Morgunblaðið - 29.07.1998, Side 24

Morgunblaðið - 29.07.1998, Side 24
24 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1998 25 fltajgtiiiMftfeffe STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HÖLDUM í ÞEKK- INGU Á NOR- RÆNUM TUNGUM LENGI hafa menn haft áhyggjur af útbreiðslu engil- saxneskra menningaráhrifa í Evrópu og víðar, og þó sennilega aldrei jafn miklar og einmitt nú. Líklega hefur hvergi verið brugðist jafn hart við og í Frakklandi þar sem gerðar hafa verið sérstakar ráðstafanir til þess að sporna við flæði engilsaxnesks sjónvarpsefnis og Hollý- vúddmynda inn á markaðinn. Frakkar eru sömuleiðis frægir fyrir að berjast hetjulega fyrir stöðu tungu sinnar gagnvart sífellt meiri útbreiðslu enskunnar. Eins og flestir ef ekki allir standa þeir þó heldur höllum fæti í þeirri baráttu: Enska er málið sem líklegast er að tveir menn af ólíku þjóðerni nái saman á. Þetta er staðreynd. Þetta er staðreynd sem fólk þarf jafnvel að sætta sig við á norrænum ráðstefnum, eins og fram kom í grein í Morgunblaðinu í gær. Hér er ef til vill kominn fram vandi sem Islendingar hafa ekki gefíð nægilegan gaum, það er að segja ógnun enskunnar við kunnáttu okkar á dönsku eða öðrum skandinavískum tungumálum. I greininni í blaðinu í gær var það viðhorf algengt hjá viðmælendum að gagnkvæmur skilningur manna á milli væri aðalatriðið í norrænu samstarfí, að það skipti ekki öllu máli hvaða tungumál væri talað heldur að allir skildu hvern annan, því væri eðlilegt og sjálfsagt að enska væri það tungumál sem notað væri þar sem ekki gæfíst kostur á túlkun. Þetta er skiljanlegt viðhorf en við verðum að skoða málið í víðara samhengi. Það er okkur Islendingum afar mikilvægt að halda í þekkingu okkar á norrænum málum, ekki af þjóðernisrómantískum ástæðum heldur einfaldlega af þeirri ástæðu að sú þekking opnar okkur glugga inn í hinn skandinavíska menningarheim. Auðvit- að á þetta við um þekkingu á hvaða tungumálum sem er, að hún opnar glugga inn í ólíka menningarheima sem væru annars að mestu leyti lokaðir. En þessi gluggi er okkur sérstaklega mikilvægur vegna menningarlegra og sögulegra tengsla. Það er því ekki rétt að líta á útbreiðslu enskunnar á norrænum vettvangi sem eðlilega þróun heldur sem vanda sem þurfí að bregðast við. Hér er ekki ástæða til að tíunda ástæður þess að skandinavísku málin hafa að miklu leyti þurft að víkja fyrir enskunni. Að öllum líkindum eru flestir sammála um að víðtæk engilsaxnesk menningaráhrif séu megin- ástæðan. Við þurfum hins vegar að velta því fyrir okkur hvernig við getum styrkt stöðu skandinavískra tungu- mála hér á landi og aukið vægi menningarstrauma úr þeirri átt. Inntak norræns samstarfs í gegnum árin hefur að stórum hluta verið menningarlegt en svo virðist sem ávextir þess hafí ekki skilað sér að nægilega miklu leyti til almennings hér á landi. Kannski eru Bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs ágætt dæmi því þótt margir viti hvaða íslenska bók er lögð fram til verðlaunanna á ári hverju eru það miklu færri sem vita hverjar bækur hinna þjóðanna eru. Vafalaust má að einhverju leyti kenna al- mennu áhugaleysi um en meginorsakarinnar hlýtur að vera að leita í skorti á kynningu. Þannig hefur kannski megintilgangur þessarar verðlaunasamkeppni gleymst sem er auðvitað að kynna og vekja áhuga Norðurlanda- búa á bókmenntum hverra annarra og þar með sameigin- legri tungumálaarfleifð þjóðanna. í raun þyrfti að hefja mjög markvisst kynningarstarf á menningu hinna Norðurlandanna til þess að vinna gegn því að enskan verði endanlega ofan á í norrænu sam- starfí. Við mættum taka Frakka okkur til fyrirmyndar hvað varðar stuðning við framleiðslu á íslenskum kvik- myndum og innlendu sjónvarpsefni en það er vonlaust að setja takmörk á engilsaxneskt menningarefni eins og þeir gerðu á tímabili. Líklega þarf að verða allsherjar við- horfsbreyting. Hana væri auðvitað best að hefja í skólum landsins þar sem rækta mætti jákvætt viðhorf gagnvart dönskunni sem töluvert virðist skorta á. Fjölmiðlar, bæði ljósvakamiðlarnir og prentmiðlarnir, þurfa að sækja meira efni til frændþjóðanna, og kynna menningu þeirra. Þannig þyrftu æ fleiri að koma að því að gera hið nor- ræna samstarf sýnilegra og áþreifanlegra, og þar með árangursríkara. Aform um miðlunarlón Landsvirkjunar við Norðlingaöldu Beðið eftir áliti Þj órsárveranefndar LÓNIÐ yrði þriðja stærsta stöðuvatn landsins, miðað við að hæð þess yrði 581 m.y.s., 62 ferkflómetrar að stærð. Ef samþykkt yrði hins vegar að hæð þess yrði 575 m.y.s. myndi gróðursælt land norðan Sóleyjarhöfða ekki lenda undir vatni. Þegar hefur verið gengið á Þjórsárverin með gerð Kvíslavatns sem sést á myndinni, en þar fór 7 km2 gróið land undir vatn. Til að hagkvæmt sé að gera 140 MW Vatns- fellsvirkjun ofan Sig- ölduvirkjunar á milli Þórisvatns og Krókslóns þarf að útbúa stórt miðl- unarlón í Þjórsárverum sem er friðlýst svæði samkvæmt alþjóðlegum sáttmála. Þóroddur Bjarnason kynnti sér málið og komst m.a. að því að Náttúruvernd rík- isins tekur væntanlega afstöðu til málsins í haust en Landsvirkjun vill að umhverfisráðu- neytið segi til um eðli- legan farveg málsins. VONAST er til að Þjórsár- veranefnd, sem fer yfir nið- urstöður áratuga rann- sókna sem gerðar hafa ver- ið á áhrifum Norðlingaölduveitu á líf- ríki Þjórsárvera, skili áliti í haust þegar sumarleyfum lýkur. Nefndin á að skila áliti sínu til stjórnar Nátt- úruverndar ríkisins og stjómin mun taka afstöðu til þess hvort veita eigi leyfi til lónsgerðarinnar. Ef af lóni verður þá metur stjórnin hve hátt yf- ir sjávarmáli lónið muni standa. Hagkvæmni Vatnsfellvirkjunar sem 140 MW virkjunar skerðist verulega ef Norðlingaölduveita er ekki byggð að sögn Þorsteins Hilmarssonar, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar, en undirbúningur að gerð hennar er kominn vel á veg hjá Landsvirkjun. I friðlýsingarsáttmála íyrir friðlandið í Þjórsárverum frá 1987 segir: „Ennfremur mun Náttúru- vemdarráð fyrir sitt leyti veita Landsvirkjun undanþágu frá friðlýs- ingu þessari til að gera uppistöðulón með stíflu við Norðlingaöldu í allt að 581 m.y.s., enda sýni rannóknir að slík lónsmyndun sé framkvæmanleg án þess að náttúruverndargildi Þjórsárvera rýrni óhæfilega að mati Náttúrverndarráðs.“ Að mati margra er þó betur viðun- andi ef lónið yrði byggt, að það yrði ekki hærra en 575 m.y.s. því þá færi svæðið norðan við Sóleyjarhöfða ekki undir vatn en það svæði er mikið gróið. Eins og að höggva bambus- skóga í Kína Árni Bragason, forstjóri Náttúra- verndar ríkisins, segir að Þjórsárver séu stærsta samfellda gróðursvæði inni á hálendi íslands og, ásamt Eyjabökkum, það verðmætasta með tilliti til gróðurfars og lífríkis. Hann segir að íslendingar verði að vakna til vitundur um það sem í húfi er ef veitan verður byggð. „Is- lendingar bera alþjóðlega ábyrgð þarna því svæðið er varpsvæði stærsta hluta heiðagæsastoftisins í heiminum. Þetta er al- þjóðlegtvotlendissvæði og eitt af þremur Ramsar-svæðum á Is- landi en Ramsar er alþjóðlegur samningur um votlendi. Áð skaða þetta svæði væri eins og menn færa að höggva niður bambusskóga í Kína með þeim afleiðingum að pandabim- ir, sem era í útrýmingarhættu, myndu deyja út,“ segir Ámi. Þjórsárver era helsta varpsvæði heiðagæsa í heiminum en tveir þriðju hlutar stofnsins verpa í Þjórsárver- um, alls um 6-10.000 pör. Hæð lónsins og gerð þess yfir höf- uð er, eins og áður segir, háð því hvað kemur úr mati Þjórsárvera- nefndar. Ef lónið verður í 581 metra hæð skerðist um 16% af gróðri Þjórsárvera og einnig verður vatnið mjög grannt á stóru svæði og þá skapast mikil hætta á landrofi, að sögn Árna Bragasonar. Hann segir að stjórn Náttúra- verndar ríkisins hafa úrslitavald um hvort af gerð veitunnar verður eða ekki. Kostnaður við rannsóknir nálægt 100 milljónum Árið 1981 var gerður samningur við Náttúrverndarráð en í honum er ákvæði um að fara eigi fram rann- sókn á áhrifum lóns í hæðinni allt að 581 metri, á gróðurfar, grunnvatn og annað á þessu svæði. Landsvirkjun kostaði rannsóknir sem dr. Þóra Ell- en Þórhallsdóttir prófessor í grasa- fræði við Háskóla íslands stýrði í tíu ár og skilaði hún skýrslu árið 1994. Kostnaður við þær rannsóknir sem farið hafa fram á svæðinu er orðinn nálægt 100 milljónum króna, sam- kvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun. Gísli Már Gíslason, for- maður Þjórsárveranefnd- ar, segir að alveg ljóst sé, samkvæmt skýrslu Þóra, að lón sem er í þessari hæð eða lægri myndi hafa veraleg áhrif á gróðurfar á svæðinu. Skipulagsstjóri ríkisins hefur fall- ist á að byggð verði allt að 140 MW Vatnsfellsvirkjun ofan Sigöldu milli Þórisvatns og Krókslóns. Niðurstaða skipulagsstjóra tekur ekki mið af hugsanlegri Norðlingaölduveitu og því er aðeins fjallað um 140MW virkjun við Vantsfell óháð því hvort af Norðlingaölduveitu verður eða ekki. Vegna ákvörðunar skipulagsstjóra sendu Náttúraverndarsamtök Is- lands og Fuglavemdarfélag íslands umhverfisráðherra stjórnsýslukærar í júní sl. þar sem krafist er ógilding- ar á úrskurði skipulagsstjóra og hvatt til að ráðist verði í gerð nýs mats á umhverfisáhrifum er nái að- eins til fyrirhugaðs fyrri áfanga Vatnsfellsvirkjunar með 70-100 MW uppsettu afli. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsinga- fulltrúi Landsvirkjunar, segir að fyr- irtækið líti á Vatnsfellsvikjun og Norðlingaölduveitu sem tvær að- gerðir og fari í mat á umhverfisáhrif- um hvor í sínu lagi. „I fyi-sta lagi þurfum við að fá leyfí fyrir þessari virkjun. Það þarf leyfi fyrir Norð- lingaölduveitu líka og við munum á næstu mánuðum leggja fram skýrslu um mat á umhverfisáhrifum þeirrar framkvæmdar þannig að menn geti kynnt sér hana. Dónaskapur hjá Landsvirlgun Gísli Már Gíslason segir að Landsvirkjun sé að reyna að tefja málið til að reyna að vé- fengja rannsóknir Þóru. „Landsvirkjun hefur ekki treyst sér til að véfengja þessar niðurstöður Þóru en þeir hafa samt verið að leita til ýmissa sérfræð- inga til að biðja um álit á niðurstöðu hennar," sagði Gísli. „Mér finnst það dónaskapur hjá Landsvirkun að eftir að hafa kostað tíu ára rannsóknir sem þeir véfengja ekki eru þeir samt að leita til fólks, oft á tíðum með miklu minni menntun en Þóra, til að reyna að fá fram annað álit. Þetta Ljósmynd/Hjálmar R. Bárðarson. UM 15% af varpsvæði íslensk- grænlenska heiðagæsastofnsins myndi fara undir vatn. Tveir þriðju hlutar alls íslensk-græn- lenska heiðagæsastofns heimsius verpa í Þjórsárverum. sýnir að mörgu leyti hvernig þeir starfa.“ Menn óttast ekki eingöngu að heiðagæsastofninnn rýrni, eins og fram hefur komið, heldur óttast menn að framkvæmdin muni valda verulegum uppblæstri og gróðureyð- ingu af hans völdum í Þjórsárveram. „Það era það miklar sveiflur í vatns- hæðinni og landið er svo flatt að eins metra hæðamiunur á lóni getur verið hundrað metra á lengdina. Svo getur Landsvirkjun ekki ábyrgst að vatn fari ekki hærra en ákvörðuð hæð. Að minnsta kosti tvisvar á 50 ára fresti mun vatn fari hærra vegna veður- skilyrða en eitt skipti er nóg til að allur gróður sem fer undir vatn drep- ist. I kjölfarið fer að blása úr jarð- veginum og það hefur síðan keðju- verkandi áhrif,“ sagði Gísli. Flókið lögfr;eðilegt álitamál hver hefur úrslitavald Þorsteinn Hilmarsson segir að ekki sé útséð um það hver geti ákveðið endanlega hvort byggja má lón eða ekki. Hann segir að málið sé flókið lögfræðilega. Nú segir Árni Bragason, forstjóri Náttúrverndar ríkisins, að Náttúra- vernd ríkisins hafi úrslitavald í því hvort af lónsgerðinni verður? „Þetta er flókið lögfræðilegt álita- mál. Það gildir ákveðin reglugerð um nefndina, Ramsar-sáttmálinn sem Is- lendingar eru aðilar að kann að snerta þetta og svo eru lög um mat á umhverfisáhrifum. Við höfum óskað eftir því við um- hverfisráðuneytið að það taki afstöðu til málsins um hver sé eðlilegur far- vegur þess.“ Hvað þýðir það fyrir ykkur ef Náttúrvernd ríkisins gefur ekki leyfi fyrir lónsgerðinni? „Ef hún metur málið þannig getur það skipt veralegu máli fyi-ir þessi áform Landsvirkjunar, það liggur ljóst fyrir.“ Nú liggja fyrir 10-15 ára rann- sóknir á lífríki á svæðinu. Er það ekki nægjanlegt að ykkar mati? „Landsvh’kjun hefur kostað viða- miklar rannsóknir á lífríki svæðisins og aðstæðum við hið fyrirhugaða lón mörg undanfarin ár. Þessar rann- sóknir benda á ákveðin vandamál, eins og rof úr bökkum og uppblástur, en það er ekki þar með sagt að það séu ekki lausnir á þeim vandamálum. Landsvirkjun hefur látið gera athug- anir á aðgerðum sem unnið geta gegn þessum neikvæðu afleiðingum. Það sem myndi koma fram í skýrslu um mat á umhverfisáhrifum era þessi áhrif af gerð lónsins og mögulegar aðgerðir til að ráða bót á þeim. Það er markmiðið með mati á umhverfisá- hrifum að allar hliðar málsins séu skoðaðar til þess að finna þá lausn sem skaðar umhverfið minnst. Síðan taka stjórnvöld eftir það ákvörðun um hvort heimild fæst til framkvæmda eða ekki.“ Haldið þið að varp heiðagæsarinnar vegi ekki þungt gegn fyrirhuguðum framkvæmdum í Þjórsár- veram? „Auðvitað þarf að meta það mál. Ég held þó að ekkert hafi komið fram í rannsóknum um að fram- kvæmdirnar hefðu stórar búsifjar í för með sér fyrir heiðagæsirnar. Ég held að þær muni laga sig að nýjum aðstæðum og færa sig um set innan svæðisins." + Óttast að framkvæmdin valdi gróður- eyðingu Telja að heið- argæsirnar muni færa sig um set Breytingar á ríkisstjórn Tony Blairs Enn skal glímt við velferðarkerfíð Reuters SUMUM flokkssystrum Tony Blairs finnst sem hlutur kvenna hafi verið fyrir borð borinn í uppstokkuninni en þessar þtjár fengu allar ný embætti. Yst til vinstri er Ann Taylor, agameistari flokksins, Þá Margaret Beekett, forseti neðri deildarinnar, og loks Margaret Jay, barónessa og forseti lávarðadeildarinnar. E ndurskipulagning breska velferðarkerfis- ins hefur mistekist í grundvallaratriðum að því er fram kemur í grein Sveins Sigurðs- * sonar. Utgjöldin hafa hækkað en ekki lækkað og það er ein megin- ástæðan fyrir þeim breytingum, sem Tony Blair forsætisráðherra hefur gert á stjórninni. UPPSTOKKUNIN, sem Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, gerði á stjórn sinni sl. mánudag er meiri en almennt var búist við. Margir töldu, að hann myndi veigra sér við mjög róttækum uppskurði en það var öðra nær. Þegar á hólminn kom var engum hlíft og það vekur líka athygli, að hann tók sínar ákvarðanir án þess að ráðfæra sig við sína tvo helstu samstarfsmenn, þá Gordon Brown og Peter Mandelson. Niðurstaðan var sú, að fjórir ráð- herrar vora látnir víkja og í þeirra stað skipaðir vinir og gamlir sam- starfsmenn Blairs. Með því hefur hann styrkt tök sín á stjórninni og meðal annars minnt á að gefnu til- efni, að það er hann, forsætisráð- herrann, sem er yfirmaður fjármála- ráðherrans, en ekki öfugt. Meginá- stæða uppstokkunarinnar eru samt mistökin eða árangursleysið í vel- ferðarmálunum. I kosningunum á síðasta ári var það eitt af stóra stefnumálunum hjá Blairog Verkamannaflokknum að skera upp velferðarkerfið í því skyni að draga úr óþarfa braðli og fjár- austri og nota það fé, sem sparaðist, til að bæta menntun í landinu. Síðan era liðnir 15 mánuðir og þróunin hef- ur verið alveg öfug við það, sem að var stefnt. Útgjöld til velferðarmála hafa stöðugt verið að aukast. Það kom því ekki á óvart, að Harriet Harman félagsmálaráðherra skyldi verða gert að taka pokann sinn en auk þess sagði aðstoðarmað- ur hennar, Frank Field, af sér. Sótt- ist hann eftir starfi Harman en þegar Blair ljáði ekki máls á því ákvað hann að vinna að sínum málum sem óbreyttur þingmaður eins og hann komst að orði. Osammála um flest Mikið var látið með Harman þeg- ar hún tók við félagsmálaráðuneyt- inu og henni gjarna lýst sem dæmi- gerðri fyrir hina nýju ásjónu Verka- mannaflokksins. Úppskurðurinn á velferðarkerfinu reyndist henni og Field hins vegar erfiðari en vonast hafði verið til enda era þau mjög ólíkar persónur og voru sammála um fátt. Field, sem hefur verið óþreyt- andi baráttumaður gegn fátækt í 30 ár, lagði til dæmis áherslu á, að fólki yrði gert að leggja til hlið- ar af launum sínum í opin- bera eða óháða lífeyris- sjóði en hugmyndir Harman snerast mikið um svokallaða „afkomukönn- un“ í því skyni að skera niður bætur til þeirra, sem ekki þyrftu á þeim að halda. Eftirmaður Harman sem félags- málaráðherra er Alistair Darling, mikill stuðningsmaður Blairs, en hann þótti standa sig mjög vel sem ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneyt- inu er hann sá um allsherjarendur- skoðun á útgjöldum hins opinbera. Viðbrögð íhaldsmanna við ráð- herraskiptunum era þau, að Verka- mannaflokkurinn hafi nú gefist upp á umbótum í velferðarkerfinu en aðrir telja ólíklegt, að Darling muni láta það á sannast. Þeir telja sennilegt, að hann muni reyna að spara við sig stóru orðin en láta þess í stað verkin tala. Margt bendir aftur á móti til, að nokkur afturkippur sé að verða í bresku efnahagslífi og það gæti gert honum starfið erfiðara en ella. Auk Harman misstu embætti sitt þeir Richard lávarður, forseti lá- varðadeildarinnar, Gavin Strange samgönguráðherra og David Clarke, ráðherra opinberrar þjónustu. Kom brottvikningin ekki á óvart með þá tvo síðastnefndu en hún hefur legið í loftinu frá því þeir voru skipaðir ráð- heraar í maí sl. „Skuggaprinsinn“ orðinn ráðherra Þótt vandræði Verkamannaflokks- ins í velferðarmálum séu ein meginá- stæða uppstokkunarinnar, fer ekki milli mála, að skipan Peter Mandel- sons sem iðnaðar- og viðskiptaráð- herra vekur mesta athygli. Tekur hann við af Margaret Beckett, sem verður áfram í ríkisstjórninni sem forseti neðri deildarinnar. Mandelson er mjög umdeildur maður, jafnt innan flokks sem utan, en aðdáendur hans telja, að sigur Verkamannaflokksins í kosningunum á síðasta ári sé fyrst og fremst hon- um að þakka. Andstæðingar hans segja aftur á móti, að hann sé ein- tómar umbúðir en ekkert innihald, machíavellskur baktjaldamaður, sem eigi svo sannarlega skilið viðurnefnið „Skuggaprinsinn“. Fram að þessu hefur Mandelson verið ráðherra án ráðu- neytis, sem segir raunar lítið um þau miklu áhrif, sem hann hefur haft á bak við tjöldin, en nú fær hann loksins „raunveralegt embætti". Á því þarf hann líka að halda til að bæta stöðu sína innan flokksins en margir flokksbræðra hans, einkum þeir af gamla skólan- um, treysta honum ekki. Mandelson hefur náin tengsl við viðskipta- og atvinnulífið í Bretlandi og hann er mikill Evrópusinni. Er skipan hans því um leið ákveðin yfir- lýsing af hálfu Blairs í þeim efnum. Þótt Mandelson sé einna lengst til hægri í breska Verkamannaflokkn- um hefur hann samt komist í vin- fengi við helstu frammámenn jafnáð- annanna annars staðar í Evrópu og hann er einnig trúnaðarvinur Karls prins og ríkisarfa. Er hann talinn eiga stóran þátt í, að umfjöllun breskra fjölmiðla um samband þeirra Karls og Camillu Parker Bow- les hefur gerst vinsamlegri upp á síðkastið. Á fyrsta ári ríkisstjórnarinnar hafði Mandelson afskipti af ýmsum málum, kolanámum, lágmarkslaun- um og fleira, en auk þess hefur hann haft yfiramsjón með byggingu hinn- ar risastóra Aldamótahvelfingar í London. Þessi umdeilda bygging á að vera miðpunkturinn í hátíðahöld- unum í Bretlandi þegar nýrri öld verður fagnað en andstæðingar Mandelsons segja, að hún muni jafn- framt verða hans banabiti. Hann fær nú betra tækifæri en áður til að af- sanna það þar sem byggingin heyrir nú beint undir hann sem ráðherra. Brown skipaður „tilsj ónarmaður “ Samkvæmt lögum Verkamanna- flokksins ber að velja ráðherrana úr skuggaráðuneyti flokksins fyrst og fremst og við uppstokkunina nú varð heldur engin breyting á helstu emb- ættunum. Jack Straw verður áfram innanrfkisráðherra, Robin Cook ut- anríkisráðherra, David Blunkett menntamálaráðherra og Gordon Brown fjármálaráðherra. Blair þykir hins vegar hafa styrkt stöðu sína gagnvart sínum gamla vini, Brown, með því að skipa Stephen Byers, tryggan stuðningsmann sinn, sem ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneyt- inu og þar með helsta samstarfs- mann Browns. Það gerði Blair þótt Byers yrði næstum að at- hlægi í janúar sl. þegar hann sagði í útvarpsvið- tali, að sjö sinnum átta væru 54. Þeir Blair og Brown era enn vinir og nánir samstarfsmenn en Blair hefur mislíkað ýmislegt, sem komið hefur frá stuðningsmönnum fjármálaráðherrans. Útkoma ævi- sögu Browns olli líka uppnámi meðal stuðningsmanna Blairs og einhver úr þeirra hópi lét þá svo ummælt, að Brown væri „ekld alveg heill á geði“. Það fór líka fyrir brjóstið á Blair, að Nick Brown, agameistari flokksins í neðri deild, skyldi hafa komið að ævi- sögunni og við uppstokkunina nú vai»- hann færður úr því embætti og gerð- ur að landbúnaðarráðherra. Við starfi hans sem agameistara hefur tekið Ann Taylor. Cunningham verður „yfírráðherra" Jack Cunningham, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, hefur tekið við nýju ráðherraembætti, sem felst í því að samræma störf og stefnu rík- isstjórnarinnar. I raun er um að ræða yfirlýsingu frá Blair um að hann ætli sér ekki að líða lengur neina flokkadrætti innan ríkisstjórn- arinnar. Cunningham er 58 ára gamall, næstelstur ráðherranna á eftir John--? Prescott, og sagt er, að Blair meti mikils reynslu hans og tilraunir hans til að fá Evrópusambandið til að aflétta banni á breskum nautgripaaf- urðum vegna kúariðunnar. Cunning- ham fékk hins vegar fá prik hjá bændastéttinni þegar hann lýsti yfii’, að það væru takmörk fyrir því hvað hún gæti krafist mikilla niður- greiðslna. Meginverkefni Cunninghams verður að binda enda á alls konar samningamakk innan einstakra ráðuneyta og milli þeirra og telja flestir, að það beinist ekki síst gegn fjármálaráðuneytinu. Verður hann í beinu sambandi við Blair og hefur þegar verið skipaður í mikilvægustu'í nefndir ríkisstjórnarinnar. „Vinstrisinnaða hefðarfrúin" Margaret Jay barónessa, dóttir Callaghans lávarðar, sem var forsæt- isráðherra í ríkisstjórn Verkamanna- flokksins á áttunda áratugnum, tek- ur við af Richard lávarði sem forseti lávarðadeildarinnar auk þess sem hún verður sér- stakur ráðherra í málefn- um kvenna. Lafði Jay, „vinstrisinnaða hefðarfrú-^ in“, færð það erfiða verk- efni að koma í gegn umbótum Verka- mannaflokksins á deildinni en þær fela meðal annars í sér, að atkvæðis- réttur lávarðanna verði frá þeim tek- inn. Hún nýtur þó mikillar virðingar meðal þeirra og var skipan hennar almennt fagnað. (Hcimildir: The Times, Financial Times, Daiiy TeIegT*aph, Rcuters.) Erfitt að standa við stóru orðin Orðinn þreytt ur á flokka- dráttum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.