Morgunblaðið - 03.01.1999, Page 4

Morgunblaðið - 03.01.1999, Page 4
4 B SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ mIjíIhjíi A liðnu ári hafa staðið yfir margþættar rannsóknir á íslensku grænmeti og hefur það verið borið saman við innflutt. I niður- stöðum, sem þegar liggja fyrir, er ljóst að íslenska grænmetið er hreinna og bragð- meira en það innflutta og hefur ýmsa aðra kosti. Súsanna Svavarsdóttir ræddi við Svein Aðalsteinsson, tilraunastjóra Garð- yrkjuskóla ríkisins, um rannsóknirnar, að- stöðu grænmetisræktenda og niðurstöður sem sýna að litarefni tómata geti dregið úr hættu á krabbameini í blöðruhálskirtli. Morgunblaðið/Ásdís GÆÐI OG hollusta grænmetis á íslenskum markaði var yfír- skrift erindis sem Sveinn Að- alsteinsson tilraunastjóri við Garðyrkjuskóla ríkisins flutti á haustfundi Sambands garðyrkju- bænda fyrir stuttu. I erindi sínu fjallaði Sveinn um rannsóknir sem gerðar hafa verið á íslensku græn- meti til samanburðar við innflutt og greindi frá niðurstöðum sem vissulega hafa komið á óvart, eink- um hvað varðar lýkópen í tómöt- um. Sú tilgáta hefur verið sett fram á síðustu árum að lýkópen veiti vörn gegn gegn hjartasjúkdómum og krabbameinum í blöðru- hálskirtli og meltingarvegi og í til- raunum hefur komið í ljós að lýkópen er öflugt andoxunarefni. Sýnt hefur verið fram á að lýkópen hamlar vexti krabbameinsfruma við ræktun í rannsóknum. I til- raunum á músum hefur lýkópen dregið úr hættu á krabbameini. Hins vegar hefur því verið hald- ið fram að lítið lýkópen sé í tómöt- um sem ræktaðir eni í gróðurhús- um á norðlægum slóðum þar sem sólar nýtur minna við en í suðlæg- um löndum. En síðastliðið vor voru gerðar ýmsar mælingar á þeim og var það liður í verkefni um gæði grænmetis sem nokkrir aðilar standa að. Sýni voru tekin af tómötum sem voru tilbúnir til neyslu og höfðu því tekið rauðan lit. Niðurstöðurnar sýndu að ís- lensk framleiðsla stendur erlendri framleiðslu fyllilega jafnfætis og vel það. Meðaltal af lýkópeni í ís- lensku tómötunum var 6,7 mg í hundrað grömmum, en af innflutt- um tómötum var meðaltalið 3,9 mg í hundrað grömmum. Afbrigðatilraunir En þau eru fleiri verkefnin sem tilraunastjórinn hefur með hönd- um á þessu rúma ári sem hann hefur gegnt starfínu. Hann sér um tilraunir og þróunarstarf á öllum sviðum garðyrkjunnar, í ylrækt, á garðplöntum og í skrúðgarðyrkju. „Það sem ég hef þó aðallega verið að fást við síðasta árið er að sinna tilraunum í ylræktinni, þar sem við erum t.d. að bera saman mismun- andi afbrigði af tómötum og papriku og sjá hvaða afbrigði koma best út. Finna afbrigðið sem skilar mestu, flokkast best og skil- ar bestri 1. flokks uppskeru, er auðvelt í ræktun og þarf lítið vinnuafl," segir Sveinn. „A meðan hafa tilraunir á garðplöntum og skrúðgarðyrkju þurft að bíða. Afbrigðatilraunirnar eru þær tilraunir sem við höfum helst verið að gera á skólanum sjálfum á sein- ustu árum. En svo tengist ég mörgum öðrum verkefnum, sem fara fram annars staðar en í skól- anum, jafnvel erlendis, t.d. líf- rænni ræktun tómata, verkefni sem hefur verið í gangi í þrjú ár. Svo er það verkefnið sem ber yfir- skriftina „Gæði og hollusta græn- metis á íslenskum markaði". Það hófst í mars síðastliðnum og er enn í gangi. Það er Ólafur Reyk- dal við matvælarannsóknir Keldnaholti sem stýrir því.“ - Um hvað snýst það verk- efni? „Markmiðin eru þau að kanna gæði grænmetis á íslenskum markaði, eins og þau eru metin frá sjónarhóli neytenda, þ.e.a.s. það eru tekin sýni hjá dreifingaraðil- um, ekki framleiðendum, rétt áður en þau fara í verslanir. Þetta eru sýni sem eru tekin allt árið, frá mars í ár fram í mars á næsta ári. Með gæðum er átt við bragðgæði, útlit, efnainnihald og hollustu. Það sem mér finnst mest spenn- andi við þetta verkefni er að við at- hugum karóten og þar er að fínna efni sem heitir lýkópen, sem er lit- arefnið í tómötum, það sem gerir þá rauða. Því hefur verið haldið fram að lýkópen sé minna í ís- lenskum tómötum en erlendum vegna þess að þeir eru framleiddir á Islandi, þar sem er lítil sól og kalt loftslag. En það hefur komið í ljós að það er jafnvel meira af lýkópeni í íslenskum tómötum en þeim erlendu. En þetta fer mikið eftir því hvað þeir eru þroskaðir. Fólk getur látið tómata þroskast heima hjá sér, látið þá standa í hita og aukið lýkópenið í þeim.“ Tómatar og klasatómatar - Er þá ekki gráupplagt fyrir okkur að hella okkur út í tómata- stóriðju? „Jú. Eg hitti um daginn tómata- bónda í Perpignan í Frakklandi. Hann var með fímm hektara í Frakklandi og tvö hundruð hekt- ara í Marokkó. Hann ræktar önn- ur afbrigði þar en í Frakklandi, eða afbrigði sem hafa meira geymsluþol, vegna þess að þeir þurfa að geymast mikið lengur. Þetta er tíu sinnum meiri ræktun hjá þessu eina fyrirtæki en öll yl- ræktun, blóm og grænmeti, á Is- landi og afurðirnar eru fluttar um alla Evrópu. Ég hef líka verið að leggja áherslu á að menn færu út í að rækta klasatómata hér á ís- landi, vegna þess að þeir eru svo miklu betri. Þeir eni seldir þroskaðir. Þá er allur klasinn skorinn. Það eru hugmyndir uppi um að fara út í framleiðslu á þeim í smáum stíl í skólanum á næsta ári. Þetta hefur verið reynt lítillega áð- ur en ekkert verið markaðssett. Þessi heimsókn til tómatabóndans staðfesti þá skoðun mína að við ís- lendingar ættum að fara út í rækt- un á klasatómötum, þeir eru bragðgóð vara en með lítið geyrnsluþol." - Við Islendingar erum almennt sammála um að íslensku tómatarn- ir séu betri á bragðið en þeir er- lendu. Er eitthvað fleira sem hægt er að selja umheiminum í íslensk- um tómötum? „Hluti af þessu verkefni er svo- kallað skynmat. Þá eru fengnir þjálfaðir dómarar sem nota skyn- færin til að gefa þeim einkunn. Þar fá íslensku tómatarnir til dæmis betri einkunn fyrir ytra útlit, þ.e.a.s. 77% voru dökkrauðir eða rauðir, en 56% af erlendu tómötun- um. Síðan voru bragð og safí metin og í Ijós kom að það er mun meira tómatbragð af íslensku tómötunum. Þeir reyndust talsvert safaríkari. Það er al- gengara að biturt bragð finn- ist af erlendu tómötunum en þeim íslensku. Það er líka al- gengara að aukabragð komi fram í erlendu tómötunum.“ - Heldurðu að útlendingar meti íslensku tómatana á sama hátt og við? „Ég þekki ekki til þess. En þetta er líka svona í Svíþjóð, þar bjó ég nokkuð lengi. Þar voru sænsku tómatarnir teknir fram yfir innflutta. Kannski er það þjóðemishyggja. En innfluttir tómatar sem við borðum á veturna hér eru aðallega frá Spáni og Marokkó. Það eru afbrigði sem hafa mikið geymsluþol og það seg- ir sig sjálft að bragðgæðin eru önnur þegar þeir eru orðnir nokk- urra daga eða vikna gamlir. Svo er það nú þannig að hita- stigið hér hentar vel til tómata- ræktar. Hitastigið inni í gróður- húsunum fer yfirleitt aldrei yfir 25 stig. Æskilegast er 19 stig á dag- inn og hér er mjög auðvelt að halda því. Þær hafa góð áhrif á gæðin, þessar tiltölulega litlu sveiflur í hita og þessi hægi vöxt- ur. Það er auðvelt að halda niðri stílroti við þessar aðstæður. í Frakklandi hafa þeir átt í vand- ræðum með það, vegna þess að þar er svo heitt yfir daginn." - Þú mælir með því að við för- um út i ræktun á klasatómötum. Hver er munurinn á þeim og venjulegum tómötum? „Þetta eru önnur afbrigði; af- brigði þar sem tómatarnir þroskast nokkurn veginn jafnt á klasanum. Allur klasinn er klippt- ur, það þarf kannski að tína af þá grænustu, og síðan er þetta selt eins og vínberjaklasar. Þeir era þroskaðri þegar þeir eru tíndir og því meira af sætuefnum eða tómatabragði af þeim - fyrir utan hvað þetta er fallegt, ef þú ert t.d. með ostaborð. Svo færðu þessa góðu lykt af stilkunum sem ertir bragðlaukana, þegar þú hefur þá á borðinu. En það er meiri vinna við þá, vegna þess að það þarf að fara með þá nánast eins og ungbörn eftir að þeir eru tíndir.“ - Eru garðyrkjubændur opnir fyrir þessari tilraun? „Menn eru mun meira opnir núna en áður hefur verið. En við höfum alltaf þessa þversögn; menn vilja ekki fara út í ræktun í stórum stfl nema þeir viti markaðinn, en til að fá markað, þarftu fram- leiðslu. Við ætlum því að byrja í Garðyrkjuskólanum og kannski tekur einn garðyrkjubóndi að auki þátt í tilrauninni." Lífræn ræktun - Þú segist taka þátt í „lífræna" verkefninu, sem staðið hefur í þrjú ár. Um hvað snýst það? „Þar erum við að gera tih*aunir með mismunandi lífrænan áburð, vegna þess að þar liggur ein helsta hindrunin í lífrænni ræktun, þ.e. að mega ekki nota tilbúinn áburð. Það verður að gefa réttan áburð á réttum tíma. Lífræni áburðurinn er húsdýraskítur og einnig sveppamassi eða rotmassi, sem sveppir hafa verið ræktaðir í- Þessar tilraunir hafa gengið vel. Þórður Halldórsson á Akri í Laug- arási hefur verið í þessari ræktun og er núna kominn upp í meðal- talið í hefðbundinni ræktun. En þar er líka vandamál með mark- aðssetningu. Framleiðslan á Akri er of lítil til þess að hægt sé að kynna þetta almennilega og á með- an hann fær ekki mikið meira fyrir afurðina, vill enginn annar fara út í þetta.“ - Hver er munurinn í bragði og gæðum? „Það er í rauninni ekki mikill munur þar á, mörgum finnst þeir betri, en fólk kaupir kannski líf- rænt ræktaða tómata vegna þess að þeir era umhverfisvænni og þér líður betur þegar þú kaupir þá, vegna þess að þú hefur lagt þitt af möi’kum til umhverfisins.11 - Hafa stjórnvöld einhverja stefnu í þessum málum? „Þau hafa styrkt þetta með verkefni sem heitir Aform. Þar er verið að styrkja lífræna og vist- væna framleiðslu, sem er mjög mikilvægt og án þessa stuðnings hefðum við aldrei getað gert þetta.“ - Og hvað svo? „Það er spurning um að auka þessa framleiðslu til þess að geta markaðssett hana af einhverju viti. Til þess að markaðssetja þarftu að hafa vöra til að selja. Eg myndi líka vilja sjá eitthvað af blóma-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.