Morgunblaðið - 08.12.1998, Page 10
UR UMSOGiV IK)M\l l i\'DAR
stílfegurd'
„í skáldsögunni Borgin bak vid
orðin fer saman athyglisverð og
áleitin saga og einstök stílfegurð.
I frásögninni er stefnt saman
barnslegri sýn og visku hins fuil-
orðna í ljóðrænum texta sem leiftr-
ar af hugmyndaflugi. Aðalpersóna
sögunnar á erindi við fóik, við les-
endur; hann færir okkur - ef ekki
sannleika - þá örugglega skáldskap
sem oft og tíðum virðist innblásinn
guðlegum anda.“
Hunárað
mill\6rt\r fyrir
hálfklárada
hók!
Nicholas Evans er Englendingur en
bækur hans, Hestahvíslarinn og
Seiður úilfanna, gerast báðar í
Montana í Bandaríkjunum. Vel-
gengni Evans hefur verið með ólík-
indum. Þegar hann var rétt hálfn-
aður með handrit að fyrstu bók
sinni, Hestahvíslaranum, hvatti vin-
ur hans hann til að koma handrit-
inu á framfæri. Á alþjóðlegri bóka-
sýningu í Frankfurt árið 1994 slóg-
ust útgefendur um útgáfurétt bók-
arinnar og fékk Evans hundrað
milljónir króna fyrir handritið áður
en það var tilbúið.
Handritið hieypti einnig kappi í
framleiðendur í Hollywood og var
leikarinn og leikstjórinn Robert
Redford fljótur að kaupa kvik-
myndarétt sögunnar. Hann vatt sér
beint í að gera stórmynd byggða á
bókinni og er hún nú sýnd í kvik-
myndahúsum í Reykjavík.
Handhafi Bókmenntaverðlauna
Tómasar Guðmundssonar
1998, Bjarni Bjamason.
.Æ?
. A5
Á mörkum draums,
ævíntýris ogveruleika,
Bjarni Bjarnason hlaut Bók-
menntaverðlaun Tómasar
Guðmundssonar árið 1998
fyrir skáldsögu sína Borgin
bak við orðin. Síðasta bók
hans, Endurkoma Maríu,
fékk einnig lofsamlega dóma
og var tilnefnd til íslensku
bókmenntaverðlaunanna ár-
ið 1996. Bjarni hefur því
skipað sér á bekk með
fremstu rithöfundum sinnar
kynslóðar.
Tveir heimar
Pessi saga gerist í tveimur
heimum en einungis aðalper-
sónan, lítill drengur, þekkir
þá báða. Hann birtist skyndi-
lega á götum nútímalegrar
stórborgar og enginn veit
hvaðan hann kemur. Sjálfur
segir hann fjarstæðukenndar
sögur úr heimkynnum sínum,
ævintýralegu konungsríki, og
lesandinn veit ekki hverju
hann á að trúa. Um trúverð-
ugleika aðalpersónunnar seg-
ir höfundur:
„Hann trúir því sjálfur að
sögurnar séu veruleikinn -
og kannski er skáldskapurinn
eins konar sannleikur. Svo
gæti þetta ríki verið mynd af
sálarlífi drengsins.“
Þögnin gerð áþreifanleg
Hinn „vandaði, ljóð-
ræni og persónulegi
stíll sem einkennir
alla frásögnina“
vakti aðdáun
dómnefndarinnar.
Lýsingar eru með
nokkuð nýstár-
legum hætti og
aðspurður um
hvort einhver
sérstök ástæða sé fyrir því
segir höfundur:
„Já, margar. Ein er sú að mér
finnst kvikmyndin ná hefð-
bundinni lýsingu, þ.e. lýsingu
á því sem augað sér, betur en
texti. Þess vegna reyni ég að
lýsa helst aldrei aðeins því
sýnilega, heldur
alltaf öðru í Ieið-
inni. Ef ég er að
lýsa náttúrunni tek
ég t.d. þögnina og
reyni að gera hana
áþreifanlega og sýni-
lega, þannig að það
verður kannski ekki
ljóst hvort ég er að
lýsa þögninni eða náttúrunni.
En ef lýsingin lifnar í huga
lesandans bæta þögnin og
náttúran hvort annað upp og
lesandinn skynjar eitthvað
handan við hvort tveggja."
í kjölfar
Hesta-
Tivfslarans
Rohert Redford keypti kvik-
myndaréttinn að Hestahvíslar-
anum fyrir metfé.
Úlfar birtast á nýjan leik í
smábæ í Montana í Banda-
ríkjunum eftir áratuga
fjarveru og ráðast á
húsdýr og börn en
við það vaknar afti
upp gamalt hatur
og deilur. Þetta er
upphaf skáldsög-
unnar Seiður úlf-
anna eftir met-
söluhöfundinn
Nicholas Evans
sem skrifaði hina þekxiu dok
Hestahvíslarann. í bókinni
segir frá Helen Ross, 29 ára
líffræðingi, sem er send til að
rannsaka og verja úlfana
fyrir þeim sem vilja útrýma
þeim. Hún berst af krafti fyr-
ir verndun villidýranna en
bændurnir vilja
úlfana burt frá
kvikfénaði sínum
og ráða lögum og
lofum á svæðinu.
Sagan er um bar-
áttu mannsins við
sitt innsta eðli,
hættulegar ástríður,
ást og frelsi.
Seiður úlfanna hefur
á undanförnum vikum komið
út víða um lönd og hvarvetna
slegið í gegn. Það virðist því
ekkert lát á velgengni Evans.
Skemmtilegt að þýða bókina
Helgi Már Barðason eyddi
síðastliðnu sumri við að þýða
Seið úlfanna. Þó svo lítið hafi
orðið úr sumarfríi átti hann
margar góðar stundir við
tölvuna. „Þetta er eitt
skemmtilegasta verkefni sem
ég hef fengist við,“ segir
Helgi um þýðingarvinnuna.
IJR nOMVlM
„Seiður úlfanna er áhrifa-
mikil og snilldarlega skrif-
uð saga. Þessi nýja bók
Nicholas Evans mun án
efa ná sömu vinsældum
og Hestahvíslarinn.“
- Publishing News