Morgunblaðið - 04.02.1999, Blaðsíða 6
6 C FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Arni Sæberg
DANIEL Árnason, Jóliann Oddgeirsson og Eyþór Jósefsson, eigendur Upphafs, í húsakynnum Plastos-umbúða í Garðabæ.
Eigendur AKOplasts og meirihluta hlutafjár í Plastos-umbúðum
Stefnt að samruna
fyrirtækjanna
Upphaf ehf., sem er í eigu Daníels Arna-
sonar, Eyþórs Jósefssonar og Jóhanns
Oddgeirssonar, keypti um miðjan desem-
ber, fyrir milligöngu fjármálaráðgjafar
Landsbanka Islands, 75,86% eignarhlut í
Plastos-umbúðum í Garðabæ af Sigurði
Oddssyni og fjölskyldu. Guðrún Hálfdán-
ardóttir hitti eigendur Upphafs að máli.
MIKIL samkeppni ríkir á innlendum umbúðamarkaði og hafa plast-
fyrirtækin ekki farið varhluta af þeirri samkeppni.
UPPHAF ehf. á og rekur
AKOplast á Akureyri en
auk þess á félagið meiri-
hluta í Kexsmiðjunni á
Akureyri. Stefnt er að því að sam-
eina rekstur AKOplasts og Plastos-
umbúða í eitt fyrirtæki á næstu vik-
um en ekki liggur fyrir hvort fram-
leiðsla fyrirtækisins verði í húsnæði
AKOplasts á Akureyri eða í hús-
næði Plastos-umbúða í Garðabæ.
í ársbyrjun 1991 keyptu Daníel
Ámason, Eyþór Jósefsson og Jó-
hann Oddgeirsson ásamt Steinþóri
Ólafssyni og Ómari bróður Eyþórs
AKOplast af Sjálfsbjörgu á Akureyri
fyrir milligöngu Iðnþróunarfélags
Eyjafjarðar. Jóhann og Eyþór hafa
þekkst lengi en þeir kynntust í Vél-
skólanum þar sem þeir luku vél-
stjóranámi. Þeir voru síðan lengi
saman til sjós og að sögn Eyþórs lá
beinast við að fá gamla félagann með
þegar Steinþór, sem þá starfaði hjá
Iðnþróunarfélaginu, viðraði kaupin á
AKOplasti við hann. Þeir fengu síð-
an Daníel, sem er menntaður físk-
tæknir og var um árabil sveitarstjóri
á Þórshöfn, til liðs við ævintýrið.
Arið 1995 keyptu Plastprent og
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hlut
í AKOplasti en seldu hann aftur til
Upphafs í lok ársins 1997 sem síðan
hefur átt allt hlutafé í AKOplasti.
Að sögn Daníels fór AKOplast í
stefnumótum með fyrri meðeigend-
um fyrir tveimur árum en meðal
þess sem kom fram í þeirri vinnu
var að annað hvort myndi Plast-
prent kaupa þremenningana út eða
þeir keyptu Plastprent út sem og
varð raunin. „Með því opnuðust nýir
möguleikar til stækkunar og meðal
þeirra var að kaupa Plastos sem
varð að raunveruleika um miðjan
desember á síðasta ári. Fyrr á árinu
var inni í myndinni að láta Plastos-
umbúðir og AKOplast renna saman
með eignaraðild okkar, fjölskyldu
Sigurðar Oddssonar og fá nýja fjár-
festa inn í fyrirtækið. Ekkert varð
af þessu en seint í nóvember hófust
viðræður að nýju íyrir milligöngu
fjármálaráðgjafar Landsbankans
og kaupin urðu að veruleika um
miðjan desember.
Því það var ekki bara það að við
hefðum áhuga á að vaxa enn frekar
heldur hafa aðstæður á fjármála-
markaði breyst mikið á undanfórn-
um árum. Það er öðruvísi tekið á
málum hjá bönkunum. Þeir eru
farnir í auknum mæli að koma á við-
ræðum milli fyrirtækja sem hugs-
anlega eiga samleið."
Jóhann bætir við að þegar þeir
hafí skoðað Plastos fyrr á árinu hafi
þeir strax séð að samlegðaráhrifin
yrðu mikil. „Það er ekki mikil skör-
un milli fyrirtækja hvað varðar við-
skiptamenn og starfsemi. Hins veg-
ar eru samlegðaráhrifin ekki mikil
enn sem komið er enda stutt síðan
gengið var frá kaupunum. Við erum
ákveðnir í því að sameina fyrirtækin
í eitt og að stefna að skráningu þess
á Verðbréfaþingi íslands. í dag er
hlutaféð rúmar 150 milljónir króna
en engin ákvörðun hefur verið tekin
um hvort það verður aukið eða eign-
araðildinni einungis breytt með
fjölgun hluthafa."
Leitað leiða til
að minnka skuldir
Eyþór segir að það sé ekkert
launungarmál að bæði Plastos-um-
búðir og AKOplast séu talsvert
skuldsett og leitað sé leiða til að
minnka skuldirnar og auka veltuna
en á síðasta ári var samanlögð velta
þeirra tæpar 600 milljónir króna.
Ekki hefur verið gengið frá ársupp-
gjöri fyrir liðið ár hjá fyrirtækjun-
um en ljóst sé að AKOplast sé rétt-
um megin við núllið en Plastos hafi
verið rekið með tapi. „Við stefnum
að því að með sameinuðu íyrirtæki
komi öflugt og hæft félag á markað
sem getur mætt þörfum markaðar-
ins bæði hvað varðar góðar vörur og
skilað eigendum sínum hagnaði.“
Aukin samkeppni í plastiðnaði
Þeir þremenningar segjast eygja
möguleika á að verða hæfastir á
þessu sviði á íslenskum mai'kaði en
AKOplast hefur aðallega unnið fyrir
sjávarútveginn og fyrirtæki á Norð-
ur- og Austurlandi en Plastos fyrir
iðnað og verslun um land allt. Að
sögn Eyþórs eru miklar breytingar í
gangi í plastiðnaði. A síðasta ári var
byrjað að framleiða nýtt og léttai’a
plast fyrir sjávarútveg sem er mun
betra heldur en það sem fyrir var.
„Samkeppni við erlenda aðila er
heldur að aukast en samt sem áður
eru þeim takmörk sett vegna fjar-
lægðar við íslenskan markað. Hins
vegar er mikil og virk samkeppni á
íslenskum plastmarkaði eins og sést
á afkomu fyrirtækjanna á síðasta
ári. Verðlækkun á plasti til sjávar-
útvegsfyrirtækja kemur meðal ann-
ars til vegna tilboða frá útlöndum
sem stóru sölusamtökin hafa notað
til þess að þvinga niður verðið hjá
innlendum framleiðendum. Þetta er
mjög óvægin samkeppni og erfítt að
láta fyrirtækin skila eigendum sín-
um hagnaði. Það þýðir einnig að
fyrirtækin hafa ekki getað látið
nægjanlegt fé í þróunarstarf þar
sem þeim eru settar þröngar skorð-
ur. Allt þetta hefur áhrif á nýsköp-
un á þessu sviði og að við getum
fylgst nægjanlega með nýjungum í
plastiðnaði. Meðal annars þess
vegna keyptum við meirihlutann í
Plastos til þess að nýta samlegðará-
hrifin svo hægt sé að mæta kröfum
markaðarins með nýjungum og
góðri þjónustu,“ segir Eyþór.
Jóhann bætir við að hið nýja fyr-
irtæki muni taka þátt í innflutningi
á plasti og hætta að einblína á fram-
leiðsluna hér. „Framleiðslueining-
arnar verða að skila arði hvernig
sem við förum að því. Okkar styrk-
ur er þjónustan; að geta brugðist
snöggt við. Þróunin er á fullri ferð
og mun halda áfram þar sem plast
er ekki á leiðinni út sem vinsælar
umbúðir eins og sumir umhverfis-
sinnar telja. Enda er plast ekki jafn
óumhverfisvænt og margir telja
sem sjá bréfpoka í hillingum og
gera sér ekki grein fyiár því hvað
þeir eru lengi að eyðast upp í um-
hverfinu,“ segir Jóhann.
Annaðhvort Akureyri
eða Garðabær
Daníel segir að þrátt fyrir að ekki
hafi verið tekin ákvörðun um hvar
höfuðstöðvar fyrirtækisins verða sé
ljóst að annað hvort Akureyri eða
Garðabær verði fyrir valinu. „Með
sameiningu er hægt að minnka
skuldir með því að hagræða í
rekstrinum en ekki liggur fyrir
hvort hagkvæmara er að vera með
framleiðsluna hér fyrir norðan eða í
Garðabæ. Það er unnið að því að
móta framtíðarsýn fyrirtækisins.
Meðal þess er að ákvarða hvar
framleiðsla verður, sölumálin og þar
fram eftir götunum. Það fer að
styttast í ákvörðun enda ekki hægt
að halda starfsmönnum bæði fyrir
sunnan og norðan í óvissu um fram-
tíðina," segir Daníel.
Aætluð velta beggja fyrirtækj-
anna, AKOplasts og Plastos-um-
búða, á þessu ári er um 650 milljónir
króna en fyrirtækin eru saman með
um 38-40% af plastmarkaðnum en
Plastprent er með um 55% hlutdeild.
Eyþór segir að ef Plastprent
hefði keypt Plastos eins og útlit var
fyrir í nóvember á síðasta ári hefðu
þeir náð yfirgnæfandi stöðu á mark-
aðnum. Segist hann telja að það
komi kaupendum betur að geta leit-
að til fleiri innlendra aðila um tilboð
í umbúðir og með sameiningu
AKOplasts og Plastos skapist meira
jafnvægi á markaðnum heldur en ef
Plastprent og Plastos hefðu samein-
ast. Segir hann engar hugmyndir
um sameiningu við Plastprent á döf-
inni eins og margir virðist telja.
„Við teljum þennan áfanga nógu
stóran í bili.“
Ábyrgð dreift á millistjórnendur
í prófkjöri Framsóknarflokksins
í Norðurlandskjördæmi eystra
hafnaði Daníel í öðru sæti og miðað
við núverandi fjölda þingmanna
flokksins í kjördæminu er allt útlit
fyrir að hann sé á leið á þing. Segja
þremenningamir að ætlunin sé að
dreifa ábyrgðinni á rekstri fyrir-
tækisins frekar en nú er en þeir
muni samt sem áður halda sínum
áherslum inni og fylgjast grannt
með rekstrinum.
„Stundum er talað um að erfitt sé
fyrir þrjá að starfa jafn náið saman
og við gerum en við höfum alltaf
gætt þess að ræða vandamálin sem
hafa komið upp. Ætli við séum ekki
rétta blandan sem þarf að vera í
rekstri sem þessum sem og öllum
rekstri. Kjölfesta, bjartsýni, kjarkm-
og þor. Við höfum reynt ýmislegt
saman en Plastos-umbúðir er fyrsta
fyrirtækið sem við kaupum sem er í
rekstri sem við þekkjum. Okkur hef-
ur gengið vel hingað til enda verið
lánsamir með samverkafólk bæði
það sem við höfum valið og verið
valdir af. Ætli það sé ekki lykillinn
að því að hafa þróast jákvætt," segja
samstarfsmennirnir og vinimir,
Daníel Ámason, Eyþór Jósefsson og
Jóhann Oddgeirsson að lokum.