Morgunblaðið - 29.07.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.07.1998, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR KEIKÓ er nú ekki kominn enn hr. Göran en frændur hans hoppa liér og skoppa og kunna sér ekki læti af eftirvæntingu . . . Þjálfa hunda fyrir blinda RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt tillögu Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigðisráðherra um að veita 2,2 milljónum króna til þjálfunar leið- söguhunda fyrir blinda og sjón- skerta. Fjárveitingin nægir til kaupa og þjálfunar á tveimur hund- um. A síðasta ári starfaði starfshópur á vegum heilbrigðisráðuneytisins, sem falið var það verkefni að meta þarfir blindra og sjónskertra og gera úttekt á hvernig þörfum þeirra væri sinnt í dag. Hópurinn taldi mikilvægt að þjálfaðir yrðu leið- söguhundar fyrir blinda líkt og gert er á hinum Norðurlöndunum, Bret- landi og víðar. Heilbrigðisráðherra féllst á þessa tillögu starfshópsins og hefur þegar einn hvolpur verið keyptur og verið er að leita að öði-um. Níu mánuði tekur að þjálfa hundana, en þjálfun þeirra verður í umsjón Auðar Björnsdóttur frá ísafirði. Nefndin kannaði einnig mögu- leika á að flytja þjálfaða blindra- hunda erlendis frá. Kostnaður við kaup á einum þjálfuðum hundi var áætlaður 2 milljónir króna. Auk þess var talin hætta á að hundurinn glataði þjálfuninni við að vera sett- ur í margra mánaða sóttkví eftir komuna til landsins. Að þjálfa hund innanlands var því talinn helmingi ódýrari kostur. MANNRÆKT UNDIR JÖKLI Snæfellsásmótið um verslunarmannahelgina á Brekkubæ. Hellnum FJÖLBREYTT DAGSKRÁ MEÐ FYRIRLESTRUM — NÁMSKEIÐUM — EINKATÍMUM — SVITAHOFI — FRIÐARATHÖFN — KVÖLDVÖKUM — DANSI — SÖNG — HREYFINGU — LEIKLIST — HEILUNARVÍGSLUM - SKYGGNILÝSINGU Barnadagskrá: Yoga fyrir börn, ævintýraferð, leiklist (líka fyrir unglinga) og hugleiðsla með litum. Fyrirlesarar og fræðarar: Porsteinn Njálsson heimilislæknir, Guðrún Hjörleifsdóttir miðill, Helga Sigurðardóttir Ijóslitakennari, Jón Jóhann seiðmaður, Guðrún G. Bergmann leiðbeinandi, Hermundur Sigurðsson talnaspekingur, Bryndís Sigurðardóttir reikimeistari, Guðjón Bergmann yogakennari, Marta Eiríksdóttir leiklistarkennari, Ágúst Pétursson stjörnuspekingur, Guðlaugur Bergmann leiðbeinandi, Hallgrímur Óskarsson yogakennari, Sveinbjörg Eyvindsdóttir hjúkrunarfræðingur, Guðriður Hannesdóttir leiðbeinandi, Jóhann Þóroddsson grasafræðari, Ólöf Þorvarðsdóttir listmeðferðarfræðingur, séra Ólafur Jens Sigurðsson, Margrét Hafsteinsdóttir miðill og Arnhildur S. Magnúsdóttir aromaþerapisti. Verð kr. 3.000, frítt fyrir börn yngri en 14 ára. Vímulaust mót. Miðasala hjá Snæfellsás-samfélaginu í síma 435 6754 eða við innganginn. Fax: 435 6801. Netfang: leidar@aknet.is Heimasíða fyrir Vestur-íslendinga Ymsir hafa kom- ist í kynni við skyldfólk Hálfdan Helgason Fyrir um tveimur ár- um setti Hálfdan Helgason upp heima- síðuna The emigration from Ieeland to North America eða búferlaflutn- ingamir frá íslandi . til Norður-Ameríku. Flett hefur verið upp á heimasíð- unni um 16.000 sinnum og margir hafa með þessum hætti komist í samband við ættmenni sín hér á landi eða Islendingar fundið skyldmenni sín vestra. „Megintilgangurinn með heimasíðunni er að koma á framfæri upplýsingum um Island, sögu þess, menn- ingu og síðast en ekki síst ættfræði. Mér hefur þótt áhugavert að veita fólki upplýsingar um ættfræði og gefa því kost á að nýta sér síð- una til að koma á framfæri sínum fyrirspurnum." Hálfdan segir að þó afkomend- ur vesturfara í Bandaríkjunum og Kanada hafi oftast lejtað til sín með fyrirspurnir hafi Islendingar einnig notfært sér heimasíðuna og leitað að ættingjum sínum í Bandaríkjunum og Kanada með þessum hætti. - Færðu margar fyrirspurnir? „Já, það berast til mín ótal fyr- irspurnir sem ég reyni að leysa úr eftir mætti. Ég gæti auðveldlega verið í fullu starfi við að svara fyr- irspurnum og leita fyrir fólk en þetta er allt gert í sjálfboðavinnu og meðfram öðru starfi þannig að ég reyni að svara fyrirspurnum eins og tími gefst til.“ -Hvernig er heimasíðan upp byggð? „Hún er miðuð við að aðstoða fólk við að finna rætur sínar eða núlifandi ættingja. Ég er síðan með tengla fýrir ýmsa þætti og er með vísi að gagnabanka um land- nemana íyrir vestan." Hálfdan segir að menn geti leitað í þann banka og fengið upplýsingar. Þá segist hann reyna að útskýra fyrir fólki íslenska nafnakerfið, vera með vísi að ættfræðilegu orðasafni og fáeinai’ gamlar myndir sem hann fékk leyfi frá Þjóðminjasafn- inu til að nota. Að lokum geta menn komið með fyi-irspurnir. Þegar Islendingar hafa komið með fyi-irspurnir hefur jafnvel fólk í Bandaríkjunum og Kanada sem þær sér tekið við og leitað fyrir viðkomandi." - Þú hefur þá kynnst mörgum í gegnum þetta áhugamál? „Já, ég hef kynnst fjölmörgum og til gam- ans má geta þess að í kringum heimasíðuna hefur myndast um þrjátíu manna hópur sem skrifast á reglulega. Hópurinn hefur áhuga á ættfræði og íslenskum málefnum og skiptist á upplýsing- um þar að lútandi." Meirihluti þeirra sem koma með fyrirspurnir eru rosknir. „Þetta er iðulega fólk sem man eftir ömmu og afa sem töluðu ís- lensku eða jafnvel mömmu og pabba. Það er sjaldgæft að það tali íslensku sjálft utan eina og eina setningu og það er allur gangur á því hvort fólk hefur heimsótt landið. „ - Veistu til að margir hafí náð að kynnast ættmennum sínum með þinni aðstoð? „Já, það eru þónokkur dæmi um það og sumir hafa jafnvel komið hingað til lands að heim- sækja skyldmenni sín. Mér hefur ►Hálfdan Helgason er fæddur í Reykjavík árið 1937. Hann ólst upp á Húsavík og útskrifaðist sem tæknifræðingur frá Stokk- hólmi árið 1963. Hann hefur starfað sem tæknifræðingur frá þvi námi lauk og síðustu tiu árin hefur hann starfað hjá verk- fræðistofunni Fjarhitun hf. Hálfdan hefur lengi haft áhuga á ættfræði og setti upp heimasíðu fyrir tveimur árum fyrir þá sem eru að leita ætt- menna sinna hér á landi eða í Bandaríkjunum og Kanada. Eiginkona Hálfdans er Erla Benediktsdóttir, bókavörður í Gerðubergi, og eiga þau þrjú börn og fimm barnabörn. líka tekist að kynna fólk innbyrðis í Bandaríkjunum og Kanada sem er skylt en vissi ekki hvað af öðru. Hálfdan segist ennfremur hafa fengið fyrirspurnir frá ættmenn- um þeirra vesturfara sem lögðu land undir fót til Utah á árunum eftir 1855. „Ég er með tengil á síðunni þar sem sögð er saga Þórðar Diðriks- sonar sem fór til Utah á þessum árum. Það er greinilegt að þessir íslendingar lögðu mikið á sig fyr- ir trúna.“ -Færðu annars konar fyrír- spurnir en um ættfræði? „Ég fæ ýmsar spurningar um land og þjóð og sumar hreint ótrúlegar. Nýjasta dæmið er fólk sem var að leita að íslensku nafni á óskírt barn vinafólks. Ég hafði samband við Hagstofuna og fékk lista yfir vinsælustu nöfnin sem ég síðan sendi þeim. Þá er fólk meira að segja að leita að matar- uppskriftum og svo mætti áfram telja.“ Heimasíða Hálfdans er http: //nyherji.is/— halfdan- /westward/vestur.htm og netfang hans halfdan@itn.is. -Þú ert að velta fyrir þér að útbúa heimasíðu um íslendinga sem fluttu til Ástralíu á sjöunda áratug þessarar aldar? „Ég hef töluvert hugsað um það. Nokkur fjöldi flutti til Ástral- íu á þessum tíma og ég hef verið í sambandi við mann sem flutti ung- ur til Astralíu og er að reyna að komast í samband við fleiri." Ef fólk sem þetta les þekkir einhverja sem fluttu til Ástralíu á þessum árum vill Hálfdan endilega biðja þá um að senda sér línu með upp- lýsingum. Þá kemur kannski á daginn hvort grundvöllur er fyrir slíkri heimasíðu." Ótal fyrir- spurnir í hverri viku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.