Morgunblaðið - 02.02.1999, Side 9

Morgunblaðið - 02.02.1999, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999 B 9 Arsenal hleypti aukinni spennu í baráttu efstu liða Dwight Yorke skaut United á toppinn ARSENAL stöðvaði Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu um helgina og hleypti aukinni spennu í baráttu efstu liða. Manchester United skaust í efsta sætið en er aðeins tveimur stigum á undan Ar- senal sem er í fjórða sæti. Dwight Yorke tryggði Manchest- er United 1:0 sigur á Charlton með skallamarki mínútu fyrh’ leiks- lok. Fyi-ri hálfleikur var tilþrifalítill en gestirnir sóttu stíft eftir hlé og svo fór að vörn heimamanna gaf sig. Alex Ferguson, knattspymustjóri United, hrósaði mönnum sínum fyrir hugarfarið, að gefast aldrei upp. „Þetta er aðal liðsins. Við héldum ótrauðir áfram og það er gott að hafa menn eins og Yorke og Andy Cole sem geta gert út um leiki. Ef lið er í efsta sæti er það merki þess að eitt- hvað sé gert rétt og við gerum margt rétt þessa dagana. Við höfum leikið mjög vel að undanfórnu og menn hafa lagt sig fram í öllum stöðum. Menn hafa unnið mjög vel án bolta, verið á ferðinni og uppskorið sam- kvæmt því.“ Hann sagði að barátta Chelsea, Arsenal og United á toppn- um héldi áfram og Aston Villa gæti náð sér á strik á ný „en í lok mars má gera ráð fyrir baráttu tveggja liða“. Enn einu sinni tapaði Charlton 1:0 en þetta var 13. leikur liðsins í röð í deildinni án sigurs og stjórinn Alan Curbishley var allt annað en ánægð- ur. „Leikmennirnir gerðu allt sem þeir gátu en ég var óánægður með síðustu 20 mínúturnar.“ Tilfinning eins og hjá veðurfræðingum Chelsea lék 21 leik í röð án taps en Dennis Bergkamp skoraði fyrir Ar- senal eftir hálftíma leik á Highbury og heimamenn héldu fengnum hlut. „Þetta er ekki búið,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal. „Það var mikið álag á okkur fyrir leikinn því við vissum að við urðum að sigra til að vera með í baráttunni um titilinn. Tap hefði þýtt að þetta væri búið því þá hefði enginn náð Chelsea. Ég vissi að menn mínir voru tilbúnir - eftir nokkur ár vita menn hvað klukkan slær. Þetta er eins og hjá veðurfræð- ingunum. Þeir hafa á tilfinningunni hvort það rignir eða ekki.“ Gianluca Vialli, stjóri Chelsea, sagðist ögn vonsvikinn „en svona er þetta í úrvalsdeildinni og það er erfítt að halda stöðugleika. Þetta er mikil barátta og vonandi helst hún út keppnina. Allir eiga möguleika á titl- inum og menn verða að geta brugð- ist við tapi án þess að missa sjálfs- traustið.“ Villa tapaði í Newcastle Aian Sheai-er gerði fyrsta mark sitt síðan 26. september, skoraði með skalla snemma leiks á St. James’ Park, og átti þátt í öðru marki Newcastle sem Temuri Ketsbaia gerði um miðjan fyrri hálfleik en Paul Merson minnkaði muninn fyrir Aston Villa eftir klukkutíma leik. „Slakui- fyrri hálfleikur varð okk- ur dýrkeyptur,“ sagði John Gregory, stjóri VOla, sem hefur verið í efsta sæti lengst af á tímabilinu. „Við sýndum lit eftir hlé en það var of seint.“ Ruud Gullit, starfsbróðir hans hjá Newcastle, var ánægður með fyrsta deildasigurinn í fimm leikjum. „Ég er mjög ánægður með frammistöð- una. Liðið hefur lengi sýnt hvað í því býr en uppskar nú samkvæmt því. Það var það sem við vildum. Við vOd- um sigra og andrúmsloftið var ein- staklega gott en ég var sérstaklega ánægður með samvinnuna. Okkur hefur ekki gengið vel að undanförnu en það er mjög mikilvægt að sigra lið sem er í baráttunni um meistaratitil- inn.“ Gullit var líka mjög ánægður með Shearer. „Hann hefur verið undir miklu álagi en ýtti því tO hliðar og byrðin er léttari. Hann er ekki að- eins góður leikmaður heldur frábær fyrirliði.“ Coventry úr fallsæti Coventry City fékk mikilvæg stig þegar liðið fékk Liverpool í heim- sókn og vann 2:1. George Boateng skoraði eftir klukkutíma og Noel Whelan bætti öðru marki við skömmu síðar en Steve McManaman minnkaði muninn fímm mínútum fyrir leikslok. „Ég var ánægður með aUt,“ sagði Gordon Strachan, knattspymustjóri Coventry, „frammistöðuna, viðhorfið, marktækifærin og síðast en ekki síst stigin þrjú. Síðustu mínútumar voru verstar og ég bað þess að þeir næðu ekki að jafna vegna þess að við höfð- um leikið svo vel. Við gerðum allt rétt en þegar leikið er á móti Owen, Fowler, McManaman og Riedle er ekki hægt að taka lífinu með ró.“ Gerard Houllier, stjóri Liverpool, sagði að tap liðsins í bikarkeppninni hefði ekki legið á leikmönnum sínum. „Við gerðum mistök og mistök eru dýrkeypt í úrvalsdeUdinni. Við lögð- um mikið á okkur en fyma mark þeirra kom á slæmum tíma fyrir okkur því þá vomm við að ná tökum á leiknum.“ Stærsti sigur Southampton Southampton hefui’ ekki gengið vel en fagnaði stærsta sigri sínum á tímabilinu, fékk Leeds í heimsókn og vann 3:0. „Fyrst við getum leikið svona, verð ég að spyrja hvað við höfum verið að gera undanfarna fímm mán- uði,“ sagði Dave Jones, stjóri Sout- hampton. „Við höfum verið harðlega gagnrýndir en það er auðvelt að sparka í liggjandi mann. Nú lékum við við mjög sterkt lið en Leeds kom varla við boltann eftir að við gerðum annað markið. Það var frábært að fylgjast með þessu og stuðnings- mennirnir sýndu það með því að rísa á fætur og klappa liðinu lof í lófa í lokin. Ef við höldum svona áfram eigum við möguleika á að forða okk- ur frá vandræðum." David O’Leai-y, knattspyrnustjóri Leeds, sagði að þetta hefði verið versti leikur liðsins síðan hann tók við stjórninni. „Ekki fer á milli mála að við vorum á hælunum og mun hungraðra lið hakkaði okkur í sig. Þetta er í fyrsta skipti sem ég er vonsvikinn með liðið en ef til vill koma þessi úrslit okkur til góða þeg- ar fram líða stundir. Við höfum haft meðbyr að undanfórnu en getum ekki gert ráð fyrir að sigra með því einu að mæta til leiks. Þetta kemur strákunum niður á jörðina og von- andi læra þeir af þessu.“ Hvernig á að fagna? Nottingham Forest vann Everton óvænt 1:0 á Goodison Park í Liver- pool en liðið hafði leikið 19 leiki í röð án sigurs og leikmennirnir vissu ekki hvernig þeir áttu að fagna. „Ég hef verið í búningsklefa á Wembley eftir bikarsigur en ég hef ekki upplifað andrúmsloft eins og ríkti eftir þenn- an sigur," sagði Ron Atkinson, sem stjórnaði hðinu í annað sinn. „Leik- mennirnir voru yfir sig ánægðir en spurðu mig við hverju væri búist af þeim eftir sigur. Þeir ráfuðu um bún- ingsherbergið og spurðu hvað þeir ættu að gera.“ Everton sótti stíft en Pierre van Hooijdonk gerði eina mark leiksins og gestirnir héldu fengnum hlut. „Heppnin var með okkur en hún ger- ir það þegar maður trúir að þannig verði það,“ sagði Atkinson og hrósaði sérstaklega markverðinum Dave Be- asant. „Ef við höldum svona áfram eigum við jafna möguleika á að halda sætinu." „Þetta var dæmigerður leikur hjá okkur,“ sagði Walter Smith, stjóri Everton. „Við fengum betri mark- tækifæri en nýttum þau ekki. Þegar slíkt gerist fá mótherjarnir tækifær- ið. Við höfum lengi vitað að ekki eru til peningar til að kaupa nýja menn. Þeirri stöðu verður ekki breytt en vandamálið er að við sigrum ekki á heimavelli, skorum ekld og færumst nær fallsvæðinu." Jansen skoraði Matt Jansen, sem Blackburn keypti af Crystal Palace fyrir 4,1 millj. punda, skoraði í fyrsta leik sín- um með liðinu en Steffen Iversen jafnaði fyrir Tottenham. Mínútu síð- ar missti Blackburn Jason Wilcox út- af með rautt spjald en einum færri stóðust heimamenn álagið. Þetta var í þriðja sinn í röð á Ewood Park sem leikmaður Black- burn fær rautt spjald en Brian Kidd, stjóri liðsins, áréttaði að liðið væri ekki gróft og vildi ekki gagnrýna dómarana. „Þeir dæma það sem þeir sjá og ég ætla ekki að blanda mér í það. Starf þeirra er nógu erfítt en við erum ekki grófir.“ Spurs hefur leikið átta leiki á úti- velli síðan George Gráham tók við stjórninni, en aldrei sigrað. „Þeir hefðu getað gert tvö mörk á fyrstu fímm mínútunum en síðan fengum við þrjú góð marktækifæri. Þeir gerðu glæsilegt mark og í hléinu sagði ég að ég yrði sæmilega sáttur við jafntefli en í lokin var ég ekki ánægður með það.“ Prior í sviðsljósinu Spencher Prior átti stóran þátt í 1:0 sigri Derby á Sheffíeld Wednes- day á Hillsborough. Hann gerði eina markið, fyrsta mark hans síðan í mars 1996, og var sem klettur í vöm- inni. Þremur mínútum eftir markið var Pavel Srnicek, markverði Wednes- day, vikið af velli fyrir brot á Malcolm Christie rétt utan vítateigs en liðsmunurinn kom ekki niður á heimamönnum. „Þeir tóku frum- kvæðið þegar þeir voru 10 og við gerðum okkur lífið erfitt," sagði Jim Smith, stjóri Derby, og var ekki ánægður þó að liðið hafi aðeins tapað einu sinni í síðustu 10 leikjum. Wednesday hefur ekki skorað í sjö af 12 heimaleikjum í deildinni á tíma- bilinu. „Við höfum skapað okkur færi í hverjum leik en ekki nýtt þau og það er greinilega umhugsunarefni,“ sagði Danny Wilson, stjóri liðsins, sem var ekki sáttur við brottrekstur markvarðar síns. Redknapp bjartsýnn Wimbledon og West Ham gerðu markalaust jafntefli í frekar daufum leik en Harry Redknapp, stjóri West Ham, sagði að nýju mennirnir Marc- Vivien Foe og Paolo Di Canio ættu eftir að sýna hvað í þeim býr. Foe lék allan leikinn á miðjunni en Di Canio, sem hefur ekki leikið í fjóra mánuði, kom inná þegar tæplega 20 mínútur voru til leiksloka. Feyenoond refsar stuðnings- mönnum ÁHANGENDUR Feyenoord urðu sér til skammar í Leverkusen í Þýskalandi um helgina og í kjölfarið ákvað félagið að banna stuðnings- mönnum smuin að sækja úti- leiki liðsins í Evrópukeppni næsta eina og hálfa árið. „Þessir svokölluðu stuðnings- menn hafa enn einu sinni sett svartan blett á nafn okkar og við getum ekki liðið það,“ sagði Jorien van den Herik, formaður hollenska félagsins. „Staða okkar í Evrópukeppni er í hættu vegna þessa,“ bætti hann við. Greint var frá því að 10 manns hefðu slasast og þó nokkrar skemmdir orðið á inannvirkjum eftir uppþot sem varð að loknum æfinga- leik Feyenoord í Leverkusen. Lætin komu lögreglunni í opna skjöldu en hún hélt um 1.000 manns á vellinum þar til á sunnudagsmorgun. Stuðningsmannafélag liðsins studdi ákvörðun formannsins þó það væri sárt því 90 til 95% áhangenda liðsins hög- uðu sér vel. ■ EVERTON hefur aðeins gert þrjú mörk í 12 heimaleikjum og hef- ur ekkert félag gert svo fá mörk á þessu stigi. Woolwich Arsenal átti fyrra metið, var með fjögur mörk eftir 12 leiki í 1. deild 1912 til 1913. Liðið sigraði aðeins í einum heima- leik á umræddu tímabili, gerði 11 mörk í 19 heimaleikjum og féll. ■ RIGOBERT Song lék með Liver- pool í fyrsta sinn en hafði ekki er- indi sem erfiði, Coventry vann 2:1. ■ JOHN Hartson var fyrirliði" Wimbledon sem gerði markalaust jafntefli við West Ham, liðið sem hann lék með þar til fyrir skömmu. ■ RON Atkinson hefur stýrt Sheffield Wednesday og Coventry frá falli og trúir að með heppni tak- ist honum slíkt hið sama með Nott- ingham Forest. ■ JOSEPH-Desire Job gerði tvö mörk þegar Lyon vann meistara Lens 3:0 í frönsku deildinni. ■ MILADIN Becanovie tryggði Le Havre fyrsta útisigurinn á tímabil- inu þegar hann skoraði stundar- fjórðungi fyrir leikslok í Strasbo- urg. Strasbourg hefur ekki sigrað í sjö síðustu leikjum. ■ LAURENT Battles gerði eina markið þegar Toulouse vann Metz 1:0. Þetta var fyrsti sigur liðsins í 13 leikjum. ■ SEBASTIAN Perez hefur verið lánaður aftur til franska félagsins Bastia frá Blackburn Rovers á Englandi. Lánið gildir til loka leik- tíðarinnar. ■ PEREZ hefur lítið getað leikið með Blackburn vegna meiðsla, hef- ur aðeins verið sjö sinnum í byrjun- arliðinu, gert tvö mörk og einu sinni hlotið rauða spjaldið. Ástæða heim- fararinnar er þó spunnin af öðrum toga; barnung dóttir hans hefur verið með stanslausa flensu frá því fjölskyldan flutti yfir Ermarsundið og kennir faðir hennar miklum kuldum þar um. „Hún er vön sólinni og vörmu loftslagi, en hér er alltaf kalt,“ sagði leikmaðurinn í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.