Morgunblaðið - 25.10.1998, Page 1
VOÐALEGT POPP
BAÐLAUG I LAUGARDAL
SUNNUDAGUR
25. OKTÓBER 1998
SUNNUPAGUR
BLAÐ
ÞEGAR krían er farin og allir ferðamenn horfnir á
braut úr Flatey í Breiðafirði á haustmánuðum, færist
allajafna kyrrð og friður yfir þessa fögru eyju með
gömul hús sín og minjar um horfna tíma og lífshætti.
Allt annað er hins vegar uppi á teningum þessa
dagana, eins og Gunnlaugur Árnason varð áskynja
þegar hann kom við í eyjunni um síðustu helgi. Flatey
hafði umbreyst á skömmum tíma í heilt kvikmyndaver
og þegar atgangurinn var hvað mestur voru þar um
80 manns við tökur á kvikmyndinni Ungfrúin góða og
húsið sem gerð eftir sögu Halldórs Kiljan Laxness.
Dóttir skáldsins, Guðný Halldórsdóttir, leikstýrir
myndinni og aðalhlutverkin, prófastsdæturnar tvær,
eru í höndum Tinnu Gunnlaugsdóttur og Ragnhildar
Gísladóttur, auk þess sem fjöldi annarra þekktra
leikara kemur við sögu. B2 ►
SEGLSKÚTAN Jó-
hanna var leigð frá
Færeyjum til að nota í
kvikmyndinni og setti
mikinn svip á um-
hverfið. Leikurunum
þykir hins vegar
greinilega heldur
kalsasamt að standa
þarna í fjörunni.
HÚSIÐ Vogur í Flatey
er í hlutverki hússins
þar sem sagan í Eyvík
gerist að miklu leyti.
Það hefur yfir sér
dtvíræðan heldri-
mannabrag enda bú-
staður prófastsins og
helsta atvinnurekand-
ans í plássinu.