Morgunblaðið - 03.01.1999, Síða 22

Morgunblaðið - 03.01.1999, Síða 22
- 22 B SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ DÆGURTÓNLIST X * Léttklassísk lyftutónlist Menningarheimar inœtast ÞEGAR menningarheimar mætast verða oft til skemmtilega gruggug- ir straumar af tónlistarstefnum og hugmyndum. Undanfarnar vikur hefur mikið verið látið með ungan tónlistarmann, Clifford Gilberto, sem fer á kostum í samkrulli á ólíkum stefnum og straumum á nýrri skífu sinni. CLIFFORD Gilberto á kostaríkanskan fóður og þýska móður en er fæddur í Indi- ana í Bandaríkj- unum. Er hann var níu ára gam- all fluttist fjöl- skyldan til Þýskalands og þar bjó hann næstu sjö árin að hann fór vestur um haf að ljúka námi. Eftir að skólagöngu lauk kejrpti hann sér bíldruslu og fór á henni um Bandaríkin endilöng á hálfu ári, en fluttist síðan aftur heim til Þýskalands til að læra iðnhönnun. Þegar á reyndi hugnaðist honum það ekki og sneri sér að geimskipasmíði og þrívíddarvinnslu fyrir þýskt kvik- myndafyrirtæki og framfleytir sér þannig í dag. Gilberto sýndi snemma áhuga á tónlist, lék á píanó og heillaðist af Monk og Mingus. Hann lærði á píanóið klassíska tónlist og starfaði síðar með ýmsum sveit- um, lék ýmist djass eða industri- al-tónlist uns hann langaði til að spreyta sig á eigin spýtur. Næstu árin tók hann upp mikið af tónlist og það var ekki fyrr en vinkona hans píndi hann til að senda spólu til Ninja Tunes að hjólin fóru að snúast. Á vegum Ninja Tunes hefur Gilberto sent frá sér stöku lag undir nafninu The Clifford Gil- bei'to Rhythm Combination og síðan fyrstu breiðskífuna, I Was Young and I Needed the Money í síðasta mánuði. Sú hefur fengið frábærar viðtökur fyrir fjölbreyti- legan bræðinginn af djass, drum ‘n bass, bigbeat og þar fram eftir götunum. Það eina sem Gilberto segist hafa í heiðri er að gera ekki sama hlutinn tvisvar og það má glöggt heyra á skífunni sem minn- ir á köflum frekar á safnskífu ólíkra listamanna en höfundar- verk eins manns. Skífa sem verð- ur ofarlega í hugum manna við áramótauppgj ör. Eftir Árna Matthíasson Fjölbreyttur Clifford Gilberto. Furðufugl Steven Jones sem kallar sig Babybird. Vinnualkinn Steven Jones Margir muna eftir laginu You’re Gorgeous sem varð gríðarlega vinsælt fyrir tveimur árum. Fyrir því lagi var skrifuð hljómsveitin Babybird, sem er í raun vinnu- alki að nafni Steven Jones. Steven Jones segir að frá barnæsku hafi tónlist átt hug hans allan, en leiklistin hefur líka haft sitt að segja því hann gekk til liðs við fjölsnærðan leiklistar- hóp á sinum yngri árum. Meðfram starfi í hópnum áskotnaðist honum fjögurra rása upptökutæki og þá tók tónlistin við; leiklistin sett upp í hillu og á næstu árum samdi hann og tók upp 400 lög ólíkrar gerðar, allt frá froðupoppi í framúrstefnu- lega steypu. Þrátt fyrir lagasafn- ið mikla gekk hvorki né rak hjá honum að komast á samning ut- an að hann gerði höfundarréttar- samning við Chrysalis og nýtti fyrirframgreiðsluna í að gefa út fjórar breiðskífur í takmörkuðu upplagi. Með hverri piötu fylgdi póstkort sem kaupandinn var hvattur að senda inn og velja bestu lög plötunnar. Plöturnar fjórar vöktu það mikla athygli að Jones bauðst samningur, sem kallaði á full- skipaða hljómsveit og þannig varð fimmta platan til, Ugly Beautiful, með endurgerðum lög- um af plötunum Qórum sem á undan komu valin af kaupendum þeirra. Af plötunni sló í gegn lag- ið áðurnefnda og skyndilega var Jones orðinn poppstjarna. Jones segir að hljómsveitar- vinnan hafi breytt tónlistarhug- leiðingum sínum mjög og reynd- ar má heyra það á sjöttu breiðskífunni, Dying Happy, sem kom út á síðasta ári. Fyrir stuttu kom svo enn út breiðskífa frá Babybird, There’s Something Going On, þar sem hann er við sama heygarðshornið í Ijölbreyti- legum vangaveltum hvort sem er í síbreytilegu tónmáli eða í létt- súrrealískum textum. EINU SINNI VAR MEÐ mest seldu plötum hér á landi er platan Einu sinni var, sem kom út fyrir ellefu árum. Á henni var að finna íslenskar þjóðvísur í rokkbúningi og seldist hún meira en dæmi voru um. Gunnar Þórðarson og Björg- vin Halldórsson tóku plötuna saman, völdu lögin og sömdu obba þeirra, en heildarútsetn- ingar eru þeirra og Tómasar Tómassonar. Þeir félagar unnu plötuna að miklu leyti ytra og fengu þá til liðs við sig mæta menn eins og Mel Collins, sem lék með King Crimson um tíma, og B.J. Cole, sem leikur nú með Verve. Björgvin syng- m- flest laganna, en einnig er skrifaður fyrir söng Helgi Halldórsson. Einu sinni var kom út árið 1977 og seldist gríðarlega vel. Hún hefur verið ófáanleg all- lengi, en kom út á disk fyrir stuttu á vegum Skífunnar. EKKI ERU allir sem að danstónlist koma bólugrafnir forritarar eða bflskúrsheng- ilmænur; það færist í vöxt að sígilt menntaðir tónlistarmenn spreyti sig á danstónlistinni, ekki síst eftir því sem henni svipar meira til léttklassíkrar tónlistar og jafnvel bíótónlistar. Dæmi um það er strengjakvintettinn Oranj Symphonette sem sendi ft-á sér nýja skífu fyrir skemmstu, upp fuli af sérkénnilegum útsetningum og frumlegum. Liðsmenn Oranj Symphonette eru þeir Matt Brubeck, sonur Daves, Joe Gore, Ralph Carney, Pat Campbell og Rob Burger. Allir eiga þeir langan afrekalista og leika á flem hljóðfæri en tölu verður á komuð, til að mynda Camey, sem leikur á hefðbundið, bassa- og slide-klarínett, alt-, tenór- og bassasaxófón, básúnu, trompet, pat ralph Hæfileikamenn Liðsmenn Oranj Syphoniette bregða á leik. penníflautu, munnhörpu, kín- verska munnhörpu og svo má telja. Fyrir vikið þurfa þeir félagar ekki að kalla á aðstoðai-- menn sama hversu flóknar út- setningarnar eru eða hlaðnar hljóðfærum. Þeir félagai', sem hafa reyndar flestir unnið eitthvað með Waits, hittust þegar þeir voru ráðnir til að leika inn á band tónlistina sem Tom Waits samdi fyrir kvikmynd- ina Night on Earth. Svo vel fór á með þeim í upptökunum að þeir vikiu vinna meira saman og gerðu, tóku upp eftirminni- lega plötu með lyftutónlist eftir Henry Mancini. Þeiná skífu var vel tekið og því ekki úr vegi að þeir félagar gerðu aðra, að þessu sinni með tónlist úr nokkuð annarri átt, lögum eftir Duke Ellington, Burt Bacharach og John Barry svo dæmi séu tekin, í þein-a eigin útsetningum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.