Morgunblaðið - 29.07.1998, Side 41

Morgunblaðið - 29.07.1998, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1998 41 FÓLK í FRÉTTUM Morgunblaðið/Ásdís BIRGIR Örn Steinarsson Mausverji, Vilhjálmur naglbítur og Sölvi Blöndal, Quarashi. Rapp og ról Framundan er mikil ferða- og skemmti- helgi og hljómsveitirnar Maus, 200.000 naglbítar og Quarashi hyggjast leggja und- ir sig höfuðstað Norðurlands að því er þeir Birgir Orn Steinarsson, Vilhelm Anton Jónsson og Sölvi Blöndal segja. FRAMUNDAN er mikil ferða- og skemmtihelgi og hátíðir víða um land. I höfuðstað Norðurlands verð- ur margt sér til gamans gert og þar á meðal tónleikar vinsælustu ungsveita landsins, sunnansveitanna Maus og Quarashi og norðanmanna í 200.000 naglbítiim. I spjalli við talsmenn sveitanna á Gráa kettinum, þá Birgi Örn Stein- arsson Mausliða, Vilhelm Anton „Villa“ Jónsson, naglbít að norðan, og Sölva Blöndal, primús inter pares Quarashi, kemur fram að hljómsveit- irnar hyggjast halda tvenna tónleika í Renniverkstæðinu á Akureyri um verslunármannahelgina, en Renni- verkstæðið ku vera á bak við Við Pollinn og Bing Dao. Þeir félagar segjast vera búnh' að festa sér stað- inn föstudags- og laugardagskvöld, en haldi þeim möguleika opnum að bæta við tónleikum á sunnudags- kvöld ef aðsókn gefur tilefni til. Aðspurðh- hvers vegna þeir séu að halda tónleika á þessum stað og þessum dögum, í miðri útihátíðinni Halló Akureyri segjast þefr hafa leit- að eftir því að fá að spila sem hluti af Halló Akureyri, en fengið þau svör að fólk vilji ekki hlusta á tónlist eins og þefrra um verslunarmannahelg- ina, það verði allt að vera létt popp, að sögn Birgis, „og það er bannað að vera á gallabuxum um jólin,“ bætfr Villi við. „Okkur fannst það sérkennilegt að fólk vildi ekki hlusta á vinsælustu hljómsveitir landsins um helgina,“ heldur Birgir áfram og Sölvi tekur við: „Við höldum þessa tónleika til að afsanna það að fólk vilji bara hlusta á létta froðu um verslunarmannahelg- ina.“ „Við setjum fram tilgátu og komumst að niðurstöðu þannig að það ætti ekki að vefjast fyrh- neinum framvegis,“ segir Villi ákveðinn. „Þetta er göfugt hugsjónastarf,“ segir Sölvi, „en engin fjárplógsstarf- semi.“ „Við höfum engan áhuga á peningum,“ segir Birgir, „enda eig- um við ekkert af þeim“. Miklir atvinnumenn Þeir félagar segja að óákveðið sé hvernig þeir skipti með sér verkum, það komi í ljós þegar nær dregur. Aðalmálið sé að setja saman skemmtilega dagskrá og þá skipti ekki meginmáli hvernig hljómsveit- irnar raðist niður á kvöldunum. „Við erum svo miklir atvinnumenn að við þurfum ekki að tala um þetta,“ segir Sölvi, en til viðbótar við sveitirnar er plötusnúður, DJ Dice, „ógeðslega góður“ að mati Sölva, sem leikur á milli sveitanna og áður en þær hefja leik sinn. Villi er á heimavelli fyrir norðan og 200.000 naglbítai- hafa iðulega leikið á Renniverkstæðinu. „Þetta er frábær staður til að spila á, mikið gólfpláss fyrir þá sem vilja standa og dilla sér og líka sæti fyrir þá sem vilja.“ Hljómsveitirnar halda tónleik- ana í sameiningu, skipuleggja þá og taka alla fjárhagslega áhættu; segj- ast eiga það á hættu að tapa milljón- um, og skella upp úr svo ekki er ljóst hvort taka eigi þá tölu trúanlega. „Það er mjög gott að halda tónleika sjálfur,“ segir Sölvi, „þá leggur mað- ur svo miklu harðar að sér við undfr- búninginn og svo tónleikana sjálfa." „Ég hef líka séð það með Maus,“ segir Birgir, „að það er miklu skemmtilegra að gera þetta allt sjálfur. Það er orðið allt of langt síð- an við héldum tónleika sjálfír. Það er þá líka á hreinn að fólk er að koma til að sjá okkur, en ekki vegna þess að það er eitthvað annað í gangi.“ Enginn biður um Smoke on the Water Villi segh' að ekki síst sé það skemmtilegt að ekki verði einhvei' til að reka sveitimar á svið eða nöldra yfíi' smámunum. „Það verður líka ekki á staðnum lið sem biður okkur um að taka Smoke on the Water,“ segir Birgir, „og ekki House of the Rising Sun.“ „With a Little Help from My Friends kemur aftur á móti til greina,“ segir Sölvi ábyrgðarlaust. A tónleikum fyrir skemmstu gerðist það að hljómsveitirnar Vínyll og Qu- arashi runnu saman í eina risasveit og þeir félagar taka ekki fyi-fr að það geti gerst verði stuðið nógu mikið. Þeir Birgir, Villi og Sölvi segja að tónleikarnir hafí enga yfirskrift, varpa reyndar fram ýmsum hug- myndum sem ekki er hægt að birta á prenti og um tíma stendur reyndar upp úr hugmyndin rapp og ról áður en hún er slegin af. Ymislegt er á seyði hjá hljómsveit- unum þremur annað en að spá í tón- leika fyrú’ norðan og þannig eru 200.000 naglbítar á leið í hljóðver að taka upp efni á breiðskífu sem kem- ui' út í haust. Tónleikahald þeirra verður því í skötulíki þar til um það leyti sem sú plata kemur út. Mausverjar eru og að snúa sér að upptökum og lagasmíðum, en framundan er hjá sveitinni að setja saman kynningardisk til að svara fyrirspurnum að utan. Fátt verður því um Maustónleika á næstunni fyr- h' vikið. Quarashi er einnig á fullu í lagasmíðum og upptökum, en Sölvi segir að tónleikarnir fyrir norðan verði síðasta tækifæri til að sjá Qu- arashi á tónleikum á þessu ári; hann sé á förum út til náms á næstu vikum og komi líkast til ekki aftur fyrr en skömmu fyrir jól. Eins og getið er verða tónleikar Maus, 200.000 naglbíta og Quarashi í Renniverkstæðinu á Akureyri næst- komandi föstudags- og laugardags- kvöld. Hitaðir í örbylgjuofni, ofni eða í potti Fljótlegt í dagsins önn. Framleiðandi: Júmbó samlokur. Símans og Ericsson Láttu þig dettu í ^lukkupott j 24.980,- stgr ) Ericsson GF 788e 980,-stgr) Ericsson GA628 Zricssori a ófrúlegu , verði V 1 —\ SfMANS % ^ §ERICSSON 5 Þegarþú kaupirþér GSM síma frá Ericsson eða Ericsson auka- hluti hjá Símanum eða Póstinum um land allt.fer nafn þitt sjálfkrafa í lukkupott Símans og Ericsson. SÍMINN Ármúla 27, sími 550 7800 Landssímahúsinu v/ Austurvöll, sími 800 7000 PÓSTURINN um land allt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.