Morgunblaðið - 20.09.1998, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 20.09.1998, Qupperneq 2
2 B SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER1998 MORGUNBLAÐIÐ / Virkjunarkostir á hálendi Islands Maðurinn hefur í árþúsundir reynt að lifa í sátt við umhverfi sitt. Lengi vel hafði náttúran yfirhöndina og gat hún verið bæði erfið viðureignar og hörð. Síðastliðnar aldir hefur maðurinn sótt í sig veðrið, náð betri tökum á náttúrunni og meðal annars lært aö beisla orku hennar. Þróunin hefur verið hröö og sums staðar í heiminum hafa framkvæmdir mannsins tekið toll af stórbrotinni náttúrufegurð. íslendingar standa frammi fyrir mikilvægum spurningum. Á að ráðast í frekari framkvæmdir á beislun vatnsorku háiendisins, eóa á aö staldra vió og gefa náttúrunni grið? í greinaflokknum Landiö og orkan er velt upp spurningum um framtíö hálendisins. Ragna Sara Jónsdóttir kynnti sér nokkra virkjunarkosti á hálendinu og áhrif þeirra á umhverfið, og Ragnar Axelsson festi svæðin á filmu. í greinaflokknum Landið og orkan verður fjallaó um áhrifasvæöi virkjana næstu fimm sunnudaga. Sunnudagurinn 20. september Kárahnúkavirkjun Með virkjun Jökulsár á Brú yrði Kárahnúka- virkjun að veruleika. Ef til hennar kæmi yrði hún stærsta virkjun landsins, um 500 MW. Hálslón yrði uppistöðulón fyrir virkjunina og myndi það einna helst hafa áhrif á hreindýrastofninn auk þess sem ásýnd Dimmugljúfra myndi breytast töluvert. Krafa um virkjanir í sátt við umhverfið hefur aukist undanfarin ár. Spjallað er við umhverfisstjóra Landsvirkjunar og stiklað á stóru í sögu hreindýra á íslandi. Sunnudagurinn 27. september Fljótsdalsvirkjun Fljótsdalsvirkjun hefur verið umdeild í mörg ár sökum þeirra áhrifa sem Eyjabakkalón myndi hafa á fugla- og gróðurlrf á Eyjabökk- um. Á meðan sveitarstjórnir á Austurlandi leggja áherslu á að finna orkukaupanda hið fyrsta þrýsta aðrir hagsmunaaðilar á að virkjunin fari í lögformlegt um- hverfismat. Enn aðrir benda á að náttúruupplifun á svæðinu sé engu lík, en umferð ferðamanna á þessum slóðum hefur farið vaxandi undanfarin ár. Sunnudagurinn 4. október Arnardals- og Brúarvirkjun Virkjun Jökulsár á Fjöllum er viðkvæmt mál fýrir marga þar sem vatnsrennsli í Dettifossi yrði stórlega skert, a.m.k. að vetri til. Virkj- unin kaliar einnig á miðlunarlón á stæið við Þingvallavatn sem sökkva myndi Arnardal að mestu leyti. Hagkvæmni og möguleikar á orkusölu um sæstreng verða skoðaðir sem og alþjóðasamþykktir um náttúruvernd. Sunnudagurinn 11. október Sunnudagurinn 18. október Fossinn Dynkur Fossinn Dynkur í Þjórsá er glæsilegur og kröftugur, en Irtið heimsóttur af ferðamönn- um. Norðlingaöldumiðlun kæmi til með að skerða verulega vatnsrennsli í Þjórsá og þar af leiðandi einnig um fossinn Dynk og aðra fossa í ánni. Ferðamenn og aðrir í ferðaþjónustu segja álit sitt á fyrirhug- uðum virkjunarframkvæmdum og kannað er hvað ferðamenn sækja til íslands. Einnig er velt vöngum yfir virði landsins og framtíð þess. Norðlingaöldulón Vatnsmiðlun við Norðlingaöldu hefur lengi staðið til. Slík miðlun myndi sökkva hluta Þjórsárvera en þau voru gerð að friðlandi árið 1981 eftir hávær mótmæli náttúru- verndarfólks, en Þjórsárver eru stærsta heiðagæsabyggð heims. Miðlunin myndi nýtast flestum virkjunum sem fyrir eru á vatnasvæði Þjórsár-Tungnaár. Reynsla Norðmanna af virkjunum er skoðuð sem og tillögur um breytingar í orkumálum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.