Morgunblaðið - 04.02.1999, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Ahuginn á Nýsköpun ‘99 fram úr björtustu vonum aðstandenda
Fyrsta námskeiðið að hefjast
NÁMSKEIÐ vegna samkeppni um
viðskiptaáætlanir undir kjöi'orðinu
Nýsköpun ‘99 hefjast eftir tæpa
viku eða nánar tiltekið miðvikudag-
inn 10. febrúar nk. Viðtökumar
hafa farið fram úr björtustu von-
um, að sögn G. Agústs Pétursson-
ar, verkefnisstjóra, og þegar hafa
vel á þriðja hundrað aðilar óskað
eftir gögnum til þátttöku í verkefn-
inu. Gögnin fást öllum að kostnað-
arlausu og án nokkurra skuldbind-
inga, svo og eru námskeiðin sem
haldin eru í tengslum við Nýsköp-
un ‘99 þátttakendum að kostnaðar-
lausu.
Aðstandendur Nýsköpunar ‘99-
samkeppninnar um viðskiptaáætl-
anir eru Nýsköpunarsjóður at-
vinnulífsins, Morgunblaðið, Við-
skiptaháskólinn í Reykjavík og
Endurskoðunar- og ráðgjafaríyrir-
tækið KPMG. Tveir síðastnefndu
aðilamh- bera hitann og þungann
af námskeiðshaldinu fyrir þátttak-
endur í Nýsköpun ‘99. Agúst legg-
ur áherslu á þá nýlundu að fjórir
áhrifamiklir aðilar í íslensku við-
skiptalífi skuli með þessum hætti
leggja fram sérfræðikunnáttu sína
hver á sínu sviði til að hrinda af
stað átaki sem í sjálfu sér kalli á
slíka samvinnu og væri erfitt og
dýrt í framkvæmd fyrir einhvern
einn aðila. Tilgangur þeirra sé ann-
ars vegar að örva umhverfið fyrir
nýsköpun og fmmkvöðla hér á
landi og hins vegar að glæða um-
ræðuna um þessi mál, sem hafi
verið lítil sem engin hér á landi á
síðustu áram.
Bjarni Snæbjörn Jónsson, fram-
kvæmdastjóri CL Ráðgjafar og
umsjónarmaður námskeiðs um
stofnun og rekstur fyiirtækja í
Viðskiptaháskóla Reykjavíkur,
mun 10. febrúar fjalla um þann
undmbúning sem felst í að setja
fram viðskiptahugmyndir og
hvernig þær era veraleikaprófað-
ar. „Eg mun ræða um hvort við-
skiptahugmyndir séu hæfar til
frekari úrvinnslu og hvort ástæða
sé til að fara yfir í næsta skref, sem
er sjálf áætlanagerðin," segir
Bjarni Snæbjörn.
Koma skiiaboðum
á framfæri
Jón Garðar Hreiðarsson og
Ingvi Þór Elliðason hafa umsjón
með námskeiðunum fyrir hönd
KPMG. Jón Garðar segir að líta
megi á námskeiðið, sem skiptist í
þrennt, sem helsta tækifærið til
þess að koma ákveðnum skilaboð-
um á framfæri við þátttakendur
áður en þeir ráðast í áætlanavinn-
una sjálfa. Spjallfundi í húsnæði
Viðskiptaháskólans geti þátttak-
endur nýtt til stuðnings þegar út í
áætlanagerðina er komið.
„Fyrsti hlutinn fjallar um virkj-
un hugvits og snýst um hugmynda-
vinnu þátttakenda áður en vinnan
við sjálfa áætlunina hefst. Oft gerir
fólk áætlanir strax og eyðir tíma og
fjármunum án þess að velta fyrir
sér hvort líklegt sé að hugmyndin
virki í raun. Markmiðið með fyrsta
hluta er að hvetja fólk til þess að
meta grandvöll þeirrar hugmyndar
sem það hefur í höndunum og
safna í sarpinn fyrir útfærsluna í
viðskiptaáætluninni."
Jón Garðar segir að í öðram
hluta sé viðskiptaáætlunin sjálf
tekin fyrir en í þeim hluta sé lögð
áhersla á að þátttakendur skilji til-
gang áætlunarinnar í því að hrinda
hugmynd í framkvæmd, en við-
skiptaáætlunin sé hvorki upphaf né
endir þess ferils. „Til að viðskiptaá-
ætlunin skili tilætluðum árangri
þarf fólk bæði að hafa innsýn í
skrefin við að gera áætlunina og
einnig með hvaða hætti væntanleg-
ir fjárfestingar- eða fjármögnunar-
aðilar meðhöndla hana þegar hún
er tilbúin.“
Jón Garðar segir að í lok annars
hluta ættu þátttakendur að þekkja
skrefin við að gera áætlun og ættu
að hafa innsýn í hugsun fjárfesta.
„I þriðja hluta er lögð áhersla á
rekstrar- og fjárhagsáætlanagerð-
ina og í lok fjallað um hugleiðingu
um hvemig vinna megi að fjár-
mögnun viðskiptahugmynda."
Námskeiðin kjörin
tækifæri
Jón Garðar segir að námskeiðið
eigi að nýtast þátttakendum í að
skoða hugmyndir sínar áður en
kemur að framkvæmd þeima
þannig að lágmarks áhætta hljótist
af fyrir sig og væntanlega fjár-
festa. „Námskeiðið er kjörið tæki-
færi fyrir þá sem era með nýjar
hugmyndir hvort sem þeir era í
rekstri eða ekki og þurfa á fjár-
mögnun að halda,“ segir Jón Garð-
ar.
Fyrsta námskeiðið af þremur
verður haldið eins og áður segir
miðvikudaginn 10. febrúar nk. í
Viðskiptaháskólanum við Ofanleiti
og hefst kl. 17.15. Er rétt að ítreka
að það er þátttakendum að kostn-
aðarlausu.
FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999 C 7
33. árgangur, viðameiri
ert nakkru sinni fyrr
Úmissandi uppsláttarbúk
í erli dagsins
Tryggúu þér eint&k í tíma
TSLENSK
1-pYRIRTÆ.Kí
Seljavegl S, Reykjavik. Simk 515 5530 - Fax:
IMetfang: islenskf@lslenskf.la
Internetið
Útflutningsleið nútímans
Talið er að um 5% af heildarviðskiptum heimsins muni fara í gegnum
Internetið árið 2003*. Er þetta ógn eða tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki?
0
///
ÚTFLUTNINGSRÁÐ
ÍSLANDS
SIH
Samtök íslenskra
hugbúnaöarfyrirtækja
Útflutningsráð íslands og Samtök íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja
efna til ráðstefnu um þá möguleika sem Internetið opnar.
Ráðstefha haldin fimmtudaginn 11. mars 1999
kl. 13:00-17:00 í Háskólabíói í sal 2.
DAGSKRÁ:
Setning. Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs íslands.
Ávarp. Viðskiptalegt umhverfi á íslandi fyrir viðskipti á Netinu.
Hr. Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.
Viðskipti á Netinu. Farið yfir sviðið.
Hannes Birgir Hjálmarson, Útflutningsráð.
Fyrstu Skrefin. Hvernig á að byrja.
Fjalar Sigurðarson, Hugvit.
Reynslusaga. Útflutningur í gegnum Internetið.
Steinn Logi Björnsson, Flugleiðir.
Kaffi.
E-commerce and exports - issues related to the consumer.
Susan Nolan, Bluesky International Marketing.
The future of E-commerce.
Dr. Jakob Nielsen, Nielsen Norman Group.
„Er útflutningur íslenskra vara í gegnum Internetið raunhæfúr?“
Pallborðsumræður undir stjórn Jóns Asbergssonar.
Ert þú með?
Um erlendu fyrirlesarana.
Dr. Jakob Nielsen
Dr. Jakob Nielsen er af mörgum talinn sá klárasti í málefnum Netsins.
Hann starfaði sem „Distinguished Engineer“ hjá Sun Microsystems,
og hefur verið kallaður „vefguðinn“ og „netgúrú númer eitt“. Það
hefur jafnvel vakið undrun að hann er ekki jafn þekktur og Elvis!
Nielsen er á lista yfir 10 áhrifamestu mennina á Netinu. Hans helsta
sérsvið er framtíðarsýn Netsins, notagildishönnun, mat á velgengni
vefsvæða og þróun viðskipta og þjónustu á Netinu. Vegna þekkingar
sinnar er hann einn eftirsóttasti fyrirlesari heims um málefni Netsins.
Frekari upplýsingar er að finna á vefsvæði Dr. Nielsens www.useit.com.
Suzan Nolan
Suzan Nolan er forseti Bluesky International Marketing
www.blueskyinc.com sem aðstoðar fyrirtæki við að skilja og nýta sér
þau tækifæri sem Internet markaðurinn í Evrópu býður upp á. Bluesky
gerir samkeppnisgreiningar í þeim tilgangi að aðstoða fyrirtæki við
stefnumótun. Suzan er einnig pistlahöfúndur og greinar eftir hana
sem fjalla um viðskipti og markaðssetningu á Internetinu birtast m.a.
hjá vefritinu Who's Marketing Online.
Ráðstefhan er einkum hugsuð fyrir stjómendur fyrirtækja sem
hug hafa á að hefja eða auka viðskipti á Internetinu.
Þátttökugjald er kr. 12.500,-. Takmarkaður fjöldi þátttakenda.
Skráning fer firam hjá Útflutningsráði fslands í síma 511 4000.
Nánari upplýsingar em á vefsvæði Útflutningsráðs www.icetrade.is.
* http://www.forrester.com/Research/Report/0,1001,3662.00.html