Morgunblaðið - 04.02.1999, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999 C 5
Stjórnendur þrigg;ia fyrirtækja á námskeiði á vegum bandarísks háskóla
Leiðtogar læra á njrja öld
ALBERT H. Segars ásamt fræðslustjórum fyrirtækjanna þriggja,
Hrönn Þormóðsdóttur, Hildi Elínu Vignir og Unu Eyþórsdóttur.
Hluti stjórnenda
þriggja fyrirtækja,
Flugleiða, íslands-
banka og Sjóvár-Al-
mennra, sitja nú sam-
an á svokölluðu Leið-
toganámskeiði sem
hefur það að markmiði
að búa þá undir fyrir-
sjáanlegar breytingar
á kröfum sem gerðar
verða til þeirra á nýrri
öld. Þdroddur Bjarna-
son ræddi um námið
við fræðslufulltrúa fyr-
irtækjanna og einn
leiðbeinanda, Albert
H. Segars frá háskól-
anum í Norður-Kar-
ólínu í Bandaríkjunum.
Ð HALDA sérstakt end-
urmenntunamámskeið
fyrii' stjórnendur hér á
landi og að fá til þess er-
lenda kennara er nýbreytni í starf-
semi íýrirtækjanna íslandsbanka,
Flugleiða og Sjóvár-Almennra.
Vaninn hefur verið að senda stjórn-
endurna utan til endurmenntunar,
en að sögn fræðslustjóra fyrirtækj-
anna, Unu Eyþórsdóttur hjá Flujg-
leiðum, Hildar Elínar Vignir hjá Is-
landsbanka og Hrannar Þormóðs-
dóttur hjá Sjóvá-Almennum, reyn-
ist betur að halda námskeið hér
heima í þeim tilgangi. Þær eru
hæstánægðar með útkomuna af
námskeiðshaldinu og vonast til að
framhald verði á.
Sérfræðingur í
„klæðskerasaumuðu“ námi
Átta menn sitja námskeiðið frá
hverju fyrirtæki, auk fræðslustjóra
fyrirtækjanna. Námið skiptist í
þrjár fjögurra daga lotur. Þegar er
tveimur þeirra lokið og sú síðasta
verður í byi'jun mars nk. Þátttak-
endur leysa ýmis raunhæf verkefni
á milli lota, ýmist einstaklings- eða
hópverkefni og eru í tölvupóstsam-
bandi við kennara.
Leiðbeinendur á námskeiðinu eru
frá bandaríska háskólanum í Norð-
ur-Karólínu, en sá skóli var valinn
sá besti í „klæðskerasaumuðu
námi“ fyrir fyrirtæki af tímaritinu
Business Week fyrir tveimur ánim.
Alls koma fjórir leiðbeinendur frá
bandaríska háskólanum og fara yfir
fjölbreytt viðfangsefni, þ. á m. sam-
keppnisumhverfíð, framtíðarsýn, al-
þjóðaviðskipti og markaðinn og við-
skiptavininn, svo einhver séu nefnd.
Þær segja að undirbúningur náms-
ins hafí staðið yfir á annað ár og
haft hafi verið samband við ýmsa
skóla víðs vegar um heiminn áður
en UNC var valin.
Námskeiðið er nú meira en hálfn-
að og segja þær að það sé ótvírætt
kostur að geta haldið námskeiðið á
Islandi. „Með því móti getur stæiri
hópur fólks sótt námskeiðið, það nær
betur að einbeita sér að efninu auk
þess sem þetta er mun hagkvæmara.
Að auki má líka segja að ef maður er
sendm' á svona námskeið erlendis er
hann einn í stórum hópi fólks frá
stærri fyrirtækjum og því er líklegt
að ekki komi eins mikið út úr því fyr-
ir viðkomandi," sagði Una.
Þær segja að það hafi reynst vel
að steypa fyrirtækjunum þremur
saman í sama námskeiðinu. Starfs-
mennirnir læri mikið á því að kynn-
ast fyrirtækjum hver annars, enda
eru fyrirtækin ólík.
En hefði komið til greina að hafa
tvö eða þrjú samkeppnisfyrirtæki
saman á svona námskeiði?
„Nei, það kæmi ekki til
greina. Áuk þess sem það
er nauðsynlegt að andinn
á svona námskeiði sé létt-
ur og menn geti unnið
saman,“ sögðu fræðslu-
stjórarnir.
Þær segja að fulltrúi frá skólan-
um hafi komið til íslands sl. vor til
þess að gera þarfagreiningu á fyrir-
tækjunum og var sú greining notuð
við uppbyggingu á náminu. Þar af
leiðandi hafi verið hægt að sníða
námskeiðið enn betur að þörfum
fyrirtækjanna og að íslenskum að-
stæðum.
Um það hvort samstarfi við
bandaríska háskólann verði haldið
áfram segja þær það vel koma til
greina og það mál væri í skoðun.
Allir græða eitthvað
Andrea Rafnar, forstöðumaður
gæðastjómunar hjá Islandsbanka,
Hákon ísfeld Jónsson, forstöðu-
maður hagdeildar hjá Flugleiðum,
og Einar Sveinsson, framkvæmda-
stjóri hjá Sjóvá-Almennum, taka
þátt í námskeiðinu. Þau segja nám-
skeiðið skemmtilegt og fræðandi og
allir græði eitthvað á því að taka
þátt í því. „Það er skemmtilegt að
sitja svona með fulltrúum tveggja
annarra fyrirtækja, það opnar um-
ræðuna og maður sér ólík viðhorf
milli fyrii-tækja til ýmissa mála,“
sagði Einar.
Þau segja að samstarf sem þetta
sé óvanalegt fyrir íyrirtækin,
starfsmenn þeirra hafi ekki hist áð-
ur með skipulegum hætti utan fyrir-
tækjanna. Þau segja bandarísku
íyrirlesarana mjög færa.
„Þetta era greinilega al-
vöru menn og setja
námsefnið fram á vel
ígrundaðan og skemmti-
legan hátt. Þeim tekst að
vekja mann til umhugsunar um ým-
islegt og það er því ekki bara verið
að mata mann af upplýsingum,"
sagði Einar.
Hákon segir námskeiðið það
besta sem hann hafi sótt til þessa og
segir greinilegt að fyrirlesararnir
séu með mikinn og góðan viðskipta-
bakgrunn. „Ég hef þegar læi-t
nokkur atriði sem skila sér strax og
ég ætla að setja í gang hjá mér,“
sagði Hákon.
Andrea kveðst einnig ánægð með
námskeiðið sem hún segir nýtast
vel. „Á námskeiðum erlendis nýtast
kannski bara 30-50% af því sem
kennt er en hérna fær maður
fræðslu beint í æð. Þetta er mjög
hagnýt nálgun á fræðin,“ sagði
Andrea.
íslendingar vel í stakk búnir
I annarri lotu námskeiðsins
fræddi Albert H. Segars, aðstoðar-
prófessor í stjórnun við háskólann í
Norður-Karólínu í Bandaríkjunum,
íslensku stjórnendurna um upplýs-
ingaþróun og þekkingarkerfi.
Aðspurður hvort efnið sem hann
kennh' henti vel ísienskum aðstæð-
um segir hann svo vera.
Hann segir að nú sé landfræðileg
lega landsins ekki hindrun vegna
nýiTar tækni í miðlun upplýsinga
um Netið m.a. og landið geti því
verið fullgildur þátttakandi á al-
þjóðamarkaði.
„Hagkerfi landa í heiminum eru
smám saman að breytast úr því að
vera afmörkuð hagkerfi viðkomandi
þjóðar í það að verða hluti af efna-
hagskerfi heimsins. Ný tegund hag-
kerfis byggist á góðri menntun og
vel uppbyggðu upplýsingakerfi og
því getur Island orðið framarlega í
flokki í framtíðinni, enda er hér hátt
menntunarstig og hátt stig lífs-
gæða. Það er einmitt hlutverk okk-
ar leiðbeinendanna á námskeiðinu
að hjálpa stjórnendunum að skilja
betur hverjar áskoranirnar eru,
hvað þarf helst vera viðbúinn að
takast á við í þessu nýja efnahags-
umhverfi,“ sagði Segars.
Hefur eitthvað komið þér á óvart
efth’ kynni þín af íslensku atvinnulífi?
„Það hefur komið mér á óvart hve
íslenskir stjómendur eru vel með á
nótunum um j)að sem er að gerast í
heiminum. Eg held að íslenskir
stjórnendui' skilji vel hvernig við-
skiptaumhverfi heimsins er að
breytast, vegna örrar þróunar í
upplýsingatækni, og þeir skilja hve
mikilvægt það er að gera starfs-
menn sína tilbúna til að starfa í
þessu nýja umhverfi.“
Geta bandarískir stjómendur
lært eitthvað af þeim íslensku?
„Já, ég held að þeir geti lært að
beina sjónum sínum meira að fé-
lagslegum hliðum viðskiptanna. I
Bandaríkjunum er stundum of mik-
ið horft á tæknilega hlið viðskipt-
anna en of lítið á þá félagslegu. Mér
sýnist vera jafnvægi þaraa á milli
hér á landi.“
En hvað finnst þér helst skorta
hjá íslenskum stjómendum?
„Kannski vantar helst menntun-
armöguleika hér á landi fyrir
stjórnendur fyrh'tælqa. í Ameríku
er t.d. boðið upp á sérstök námskeið
og sérstaka skóla þar sem stjórn-
endur geta komið reglulega í endur-
menntun, jafnvel alla starfsævina.“
Sannir íslenskir víkingar
Aðspurður segist Segars ánægð-
ur með íslensku „nemendurna“
sína. „Ég er mjög ánægður með
nemendurna mína. Þetta er einn
besti nemandahópur sem ég hef
kennt. Þau eru mjög skapandi og
koma mjög vel undirbúin undir tím-
ana. I sannleika sagt finn ég sterkt
fyrir víkingaeðlinu í þeim, þau eru
mjög huguð, áhugasöm og ævin-
týragjörn, eins og sannir víkingar,"
sagði Segars og brosti.
RYÐFRÍTTSTÁL
PRÓFÍLAR • RÖR « PLÖTUR
STANGASTÁL • FITTINGS
Eigum á lager í Reykjavik ryðfrítt stál i góðu
úrvali i efnisgæðum AISI304 og AISI316.
/i | Damstahl
HEILDSALA MEÐ
RYÐFRÍTT STÁL
Skútuvogur 6, Reykjavík. Sími 533 5700. Fax 533 5705.
Aðalfundur
Útgerðarfélags Akureyringa hf.
verður haldinn í matsal félagsins
þriðjudaginn 23. febrúar nk. kl. 1600.
Dagskrá:
. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 12. gr.
samþykkta félagsins.
2. Önnur mál, löglega upp borin.
Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins
munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum
til sýnis, viku fyrir aðalfund.
Fundargögn verða afhent á fundarstað.
Stjórn Útgerðarfélags Akureyringa hf.
Fyrsti vísir að
fyrirtækja-
háskóla
Oé/aAtto á éité(ua£etéaAáteéui
ICELANDAIR. HdfÉLS
Sími: 5050 919 • póstfang: drofnth@icehotel.is