Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 14
14 E SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ RAOAUGLVSINQAR STYRKIR Menntamálaráðuneytið Styrkir til háskólanáms í Danmörku Stjórnvöld í Danmörku bjóða fram fjóra styrki til handa íslendingum til háskólanáms í Dan- mörku skólaárið 1999—2000. Styrkirnir eru ætlaðir þeim, sem komnir eru nokkuð áleiðis í háskólanámi og eru miðaðir við 9 mánaða námsdvöl, en til greina kemur aðskipta þeim ef henta þykir. Styrkfjárhæðin er 4.450 d. kr. á mánuði. Umsóknum um styrkina, ásamt staðfestum afritum prófskírteina og meðmælum, skulu sendartil menntamálaráðuneytisins, Sölv- hólsgötu 4,150 Reykjavík, fyrir 4. janúar nk. á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást. Menntamálaráðuneytið, 27. nóvember 1998. www.mrn.stj.is Umsóknir um styrki úr IHM-sjóði Rithöfundasamband íslands minnir á úthlutun úr IHM-sjóði, sbr. auglýsingu í Morgunblaðinu 15. nóvember 1998. Umsóknir þurfa að berast Rithöfunda- sambandi Islands, Gunnarhúsi, Dyngju- vegi 8, 104 Reykjavík, fyrir 7. desember 1998 Rétttil úthlutunar eiga rithöfundar, leikskáld, þýðendur, handritshöfundar og aðrir höfundar ritverka, sem flutt hafa verið í sjónvarpi eða hljóðrituð. Um úthlutun geta sótt allir þeir, sem telja sig eiga rétt, án tillits til félagsaðildar. Með umsóknum skal fylgja yfirlit um birt verk umsækjanda í sjónvarpi eða hljóðvarpi. Sérstakt tillit verður tekið til birtra verka síð- ustu fimm almanaksár. Reykjavík 26. nóvember 1998. Stjórn Rithöfundasambands íslands. Hörðudalsá til leigu Laus er til útleigu Hörðudalsá í Dalasýslu. Tilboð óskast send til undirritaðs, póstlögð fyrir 20. desember 1998. Nánari upplýsingar í síma 434 1331 eftir kl. 20.00. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Fyrir hönd veiðifélags Hörðudalsár, Hörður Hjartarson, Vífilsdal, 371 Búðardal. TILKYNNINGAR Auglýsing um deiliskipulög sumarbústaðabyggða við Hörðuvallabraut 16 og 16A í landi Vaðness og í landi Nesjavalla í Gríms- nes- og Grafningshreppi Samkvæmt 25. gr. laga nr. 73/1997, er hér með lýst eftir athugasemdum við deiliskipulög sum- arbústaðabyggða við Hörðuvallabraut 16 og 16A í landi Vaðness og í landi Nesjavalla, Grímsnes- og Grafningshreppi. Skipulagstil- lögurnar liggja frammi á skrifstofu Grímsness- og Grafningshrepps frá 2. desember til 6. janú- ar 1999 (á skrifstofutíma). Skriflegum athuga- semdum við skipulagstillögurnar skal skila á skrifstofu Grímsness- og Grafningshrepps fyrir 20. janúar 1999. Þeir sem ekki gera at- hugasemdir innan tilskilins frests teljast sam- þykkir tillögunni. Sveitarstjóri Grímsness- og Grafningshrepps. Gurðabær Auglýsing um tillögu að deiliskipulagi leikskólanna Bæjarbóls við Bæjarbraut/ Krókamýri og Lundabóls við Hofsstaðabraut Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar Garðabæj- ar og með vísan til 25. gr. skipulags- og bygg- ingarlaga nr. 73/1997 er hér með lýst eftir at- hugasemdum við tillögu að deiliskipulagi leik- skólanna Bæjarbóls við Bæjarbraut/Krókamýri og Lundabóls við Hofsstaðabraut í Garðabæ. Um er að ræða nánari skilgreiningu bygging- arreits vegna fyrirhugaðra viðbygginga leik- skólanna. Tillagan liggurframmi á bæjarskrifstofunum í Garðabæ, Garðatorgi 7, frá 1. desember til 29. desember 1998 á skrifstofutíma alla virka daga. Athugasemdum við skipulagstillöguna skal skila til undirritaðs fyrir 12. janúar 1999 og skulu þær vera skriflegar. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan tilskil- ins frests, teljast samþykkir tillögunni. Bæjarverkfræðingurinn í Garðabæ. Goröabær Auglýsing um tillögu að deiliskipulagi leikskólanna Bæjarbóls við Bæjarbraut/Krókamýri og Lundabóls við Hofsstaðabraut Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar Garðabæj- ar og með vísan til 25. gr skipulags- og bygg- ingarlaga nr. 73/1997 er hér með lýst eftir at- hugasemdum við tillögu að deiliskipulagi leik- skólanna Bæjarbóls við Bæjarbraut/Krókamýri og Lundabóls við Hofsstaðabraut í Garðabæ. Um er að ræða nánari skilgreiningu bygging- arreits vegna fyrirhugaðra viðbygginga leik- skólanna. Tillagan liggurframmi á bæjarskrifstofunum í Garðabæ, Garðatorgi 7, frá 1. desember til 29. desember 1998 á skrifstofutíma alla virka daga. Athugasemdum við skipulagstillöguna skal skila til undirritaðs fyrir 12. janúar 1999 og skulu þær vera skriflegar. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni. Bæjarverkfræðingurinn í Garðabæ. Auglýsendur athugið skilafrest! Atvinnu-, rað-, og smáauglýsingum, sem eiga að birtast á þriðjudögum þarf að skila fyrir klukkan 12 á mánudögum. auglýsingadeild sími 569 1111 símbréf 569 1110 netfang: augl@mbl.is Húsaleigubætur Samkvæmt 3. gr. reglugerðar um húsaleigu- bætur nr. 37/1998 segir meðal annars: „Sækja þarf um húsaleigubætur fyrir hvert almanaksár og gildir umsóknin til ársloka. Umsókn um húsaleigubætur skal hafa borist sveitarfélagi eigi síðar en 15 dögum fyrir fyrsta dag út- greiðslumánaðar". Til þess að eiga rétt á húsa- leigubótum 1. janúar 1999 þarf Félagsmála- stofnun Hafnarfjarðar að berast umsókn um húsaleigubætur fyrir 15. janúar 1999, ásamt skattframtaii 1998. Vakin er athygli á því að skv. bráðabirgða- ákvæði III. í lögum um húsaleigubætur nr. 138/1997 skal frá 1. janúar 1999, greiða núsa- leigubætur mánaðarlega fyrir síðastliðinn mánuð, ekki fyrirfram eins og verið hefurfram að þessu. Vegna þessa greidast bætur fyrir janúar- mánuð 1999, 5. febrúar 1999. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Félagsmálastofnunar Hafnarfjarðar á Strand- götu 8 — 10, 3. hæð. Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði. TILBOÐ/ÚTBDÐ Hvammur, heilsugæslustöð í Kópavogi, lóðarframkvæmdir Útboð 11229 Framkvæmdasýsla ríkisinsf.h. heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis og Kópavogsbæjar, óskar eftir tilboðum í frágang lóðar við heilsu- gæslustöðina HVAMM í Kópavogi sem stendur austan Smárahvammsvegar. Verkið felst í fullnaðarfrágangi á lóð heilsugæslu- stöðvarinnar, þ.e. frágang lagna og jarðvinnu vegna bílastæða, hellu- og gróðursvæða. Yfir- borðsfrágangur s.s. malbikun bílastæðis, raflýs- ing, hellulagnir og frágangur gróðursvæða. Helstu magntölur eru: Gröftur á lausum jarðvegi 730 m3 Fyllingar 1.980 m3 Malbikun 1.046 m2 Hellulögn 403 m2 Verkinu skal vera lokið eigi síðar en 1. júní 1999. Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á kr. 3.000.- hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7, 105 Reykjavík. Tilboðin verða opnuð hjá Ríkiskaupum mánudag- inn 14. desember kl. 14.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Ú t b o ð s k i l a á r a n g r i! Borgartúni 7 • 105 Reykjavík • Sími: 530 1400 • Fax: 530 1414 Veffang: www.rikiskaup.is • Netfang: rikiskaup@rikiskaup.is RÍKISKAUP Útboð — iðnaðarhús Gámaþjónustan hf. óskar eftir tilboðum í að framleiða og reisa iðnaðarhús úr stáli, límtré eða öðru byggingarefni ásamt einangrun og klæðningu að Berghellu 31, Hafnarfirði. Sökk- lar eru ekki með í þessu útboði. Helstu magntölur eru: Hús grunnflötur um 2000 m2 Hæð húss um 8 m Gögn verða afhent frá og með þriðjudeginum 1. des. hjá Verkfræðiþjónustunni Strendingi ehf, Reykjavíkurvegi 68, Hafnarfirði. Tilboð verða opnuð kl. 11.00 þriðjudaginn 22. des. nk. hjá Gámaþjónustunni hf., Súðavogi 2, Reykjavík. Strendingur ehf. verkfmðlþjónusta • fta>*/avf*un«gur 6« ■ 220 Haínarflírdur simí 565-5640 • fax 565-5640 • netfang strendigur@centrum.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.