Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 8
8 E SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Verkstjóri og lagermaður Rótgróið og gott innflutningsfyrirtæki hefur falið mér að leita að starfs- mönnum til eftirtalinna framtíðarstarfa: Verkstjóra í pökkunardeild: Leitað er að einstaklingi sem hefur reynslu af verkstjóm, aðila sem býr yfir miklum krafti, drýfandi og getur unnið sjálfstætt og skipulega og hefiir góða hæfni í mannlegum samskiptum og sé í senn bæði leiðtogi og fyrirliði í hópi samstarfsmanna sinna. Lagermaður: Leitað er að góðum, vel skipulögum og snyrtilegum einstaklingi sem getur unnið undir álagi þegar þess er þörf við mótttöku og afhendingu á innflutningsvörum fyrirtækisins. Lyftaraprórf æskilegt. Allar nánari upplýsingar um starf þetta veiti ég á skrifstofu minni á venjulegum skrifstofutíma. Umsóknir er tilgreini persónu- legar upplýsingar, menntun og fyrri störf ásamt mynd afumsæk- janda óskast mér sendar sem fyrst og í seinasta lagi þann 8 desember n.k. IíaXwI LáA>. ATVINNUMIÐLUN - STARFSMANNASTJÓRNUN LAUGAVEGI 59. ~ KJÖRGARÐI. ~ 3. HÆÐ ~ 101 REYKJAVÍK SÍMI 562-4550 ~ FAX 562-4551 ~ NETFANG teitur@itn.is England - Skrifstofustjóri ✓ Enskt fyrirtæki er starfar m.a. á sviði útflutnings til Islands leitar að starfsmanni í stöðu skrifstofustjóra með aðsetur í Englandi. Starfssvið skrifstofustjóra er mjög fjölbreytt, krefjandi og yfirgripsmikið sem felur m.a. í sér eftirfarandi störf: ♦ Öll almenn ritarastörf þ.m.t. bréfaskriftir á íslensku og ensku ♦ Ýmis samkipti við íslenska kaupendur og breska seljendur ♦ Merking, færsla og afstemming bókhalds - samband við endurskoðanda ♦ Frágangur á útflutníngspappírum og öðrum skyldum atrlðum ♦ Pöntun á gámum og samkipti við skipafélög ♦ Annast greiðslu reiknlnga, innheimtu og umsjón með reiknishaldi ♦ Annast mannaráðningar og ýmis önnur stjórnunarstörf. Leitað er að einstaklingi manni eða konu sem hefur góða reynslu af öllum almennum skrifstofustörfum, bókhaldi o.s.frv., er rösk/, dugleg/, töluglögg/, góð/ur mannþekkjari, geta unnið mjög sjálfstætt og skipulega og hafi gott vald á ensku hvort sem er, ritað mál eða talað. Skrifstofustjóri þarf að vera til- búinn til að vinna ýmsa aukavinnu þegar þess er þörf og geta sinnt mörgum verkefnum í einu. f boði er fjölbreytt og krefjandi starf sem býður uppá mikla framtíðarmöguieika og ágæt laun fyrir réttan aðila ásamt afnot af íbúð og bifreið. Allar nánari upplýsingar um starf þetta veiti ég á skrifstofu minni á venjulegum skrifstofu- tíma. Umsóknir er tilgreini persónu- legar upplýsingar, menntun og fyrri störf ásamt mynd afum- sœkjanda óskast mér sendar sem fyrst og í seinasta lagi þann 8 desember n.k. IcCUaA ATVINNUMIÐLUN - STARFSMANNASTJÓRNUN LAUGAVEGI 59. ~ KJÖRGARÐI. ~ 3. HÆÐ ~ 101 REYKJAVÍK SÍMI 562-4550 ~ FAX 562-4551 ~ NETFANG teitur@ itn.is Viðskiptafræðingur Fjármálastofnun óskar að ráða viðskiptafræð- ing til starfa. Starfsreynsla ekki skilyrði. Við leitum að samviskusömum starfskrafti með glaðlega framkomu. Reyklaus vinnustaður. Vinnutími frá kl. 8 til 16 á sumrin og frá kl. 9 til 17 á veturna. Laun samningsatriði. Umsókn ásamt mynd og upplýsingum um fyrri starfsreynslu og menntun, þarf að berast aug- lýsingadeild Mbl. eigi síðar en 15. des. nk. merkt: „Viðskiptafræðingur 24". Starf á endurskoðunarskrifstofu á Akranesi Löggiltur endurskoðandi, viðskiptafræðingur eða maður vanur uppgjörsvinnu óskast til starfa á endurskoðunarskrifstofu á Akranesi. Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknum óskast skilað til Endurskoðunar- skrifstofu JÞH, pósthólf 72, 300 Akranesi, í síðasta lagi 11. desember nk. Nánari upplýsingar veitir Jón Þór Hallsson, löggiltur endurskoðandi, í síma 431 2400. BORGARVERKFRÆÐINGURINN í REYKJAVÍK Lausar stöður Byggingarfulltrúinn í Reykjavík óskar eftir að ráða til eftirtaldra starfa: Arkitekt Starfið er m.a. fólgið í undirbúningi mála fyrir fundi byggingarnefndar og umsjón með leyf- um vegna auglýsingaskilta. Umsækjendur skulu hafa réttindi til þess að gera aðaluppdrætti og hafa starfsreynslu á því sviði. Tæknifræðing/byggingarfræðing Starfið er m.a. fólgið í skráningu fasteigna og samskiptum við Fasteignamat ríkisins, útreikningum á gjöldum vegna umsókna um byggingarleyfi, íbúðaskoðun og fleira. Æskilegt er að umsækjendur hafi réttindi til þess að gera aðaluppdrætti, en reynsla á bygg- ingarsviði kemur einnig til greina. Verkfræðing/tæknifræðing Starfið er fólgið í því að fara yfir eignaskipta- yfirlýsingar og samskiptum við höfunda þeirra og húseigendur. Umsækjendur skulu hafa leyfi Félagsmálaráðu- neytisins til þess að gera eignaskiptayfirlýsing- ar og hafi jafnframt starfsreynslu á byggingar- sviði. Skrifstofumaður Starfið er m.a. fólgið í móttöku og afhendingu skjala í afgreiðslu, bréfaskriftum, skjalavörslu, símsvörun og upplýsingagjöf. Umsækjendur skulu hafa reynslu ítölvunotkun og æskileg er reynsla í skjalavörslu. Við leitum að dugmiklum einstaklingum sem búa yfir þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum. í samræmi við stefnu borgaryfirvalda eru konur sérstaklega hvattar til þess að sækja um þessi störf, þar sem þær eru í minnihluta á vinnustaðnum. Umsóknir, með greinargóðum upplýsingum um menntun og fyrri störf, beristfyrir 15. des. nk. til starfsmannastjóra borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík, sími 563 2300, sem ásamt byggingarfulltrúa gefur nánari upplýs- ingar um störfin. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI Lögfræðingur Ríkisskattstjóri óskareftirað ráða lögfræðing til starfa á alþjóðasviði tekjuskattsskrifstofu. Starfið felst aðallega í beitingu og túlkun tví- sköttunarsamninga ásamt þeim verkefnum sem eðli sínu samkvæmt falla undir alþjóða- skattarétt. Ráðning miðast við 18. desember næstkom- andi. Umsækjendur skulu hafa lokið embættis- prófi í lögfræði. Þekking á sviði skattaréttar æskileg. Ennfremur þarf umsækjandi að hafa gott vald á ensku og einu Norðurlandamáli. Launakjörtaka mið af kjarasamningum Stéttar- félags lögfræðinga og aðlögunarnefndarsamn- ingi við embætti ríkisskattstjóra. Umsóknir, þar sem fram komi m.a. upplýsingar um menntun, starfsreynslu og meðmælendur, sendist embætti ríkisskattstjóra, Laugavegi 166, 150 Reykjavík, merktar starfsmannastjóra. Umsóknarfrestur er til mánudagsins 14. desember 1998. Nánari upplýsingar veitir Guðrún W. Jensdóttir deildarstjóri alþjóðasviðs og Ari ísberg starfs- mannastjóri, í síma 563 11 00. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörð- un hefur verið tekin um ráðningu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.