Morgunblaðið - 04.02.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.02.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999 C 11 VIÐSKIPTI AFUNDINUM kom fram að fyrirtæki mega gera ráð fyrir töluverðum kostnaði við það að koma sínum málum í lag fyrir aldamótin. Sem dæmi hefur verið talið að meira en 80% danskra fyrirtækja þurfí að reiða fram yfir eina milljón króna til að gera tölvukerfi sín 2000-held. í þessari grein er ætlun- in að varpa ljósi á lagalega hlið þessa vandamáls. Fyrst og fremst er hér horft á áhrif á starfsemi fyr- irtækja í þessu sambandi. Skipta má umfangi vandamáls- ins í þrjá flokka með hliðsjón af hugsanlegum afleiðingum af bilun. í fyi-sta lagi þegar engin eða ein- ungis minni háttar röskun verður á starfsemi fyrirtækja. Fjölmargir hafa þannig keypt tölvubúnað á allra síðustu árum sem á að vera frír af öllum slíkum vandamálum. I öðrum tilvikum ætti oft að nægja að slökkva á kerfum eða búnaði 31. desember 1999 og kveikja aftur 1. janúar 2000. Líklegt er að megin- þorri tilvika falli undir þennan flokk. I öðru lagi em þau tilvik þar sem gera má ráð fyrir skaðlegum afleiðingum, en komast má hjá tjóni með tímanlegum aðgerðum án ótilhlýðilegs kostnaðar. I þriðja lagi eru þau tilvik þar sem hætta er á að alger bilun verði í kerfum og fyrirsjáanlegur kostnaður við lagfæringu er það mikill að hag- stæðara er að skipta því gamla út fyrir nýtt. Hvaða búnaður og hverjir eru hugsanlegir tjónþolar? Röskun á starfsemi kann að koma fram í tækjum með inn- byggðri tölvustýringu eða ýmiss konar vél- og hugbúnaði. Þannig getur verið um að ræða hran á ýmsum tölvukerfum, svo sem bók- halds-, fjarskipta- eða öryggiskerf- um, og niður í það að myndbands- tæki fyrirtækisins hætti að geta tekið upp eftir næstu áramót. Það getur skipt miklu að gi-eina á milli þess búnaðar sem um er að ræða, þegar metið er hvaða réttarúrræði standa til boða. Afleiðingar bilunar sem rót á að rekja til 2000-vanhæfni geta bæði komið fram í rekstri fyrirtækisins sjálfs, t.d. þar sem framleiðsla stöðvast, og einnig hjá þriðja aðila. Þannig getur viðskiptavinur fram- leiðslufyrirtækis orðið fyrir tjóni af því að fá ekki umsamdar vörar á tilætluðum tíma og einnig er hugs- anlegt að alveg ótengdur aðili verði fyrir tjóni. Sem dæmi um síðast- nefnda tilvikið gæti vegfarandi slasast af völdum bilunar í stýris- búnaði bifreiðar. Eiga sérsjónarmið við? Því hefur verið fleygt að sérsjón- armið eigi við um möguleg réttar- úrræði vegna þeirra vandamála sem tengjast 2000-vandanum. í því sambandi hefur verið bent á að vandamálið hafi verið þekkt lengi og kaupendur að tölvukerfum og búnaði hafi því verið grunlausir um vandamálið þegar gengið var til kaupanna. Þó að rétt sé að vandinn sem slíkur hafi komið til umfjöllun- ar þegar um miðjan áttunda ára- tuginn, þá hefur ekki verið almenn umfjöllun um vandamálið fyrr en á síðastliðnum tveimur áram eða svo. Danskir fræðimenn hafa dreg- ið í efa að deilumál sem hljótast af 2000-vanhæfni eigi að sæta eitt- hvað annarri meðferð en aðrar kröfur sem varða galla eða skemmd á vöra. Þá hefur því einnig almennt verið hafnað að röskun sem hlýst vegna 2000-bil- unar geti flokkast undir óviðráðan- leg ytri atvik sem leysi seljendur undan ábyrgð sem þeir annars þyrftu að bera. Réttarstaðan Margar réttarheimildir koma til álita þegar þetta mál er skoðað. Koma þar bæði til greina sett lög sem og meginreglur laga. Afar fá dómsmál hafa fallið hér á landi þar sem reynt hefur á möguleg réttar- úrræði vegna þess að tölvukerfi Lagaleg hlið 2000-vandans Þó að mikið hafí veríð fjallað um 2000-vand- ann svokallaða að undanförnu hefur minna farið fyrir umfjöllun um hvernig íslensk lög- gjöf snýr gagnvart því tjóni sem notendur tölvukerfa eða aðrir utanaðkomandi aðilar geta orðið fyrir ef kerfín hætta að virka um aldamót. Guðjdn Rúnarsson segir að til þess að bæta úr þvi hafí Verslunarráð Is- lands staðið fyrir morgunverðarfundi ný- verið þar sem farið var yfír þá hlið mála. hefur ekki virkað sem skyldi eða að bilun hef- ur orðið. Islenskur réttur er því nánast ómótaður á þessu sviði. Að einhverju leyti er hægt að horfa til þess hvemig þessu er farið í þeim ná- grannalöndum okkar sem búa við svipað réttarkerfi. Þetta rétt- arsvið er þó einnig rétt að byrja að mótast þar, eins og víðast hvar í heiminum. Það fyrsta sem Guðjón horfa skal til þegar Rúnarsson deilt er um hver beri ábyrgð á því að keypt tæki eða tölvubúnaður sé ekki 2000-heldur er sá samningur sem gerður var um kaupin. Það er meginregla í ís- lenskum rétti að samningar skuli standa. Túlkun á gerðum samningi samkvæmt efni sínu og aðdrag- anda getur þó leitt til undantekn- inga frá þessu. Þannig getur verið gefinn kostur á að fá ógiltan samn- ing á grandvelli laga um samn- ingsgerð, umboð og ógilda lög- gerninga, nr. 7/1936, ef samnings- aðili er fundinn sekur um svik, ef forsendur fyrir samningunum telj- ast verulega brostnar eða samn- ingsskilmálar metnir svo ósann- gjarnir að þeir verði ekki efndir samkvæmt efni sínu. Ef samning- ur er metinn ógildur ganga kaupin til baka og seljanda ber að gera kaupanda eins settan og áður en til samningsins var stofnað. Einnig má vera að heimilt sé að krefjast skaðabóta á grundvelli almennu skaðabótareglunnar, þ.e. ef við- semjandi telst af ásetningi eða gá- leysi valdur að því tjóni sem verð- ur. Slík bótaskylda getur stofnast bæði innan samninga og utan samninga. I fyrra tilvikinu á ein- ungis kaupandi rétt á bótum á grandvelli kaupsamningsins, en í því síðara getur einnig utankom- andi aðili sem verður fyrir tjóni krafist bóta. Slík bótakrafa þriðja manns mundi þá beinast gegn eig- anda eða forráðamönnum þess tækis eða búnaðar sem olli tjóninu. Hugsanlegt er að seljendur hafi sérstaklega undanþegið sig ábyrgð á 2000-vanhæfni í samningi. Slík ábyrgðarleysisákvæði ber ávallt að túlka þröngt. Þau verða þannig að hafa komið skýrt fram í samningn- um. Einhliða yfirlýsing um ábyrgðarleysi síðar yrði vart metin gild. Þegar um er að ræða tjón hjá ut- anaðkomandi aðila er einnig hugs- anlegt að hann geti krafist bóta á grundvelli laga um skaðsemisá- byrgð, nr. 25/1991. Slíka kröfur getur hann haft uppi jafnt á fram- leiðendur og dreifingaraðila tækis- ins. Þau lög ná þó einungis til tjóns af völdum lausafjármuna. Ljóst er að ýmis tæki með inn- byggðri tölvustýringu falla undir það hugtak. Meiri vafi leikur hins vegar á því hvemig fer með tölvukerfi al- mennt í því sambandi. Samkvæmt lögum um lausafjárkaup, nr. 39/1922, getur kaup- andi krafist bóta fyrir tjón sem verður af galla í hinu keypta. Lögin taka þó ein- göngu til kaupa á lausafé. Því er óljóst að hve miklu leyti lög- in gilda um tölvubún- að og tölvukerfi al- mennt. Hér má þó benda á dóm héraðsdóms Reykjaness frá 31. desember 1998, þar sem kaup á tveimur mismunandi kerfum sem ætlað var að starfa saman, vora metin sem lausafjárkaup. Með hliðsjón af þessum dómi má því ætla að kaup á heildarlausnum, sem sérsniðnar era að þörfum fyr- irtækis falli undir ákvæði kaupa- laganna. Kaupalögin heimila fleiri úrræði en bætur vegna galla. Kaupandi getur þannig rift kaup- unum ef vanefnd telst veruleg, krafist afsláttar eða ógallaðrar greiðslu í stað gallaðrar. Við mat á því hvort heimilt sé að rifta kaup- um þarf að horfa til þess hvort hið selda nýtist kaupanda einum, eða hvort ætla megi að seljandi geti endurselt það ef kaupin ganga til baka. Samkvæmt kaupalögum þá ber kaupanda að tilkynna um að hann hyggist krefjast vanefndaúrræða sem fyrst eftir að hann verður ágallans var, og í síðasta lagi innan árs frá afhendingu hins selda. Hugsanlegt er þó að séreðli 2000- vandans geti réttlætt að miðað sé við síðara tímamark en afhendingu. Lög um skaðsemisábyrgð geyma hins vegar ákvæði um almennan þriggja ára fymingarfrest til að hafa uppi bótakröfu. Samkvæmt lögum um hlutafé- lög, nr. 2/1995, og lögum um einka- hlutafélög, nr. 138/1994, bera stjórnarmenn og framkvæmda- stjórar ábyrgð á tjóni sem þeir af ásetningi eða gáleysi valda félaginu í störfum sínum. Þeim ber því að sjá til þess að gerðar séu nauðsyn- legar ráðstafanir til að koma í veg fyrir tjón vegna 2000-vanhæfni, eða a.m.k. að tilkynna hluthöfum, kröfuhöfum og samstarfsaðilum um hugsanlegt tjón sem orðið get- ur. Gera má ráð fyrir að ríkari skyldur hvíli á stjórnendum fyrir- tækja ef reksturinn er mjög háður tölvukerfum. Þannig má t.d. gera ráð fyrir að rík ábyrgð hvíli á stjórnendum fjármagnsfyrirtækja og mjög tæknivæddra fiskvinnslu- húsa. Þá er einnig hugsanlegt að endurskoðendur geti orðið ábyrgir ef þeir sinna ekki lögboðnum skyldum sínum í þessu sambandi. Ef fengnir era sjálfstæðir ráðgjaf- ar til að taka út eða lagfæra kerfi, þá fer um ábyrgð þeirra sam- kvæmt þeim samningi sem við þá er gerður. Rétt er að taka fram að við sölu á flestum af þeim staðlaða hugbún- aði sem viðskipti eiga sér stað með í dag, era gerðir svokallaðir leyfis- samningar við kaupanda. Oft er þá um að ræða að seljandi á Islandi hefur gert sérstakan dreifingar- samning við framleiðanda um rétt til að selja afnotarétt af búnaðinum til notenda hér á landi, samkvæmt sérstökum skilmálum. Kaupandi fær þá í raun bara leyfi til að nýta sér þúnaðinn í starfsemi sinni, en er ekki heimilt að framselja hann eða gera neitt sem brýtur í bága við söluskilmála. Þess ber að geta að samkvæmt höfundalögum, nr. 73/1972, er eigendum hugbúnaðar almennt heimilt, nema öðravísi sé um samið, að breyta búnaðinum þannig að hann nýtist þeim með eðlilegum hætti. Þegar um er að ræða hugbúnað sem sérstaklega hefur verið lagaður að þörfum not- anda er oft samhliða leyfissamn- ingi gerður sérstakur þjónustu- samningur þar sem seljandi tekur að sér að halda búnaðinum við eða uppfæra hann í tiltekinn tíma. Ef gerður hefur verið þjónustusamn- ingur sem gildir fram yfir næstu áramót standa líkur til þess að dreifingaraðili hafí tekið á sig ábyrgð á því að gera hugbúnaðinn 2000-samhæfan. Jafnvel þegar ein- ungis er seldur afnotaréttur af hugbúnaði getur komið til að dreif- ingaraðili yrði látinn sæta ábyrgð ef tjón verður af bilun í búnaðinum. I því sambandi ber að líta til samn- ingsins sem gerður var og einnig geta komið til skoðunar sjónarmið 36. gi’. samningalaga, sem segja að samningi megi víkja til hliðar í heild eða að hluta ef það telst ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrir sig. Lokaorð Eins og sést er að mörgu að hyggja þegar rætt er um 2000- vandann. Þótt hægt sé að spyrja sig hvort það að fyrirtæki ráðist sjálft í aðlögun eigin tölvukerfa eða fái sjálfstæðan aðila til þess skerði möguleika til kröfu á hendur selj- anda síðar ef lagfæring reynist ekki hafa borið tilætlaðann árang- ur, þá ber almennt að hvetja fyrir- tæki til að láta hendur standa fram úr ermum og tryggja eins og hægt er að ekki verði um röskun á starf- semi þeirra að ræða um næstu ára- mót. Rétt er að yfirfara alla samn- inga við seljendur og þjónustuað- ila, með tilliti til þess hvaða ábyrgð þeir aðilar hafa tekið á sig. Þannig er tryggilegast til að réttur tapist ekki vegna tómlætis eða fyrningar að hafa samband við þessa aðila til að kanna hvort kerfið sé 2000-helt og til hvaða ráðstafana geti verið nauðsynlegt að grípa. Ef samning- ur við þessa aðila ber með sér að þeir beri áhættuna af því að kerfið sé í lagi, er jafnvel rétt að fara formlega fram á að þeir yfirfari kerfið, til að réttur verði ekki tal- inn hafa tapast fyrir tómlæti eða fyrningu. Ef seljendum eða þjón- ustuaðilum er í slíkum tilvikum greitt aukalega fyrir þjónustuna, án þess að um það hafi verið samið, mætti gera fyrirvara í greiðslunni um að ekki felist í henni nein viður- kenning á ábyrgðarleysi þeirra vegna hugsanlegs tjóns. Þá þarf að fara yfir tölvusamskipti við sam- starfsaðila til skoðunar á því hvort þeirra kerfi geti smitað út frá sér. Skoða þarf hvort tryggingar fyrir- tækisins taki til tjóns vegna 2000- vandamála. I sumum tilvikum get- ur verið ástæða til að hafa sam- band við viðskiptamenn sem hugs- anlega geta orðið fyrir tjóni, svo þeir geti gert ráðstafanir til að tak- marka það tjón. Ljóst er að réttarstaðan getur verið mjög óljós um hver beri ábyrgð á 2000-tjóni eða kostnaði við að fyrirbyggja slíkt tjón. Þótt mikið hafi verið rætt um ábyrgð seljenda hér, þá ber að taka fram að einnig getur hvílt rík skylda á kaupendum. Það er t.d. almennt talið að þegar um verslunarkaup er að ræða, þ.e. í viðskiptum milli rekstraraðila, þá hvíli rík skoðun- ai’skylda á kaupanda og réttur glatist fyrr vegna tómlætis, en þeg- ar einstaklingur kaupir vöra. Rök- in á bak við þá reglu era þau að um jafnsetta aðila sé að ræða og hraði viðskiptalífsins krefjist þess að seljendur geti ekki átt von á bakkröfu löngu eftir að sala átti sér stað. I þessu sambandi getur skipt máli hvort kaupandi er stórt fyrir- tæki með sérþekkingu á tölvubún- aði eða um er að ræða minni rekst- ur sem ekki hefur yfir neinni slíkri sérþekkingu að ráða. Þá hafa danskir fræðimenn talið að ef hægt er að aðlaga búnað með lítilli fyrir- höfn, t.d. með því að hlaða inn ákveðnu fomti af Netinu, standi líkur til að seljanda verði ekki gert að sæta neinni ábyrgð eða kostn- aði. Höfundur er héraðsdómslögmaður og aðstoðarframkvæmdastjóri Verslunarráðs Islands. Guðjón Rúnarsson Skattframtöl - Ársreikningar - Bókhald Einkahlutafélög, Hlutafélög og aðrir Rekstraraðilar - Bókhald, Ársuppgjör og Skattskil félaga og rekstraraðila. - Stofnun og Sameining félaga ásamt Rekstrarráðgjöf. &A Reiknir Rekstrarverkfræðistofan nnaf^M Reikningsskil & Rekstrartækniráðgjöf Suðurlandsbraut 46 Póstnúmer 108 Bláu húsunum Simi: 568 10 20 Fax : 568 20 30 nmmm HÖNNUN / SMÍÐI / VIÐGERÐIR / ÞJÓNUSTAl = HÉÐINN = SM IÐJA Stórási 6 »210 Garðabæ sími 565 2921 • fax 565 2927 i|l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.