Morgunblaðið - 03.01.1999, Síða 16

Morgunblaðið - 03.01.1999, Síða 16
16 B SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ íslands þúsund úr ú nlda mótaári í Vesturheimi Vestur-Islendingarnir Davíð Gíslason, for- maður Millennium 125 nefndarinnar, og Neil Bardal, aðalræðismað- ur Islands í Kanada, voru staddir hér í byrj- un desember til að und- irbúa hátíðahöldin í Kanada árið 2000. —7--------------------- I samtali við Oddnýju Sv. Björgvins varpa þeir Davíð og Neil Ijósi á mikilvægi þess fyrir -7--------------------- Islendinga að minnast landafunda og land- náms vestanhafs á aldamótaári. ARGIR segja að allt I eigi að gerast árið 12000. Aldamótin eru Ivissulega merk tíma- Imót, og mikilvægt að minna á sögu sína meðan heimurinn lítur tilbaka yfir liðna öld. Alda- mótaárinu má líkja við gamlárs- kvöld og nýársdag, þegar litið er aftur og fram í tímann. Það var einstakt í íslenskri sögu þegar íslendingar leituðu út fyrir landsteinana að nýjum heimkynn- um. Fundur Ameríku árið 1000 tengist bæði kristniboði og útþrá víkingsins. Nú geta ferðamenn skoðað Leifsbúðir á Nýfundnalandi, byggð Leifs heppna, Þorfinns karls- efnis og Guðríðar Þorbjamardóttur. Árið 2000 mun víkingaskipið, ís- lendingurinn, sigla frá íslandi og þræða hina fomu siglingaleið að nyrsta skaga Nýfundnalands til L’Anse aux Meadows. Áhrifamikil saga varð til með landnámi íslendinga 1875 í Vestur- heimi, þegar stór hluti þjóðarinnar tók sig upp og flutti í nýja heimsáifu, - og stofnaði þar Lýðveldið Nýja ís- land. Margir íslendingar hafa farið pílagrímsferð um Nýja ísland, og hrifist af íslenskum bautasteinum á kanadísku landsvæði. Árið 2000 ætla deildir Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi að afhjúpa enn fleiri minnisvarða. Þá munu íslenskir bautasteinar varða leiðina frá Leifsbúðum að Gimli, höfuðstað Nýja íslands, og vestur um sléttumar allt út að Kyrrahafi. Vestur Islendingar era stoltir af íslenska upprunanum, sem hefur staðið upp úr í fjölþjóðlegu samfélagi, og Neil ræðir um áhrifa- mátt „íslenska ömmuhnappsins“. ísland er land mikilla örlaga og sterkar persónur Islendingasagna hafa löngum fylgt þjóðinni. Samtím- is fundi Leifsbúða rís sterk kven- persóna upp af spjöldum sögunnar. Guðríður Þorbjarnardóttir samein- ar vel ísland, Grænland og Vinland Leifs heppna / Kanada Vestur-Is- lendinga. Guðríður er sameiningar- tákn Islendinga og bræðra okkar vestanhafs. Hún er fyrsta hvíta móðir Ameríku, svo að margar þjóðir munu kynna sér sögu hennar. Sagnapersónan Guðríður Þor- bjamardóttir er merkisberi landa- funda íslendinga á nýrri öld. Nýlega var saga hennar færð í leikbúning, og stytta af henni verður afhjúpuð á Menningarsafni Kanada árið 2000. Landafundanefnd 2000 og „Millennium 125“ - Hve mikilvægt er þetta tvennt, Davíð? „Ég var spurður að þessu á árs- Morgunblaðið/Arni Sæberg DAVÍÐ Gíslason og Neil Bardal voru á íslandi í desember til að undirbúa hátíðahöldin í Vesturheimi árið 2000. fundi Þjóðræknisfélagsins í Brandon í vor. Svar mitt er: Þegar íslensku landnemarnir komu til Winnipeg árið 1875, vora allir for- vitnir að sjá fólkið frá íslandi, ísaköldu eyjunni í Norðurhöfum. Flestir bjuggust við að sjá eskimóa. Ungi kynstofninn frá Islandi vakti bæði undran og aðdáun. Guðmundur Andri Thorsson seg- ir í bók sinni, íslandsförin, að Is- lendingar séu einskonar huldufólk svo einangraðir hafi þeir verið. Nú er þjóðin að verða þekktari, en enn- þá eru samt margir sem trúa því að Kristófer Kólumbus hafi fundið Ameríku. Aldamótin 2000 eru góð tímamót fyrir íslendinga að kynna sig. Fyr- ir afkomendur Islendinga í Kanada er tækifærið gullvægt - að kynna 125 ára landnám - samtímis því að festa landafundi íslendinga árið 1000 á spjöld heimssögunnar. Þá eigum við að reisa svo áhrifa- mikla minnisvarða, að heimurinn þekki eyjuna í Norður Atlantshafi. I því sambandi hlýtur að vera mik- ilvægt fyrir íslensku þjóðina, að eiga deildir Þjóðræknisfélags Is- lendinga í Vesturheimi dreifðar um allt meginland Ameríku, sem tengja bræðrabönd á milli heims- álfanna. úr gömlu landnemakistlununi, ásamt fjórum barnaböruum. Að þekkja uppruna sinn er hverjum manni dýrmætt. Vínlands- sagan er stolt Islendinga, þegar Leifur Eiríksson reisti fyrstu ís- lensku húsin á nyrsta skaga Nýfundnalands, - og þegar Guðríð- ur sigldi til Kanada með eigin- manni sínum Þorfinni Karlsefni og Sýnishorn alda- mótaviðburða í borgum í Vesturheimi árið 2000: ► Hljómleikar Sinfóníuhljóm- sveitar íslands ► Sýning á íslenskum málverk- um frá Listasafni íslands ► Islensk kvikmyndahátíð ► Islandskynning ► Brúðuleikhúsið sýnir Sögu- svuntuna ► Tónleikar Karlakórs Reykja- víkur ► Islenskur ljóðalestur með djasstónlist ► Kynning á íslenskum bók- menntum ►fslensk ljósmyndasýning ►Snorri Program: ungmenna- skipti Norræna félagsins kynnt ►Routes to the Roots: námskeið Sumarháskóla fslands ►Multi Media: styrkur til fram- leiðslu á margmiðlunardiski með ýmsum fróðleik um Island, sem verð- ur dreift í gruimskólum vestanhafs. fæddi fyrsta barnið á meginland- inu. Fundur Ameríku árið 1000 og landnám íslendinga í Kanada 1875 eru heimssögulegir atburðir sem rétt er að kynna, þegar heimurinn lítur yfir farinn veg í aldarlok. Upphaf Landafunda- nefndar 2000 Hugmyndin að stofnun Landa- fundanefndar fyi’ir árið 2000 varðtil í opinberri heimsókn forseta Is- lands, Ólafs Ragnars Grímssonar, til Nýja íslands 1997. Hann bað okkur um að funda saman og ræða hvernig best væri að styrkja tengsl- in, - og hvernig væri best að fagna árinu 2000. Fyrsta hugsun okkar var að fá víkingaskip til að sigla í kjölfar Leifs Eiríkssonar. Nú er ákveðið, að víkingaskip Gunnars Marels Eggertssonar, Islendingur- inn, muni sigla frá Islandi meðfram Grænlandsströndum til L’Anse aux Meadows, þar sem búið er að end- urreisa Leifsbúðir að hluta. Einn helsti viðburður ársins 2000 í Kanada verður afhjúpun á styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur, fyrstu hvítu móður Ameríku. Styttan á að standa í glæsilegu Menningarsafni okkar í Ottawa. Guðríður á örugg- lega eftir að draga til sín fjölda þeirra 1,3 milljóna ferðamanna sem heimsækja safnið árlega. I Menningarsafninu er sagan rak- in frá komu fyrstu Evrópumanna til Kanada. Saga Frakka. Saga Eng- lendinga. Saga norrænna landnema. I norræna salnum dvaldi ég lengi, - og uppstillingin, þar sem tvær kon- ur með ljósar fléttur og tveir karlar eru að bera kistla sína á land úr litl- um Færeyingi (fylgibátur með knerri), vakti sterkar tilfinningar hjá mér. Þetta gæti svo vel verið mynd af Guðríði og Þorfinni Karls- efni að bera farangur sinn á land í L’Anse aux Meadows. „The Norse Hall“ ætti að heita „The Icelandic Hall“. Fyrsta skrefið í þá átt er að fá styttu Guðríðar við innganginn. Hún tekur á móti gestunum.“ Nú áttir þú hugmyndina að því að koma styttunni þarna fyrir. Hvenær kviknaði sú hugmynd? „í júlí 1994 var ég í heimsókn hjá ættfólki mínu í Skagafirði, - og var viðstaddur þegar fra Vigdís Finn- bogadóttir forseti afhjúpaði styttu Guðríðar fyrir framan kirkjuna í Glaumbæ. Þó fyrst kynntist ég sögu Guðríðar. Saga hennar er svo máttug og tengir okkur svo vel saman, að mér finnst hún hljóti að vera sterkur þráður í örlögum íslensku þjóðar- innar. Guðríður bjó með manni sín- um um þriggja ára skeið í Kanada (Vínlandsgátan bls. 96). Þar fæddi hún Snorra, sem við Vestur-íslend- ingar eignum okkur. Hann er fyrsti íslendingurinn sem fæðist í Kanada. Síðar flytja þau til íslands og Þorfinnur kaupir Glaumbæ. Eft- ir lát hans fer Guðríður í pílagríms- ferð til Rómar. Snorri er búinn að reisa kirkju á Glaumbæ, þegar móð- ir hans snýr heim. Guðríður býr hjá kirkjunni ætíð síðan, eða eins og segir í Græ'nlendingasögu: „Síðan varð Guðríðr nunna ok einsetukona ok var þar, meðan hún lifði“. Styttan við Glaumbæjarkirkju er gjöf Vestur-íslendinga til íslensku þjóðarinnar. Svo undarlega vildi til að tvær afsteypur voru gerðar af „Fyrstu hvítu móður Ameríku" eftir Ásmund Sveinsson. Seinni styttan fer til Ottawa og verður gjöf ís- lensku þjóðarinnar til afkomenda íslendinga vestanhafs. Segðu svo að þetta sé ekki örlagaþrungið!" segir Davíð og brosir við. „Hinn þekkti Ferðafélagsmaður, hagyrðingur og kennari, Hallgrím- ur Jónasson, var eitt sinn spurður, hver væri merkasti Skagfirðingur- inn? „Guðríður Þorbjarnardóttir!“ var svarið. I bók sinni, Geislar yfir kynkvíslum, segir Hallgrímur sögu Guðríðar. Þar vísar hann til orða völvunnar á Grænlandi, eftir að Guðríður hafði sungið spákonuseið að heiðnum sið til að seiða fram hin- ar ýmsu náttúrar. Halldís, fóstra hennar á íslandi, hafði kennt henni seiðinn, en unga stúlkan var þá orð- in kristin og færðist því undan. „Yfir þínum kynkvíslum skína bjai-tari geislar en ek hef megin til að geta slíkt vandliga sét“, sagði völvan við Guðríði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.