Morgunblaðið - 02.02.1999, Side 6

Morgunblaðið - 02.02.1999, Side 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999 HANDKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ Þjálfarinn Kristján Arason leynivopn FH-inga ÞJÁLFARINN Kristján Arason fór fyrir sínum mönnum í vörn- inni og lagði grunninn að sæti FH í bikarúrslitunum í Laugar- dalshöll með tveggja marka sigri, 24:22, á Gróttu/KR í íþrótta- húsinu á Seltjarnarnesi á laugardag. Heimamenn léku vel á köflum en reynsla lykilmanna FH vó þungt. Vagga handknatt- leiksins á íslandi er í Hafnarfirði og ávallt eru gerðar miklar kröfur til FH. Hins vegar hefur Hafnfirðingum gengið illa að undanförnu. Staða þeirra í deildinni er ekki góð og Ijóst að liðið mátti illa við því að komast ekki í bikarúrslit. Það var langt því frá sjálfgefið og Ijóst að breytingar varð að gera til að vonin yrði að veruleika. En FH-ingar þurftu ekki að leita langt yfir skammt í því efni. „Eftir tapið á móti KA fyrir norðan var einhugur hjá stjórn og leikmönnum um að ég spilaði á móti Gróttu/KR í vörninni í þeirri von að binda hana saman og ég varð við þeirri ósk,“ sagði Kristján við Morgunblaðið, en hann lék síðast með FH á móti Fram í úrslitakeppni íslands- mótsins í fyrra. Steinþór Guðbjartsson skrifar Fyrir um það bil áratug var Kristján í hópi bestu hand- knattleiksmanna heims og þótt hann sé ekki á sama stalli nú hefur hann engu gleymt í vörn- inni og átti stóran þátt í að FH-ingar fógnuðu sigri. Hann gerði samt lít- ið úr eigin hlut. „Eg skóp ekki sig- urinn, þótt ég hafí átt einhvem þátt í honum, heldur er gífurlegri liðsheild að þakka. Strákamir börðust, gáfu sig alla í verkefnið og fundu svar við erfíðri vörn mótherjanna." Dýrkeypt mistök Lið Gróttu/KR hefur slípast mikið í vetur. Sérstaklega hefur markvarslan batnað og vamarleik- urinn hefur vakið athygli og ugg mótherjanna en sóknarmistök hafa tekið sinn toll. Liðið vaknaði fyrst til lífsins þegar sex mínútur voru af leik og staðan 4:0 fyrir FH. Munur sem mörgum reynist oft erfitt að brúa en Vesturbæingamir jöfnuðu, 10:10, fyrir hlé og komust yfír, 12:11, í byrjun seinni hálfleiks. En úrslitin réðust þegar gestirnir FOLK ■ GUNNAR Berg Viktorsson lék með Fram á laugardaginn gegn Aftureldingu. Þetta var fyrsti leik- ur hans í tvo mánuði vegna meiðsla. Hann lék eingöngu í vöm- inni og styrkti hana verulega. ■ BERGSVEINN Bergsveinsson varði tvisvar sinnum víti á sömu mínútunni um miðjan fyrri hálfleik. Hann varði fyrst vítaskot frá Titov, en boltinn barst aftur út í teiginn til Titovs en þá var brotið á honum og dæmt annað víti. Gunn- ar Berg tók það en Bergsveinn sá við honum. ■ AFTURELDING var með 55% sóknarnýtingu í leiknum, 68% í fyrri hálfleik og 43% í seinni. Fram var með 46% í leiknum öllum, 50% í fyrri hálfleik og 43% í þeim síðari. ■ ANTON Pálsson dæmdi ekki um helgina eins og til stóð og dæm- ir ekki á næstunni. Hann hand- leggsbrotnaði í leik með Víkingi á móti Fylki um fyrri helgi. breyttu stöðunni úr 18:17 í 21:17 og innan við átta mínútur til leiksloka. „Gæsin var ekki langt undan en við misstum af henni að þessu sinni,“ sagði Ólafur Lárasson, þjálfari Gróttu/KR. „Leikurinn var í jafnvægi fram í miðjan seinni hálfleik og okkur vantaði aðeins herslumuninn en fórum illa með færin þegar við voram einum fleiri og fengum á okkur mörk þegar liðsmunurinn var okkur í hag vegna þess að menn fóru ekki eftir ákveðnum grannreglum. Við misstum boitann, gripum hann hreinlega ekki sem þýddi að á svipstundu vorum við fjóram mörkum undir og búið spil. Þegar okkur tókst að halda tuðranni fengu FH-ingar ekki hraðaupp- hlaup en þegar við misstum bolt- ann léku þeir á als oddi. Það er sárt að segja það en því miður gáf- um við þeim sigurinn - þeir unnu ekki á eigin verðleikum." Rýr uppskera Sigurgeir Höskuldsson varði vel hjá Gróttu/KR, framsaskin vörn liðsins með Einar B. Arnason í aðalhlutverki var góð og skemmti- leg tilþrif sáust í sókninni, einkum hjá leikstjórnandanum Agústi Jóhannssyni. Magnús A. Magnús- son var traustur á línunni í fyrri hálfleik, Armands Meldaris lét til sín taka í skyttuhlutverkinu í seinni hálfleik og Zoltan Belany stóð sig vel en mistökin urðu dýr- keypt. „Fæstir leikmannanna hafa spilað í undanúrslitum og aðeins einn í úrslitum og því voru sumir einfaldlega of spenntir sem kom niður á leiknum í byrjun. Hins vegar lék liðið mjög vel seinni hluta fyrri hálfleiks og að mörgu leyti ágætlega í byrjun seinni hálfleiks. Það fékk tækifæri til að komast tveimur mörkum yfír en missti frumkvæðið og það má ekki gera mistök á móti liði eins og FH. Liðið er gott en hefur ekki upp- skorið í samræmi við það og í raun er langt síðan ég hef séð annað eins. Liðið spilar mjög vel en það skilar litlu og það er grátlegt til þess að hugsa að hafa misst marga íeiki í tap eftir að hafa verið með þá í góðri stöðu.“ Hugurinn við deildina Magnús Arnason var góður í marki FH, Kristján hélt vörninni saman og Valur Arnarson var öfl- ugur í sókninni auk þess sem Guðjón Amason og Gunnar Bein- teinsson gerðu góða hluti en Hálf- dán Þórðarson lék á ný eftir að hafa verið meiddur undanfarnar vikur. „Öryggisleysi í vörninni hef- ur háð okkur að undanförnu en okkur tókst að setja undir lekann," sagði Kristján. „Grótta/KR hefur sýnt það í vetur að liðið getur unn- ið upp erfiða stöðu en það hefur líka misst dampinn. Liðið reynir að halda boltanum og „frjósi“ mótherjarnir á móti framliggjandi vörn þess er stutt í hraðaupp- hlaupin. Þeir skoraðu úr þremur slíkum í fyrri hálfleik en síðan ekki aftur fyrr en undir lokin. Við náð- um mikilvægum áfanga og það verður gaman að leika í Höllinni á ný. Hins vegar er staða okkar 61410 í deildinni og við þurfum að ein- beita okkur að tveimur næstu leikjum þar áður en við föram að hugsa um bikarúrslitin.“ LERIKMENN Aftureldingar fögnuðu gífurlega þegar Ijóst var að Tilhlökkun að leika aftur í Höllinni Haukar sterkari í bráðabana TVÆR framlengingar og bráðabana þurfti til að útkljá hvort Hauka-liðið eða FH skyldi fara í bikarúrslitaleik við Fram þegar liðin áttust við í Kaplakrika á sunnudaginn. Eftir mikla dramatík, aragrúa mistaka, jöfnun- armörk á síðustu sekúndum, rúmlega þúsund taugaspennta áhorfendur og tæplega eina og hálfa klukkustund af barningi réðust úrslit þegar Sandra Anulyte tryggði Haukum 31:30 sigur eftir 1 mínútu og 27 sekúnd- ur í bráðabana. Sft ifan Stefansson sI rifai Eg er svo þreytt að ég get varla talað,“ sagði Harpa Melsteð, fyrirliði Hauka, þegar reynt var að ná tali af henni strax eftir leikinn í Hafnarfirði en náði sér fljótlega. „Þetta var bikar- leikur eins og bikarleikir eiga að vera þar sem bragðið getur til beggja vona en það er alltaf sérstaklega erfitt að eiga við FH. En við unnum bæði á vellinum og áhorf- endapöllunum, því stuðningsfólk okkar hafði mikil áhrif. Við hættum aldrei og eigum að vera með reynslu til að geta það. Nú kemur að úrslitaleik og þá verð- ur aftur að gera sitt allra besta og vona einnig það besta.“ Miklar sveiflur í byrjun gáfu for- smekkinn að framhaldinu því FH-stúlk- ur skoruðu 5 mörk í jafnmörgum sókn- um á fyrstu fímm mínútum leiksins en síðan kom eitt mark frá þeim úr 14 sóknum næstu 18 mínúturnar því Haukastúlkurnar voru komnar í gang - það tekur alltaf nokkum tíma fyrir þær hafa sig af stað. Eftir hlé munaði ekki nema einu sinni meira en einu marki þar til yfir lauk og um leið fór mistökunum að fjölga en miklu skipti fyrir FH-inga að Jolanta Slapikiene, markvörður þeirra, varði oft vel. Eftir að Thelma Björk Ái-nadóttir jafnaði 22:22 fyrir Hauka þegar sekúnda var eftir af venju- legum leiktíma, skiptust liðin á að skora í tveimur framlengingum en Jolanta kom mikið við sögu þegar hún varði tólf skot á þeim tíma. í bráðabananum, þeg- ar leiknum lýkur um leið og annað hvort liðið skorar, byrjuðu FH-stúlkur með boltann en fengu dæmdan á sig ruðning eftir mínútu leik svo að Haukar fengu tækifærið og Sandra skoraði þegar hún braust í gegnum vörn FH. „Við áttum jafna möguleika, en urðum að berjast og aftur berjast - meira en áður,“ sagði Hildur Erlingsdóttir, fyrir- liði FH, eftir leikinn. „Við vorum ekki stressaðar og liðsheildin var tilbúin en okkur vantaði heppnina, sem Hauka- stelpurnar höfðu með sér í dag,“ bætti Hildur við en hún, Jolanta í markinu, Þórdís Brynjólfsdóttir og Drífa Skúla- dóttir áttu góðan leik. FH-stúlkurnar lögðu sig vissulega mikið fram en sókn- arleikurinn var oft bitlaus og of mikið fór í gegnum vömina - mesta lukka að Jolanta varði vel. Haukaliðið var lítið meira sannfær- andi, lengi í gang en fór þetta svo að mestu á gömlu seiglunni. I sóknarleikn- um gengu oft upp einföld leikkerfi en þess á milli gerðist ekkert nema hvað Harpa lét sig vaða inn í vörn FH og fékk aukakast. Varnarleikurinn var mun betri og gaf h'tið eftir. Harpa, Björg Gilsdóttir, Hanna G. Stefánsdóttir og Judit Rán Esztergal vora bestar hjá Haukum. WSMit HANNA G. Stefánsdóttir, I inn og skorar hér eit

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.