Morgunblaðið - 03.01.1999, Side 14

Morgunblaðið - 03.01.1999, Side 14
14 B SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ stjórnin því miðui- ekki fá nokkum blaðamenn um borð í varðsldpin og enginn um borð mátti segja orð; mátti ekki tala við blaðamenn. Einu fréttirnar af miðunum komu því frá breskum blaðamönnum um borð í herskipunum eða togurunum. Okk- ar málstaður kom aldrei fram en Bretarnir léku sér með sinn málstað eins og þeir vildu og við fórum illa út úr því. Þetta lagaðist aðeins þeg- ar landhelgin var færð út í 50 mílur, þá fengu blaðamenn aðeins frjálsari hendur, fengu að koma um borð, en við 200 mílna útfærsluna var þetta gjörbreytt; þá máttu þeir koma um borð að vild, bæði innlendir og er- lendir, enda snerist dæmið þá við; fréttirnir urðu allt öðruvísi. Þeir gátu þá séð með eigin augum hver var að keyra á hvem. Vanalega var það nefnilega Bretinn sem hélt því fram að það værum við sem reynd- um að keyra á hann.“ Helgi segir íslendinga hafa kom- ið ósára úr 50 mílna stríðinu. Engin slys hafí orðið, það hafa verið öðru- vísi en fyrsta stríðið, nokkuð harð- ara, „en síðasta þorskastríðið var það alharðasta. Þar munaði oft mjóu. Meðan á hasarnum stóð gafst aldrei tími til að hugsa um ástandið, en þegar maður kom í hægindi var oft eins og þyrmdi yfír mann. Ég hef oft hugsað um að ef svona nokk- uð gerðist í dag væri maður í áfalla- hjálp svona annan hvern dag.“ Helgi segist sannfærður um að dráttarbátarnir á íslandsmiðum í síðasta þorskastríðinu hafi ætlað sér að sökkva íslensku varðskipun- ura. „Þeir beittu öðrum aðferðum og voru langtum harðari en áður. Sérstaklega þegar við komumst inn í togarahóp eins og refur í hænsna- hóp. Þá lágu herskipaskipherrarnir undir hroðalegu ámæli frá togara- skipstjórunum; þeir bölvuðu þeim í sand og ösku og þá urðu dráttarbát- arnir dýrvitlausir. Það bjargaði okkur að ef við fengum smá forskot náði þeir okkur aldrei.“ Helgi segir að eftir tap í tveimur þorskastríðum hafí Bretar greinilega verið ákveðn- ir í að vinna þetta síðasta og allt hafi verið gert til þess. „Þeir voru hálf- trylltir.“ í síðasta þorskastríðinu hafði Tyr bæst í flota Landhelgisgæslunnar, 1200 tonna skip. Fyrir voni Ægir, Oðinn og Þór, sem var orðinn 24 ára, og Gæslan fékk einnig togarann Baldur. Bretar voru aftur á móti með herskip og að minnsta kosti sex dráttarbáta, að sögn Helga. „Þama var Lloydsman komin - 3000 tonna feriíki," og hann nefnir einnig Engl- ishman, Euroman og Statesman. Helgi segir miklu hafa munað að þrátt iyrir stærðarmun hafi dráttar- bátarnir ekki haft meiri ganghraða en vai'ðskipin. Lloydsman hafi reyndar komið örlítið við sögu í öðru stríðinu, tveimur árum áður en það síðasta hófst, en lítið látið að sér kveða. En Helgi fékk að kynnast honum náið í síðasta stríðinu! „Dráttarbátamir sigldu eins og varðhundar í kringum togara- hópana, síðan voru herskip þar fyrir utan.“ Hann segir íslendinga ekki hafa beitt skotvopnum í síðasta stríð- inu. „Við sáum hvemig málin höfðu þróast og þeir vom alveg ákveðnir í að við fengjum tvöfalt „god morgen" ef við höguðum okkur þannig. Við pössuðum okkur þar af leiðandi vel á því.“ Nauðsyn brýtur lög Tvennt stendur upp úr að mati Helga í síðasta þorskastríðinu. Ann- ars vegar þegar Lloydsman og tveir aðrir dráttarbátar réðust á varðskip hans í mynni Seyðisfjarðar og þeg- ar herskip sigldi á Tý, sem Guð- mundur Kjærnested var skipherra á, og var nærri búið að sökkva hon- um. Atburðurinn í mynni Seyðisfjai'ð- ar átti sér stað í desember 1975. „Ég hafði fengið skeyti um að Seyð- firðingar hefðu talið sig sjá tundur- dufl í fjörunni utarlega í firðinum.“ Helgi var einmitt með próf frá danska sjóhernum sem sprengju- sérfræðingur varðandi tundurdufl. „Við fómm inn fjörðinn að kvöldi en í björtu morguninn eftir var haldið út til að athuga málið. Við sáum þá að þetta var bara járatunna sem líktist mjög tundurdufli. En um sama leyti og við emm að koma til baka um borð koma fyrirmæli frá stjórnstöðinni í Reylqavík; sést hafði til þriggja ókunnugra skipa fyrir utan Seyðisfjörð og við erum beðnir að athuga hvað sé um að vera. Þegar við komum út sjáum við hvar þrír dráttarbátar, með Lloydsman í broddi fylkingar, em fyrir innan landhelgina, bara rúma eina mílu frá landi. Mér fannst skrýtið hvern fjandann hann væri að gera þarna því það var prýðis- veður úti, en sé reyndar að það er taug á milli þeima tveggja. Set upp stöðvunarflaggið því ég vildi tékka betur á hvað um væri að vera. Ég er á hægri ferð því þeir virtust stefna út, en þá sé ég allt í einu að spottinn er horfinn. Þá kom í ljós að þetta var vatnsslanga sem þeir höfðu ver- ið með á milli sín og ég veit ekki fyrr til en annar dráttarbáturinn er kominn í hliðina á mér og gaf mér smá dank. Ég verð hvumsa og læt setja púðurskot á dráttarbátinn, en veit ekki fyrr til en Lloydsman er kominn inn í síðuna á mér. Ég set þá á fulla ferð - ekkert annað var að gera - til að reyna að komast und- an. Hann náði ekki nógu góðu höggi á mig;_ skrapast samt eftir síðunni á mér. Ég læt vaða á hann púðurskot og þegar ég er kominn aðeins frá honum sé ég að þetta er ómögulegt; að þeir skuli ráðast á varðskip innan landhelgi. Mér finnst að ef ég sýni þeim ekki hörku þá verði þeir ábyggilega enn æstari þannig að ég læt setja kúluskot í fallbyssuna og skjóta á kvikindið. Og það hitti! Enda flúðu þeir eins og fjandinn væri á hælunum á þeim, út fyrir.“ Helgi segir Breta aldrei hafa vilj- að viðurkenna að kúla hefði hitt dráttarbátinn, fyrr en löngu seinna að hann hafi séð sannanir. Það var þegar skipstjórinn á Lloydsman, Norman Storey, gaf út bók árið 1992, Whut price Cod? Þar segist hann hafa talið að aðeins hafi verið um púðurskot að ræða, „en þegar ummerki hafi verið skoðuð nánar hafi verið gat á yfirbyggingunni bakborðsmegin - sem aðeins eitt hafi getað valdið! En það viður- kenndu þeir aldrei í stríðinu.“ Helga segir þetta eina fasta skot- ið sem skotið hafi verið í síðasta þorskastríðinu og „það var gert al- gjörlega samkvæmt mínum fyrir- mælum af því að ég sá að þegar þessir menn ráðast á varðskip innan íslensko landhelginnar þá er það ógnun við íslenska lýðveldið. Ég sá að ekki var um annað að gera en svara þeim með hörku til þess að sýna þeim það í eitt skipti fyrir öll að þeir skyldu ekki reyna þetta aft- ur.“ Helgi hafði ekki leyfi til að skjóta föstu skoti nema með leyfi dómsmálaráðherra, eins og áður segir, en um þetta atvik segir hann: „Nauðsyn brýtur stundum lög.“ Hitt atvikið sem Helgi nefndi átti sér stað vorið 1976. „í stríðinu var hvert tækifæri notað til að klekkja á Bretunum og þeim þótti súrt í broti að þurfa að viðurkenna að við gát- um enn klippt á togvíra togaranna þrátt fyrir herskipaflotann og drátt- arbátaflotann. Þess vegna hefur skipstjórinn á herskipinu líklega misst stjórn á skapi sínu, þegar hann sigldi aftan á Tý sem var und- ir stjórn Guðmundar Kjærnesteds, og setti hann hreinlega á hliðina. Guðmundur var með klippurnar úti þegar herskipið sigldi á Tý, en við það snérist hann alveg 180 gráður og fór beint yfir trollið á einum tog- ara sem var að toga og klippti af honum. Herskipið sá um það! Þá trylltist skipherrann á herskipinu aftur og sigldi aftur á Tý. Ég var þá kominn að hliðinni á honum og var alveg öruggur um að skipið myndi ekki reisa sig aftur. En hann náði því þó, til allrar hamingju.“ I miðju síðasta þorskastríðinu var Helgi fluttur yfir á Óðin. „Segja má að fyrstu mánuðirnir þar hafi yerið hálfgerðir sorgardagar því Óðinn hafði verið í breytingum í Dan- mörku en gleymst hafði að gera al- mennilega við vélarnar í honum þannig að þær vom meira og minna klikkaðar. En til allrar hamingju hafði ég góða vélstjóra sem gátu komið þessu í lag þannig að maður gat tekið fullan þátt í þessu öllu saman.“ Mun meiri harka var í síðasta stríðinu, eins og áður segir, og HELGI ásamt Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands, þegar tekið var á móti Super Puma þyrlunni TF LÍF í júní 1995. KRISTJAN Eldjárn, forseti Islands, afhendir Guðmundi Kjærnested og Helga riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu 1976. Allir skipherrar Landhelgisgæslunnar fengu þessa viðurkenningu eftir þriðja þorskastríðið. BRÚÐKAUPSMYND af Helga og Þuríði Erlu. Brúðkaupið fór fram um páskana 1954. JÓN Jónsson, skipherra, Jóhann Hafstein dóms- málaráðherra og Helgi. Helgi telur að varðskipsmenn hafi þá oft komist í hættu. „Þarna voru dráttarbátarnir með ásiglingu og aftur ásiglingu í huga. Maður heyrði á rödd þeirra í talstöðinni, hvort sem um var að ræða togaraskip- stjóra eða. dráttarbátaskipstjóra, í hvemig skapi þeir voru, og þessir á dráttarbátunum vom alltaf í brjál- uðu skapi. Allt annar tónn í þeim en í fyrri stríðunum. Þeir ætluðu að sökkva okkur! í hverjum dráttar- báti var nú skipstjóri úr sjóhernum en þeim tókst aldrei ætlunaiverkið. Við vorum meiri sjómenn, ég neita því ekki neitt! Og þekktum aðstæð- ur betur. Og þó okkar skip væm þung í snúningi vom þau traustari en þeirra skip.“ Tómarúm Eftir að þriðja og síðasta þorska- stríðinu lauk segir Helgi að færst hafi einhver deyfð yfir mannskap- inn. „Segja má að menn hafi varla vitað hvað þeir ættu að gera! Eftir að hasarnum lauk varð hálfgert tómarúm. Fyrstu árin fór allt í sínar gömlu skorður; við vorum í eftirliti og þess háttar, því um leið og síðasti Bretinn hvarf út fyrir 200 mflurnar má segja að við hefðum ekki þurft að hafa neinar áhyggjur af svæðinu. Þar vora bara þau erlendu skip sem höfðu heimild til þess og aðeins örfá skammt utan markanna. En manni fannst, því miður - vegna þess hve seint gekk að fá endurnýjun á varð- skipunum - að ráðamenn teldu að fyrst enginn erlendur togari væri nálægt 200 mílunum, að þær myndu bara passa sig sjálfar. Én það var nú öðra nær. Nú var þetta allt sam- an að breytast; svið landhelgisgæsl- unnar hefur breyst mjög mikið þó svo landhelgisgæsla og björgunar- störf séu alltaf númer eitt. Fisk- veiðieftirlitið skiptir til dæmis miklu máli; að fara um borð í skipin, tékka á aflanum, veiðarfæranum, á öllum pappírum þeirra. Svæðið innan 200 mílnanna er 758 þúsund ferkíló- metrar og það þurfum við að passa. Flotinn rétt utan 200 mílnanna er alltaf að stækka, á Reykjaneshrygg era til dæmis skip frá tugum þjóða á vorin. Rækjuflotinn er stór á Dornbanka, loðnuflotann fyrir Norðausturlandi og síldarflotinn í sfldarsmugunni. Japanskir túnfisk- veiðabátar hafa nokkrir leyfi til veiða hér en fiskisagan flýgur greinilega alltaf fljótt því um leið og þeir sem era fyrir innan veiða eitt- hvað þá er flotinn frá Japan, Kóreu og annar staðar frá kominn.“ Umhverfismál eru líka gífurlega mikilvæg að mati Helga. „Við höld- um því fram að hér sé hreinasti sjór í heimi og til þess að svo sé þurfum við að vakta hann heldur betur vel; fylgjast með að menn séu ekki að menga hann fyrir okkur.“ Gæslan hefur því nóg verkefni en Helgi segir hana ekki í stakk búna til að takast á við þau öll. „Nei, ekki eins og staðan er í dag. En það verður auðvitað gjörbreyting á þeg- ar nýja varðskipið kemur og eins þyrftum við að fá flugvél sem myndi geta dekkað bæði gæslueftirlitið og mengunarvarnaeftirlitið, því það er hlutur sem fer saman hjá okkur. Danir, Norðmenn og Svíar leggja mikið upp úr mengunarvarnaeftir- liti og eru með sérstakar flugvélar í því verkefni; vélar í einkaeign sem þeir taka á leigu þegar á þarf að halda. Sjóherinn getur svo farið í gæsluflug fyrir þá. Við verðum hins vegar alltaf að treysta á okkur sjálfa og það kostar peninga. Það kostar sannarlega peninga að halda uppi lýðveldi." Helgi var yfirmaður gæslufram- kvæmda síðustu átta árin, frá því 1990 er hann kom í land þar til hann lét af störfum nú um áramótum. „Yfirmaður gæsluframkvæmda sér um daglegan rekstur flugvélanna og skipanna og er fulltrúi forstjórans í ýmsum málum.“ Hann segir sam- starf stofnunarinnar og annarra landhelgisgæslna á Norðurlöndum alltaf vera að aukast og einnig séu sóttar ýmsar ráðstefnur um björg- unarmál. Þá stærstu sækja t.d., auk íslendinga, Danir, Norðmenn, Sví- ar, Þjóðverjar, Englendingar og Hollendingar. Gaman á sjó Helgi segir að sér hafi þótt gam- an á sjónum. „Starfíð er skemmti- legt þó stundum hafi verið leiðinlegt þegar lítið var að gera eða við vor- um einhvers staðar í vitlausu veðri og bullandi snjókomu þannig að varla sást út fyrir borðstokkinn." Það ánægjulegasta segir hann að geta bjargað eða aðstoðað menn í ófórum. Aður er minnst á björgun áhafnarinnar á Northern Spray undir Grænuhlíð „en mesta björgun sem ég lenti í var þegar ég var skip- herra á Albert. Við björguðum þá áhöfninni á Ver frá Bíldudal. Hann hafði sokkið í norðaustan stox-mi, stórsjó og blindhríð út af Kópanesi. Við fóram fyrir Kópinn og vorum á stefnu inn Patreksfjörð þegar sáum eitt neyðarblys, héldum á það og vorum svo heppnir að komast akkúrat á bátinn, sem átti þá ekki langt upp í klettana. Þetta var mjög ánægjulegt." Helgi kveðui' nú Landhelgisgæsl- una eftir 52 ára starf. Hann segir hana munu sinna mikilvægu hlut- verki hér eftir sem hingað til og alltaf verði þörf á dugmiklum og áhugasömum mönnum. „Fjöldi í áhöfn á varðskipum er kominn nið- ur í algjört lágmark og nú þarf hver einasti maður að vera í góðu formi. Nú þýðir ekkert að segja að einn sé á dekki og annar í vélinni eins og í gamla daga; allir verða að ganga í hvaða vei'k sem er af krafti. Alltaf þegar viðvaningar komu um borð hjá okkur voru þeir þjálfaðir í ýms- um störfum. Við vorum með báts- mann, timburmann og kafai'a, svo einhverjir séu nefndir, og þeir tóku að sér að þjálfa þessa ungu pilta. Nú hefur mönnum fækkað svo mik- ið að þó að aðstaðan hafi batnað til mikilla muna hefur hver nóg með sig. En þrátt fyrir það eru menn enn teknir í kennslu og ég vil sér- staklega benda á það sem Haf- steinn Hafsteinsson tók upp, fljót- lega eftir að hann varð forstjóri Gæslunnar 1983; nú eru teknir lær- lingar úr 10. bekk grunnskóla í 16 daga túr á varðskipi á hverju sumri. Þetta finnst mér afskaplega gott.“ En hann segir synd hve ís- lenskum sjómönnum hefur fækkað. „Sérstaklega á fraktskipum, þar stefnir í óefni. Islenskh' sjómenn hafa alltaf verið taldir mjög góðir og verið eftirsóttir erlendis; enda lærir enginn eins mikla sjó- mennsku og við ströndina hérna í kringum landið." Helgi segist oft hafa „i'ifið kjaft“ hafi honum ekki líkað gangur mála. „Það hefur oft gustað um mann og það má segja að lífið hafi verið eins og sjórinn; maður er ýmist uppi á öldutoppnum eða niðri í dalnum og menn verða að kunna að taka því. Ægis dætur hafa ekki alltaf verið neitt mjúkhentar á manni þegar þær hafa verið að lemja skipið. Maðui' þurfti oft að standa uppi í brúnni, jafnvel í sólarhi'ing, og fylgjast vel með. Brot risu stundum allt í einu upp og þá varð maður að vera tilbúinn að slaka á vélunum. Þá var maður venjulega á leið til bjargar eða aðstoðar og því varð að nota vélarkraftinn eins og maður lifandi gat. Sjóar eru hér mjög var- hugaverðir, sérstaklega þegar veðrið er í ham.“ En þó Helgi sé kominn í land fyrh- nokkram árum og hætti nú hjá Gæslunni býst hann ekki við að slíta algjörlega tengslin við sjóinn: „Ég heyrði einu sinni sögu af sjómanni, sem var í sumarfríi; maður kom heim til viðkomandi en konan sagði að hann væri ekki heima - hann væri niðri á höfn að þefa! Hann gat ekki á sér setið. Ætli verði ekki eins með mig; ætli ég verði ekki oft niðri við höfn að þefa!“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.