Morgunblaðið - 29.11.1998, Síða 13

Morgunblaðið - 29.11.1998, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1998 E 13 Samskiptamiðstöð heyrnariausra og heyrnarskertra Vélritar þú hratt? Við leitum að fólki með menntun á háskóla- stigi, sem getur vélritað að minnsta kosti 80 orð á mínútu til að rittúlka fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta nemendur. Starfið býður upp á breytilegan vinnutíma og fjölbreytni. í því er krafist trúnaðar pg færni í samskiptum. Upplýsingar veitir Árný Guðmundsdóttir eða Valgerður Stefánsdóttir í síma 562 7702. Umsóknir skal senda til Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra, Sjómanna- skólanum v/Háteigsveg, 105 Reykjavík. Sh Mosfellsbær Leikskólinn Hlaðhamrar Leikskólakennarar og annað starfsfólk óskast til starfa. Megináherslur í innra starfi eru: „Gæði í samskiptum og skapandi starf." Upplýsingar veitir Lovísa Hallgrímsdóttir, leikskólastjóri, í síma 566 7951. Skólafulltrúi. Laserlækning ehf., Dómus Medica Við leitum að hjúkrunarfræðingi sem ertilbú- inn að tileinka sér nýjungar, starfa sjálfstætt og taka virkan þátt í hátæknimeðferð og eftirliti sjúklinga í samstarfi við lækna. Æskileg reynsla í skurð- eða handlæknis- hjúkrun. Áhugasamir sendi umsóknir á afgreiðslu Mbl. merktar: „E — 6996" fyrir 9. desember. Hjúkrunarforstjóra vantar Hjúkrunarforstjóra vantar á heilsugæslustöð- ina á Hvolsvelli í 50% starf. Nánari upplýsingar gefa formaður stjórnar heilsugæslunnar, Agn- es Antonsdóttir og Sólveig Eysteinsdóttir hjúkrunarforstjóri, í síma 487 8126. Au pair til Sviss íslensk fjölskylda í Genf óskar eftir reyklausri Au-Pair til að gæta 4 ára stúlku frá 1. jan. til 1. sept eða lengur. Möguleiki er á frönskunámi og skíðaferðum. Skrifleg svör óskast send til afgreiðslu Mbl. fyrir 10. des. merkt: „Au-Pair — Sviss". Nánari upplýsingar fást í síma 553 1382. Aðstoð óskast á tannlæknastofu Aðstoðarstúlka óskast á tannlæknastofu í Reykjavík frá áramótum. Reyklaus vinnustaður. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl., fyrir 4. desember, merktar: „T — 6976". Blómaskreytir óskar eftir vinnu til frambúðar, ca 60%, í blóma- búð. Upplýsingar í síma 567 1133/894 1733. Aðstaða fyrir netfyrirtæki Til leigu vinnuaðstaða fyrir 5—6 starfsmenn með öllum búnaði. Húsgögn og aðstaða, að- gangur að kaffistofu og fundarherbergjum, símkerfi, netkerfi, öflugur netaðgangur og að- gangur að netþjóni. Móttökuþjónusta og fjár- málaþjónusta ef óskað er. Frábær aðstaða. Við óskum eftir að fá til samstarfs, tækni- eða hugbúnaðarfyrirtæki með verkefni sem tengj- ast Netinu með einum eða öðrum hætti. Nánari upplýsingar í tölvupóst, baldur@midlun.is Hjúkrunarfræðingar Óskum eftir hjúkrunarfræðingi til starfa frá og með 1. janúar 1999. Um er að ræða 100% deildarstjórastöðu en hlutastörf koma einnig til greina. Störf við heilsugæslu eru fjölbreytt og gefandi. Við bjóðum upp á góða vinnuaðstöðu og sveigjanlegan vinnutíma. Hafið samband og leitið frekari upplýsinga. Ragnheiður Björnsdóttir, hjúkrunarforstjóri heilsugæslu, sími 431 2311. Starfsmaður óskast Við óskum eftir reyndum starfsmanni til að sjá um bókhald, launagreiðslur, innheimtu o.fl. í 60 — 100% starf. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir sendist til afgr. Mbl., merktar: „PK — 1999", og skulu berast í síðasta lagi þriðjudaginn 1. desember nk. 50% starf á skrifstofu fyrir hádegi Starfið er fólgið í gerð tollskjala, verðútreikn- ingi og almennum skrifstofustörfum. Reynsla æskileg. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 7. des. nk. merktar: „Æskileg". SOS kall öryrkjans Mæðgin sem bæði eru 75% öryrkjar. Erum í mjög mikilli fjárhagsþörf og óskum eftir fjárhagsaðstoð frá ykkur. Margt smátt gerir eitt stórt. þeir sem geta veitt okkur stuðning vinsamlegast leggið inn á bankareikning 17893 í fslandsbanka 517 með fyrirframþökk Erna Hugbúnaðargerð Ungt og framsækið hugbúnaðarfyrirtæki óskar eftir að ráða starfsmenn til að sinna hugbúnað- argerð og tölvuþjónustu. Góð laun í boði. Umsóknirsendisttil afgreiðslu Morgunblaðs- ins merkt „H — 7011" fyrir 4. desember nk. Skóverslun KRON á Vegamótastíg óskar eftir að ráða 20-40 ára afgreiðslumannskju. Viðkomandi þarf að geta byrjað strax. Áhugasamar sendi skriflega umsókn til afgreiðslu Morgunblaðsins, ásamt mynd, merkta: „O — 7016", sem fyrst. Atvinna óskast Er tvítug og útskrifast um jólin sem stúdent,og óska eftir góðri vinnu. Allt kemur til greina. Meðmæli ef óskað er. Get byrjað um miðjan des. Upplýsingar í síma 564 4902. Ert þú hress? Vilt þú starfa í góðum hópi? Okkur vantar drífandi manneskju til að gefa okkur næringu í hádeginu og sjá til þess að allt sé hreint og fínt. Ef þú ert sú rétta leggðu þá inn umsókn á af- greiðslu Mbl. fyrir 3. desember merkta „M — 6991". Öllum umsóknum verður svarað. Silfurtún hf., Lyngási 18, Garðabæ. Kennarar Vegna forfalla vantar kennara í Egilsstaða- skóla frá áramótum. Kennsla í 5. bekk ásamt kennslu í samfélagsfræði. Upplýsingar gefa skólastjóri (Helgi) og aðstoðarskólastjórar (Börkur og Sigurlaug) í síma 471 1146, heimas. skólastjóra 471 1632. Skólastjóri. IÐNSKÓUNN í REYKJAVfK Prentsmiðir Kennara vantartil afleysinga á næstu önn. Stundakennsla kemurtil greina. Ráðið verður í stöðuna frá 1. janúar 1999. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Nánari upplýsingar veita áfangastjórar, starfs- mannastjóri eða skólameistari í síma 552 6240. Umsóknum skal skilað til starfsmannstjóra í síðasta lagi 12. des. nk. Öllum umsóknum verður svarað. Auglýsingastjóri Fróði hf. vill ráða auglýsingastjóra að einu tímarita sinna. Um er að ræða eitt útbreiddasta tímarit landsins. Vinsamlegast leggið umsóknir inn á afgreiðslu Mbl. merktar „A — 6946" fyrir 4. desember nk. Jólin nálgast Vantar nokkra sölumenn, engin reynsla nauð- synleg. Við bjóðum 100.000 kr. tekjutryggingu, bónusa, ferðalög og góðan stuðning. Pantaðu viðtal í síma 896 3135. „Au pair" „Au pair" óskast sem fyrst til Þýskalands. Ökuskýrteini er kostur en ekki nauðsynlegt. Nánari upplýsingar hjá fjölskyldunni Haenel í síma 0049-9563-30313 Atvinna óskast Skipstjórnarmenntaður maður á fimmtugsaldri með víðtæka starfsreynslu óskar eftir starfi í landi. Tilboð óskast send til afgreiðslu Mbl. merkt: „Framtíð" fyrir 6. des. nk. Atvinnurekendur ath! Er fús að vinna fyrir helmingi lægri laun ef ein- hver þarf á skrifstofustúlku að halda. Dæmi: 80— 100 þús. kr. yrðu þá 40—50 þús. kr. pr. mánuð. Tilboð sendisttil afgr. Mbl., merkt: „A — 6971". Breytingaverkstæði Laghentur starfsmaður óskast strax á verk- stæði sem sérhæfir sig í jeppabreytingum. Nánari upplýsingar í síma 577 4444. Bráðvantar fólk Leitum að dugmiklu og drífandi fólki í skemmti- legt og gefandi starf. Allt að 50% sölulaun auk bónusa. Uppl. veitir Guðjón í s. 588 0809 eða 898 4346.*

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.