Morgunblaðið - 29.11.1998, Síða 18

Morgunblaðið - 29.11.1998, Síða 18
18 E SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ $ , --------------------------------------- SJONMENNTAVETTVANGUR SÓTT Á BRATTANN Ævi og list Sigurjóns Olafssonar hafa verið gerð sérstök skil á ár- inu í tilefni þess, að listamaðurinn hefði orðið 90 ára 21. október sl. Verk hans eru til sýnis í Listasafni Sig- urjóns Olafssonar og Hafnarborg og út er komin Bókin um Sigur- ----------------------- jón Olafsson. Það er bókin, sem Bragi Ás- geirsson fjallar hér um. NOTALEG er sú tilfinning óneitan- lega, að enn er til stórhuga fólk sem veðjar á andleg verðmæti á íslandi. ^ Bókaforlög virðast hafa mjög tak- markaðan áhuga á útgáfu rita um innlenda myndlist og sjónmenntir yfír höfuð. Opinberir aðilar engan að heitið geti, og þó eru þeir ein- staklingar til sem trúa á mátt sinn og megin í þeim efnum. Skyldu útgefendur annars ekki geta litið í eigin barm varðandi tak- markaðar vinsældir listaverkabóka, þær iðulega sem stofustáss og stöðutákn líkt og gullbúin málverk „gömlu meistaranna“, frekar en bióðríkar frásagnir af lífí og listferli ^ viðkomandi sem fólk verður uppnumið af og leitar aftur og aftur til. Árétta það enn einu sinni, að hér erum við ekki samstiga þróuninni, því ytra eru listaverkabækur iðu- lega einungis heftar líkt og stórar sýningarskrár viðamikilla fram- kvæmda. Pær hafa notið mikilla vinsælda, enda vel skrifaðar og ríkulega myndskreyttar, mikið til í lit. Vitaskuld eru gefnar út dýrar og afar vandaðar bækur um einstaka listamenn en þá er kostnaðurinn slíkur að hann er okkar litla mark- aði ofviða. Naumast rétt að vera með ófullkomna míní-eftirlíkingar slíkra í stíl við monthúsið okkar, V sem er sem óraveikt bergmál lista- safna stórþjóða, holdtekin ímynd minnimáttarkenndar og skammsýni smáþjóðar. Farsælast að sníða sér stakk eftir vexti í þessum efnum sem öðrum og hér er mikil þörf á uppstokkun viðhorfa, satt að segja kúvendingu. Málið er einnig að til eru margar tegundir listaverka líkt og myndlistar og ekki ástæða til að marka þeim þröngan og einhæfan farveg eins og okkur hefur hætt til að fæla þar með mann og annan frá framkvæmdunum eins og gerst hef- ur. Augljóslega hefur þeim sem stóðu að útgáfu bókarinnar um Sig- urjón Ólafsson gert sér þetta ljóst, ' því hún er í mjög traustu og al- mennu broti. Brún hlífðarkápan einföld og þokkafull, mosagræna spjaldið sömuleiðis, ásamt dökk- grænum innsíðum þess. Hér er stuðst við danska hefð og hana sí- gilda, en menn taki eftir, að hér virkar hún „últra móderne", eins og það er orðað. Þetta telst höfuð- styrkur útlitshönnunarinnar, auk þess sem hún fer vel í hendi og þannig séð vel við hæfí bókaþjóðar. Birgitta Spur hefur ráðist í mikið verk með útgáfunni sem skarar tvenn tímamót, níutíu ár eru frá fæðingu Sigurjóns og tlu ár frá opn- un listasafns Sigurjóns Ólafssonar, og ljóst er af hinum mörgu styrkt- araðilum að þeir hafa haft trú á hugmyndinni. Hins vegar gætir furðu hve Tabula Gratulatoria er þunnskipuð, þar af einungis 10 hér- lendir myndlistarmenn og allir af ^tf eldri kynslóð. Sjálfur er ég ekki í SIGURJÓN við andlitsmyndina af vini sínum Þorvaldi Skúla- syni sem hann gerði árið 1933. VENUS, 1935. skránni fyrir eigin handvömm og þykir miður. Annars er spurn hvort slík tiltekt eigi ekki helst heima í smáu letri aftast, en er sjálfsagt álitamál. Hér er um að ræða fyrra bindi ritverksins og er gert ráð fyrir að það seinna kom út næsta haust. Auk stuttra aðfaraorða Birgittu Sp- ur ritar Aðalsteinn Ingólfsson (f. 1948) um æskuár Sigurjóns á Eyr- arbakka og námsár í Reykjavík, en Lisa Funder (f. 1934) um dvöl hans í Kaupmannahöfn, nám við Konung- legu akademíuna, Rómarferðir, ásamt tilurð þeirra verka sem skip- uðu honum sess meðal helstu fram- úrstefnulistamanna Norðurlanda. Nær fyrra bindið til þeirra kafla- skila á listferli Sigurjóns er hann sneri aftur heim til Islands að heimsstyrjöldinni lokinni, eftir 17 ára útivist, haustið 1945. Aðalsteini ferst það fagmannlega að lýsa bernskuárum listamannsins og þræðir augljóslega samvisku- samlega þær heimildir sem hann hefur haft á milli handanna. Þó er fyrsti kaflinn líkastur inngangi að seinna bindinu sem Aðalsteinn mun einn rita og öll átökin við að kryfja list Sigurjóns eftir. Þetta var fyi-ir mína tíð svo mig brestur þekking til að fjalla að ein- hverju marki um þann kafla, sem er að auk sagnfræði- og bókmennta- legs eðlis. Þó er persóna Aðalsteins Sigmundssonar velgjörðarmanns Sigurjóns mér einhvem veginn í ljósara minni en annarra kennara Austurbæjarskólans, sem ég sótti ekki til, en hann var afar áberandi og ljúfur persónuleiki, óspar á bros til hægri og vinstri í hópi ung- menna. Varð því mörgum harmdauði er hann lést aðeins fer- tugur að aldri. En það er auðvelt að vera höf- undinum sammála er hann fjallar um æskuverk Sigurjóns, sem voru mjög í anda teiknikennslu áranna þar sem ungir voru frekar að reyna að vera fullorðnir en að láta óheft hugarflug æskunnar ráða för. En klárt má vera, að Sigurjón var óvenju orkumikill og drífandi kraft- ur á sviðinu. Hæfíleika er auðvelt að skynja í sumum myndanna, en einnig ákveðna sjálfsánægju og stolt með unnið verk sem var þó meira en eðlilegt hvað sem jafnöldr- um hans og skólafélögum fannst þar um. Kafla Aðalsteins fylgja myndh- af nokkrum módelteikningum frá námsárunum á Akademíunni, en mjög fáar hafa varðveist. Af þeim má helst ráða að Sigurjón mun ekki hafa lagt mikla áherslu og vinnu á akademíska teikningu sem þó er þýðingarmikil undirstaða í högg- myndalist, en þeim mun meira á fljótriss og rannsóknir á einstaka líkamshlutum, þetta á kostnað stöðuteikninga, þær bera einnig með sér að langar yfirsetur hafí ekki legið fyrir honum, hafa að vísu í sér tilhneigingu til einfóldunar forma en segja ekki mikið umfram það. Hins vegar fann Sigurjón sig lygilega fljótt í rúmtakinu og þar eru vinnubrögð hans allt annar handleggur, nákvæmari, einlægari og til muna traustari. Alltaf hef ég átt erfítt með að skilja hvað íslensk- ir myndhöggvarar hafa lítið sinnt teikningunni jafn marga frábæra teiknara og er að fínna í stéttinni í aldanna rás. Hafði drjúga ánægju af að lesa um samskipti Sigurjóns við eldri listamenn, hér var neikvæð af- staða Júlíönu Sveinsdóttur fyrir margt skiljanleg, þótt svo Jón Stef- ánsson hafí séð lengra og mýkt broddinn. Bæði voru mjög gagnrýn- in, sem ég þekki af eigin raun eink- um hvað Jón áhrærir, en það var þó mest fyrir velvilja... Lisa Funder, listsögufræðingur frá Kaupmannahafnarháskóla (1974), ritar um árin 1928-1945 þar í borg. Líkt og Aðalsteinn verður hún skiljanlega að þræða heimildir úr fortíð. Ekki hef ég hugmynd um hvernig samskiptum hennar við listamanninn var háttað, en í ljósi fyrri starfa og búsetu í Höfn á hún að hafa gilda yfirsýn yfír tímabilið. Þennan kafla þekki ég einnig og að vonum stórum betur en umhverfi og æskuár Sigurjóns þar sem ég er vel heima í þróun danskrar listar frá upphafí. Hinn svonefndi kreppuára- tugur er afar merkilegur í danskri list og arkitektúr - mikill stórhugur í mönnum og þessi framkvæmda- dugur barst meira að segja til ís- lands. Margir danskir listamenn á hátindi ferils síns og miðluðu óspart til hinna yngri ásamt því að orðræð- an var mikil og frjó. Grunnur var Iagður að ýmsu sem blómstraði á stríðsárunum og enn frekar áratug- ina á eftir. En til umhugsunar að allir Islendingar við listnám eða bú- settir í borginni á þessum árum urðu fyrir mun altækari áhrifum af framsækinni samtímalist en sá stóri hópur er settist á Akademíuna árin eftir stríð, er Island hafði endanlega slitið sig frá dönum og var orðið „sjálfstætt" lýðveldi. Voru þó meiri og merkilegri hlutir að gerast í Kaupmannahöfn en víða annars staðar, sbr. Liniem / Helhesten / Cobra. Nú áhrif sóttu íslendingar annað, til Parísar, New York, Fíla- delfíu og margur leit óverðskuldað niður til norrænnar listar, áleit hana ekki í takt við tímann. En sé litið til baka kemur í ljós að þeir sem námu við Akademíuna, jafnt Danir sem íslendingar gerðust ekki síður nýskaparar á myndmál en þeir sem höfnuðu henni fyrir stríð og tæknisviðið yfirleitt breiðara. Má hér nefna Jón Engilberts, Nínu Tryggvadóttur, Louise Matthías- dóttur, auk Sigurjóns Olafssonar, en öll sóttu þau áhrif út fyrir veggi skólans. Akveðin og djörf pensil- skrift átti drjúgu fylgi að fagna meðal ungi-a ásamt súrrealískum þreifingum og áhrif frá tréskúlptúr- um Constantin Brancusi hvað Sig- urjón snerti. Astæðulaust að af- skrifa gildi akademískra vinnu- bragða er skara grunnmál, næmi og þjálfun. Gæfa Sigurjóns, eins og hann var að skapferli og upplagi, var að hafa Einar Utzon Frank að lærimeistara öll árin og gott fagfólk að leita til. Sú handverkslega undir- staða sem Sigurjón tileinkaði sér frá meistaranum dugði honum allt lífið og hann mun hafa haft mesta faglega kunnáttu allra íslenskra myndhöggvara sinnar samtíðar, gat í ljósi þess nálgast verkefnin frá mun fleiri hliðum og af meira ör- yggi- Lisa Funder fer fljótt yfir sögu varðandi umbrotin á fjórða áratugn- um og gjarnan hefði hún mátt kafa

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.