Morgunblaðið - 25.10.1998, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1998 B 5
spennandi. Hann spilaði með Jimi
Hendrix og kærusturnar hans voru
Barbra Steisand og Janis Joplin.
Gullplöturnar urðu fjórar, Grammy-
verðlaunin tvenn og brennivíns-
birgðirnar ótæmandi; einhvern tím-
ann sofnaði hann á sviðinu.
Nakinn í heitum potti
Hann lék á móti Steisand í endur-
gerðinni Stjarna er fædd eða „A St-
ar is Born“ en upphaflega var hug-
myndin að Elvis Presley færi með
hlutverkið. Framleiðandi var Jon
Peters, kærasti Steisand á þeim
tíma, en alræmdast úr þeirri mynd-
gerð er atriðið með Krist og Barbra
í heita pottinum. Peters, sem
smokraði sér í kvikmyndirnar sem
hárgreiðslumeistari Barbra, harð-
neitaði því að Krist færi nakinn með
kærustunni sinni í baðið en sveita-
söngvarinn lét það sem vind um
eyru þjóta og hlammaði sér í heita
pottinn eins og guð sjálfur skóp
hann. Peters trylltist spm frægt
mun vera í Hollwyood. „Eg held að
Jon hefði kosið það helst að ég væri
í kafarabúningi,“ er haft eftir Kri-
stofferson í dag, „en ég var óheflað-
ur á þeim tíma.“ Myndin varð
óhemju vinsæl og platan sem fylgdi
henni ekki síður.
Cimino hafði samband við Kris út
af mynd sem hann hafði í smíðum
og hét Himnahliðið. Leikar-
inn/söngvarinn var þá nýskilinn við
Rita Coolidge og Cimino hvatti
hann til þess að sýna sársaukann
sem því fylgdi í myndinni. Sársauk-
inn var reyndar á endanum gríðar-
legur fyrir þá báða. Cimino hefur
síðan ekki gert mynd af viti og Kris
allt að því hvarf 1 gleymskunnar dá.
„Ég lít á heila málið sem morðtil-
ræði í dag,“ er haft eftir Kristoffer-
son. „Aumingja Michael. Fyrir hann
var þetta eins og að horfa á barnið
sitt myrt og vera síðan kennt um
það.“
SELDUR sem leikfangadúkka;
í hlutverki sínu í „Blade".
Eftir Himnahliðið fór að halla
undan fæti. Hljómplötufyrirtæki
Kris fór á hausinn og næstu 15 árin
voru myndirnar sem hann lék í varla
eftirminnilegar; hann hélt tónleika
en salan var ekkert til þess að hrópa
húrra fyrir. Svo gerðist það að John
Sayles fékk hann til þess að leika
fyrir sig lítið en mikilvægt hlutverk í
mynd sinni „Lone Star“ og allt í
einu tók menn að ráma aftur í Kris
Kristofferson. „Myndin kom mér
aftur í gang,“ segir hann.
Merchant og Ivory veittu honum
athygli og buðu honum aðalhlut-
verkið í „A Soldier’s Daughter
Never Cries“ en hún byggir á
æviminningum Kaylie Jones sem út
komu árið 1990 og fjalla um hvernig
það var að alast upp sem dóttir
James Jones, rithöfundarins sem
skrifaði Héðan til eilífðar eða „From
Here to Eternity". Ivory hafði
reiknað með Nolte í hlutverkið en
Nolte var þá búinn að samþykkja að
leika í mynd Terrence Malicks, „The
Thin Red Line“, sem vill svo til að
byggir á framhaldi James Jones á
Héðan til eilífðar. „Ég hringdi í Ter-
rence og spurði hann hvað væri í
gangi,“ er haft eftir Ivory, „en eftir
að við fengum Kris til að vinna fyrir
okkur var þetta aldrei nein spurn-
ing.“
Svo gæti farið að Kris Kristoffer-
son settist niður við skriftir. Hann
hefur áhuga á því að gerast rithöf-
undur og víst er söguefnið óþrjót-
andi.
SEM rithöfundurinn James Jones
í mynd James Ivorys.
Margt að starfa
Kris leikur á móti Wesley Snipes í
hasarmyndinni „Blade“ sem geri
hefur það gott í miðasölunni í Banda-
ríkjunum í haust og er það í fyrsta
sinn í tvo áratugi sem nafn Kri-
stoffersons hefur verið nefnt í sömu
andrá og gróðamynd; þá er það í
fyrsta skipti einnig sem seld eru leik-
föng í dótabúðum sem eru eftirlíking-
ar af honum. Og Ki'is verður í mörg-
um fleiri myndum á næstunni. Hann
leikur á móti Mel Gibson í mynd sem
heitir „Payback“ og á móti Martin
Landau í myndinni „The Joyriders“
og síðan á móti leikkonunni Brendu
Blethyn úr Leyndarmálum og lygum
í myndinni „Girls’ Night“. Þá er
væntanlegur geisladiskur með tónlist
hans, „The Austin Sessions". „Mér
líður bara nokkuð vel,“ sagði hann
nýlega í samtali við skemmtanatíma-
ritið Entertainment Weekly, „af
gömlum manni að vera.“
Kris er þó ekki svo gamall, 62 ára,
en hefur lifað margt um sína æri.
ALLSBER í baði; með Barbra í Stjama er fædd.
er ansi brokkgengur og hann hefur
leikið fyrir hina ólíkustu og kannski
ólíklegustu leikstjóra. Einnig hefur
hann það á bakinu (hvernig svosem
mönnum líkar myndin) að hafa farið
með aðalhlutverkið í Himnahliðinu,
einum stærsta og umtalaðasta skelli
krikmyndasögunnar.
Hann fæddist inn í hermannafjöl-
Pat Garrett og Billy the Kid og í
þeirri kannski vanmetnu mafíu-
mynd, Færið mér höfuð Alfredo
Gareia eða „Bring Me the Head of
Alfred Garcia“. Einnig lék hann á
móti Ellen Burstyn í mynd Martin
Scorsese „Alice Doesn’t Live Here
Anymore".
Tónlistarsriðið var ekki síður
Hann hefur róast
mikið með aldrinum
að eigin sögn. Liðnir
eru þeir dagar þegar
hann sat nakinn fyr-
ir í herratímaritinu
Playboy ásamt
bresku leikkonunni
Söru Miles árið 1976
(þau léku þá saman í
Sjóaranum sem haf-
ið hafnaði eða „The
Sailor Who Fell
From Grace With
the Sea“). „Það er
komin svo mikil
regla á líf mitt,“ hef-
ur tímaritið eftir
honum. „Ég þarf ekki að hafa áhyggj-
ur af þri lengur að fí'amkvæma allt
sem ég predika. Ég verð ekki fullur
lengur, ég reyki ekki gras, ég geri
ekkert sem er ólöglegt framar."
Úr boxi í bókmenntir
Þegar litið er yfir feril Kristoffer-
sons í krikmyndunum sést að hann
Aftur
í gang
Kris Kristofferson er aftur
kominn á ról í kvikmynd-
unum eftir mikla lægð.
Arnaldur Indriðason
kynnti sér feril þessa
skyldu og hlaut strangt uppeldi í
Brownsrille í Texas. Lagði fyi-ir sig
hnefaleika í Pomona háskólanum ár-
ið 1958 en tók þveröfuga stefnu í líf-
inu og fór að læra ljóðagerð sem
Rhodes styrkþegi rið Oxford há-
skóla - Bill Clinton fór einnig til Ox-
ford á slíkum styrk. Kristofferson
hætti í miðju kafi og tók sér ýmis-
legt fyrir hendur í framhaldinu.
Hann lærði að fljúga þyrlum og bað
um að fá að fara til Víetnam. Við-
brögð hersins voru á þá leið að
senda hann beinustu leið í West
Point herskólann þar sem hann
kenndi enskar bókmenntir. „Maður
komst ekki í neitt betra,“ segir
hann, „ef maður ætlaði sér á annað
borð frama í hernum."
En það átti hvorki fyrir honum
að liggja að fljúga þyrlum né kenna
bókmenntir. Hann hafði lengi haft
hugann rið sönglagagerð og flutti
til Nashville, miðstöðvar sveita-
söngvanna, með eiginkonu sinni og
tveimur börnum. Á meðan hann
var að koma undir sig fótunum
starfaði hann fyrir olíufyrirtæki og
sem húsvörður en sem slíkur fylgd-
ist hann m.a. með upptökum Bob
Dylans á plötunni „Blonde on
Blonde“.
Hann kynntist sveitasöngvaran-
um Johnny Cash og orðspor hans
sem lagasmiðs fór vaxandi. Hann
komst loks á samning og hver smell-
urinn fylgdi öðrum eins og „Help
Me Make it Through the Night" og
„Me and Bobby McGee“. Þess var
ekki langt að bíða að krikmyndatil-
boðin tóku að streyma til hans.
Fyrsta myndin sem hann lék í
hét reyndar því dularfulla nafni
Síðasta bíómyndin eða „The Last
Movie“ og var gerð árið 1971 en
Dennis Hopper var potturinn og
pannan í myndinni. Á áttunda ára-
tugnum lék hann fyrir hasar-
myndaleikstjórann riðkunna
Sam Peckinpah í myndunum
sérstæða leikara og
sveitasöngvara
BANDARISKI sveita
söngvarinn og krik-
myndaleikarinn Kris
Kristofferson hafði
staðið fjarri krikmyndunum í
langan tíma þegar hann fór
með bragðmikið hlutverk í mynd
hins óháða leikstjóra John Sayles
fyrir eins og þremur árum. Hún
hét „Lone Star“ og var gríðarlega
vel tekið af gagnrýnendum. Eftir
það tóku kvikmyndatilboðin að
streyma til Kristoffersons á ný og
þótt endurkoma hans á hvíta tjaldið
sé ekki með sömu ósköpum og
Johns Travolta eftir að hann lék í
„Pulp Fiction", hafa menn veitt hon-
um eftirtekt í myndum hér og þar;
nú síðast í nýjasta verki hinna fág-
uðu og fínlegu Ismail Merchants og
James Ivorys sem heitir Dóttir her-
mannsins grætur aldrei eða „A
Soldier’s Daugther Never Cries“.
Það er stærsta hlutverk í bíómynd
sem Kristofferson hefur haft með
höndum frá því hann var í Himna-
hliðinu eða „Heaven’s Gate“ eftir
Michael Cimino. Sú mynd var rökk-
uð niður af gagnrýnendum og hvarf
með manni og mús árið 1980.
KRISTOFFERSON
snýr aftur; 62 ára og
kominn aftur í gang.