Alþýðu- bandalagsins. Þar hafa sameining- arsinnar satt að segja minnt svolít- ið á nýfrjálshyggjuliðið: þeir em nútímalegir og víðsýnir, þeirra er framtíðin. Hinir, sem hafa aðrar skoðanir á þessum málum, em hins vegar afgreiddir með orðaleppum eins og „hreintrúarmenn" (sjá grein Einars Más Sigurðarsonar í DV 25. júní) eða „þjóðlegt íhald“ (Gestur Guðmundsson í DV 2. júlí). Ekki deilt um tima heldur stefnu Auðvitað snúast deilurnar um nýfrjálshyggjuna og sameiningu jafnaðarmanna ekki um hvort menn era nútímalegir eða forneskjulegir, víð- sýnir eða þjóðlegt íhald. Það er ekkert nútímalegra að aðhyll- ast markaðshyggju og einkarekstur frekar en ríkisrekstur eða fé- lagslegan rekstur á einstökum fyrirtælg- um eða stofnunum svo sem áfengisverslun. Hér skipta alls konar sjónarmið máli, svo sem beint mat á hag- kvæmni og þjóðar- hagsmunum, hug- myndir um áfengis- vamir o.s.frv. Og menn þurfa hvorki að vera íhald né þjóðlegir til að hafa vantrú á póli- tískri sameiningu með helstu tals- mönnum Evrópusambandsins og NATO og gömlum samstarfsmönn- um Sjálfstæðisflokksins. Kannski er í raun tekist á um það t.d. hvort Evrópusambandið sé fyrst og fremst tæki stórauðvaldsins (eins og NAFTA í Ameríku) og alþýða heimsins þurfi frekar að sameinast um öðmvísi Evrópu og öðm vísi heim en þessi bandalög standa fyr- ir. Og kannski minnast svokallaðir „hreintrúarmenn" þess að Alþýðu- flokkurinn lá ekki á liði sínu í sam- stjórn sinni með Sjálfstæðisflokkn- um, eftir að hafa hafnað áfram- haldandi vinstristjórn, að „nútíma- væða“ Island til einkavæðingar og brasks, niðurskurðar velferðar- kerfisins og samþjöppunar auð- magnsins. Slíkar hugmyndir er auðvitað hægt að kalla hvaða nafni sem menn vilja, svo sem hreintrú- arstefnu eða þjóðlega íhaldsstefnu. Nýfrjálshyggjusinnar fallast ör- ugglega á þær nafngiftir. Kannski óttast sumir að þessi sameiginlega orðanotkun nýfrjáls- hyggjusinna og hinna sameinuðu jafnaðarmanna sé táknræn fyrir að Stefna vill samstarf við hvern þann sem til- búinn er, segir Einar Olafsson, til samstarfs um raunverulega vinstri stefnu. hinir síðarnefndu eigi eftir að draga æ meiri dám af hinum fyrr- nefndu eins og þróunin hefur víða orðið og nægir að minna á Tony Blair og „New Labour" í Bretlandi. Stefna, félag vinstri manna Fólk úr ýmsum áttum, flest óflokksbundið, myndaði í vor með sér félag, Stefnu, félag vinstri manna. Þetta félag er í takt við hreyfíngar sem em að myndast víða um lönd um aðra stefnu en ný- frjálshyggju eða það „nútímajafn- aðarmoð“ sem t.d. Tony Blair stendur fyrir. Stefna vill samstarf við hvern þann sem tilbúinn er til samstarfs um raunvemlega vinstri stefnu. Höfundur er rithöfundur. Einar Olafsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.