Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 2
2 E SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU AUÍQ LÝ S I N G AR Uæknival Tæknival hf. er eitt stærsta tölvufyrirtæki landsins með á þriðja hundrað starfsmenn. Tæknival er skráð á Verðbréfaþingi íslands og er veltan á þessu ári áætluð um 3 milljarðar króna. Tæknival er vaxandi þekkingarfyrirtæki og selur mörg af þekktustu vörumerkjum heims á sviði upplýsingatækni s.s. Compaq, Hyundai, Toshiba, Microsoft, Novell, Cisco, TEC og Concorde. Tæknival á og rekur 4 verslanir auk þess að reka eitt stærsta hugbúnaðarhús landsins. Ný störf hjá HugbúnaðarsviðiT æknivals Vegna síaukinna umsvifa óskum við eftir að ráða vaska liðsmenn í dugmikinn hóp starfsmanna Tæknivals hf. Ertu snjall forritari og viltu breyta til ? Hefur þú áhuga á að glíma við forritun í þróunarumhverfi, sem er einstakt í sinni röð ? Við leitum að áhugasömum kerfis- og/eða tölvunarfræðimenntuðum hugbúnaðarmanni til að sinna forritun i 4. kynslóðarmálum s.s. Java og SQL við MS- SQL og Oracle gagnagrunna. Ahersla er lögð á að viðkomandi eigi auðvelt með að vinna sjálfstætt sem og í hópi með öðrum. Tæknimaður - Concorde Axapta og XAL Hefur þú reynslu af uppsetningu á viðskiptahugbúnaði og tæknilegri þjónustu ásamt forritun því fylgjandi og viltu takast á við verðug verkefhi í kröfúhörðu umhverfi ? Við leitum að tölvunar- og/eða kerfisfræðimenntuðum einstaklingi, sem hefúr metnað til að vaxa í starfi, er þjónustulipur og laginn í mannlegum samskiptum. Reynsla af viðskiptakeríúm og vensluðum gagnagrunnum s.s. MS-SQL og Oracle er æskileg en ekki skilyrði. Ráðgjafi - viðskiptahugbúnaðar Hefur þú góða innsýn í fjármál og rekstur og hefúr þú áhuga á að sinna faglegri ráðgjöf við notkun upplýsingakerfa, skipulagningu upplýsingaflæðis, þarfagreiningu og kerfishönnun ? Við leitum að kraftmiklum og drifandi viðskipta- og/eða rekstrarfræðimenntuðum einstaklingi, sem hefúr faglegan metnað, þægilega ffamkomu og er sjálfstæður í starfi. Einnig kemur til greina að ráða aðila með marktæka þekkingu og reynslu af notkun upplýsingakerfa við rekstur fyrirtækja. Leikskólakennarar Leikskólar Reykjavíkur auglýsa lausar stöður leikskólakennara við neðangreinda leikskóla: Bakkaborg, Blöndubakka 2. Leikskólinn erfimm deilda þar sem dvelja 102 börn samtímis. Leitað er eftir leikskólakennara í fullt starf. Leikskólinn leggur áherslu á jafnvægi og fjöl- breytni í uppeldisstarfi. Nánari upplýsingar veitir Elín Erna Steinars- dóttir, leikskólastjóri í síma 557 1240. Brákarborg, v/Brákarsund. Leikskólinn er þriggja deilda þar sem dvelja 39 börn samtímis. Leitað er eftir leikskólakennara í hálft starf eftir hádegi, frá 1. janúar nk. Góður andi ríkir á staðnum. Leikurinn í fyrir- rúmi í öllu starfi. Nánari upplýsingar veitir Anna Harðardóttir, leikskólastjóri í síma 553 4748. Grænaborg, Eiríksgötu 2. Leikskólinn er fjögurra deilda þar sem dvelja 80 börn samtímis. Leitað er eftir leikskólakennara í hálft starf eftir hádegi frá 1. janúar nk. Nánari upplýsingar veitir Jóhanna Bjarna- dóttir, leikskólastjóri í síma 551 4470. Laufskálar, Laufrima 9 Leikskólinn er fjögurra deilda þar sem dvelja 86 börn samtímis. Leitað er eftir leikskólakennara í tvær heilar stöður og hálft starf e.h. Leikskólinn leggur áherslu á sköpun í leik og starfi. Unnið með þema og hópastarf. Nánari upplýsingar veitir Lilja Björk Ólafsdóttir, leikskólakennari í síma 587 1140. Steinahlíð, Suðurlandsbraut. Leikskólinn hefur eina deild þar sem dvelja 29 börn samtímis. Leitað er eftir leikskólakennara í fullt starf. Nánari upplýsingar veitir íris Edda Arnardóttir, leikskólakennari í síma 553 3280. Tjarnarborg, Tjarnargötu. Leikskólinn er þriggja deilda þar sem dvelja 47 börn samtímis. Leitað er eftir leikskólakennara í fullt starf. Nánari upplýsingar veitir Steinunn Auðuns- dóttir, leikskólastjóri í síma 551 5798. Vesturborg, Hagamel. Leikskólinn leggur áherslu á val og hópastarf. Leitað er eftir leikskólakennara í fullt starf. Leikskólinn leggur áherslu á val og hópastarf. Nánari upplýsingar veitir Steinunn Sigurþórs- dóttir, leikskólastjóri í síma 552 2438. í boði eru: Áhugaverð störf í hvetjandi starfsumhverfi hjá framsæknu fyrirtæki þar sem símenntun er í fyrirrúmi og liðsandinn til fyrirmyndar. Áhersla er lögð á að starfsmenn eigi kost á að vaxa í þroskandi starfsumhverfi. Góð laun eru í boði fýrir rétta aðila. Ofangreindir starfsmenn mxmu ganga í gegn um umfangsmikla 2ja mánaða þjálfún þar sem farið verður í gegnum viðskiptalega og tæknilega uppbyggingu Concorde Axapta og þá gagnagrunna sem notaðir eru við rekstur Concorde Axapta og ConcordeXAL. Umsóknarfrestur vegna ofangreindra starfa er til og með 4. desember n.k. Ráðningar verða skv. nánara samkomulagi. Vinsamlega athugið að fyrirspurnum verður eingöngu svarað hjá STRA ehf. Allar umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. Guðný Harðardóttir og Guðrún Hjörleifsdóttir veita nánari upplýsingar. Viðtals- tímar eru frá ki. 10-13. Umsóknareyðublöð eru fyrirliggjandi á skrifstofunni, sem er opin frá kl. 10-16 alla virka daga. Tölvupóstfang er: stra@centru m.is Vakinn er athygli á að fáist ekki leikskólakennarar í ofangreindar stöðurverða ráðnir starfsmenn með aðra uppeldismennturog/eða reynslu. Þroskaþjálfi / sérkennari Engjaborg, Reyrengi. Leikskólinn er þriggja deilda þar sem dvelja 62 börn samtímis. Leitað er eftir þroskaþjálfa eða sérkennara í fullt starf. Nánari upplýsingar veitir Hallveig Guðbjört Ingimarsdóttir, leikskólastjóri í síma 587 9130. Undanfarin ár hefur staðið yfir markviss vinna við stefnumótun hjá Dagvist barna. Meginmarkmið er að bæta og styrkja alla þjónustu við börn og foreldra þeirra. Þjónustan byggir á þekkingu á þörfum barnanna og á góðu faglegu starfi í náinni samvinnu við foreldra. Hjá Dagvist barna í Reykjavik starfa um 1650 starfsmenn og allt kapp er lagt á að fá dugmikið og áhugasamt fólk til starfa hjá metnaðarfullri stofnun. Umsóknir berist viðkomandi leikskólastjóra á eyðublöðum sem liggja frammi í leikskólum og á skrifstofu Dagvistar barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17. Fasteignasala Öflug og reynd fasteignasala óskar eftir að ráða aðila í skjalagerð. Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun til starfa fasteignasala eða sam- bærilegt og hafa starfað við viðskipti af sama eða svipuðu sviði. Gott starfsumhverfi er í boði. Viðkomandi leggi inn umsókn á afgreiðslu Mbl., merkta: „F — 7006", fyrir 3. desember nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.