Morgunblaðið - 04.02.1999, Blaðsíða 10
10 C FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Mikilvægi sijórnandans í fyrir-
tækjum á hlutabréfamarkaði
IFRAMTIÐINNI munu ís-
lenskir íjárfestar, við mat á
fjárfestingakostum, væntan-
lega leggja vaxandi áherslu á
hlutverk æðstu stjórnenda fyrir-
tækja í þeim efnum. Til þess að fyr-
irtæki nái markmiðum um arðsemi
eigin fjár getur hæfni stjómandans
og hlutdeild hans í viðgangi fyrir-
tækisins vegið þungt. Við skoðun
fjárfesta á fjárfestingu í hlutabréf-
um hefur mat þeirra á hæfni stjóm-
andans fengið aukið vægi. Stjórn-
andi fyrirtækis sem ætlar að selja
hlutabréf á hlutabréfamarkaði þarf
að hafa yflrgripsmikla þekkingu á
þeirri atvinnugrein og þeim mark-
aði sem fyrirtækið sinnir. Hann
þarf að skilgreina hlutverk sitt sem
stjórnanda og bakgrunn sinn.
Mikilvægt er að hlutdeild hans í
fyrirtækinu sé hvorki of mikl né of
lítil. Hæflleikar stjórnandans í sam-
skiptum við ólíka hópa, hæfileiki til
að búa til liðsheild, fylgja eftir skoð-
unum gagnvart stjórn, víðsýni, hlut-
verk utan fyrirtækisins, endumýjun
innri uppbyggingar og miðlun fram-
tíðarsýnar hafa mikil áhrif á
ákvarðanir fjárfesta um fjárfest-
ingu. Fagleg þekking og árangur
stjórnanda við rekstur fyrirtækis,
viðunandi arðsemi, uppbygging
fjármála, sóknaraðgerðir á helstu
mörkuðum og færni hans við ný-
sköpun í rekstri munu skipta sköp-
um um arðsemi af rekstrinum í
framtíðinni og möguleika fyrirtæk-
isins til sölu hlutafjár á hlutabréfa-
markaði.
Hlutdeild í hagnaði
Nokkrir mikilvægir þættir sem
fjárfestar vilja greina í fari stjórn-
anda fyrirtækis á hlutabréfamark-
aði eru eftirfarandi:
1. Hlutdeild í viðgangi fyrirtæk-
isins. Nauðsynlegt er að stjómand-
inn eigi persónulega hlutdeild í við-
gangi fyrirtækisins umfram bein
laun, þ.e.a.s. njóti góðs af góðri af-
komu og beri rýrari hlut ef illa
gengur. Tengingin verður að vera
hæfíleg, næg til að veita hvatningu
og ekki of mikil til að trufla einbeit-
ingu hans við stjórnun fyrirtækis-
ins. Hægt er að hugsa sér ýmsar
leiðir, t.a.m. hlutdeild í hagnaði,
hlutdeild í hagnaði umfram tiltekið
mark eða hlutdeild í tapi. Einnig er
mögulegt að stjómandinn eigi
hlutabréf eða skuldbindi sig til að
kaupa hlutabréf í fyrirtækinu. Við-
horf stjórnandans gagnvart arð-
semi þarf að taka mið af því að
hlutafé sé dýrasta fjármagn í fyrir-
tækinu hverju sinni.
2. Samskiptahæfileikar. Nauð-
synlegt er að stjómandinn hafí
hæfileika til samskipta við mismun-
andi hópa innan fyrirtækisins.
Stjómandinn þarf að geta sett sig
inn í sjónarmið ólíkra hópa t.d.
verkamanna, skrifstofufólks, milli-
stjórnanda og hluthafa. Stjómand-
inn þarf að verja hæfílegum hluta af
tíma sínum í samskipti við hvem
þessara hópa með fundum og sam-
tölum við hvern og einn.
3. Hæfileiki til að búa til „liðs-
Sjónarhorn
A undanförnum árum hefur mikilvægí
stjórnandans í fyrirtækjum á hlutabréfa-
markaði aukist verulega en við fjárfestingu
í hlutabréfum fyrirtækis skiptir það fjár-
festa engu að síður meginmáli, segir
Albert Jónsson, að arðsemi sé af fjárfest-
ingunni þegar til lengri tíma er litið.
Albert
heild“. Fyrirtæki er
liðsheild þar sem
stjórnandinn er liðs-
stjóri. Mikilvægt er að
stjómandinn geti kallað
fram rétta stemmningu
og keppnisanda hjá
liðsheildinni. Ef einn
starfsmaður fellur ekki
inn í liðsheildina sé við-
komandi liðsstjóri til-
búinn að skipta öðram
inn á. Hluti af rekstri
fyrirtækis er eðlileg
endurnýjun, ekki bara
tækja og búnaðar, held-
ur einnig starfsmanna (nýtt blóð),
og þá gjarnan millistjórnenda. Til
þess að stuðla að slíkri endurnýjun
er starfsfólk oft fært til í stöðum
innan fyrirtækisins. Þó verður að
hafa í huga að ef tiltekinn starfs-
maður eða starfsmenn hafa nei-
kvæð áhrif á liðsheildina þá verða
leiðir fyrirtækis og starfsmanns að
skilja. Fjárfestar vilja hafa vissu
fyrir því að tekið sé á slíkum málum
komi þau upp.
Sýna sjálfstæði
4. Stjórnandinn fylgi eftir skoð-
unum sínum gagnvart stjóm, þó svo
að þær tillögur sem hann gerir og
telur skynsamlegar séu afdrifaríkar
og kunni að mæta andstöðu stjóm-
armanna eða stjórnar í
heild. Stjórnandinn
þarf að sýna visst sjálf-
stæði gagnvart stjórn
fyrirtækisins og á
þetta sérstaklega við
ef fyrirtækið þarf að
móta nýja stefnu og
nýtt skipulag til að
bregðast við þörfum
viðskiptavinanna og
nýjum markaðsað-
stæðum.
Víðsýni nauðsynleg
Jónsson 5. „Víðsýni“. Ef
stjórnandi hefur ferskar og nýjar
hugmyndir um verulegar breyting-
ar í rekstri, hvort sem þær em ann-
arra og hvort sem þær reynast
framkvæmanlegar eða ekki, mun
það vekja þá tilfmningu hjá fjárfest-
um að stjómandinn sé enn víðsýnn
og ferskur í hugsun, en ekki upp-
tekinn við daglegan rekstur og „af-
greiðslu" ákvarðanir.
6. Hlutverk utan fyrirtækis. Þátt-
taka stjórnandans í félagsstörfum
og hagsmunasamtökum á þeim
vettvangi sem tengist starfsemi fyr-
irtækisins sem hann stjómar, má
ekki koma niður á störfum hans
innan fyrirtækisins. Stjórnandinn
þarf að leggja mat á það hvort tíma
hans sé betur varið innan fyrirtæk-
isins eða utan. Leiða má að því lík-
um að stjórnanda, sem nær ekki að
einbeita sér að stjórnun fyrirtækis
vegna starfa utan þess, gangi verr
en ella að skapa skuldbindingu hjá
starfsfólki.
7. Endurnýjun innra skipulags.
Nánustu samstarfsmenn stjómand-
ans em yfirleitt millistjórnendur
sem hafa oft starfað lengi í fyrir-
tækinu og hugsanlega lengur en
sjálfur stjórnandinn. Oft skapast
vináttutengsl milli stjómandans og
millistjómendanna, sem geta hindr-
að framkvæmd óþægilegra aðgerða
innan fyrirtækisins, sem nauðsyn-
leg em til að fyrirtækið nái mark-
miðum sínum. Nauðsynlegt getur
því verið að endurnýja millistjórn-
endur miðað við stefnumörkun fyr-
irtækisins hverju sinni.
Skapa framtíðarsýn
8. Hæfileiki til að miðla framtíð-
arsýn. Nauðsynlegt er að stjóm-
anda takist að skapa framtíðarsýn
fyrir starfsfólk fyrirtækisins og hafi
hæfileika til að miðla henni til
starfsmanna. Hér að framan hefur
verið tæpt á nokkrum mikilvægum
þáttum sem stjómandi þarf að huga
að við markaðssetningu fyrirtækis á
hlutabréfamarkaði. Fjárfestar
munu í auknum mæli horfa til fyrir-
tækja þar sem ráðnir verða fram-
sýnir stjórnendur með hæfni og
þekkingu til að skila nauðsynlegri
arðsemi til lengri tíma. Stjórnendur
fyrirtækja sem em skráð á hluta-
bréfamarkaði og þau fyrirtæki sem
huga að sölu hlutafjár í náinni fram-
tíð þurfa að huga að sérstakri
stefnu gagnvart hluthöfum, s.s.
markmiðum fyrirtækisins um arð-
semi og arðgreiðslur til hluthafa.
Stjómendum fyrirtækja sem upp-
fylla ekki kröfur fjárfesta um arð-
semi og góða stjórnun mun ekki
takast að markaðssetja fyrirtæki
sitt á hlutabréfamarkaði með góð-
um árangri.
Höfundur er forstöðumnður verð-
bréfamiðlunar Fjárvangs.
Tímaritið Iceland
Business
Fjögur
blöð á síð-
asta ári
FRÁ því útgáfa á sérritinu
Iceland Business á ensku
hófst fyrir fjóram áram hafa
aldrei komið út jafnmörg rit
og á síðastliðnu ári eða alls
fjögur.
I fréttatilkynningu kemur
fram að eftirtalin sérrit komu
út á árinu 1998: The Digital
Island - hugbúnaðai-fram-
leiðsla á íslandi Iceland’s
Seafood Industry - sjávarút-
vegur, veiðar, vinnsla, mark-
aðsmál The Eco Island -
Iceland’s Food Industry -
vistvæn og sjálfbær matvæla-
framleiðsla ínvest in Iceland
- íslenski hlutabréfa- og
skuldabréfamarkaðurinn
Upplag ritsins er 8-10.000
eintök. Ritið er m.a. sent eftir
sérstökum póstlista Utflutn-
ingsráðs og Iceland Review,
dreift á erlendum kaupstefn-
um tengdum viðkomandi mál-
efni, upplag sent sendiráðum
íslands og ræðismönnum ut-
anríkisþjónustunnar, dreifing
fyrirtækja er eiga aðild að
hverri útgáfu, Saga Class
Flugleiða og á heimasíðu
Iceland Review á Netinu.
Á þessu ári verður haldið
áfram uppbyggingu ritsins
og fleiri málaflokkum bætt
við eftir því sem tilefni gefst
til. Nú er í undirbúningi út-
gáfa að riti um sjávarútveg
sem dreift verður sérstak-
lega á sjávarútvegssýningun-
um í Boston og Brussel. Þar
á eftir er fyrirhugað að gefa
út rit á þýsku um viðskipti
Islands og Þýskalands, að því
er fram kemur í fréttatil-
kynningu.
DILBERT
—
VOU SHOULD
DILUTE TT DITH
COHITE COINIE..
m
______
y
VOU'LL THMslK N\E
FOR THIS LM’ER.
—
r~
I THINK
THAT
HELPED.
VOU NEED
SALT TO
AESORB
IT.
Þú helltir rauðvíni
á skyrtuna þína.
Þú ættir að þynna
það út með hvítvíni
Þú þakkar mér fyrir þetta seinna.
TRV tAY
KMLG^RITA
Ég held að þetta sé orðið skárra.
- Salt drekkur í sig vökvann.
TUST OtslCE, I'D LIKE
TO GO TO A PARTY
AND NOT BE SET ON
FIR.E.
' THERE'S A
STAIN ON
VOUR RAG.
Saltið dugði ekki. Prófum piparúða.
- Kannski kveikiarabensín ...
Það sakar ekki að reyna.
- Ég kann eitt ráð enn.
Ég vildi óska að ég gæti einu sinni
farið í boð án þess að kveikt sé í mér.
- Það er blettur á dulunni þinni.