Morgunblaðið - 08.12.1998, Side 14

Morgunblaðið - 08.12.1998, Side 14
Innsýn í útgáfu Vöku-Helgafells O Stór og mikil tilvitnanabók: Á arniað |>úsuitá perlur úr slcál dlverlcum NóLelsskáldsius Þegar Halldór Laxness lést, snemma á þessu ári, lá eftir hann stórbrotið höfundarverk og gríðar- lega mikið að vöxtum. Allir Islend- ingar sem komnir eru til vits og ára p hafa lesið einhverjar skáldsagna hans og margir hafa lesið flestar þeirra - jafnvel aftur og aftur. Perlur í skáldskap Laxness er ný bók sem hefur að geyma á annað þús- und tilvitn- anir í verk Nóbels- skáldsins, skipt niður í um eitt hundrað efnisflokka. í bókinni má finna snjallyrði Halldórs Laxness um ást og ótta, konur og karla, glæp og refsingu, frelsi og sjálf- stæði, skáld og skáldskap, svo fátt eitt sé nefnt. Tilvitnanirnar spanna vítt svið og sýna vel hversu ólík viðhorf rúmast í verkum skáldsins. Handhægt uppsláttarrit Margir vilja geta vitnað til orða Nóbelsskáldsins á góðri stund eða fýsir að vita hvað Halldór eða sögupersónur hans hafa sagt um tiltekið efni. Perlur í skáldskap Laxness er kjörið uppsláttarrit fyrir alla sem vilja kynnast ritsnilld Hall- dórs Laxness enn betur. Tilvitnan- irnar í safninu eru fullar af speki og stráksskap, fyndni og harmi - ýmist kitla þær hláturtaugarnar, nísta inn að hjartarótum eða afhjúpa hulinn sannleika - sannar perlur úr penna stórskáldsins. Þeir sem vilja fá tilvítnanir víðar að en úr skáld- verkum Halldórs Laxness þurfa ekki að leita langt. í Stóru tilvitnana- bókinni er að finna um 6000 tilvitnanir og spakmæli hvaðanæva úr veröldinni frá umliðnum 3000 árum. Símon Jón Jóhannsson og Axel Ammendrup tóku bókina saman. „Bók Ingólfs er mjög skemmtileg aflestrar og fyndin. Það sem er best við hana ef hvernig hann nær þessu ein- staka tíma- leysi sem er svo einkennandi fyrir Hrísey. Ég held að það verði eng- inn svikinn af þessari bók.“ - Árni Tryggvason, leikari og trillukarl Arni Tryggvason Blikktromman eftir Gúnter Grass er loksins komin út á íslensku, fyrsti hluti af þrem ur. Petta er tvímælalaust ein þekktasta skáldsaga aldarinnar í Evrópu. Bókin vakti mikla athygli er hún kom fyrst út í Þýska- landi, árið 1959. í henni var tekið djarflega á ýms- um málum sem lágu í þagnar- gildi á þeim tíma. Myndrænar lýsingar Bjarni Jónsson leikhúsfræð- ingur þýðir Blikktrommuna en hann var búsettur í Þýska- landi um árabil. Hann segir texta Gunters Grass ögrandi viðfangsefni fyrir þýðanda. Stflbrigðin eru mörg og höf- undurinn mjög frjór í sam- setningu orða. í slíkum tilvik um þarf oft að leita annarra lausna í íslensku, eðli tungu- málanna er ólíkt. Texti Grass gerir kröfu um mikla ná- kvæmni en um leið verður að gæta þess að sá mikli sagna- þulur, Oskar, fái að leika laus- um hala. Gúnter Grass býr yfir ein- stakri frásagnar- gáfu, lýsingar hans eru afar myndrænar enda er Grass einnig myndlistarmaður. Það er glannalegur húmor og léttleiki í frásögninni sem verður þó aldrei léttvæg, undirtónninn er sterkur. Veröld Óskars í bókinni endurspeglast sam- tvinnuð saga Þýskalands og Póllands á okkar öld, séð / með augum hins dvergvaxna Oskars sem tilheyrir smá- borgaralegri fjölskyldu en er um leið utangarðs. Oskar er sá öxull sem Blikktromman snýst um, hann lýsir fólki frá mörgum sjónarhornum og byggir upp stóran, litríkan heim í sínu þrönga umhverfi þar sem þræðir heimssögunn- ar fléttast saman við. URÐOMUM „Sagan er minnisstæð og eldist vel ... Hann [Grass] skemmtir lesand- anum óspart um leið og hann reynir að láta hann glöggva sig á umhverf- inu, jafnvel sjálfri mann- kynssögunni... Þýðing sögunnar er lipur og laus við þá áráttu sem stund- um er á þýðingum þýskra bókmennta, að reyna að herma eftir sér- staka setningaskipun þýskrar tungu. Er það vel.“ - Jóhann Hjálmarsson, Morgunblaðinu Teikning Giinters Grass af Óskari, aðalpersónu Blikktrommunnar. Ingólfur Margeirsson rithöf- undur er einn þeirra sem gert hafa Hrísey á Eyjafirði að sumaraðsetri sínu. Hann hefur nú fest á bók upplifun sína af lífinu í eynni í texta og pennateikningum. í bók- inni, sem nefnist Par sem tíminn hverfur, er að finna sagnaþætti og mannlífsmynd- ir úr nútíð og þátíð. Þetta er persónuleg bók og auðséð að höfundur hefur notið þess að skrifa hana. Hér er m.a. sagt frá Hákarla-Jörundi, há- karlaveiðum, uppfinninga- mönnum og hvunndagshetj- um og síðast en ekki síst þeim einstaka klerki Kára Valssyni. Grúskið breyttist í ástríðu „Ég hef notið aðstoðar áhugasamra og glöggra eyja- manna en einnig þeirra sem búa utan eyjarinnar en tengj- Hrísey í isiálí og mynáum: Ingólfur fjarrí iieímsfns glaumí ast henni með einum eða öðrum hætti,“ segir Ingólfur. „Þetta grúsk mitt, sem smám saman hefur breyst í ástríðu, hefur sannað grunsemdir mínar um hina miklu og fjöl- breyttu en jafnframt óskráðu sögu Hríseyjar og í raun gert mig vanmáttugan gagnvart henni. Slík eru litbrigðin og umfangið.“ Endurspeglar allt mannlíf Ingólfur segir að þótt bók sín fjalli um mannlíf gegnum aldirnar á lítilli eyju, ætti hún að höfða til fleiri en Hrís'ey- inga. Bókin endurspegli allt mannlíf, „eins og daggar- dropi endurspeglar alheim- inn. Hún segir frá mannleg- um athöfnum, reisn og sjálf- stæðisvitund, áræði og af- komu mannfólks. Textinn er tiltölulega áreynslulaus en ljóðrænn og lýsir fólki sem er sjálfu sér nægt, óháð tíma og rúmi.“ JR DÓMUM „I átta þáttum bregður hann ljósi yfir þessajlitlu byggð. Snilldarvel eru þeir gerðir, hlýir, næstum ástúðlegir á stundum, vafðir glitrandi ljóðrænu og skáldlegu innsæi.... Þökk fyrir ánægjulega stund.“ - Sigurjón Björnsson, Morgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.